Rekstrarhagfræði (REK2103) Inngangur Ágúst Einarsson, Rekstrarhagfræði Mál og menning, Reykjavík, 2005 Power Point glærur: Helgi M. Bergs
Rekstrarhagfræði (REK2103) Kennari: Helgi M. Bergs Skrifstofa: Borgum, 3. hæð, austurálma Sími: 460-8612 Fax: 460-8999 Tölvupóstfang: helgi@unak.is Viðtalstími: Eftir samkomulagi See the introduction to Chapter 1 in the main text.
Námsmarkmið Í lok námskeiðsins eiga nemendur að skilja og geta beitt grundvallar kenningum rekstrahagfræðinnar á ákvarðanir heimila og fyrirtækja við margvísleg markaðsskilyrði. Þeir eiga að geta notað þessar kenningar til að lýsa og meta þessar ákvarðanir. Þeir eiga að kunna skil á einfaldari aðferðum rekstrarhagfræðilegrar greiningar. Nemendur eiga að geta dregið ályktanir af einföldum hagfræðilegum líkönum og metið hve raunhæf og gagnleg þau kunni að vera. Þeir eiga að vera vel að sér um munnleg, myndræn og stærðfræðileg hugtök og tæki sem notuð er í fyrsta árs rekstrarhagfæði í háskólum.
Námslýsing Vísindi og vísindaleg aðferð. Hagfræðin skilgreind. Staða hagfræði meðal vísindagreina. Skipting hagfræðinnar í undirgreinar. Aðferðir og tæki hagfræðinnar. Markmið með stofnun og rekstri fyrirtækja, skipulag þeirra og fjármögnun. Eftirspurn, eftirspurnarfallið, verð-, tekju- og víxlteygni, samkeppnis- og staðkvæmdarvörur. Kenningar um val neytandans. Framboð, framboðsfallið. Framleiðsla og val framleiðsluaðferða. Kostnaður, kostnaðarfallið, meðalkostnaður, jaðarkostnaður, fórnarkostnaður og hagkvæmni. Markaðsaðgerðir: fullkomlega frjáls samkeppni, ófullkomin samkeppni og hrein einokun. Verð, verðlagning og verðmismunun. Fjármagnsmarkaðurinn, vextir og fjárfestingar. Vinnumarkaðurinn, launþegafélög og mismunun. Óvissa, kraðak, og ósamhverfar upplýsingar. Velferðarhagfræði.
Kennsla Kennsla fer fram í fyrirlestrum og með lausn dæma eða verkefna. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér námsefnið fyrir hvern fyrirlestur. Huga þarf að forsendum hverrar kenningar eða líkans og sambandi breytanna. Einnig er nauðsynlegt að skoða vel allar myndir, töflur og línurit. Nemendur þurfa að vera gagnrýnir þar sem ekki er sjálfgefið að allt sem þeir lesa eða heyra sé hið eina rétta. Hafa skal hugfast að þeir sem koma lesnir í kennslustundir fá meira út fyrirlestrum en hinir og hafa því forskot þegar að prófum kemur. Nemendum gefst tækifæri til að eiga samskipti sín á milli og við kennara á umræðuborði Blakk og eru þeir hvattir til að notfæra sér þann vettvang sem mest.
Dæmatímar Ekki verða sérstakir dæmatímar, heldur verður farið í dæmi jöfnum höndum í fyrirlestrum Lögð verða fyrir heimadæmi eða verkefni fjórum sinnum á önninni Nemendur geta reiknað með að verða teknir upp að töflu til að reikna og útskýra slík dæmi Sérstaklega verður fylgst með mætingu og frammistöðu nemenda við þessi tækifæri
Námsmat Tveir matshlutar: skriflegt próf og prófæfingar Skriflegt próf, 3 klst. í lok annar sem gildir 90%. Þetta próf verður að hluta krossar, nokkur dæmi og ein ritgerðarspurning. Hjálpargögn ekki leyfð, nema vasareiknir Tvær prófæfingar í Blakk sem samtals gilda 10%. Þessar prófæfingar verða fyrst og fremst krossapróf og dæmi Öll hjálpargögn leyfð.
Námsmat Til að standast próf verðu vegin meðaleinkunn að vera að minnsta kosti 47,5% Lágmarkskrafa til að standast próf E = 0,05(Æ1) + 0,05(Æ2) + 0,09(P) ≥ 47,5% þar sem Æi er einkunn fyrir prófæfingu i og P er einkunn fyrir lokaprófið Það er ekki nein lágmarkseinkunn í prófæfingum.
Prófæfingar Tvær prófæfingar Prófæfing I hefst sunnudaginn 21.02. nk. Prófæfing II hefst sunnudaginn 11.04. nk. Prófæfingar opna kl. 12.00 á sunnudögum og eru opnar til kl. 23.55 mánudaginn á eftir Innan þessa opnunartíma hafa nemendur 3 klst. frá því þeir hefja æfinguna þar til þeir verða að ljúka henni Geti nemandi ekki af einhverjum ástæðum tekið prófæfingu. Þá skal hann hafa samband við kennara fyrirfram. Ella verður gefið núll fyrir æfinguna.
Kennslubók Ágúst Einarsson, Rekstrarhagfræði, Mál og menning, Reykjavík, 2005. Kaflar 1 til 15 Ágúst Einarsson, Verkefni í rekstrarhagfræði, Mál og menning, Reykjavík, 2006. Kaflar 1 til 15 I. Jacques, Mathematics for Economics and Business, 4th.ed., Addison-Wesley, Harlow, England, 2003. Kaflar 3, 4 og 5. See Section 1-1 in the main text, and Figure 1-1.
Námsefni Námsefnið er í eftirfarandi köflum í kennslubók Kafli 01 – Grunnatriði Kafli 02 – Eftirspurn og framboð Kafli 03 – Opinber áhrif og alþjóðleg verslun Kafli 04 – Framleiðsla Kafli 05 – Kostnaður Kafli 06 – Neytendur Kafli 07 – Markaðsform og fullkomin samkeppni Kafli 08 – Einkasala See Section 1-1 in the main text.
Kafli 09 – Fákeppni og einkasölusamkeppni Námsefni og kaflar: Kafli 09 – Fákeppni og einkasölusamkeppni Kafli 10 – Áhættu- og óvissuaðstæður Kafli 11 – Þáttamarkaðir, laun og tekjudreifing Kafli 12 – Skipulag og stjórnun Kafli 13 – Markaðsmál Kafli 14 – Fjármál og fjárfestingar Kafli 15 – Framleiðslustjórnun, upplýsingar og eftirlit See Section 1-1 in the main text.
Hliðsjónarefni D. Begg, S. Fisher & R. Dornbush, Economics, 8th.ed., McGraw – Hill, London, 2005. Kaflar 1 til 12, 15 til 18 og 33. Gylfi Þ. Gíslason, Rekstrarhagfræði, bindi 1, 2 og 3, Iðunn, Reykjavík, 1987.
Annað Blakkur Glærur og annað kennsluefni verður birt í Blakkur, þar á meðal upptökur í kennslustofu Þessar upptökur verða teknar niður aftur 2 – 3 vikum eftir að þær eru birtar Nota ráðstefnuna sem allra mest til samskipta við kennara og samstúdenta