Rannsóknarferlið í eigindlegum rannsóknum Þuríður Jóhannsdóttir KHÍ - framhaldsdeild
Hönnun og undirbúningur Designing and preparing Val á viðfangsefni Choosing a topic Rannsóknarspurningar The research question Heimildakönnun og leit Doing a Literature search/review Afla leyfa til að gera rannsóknina Gaining access
Siðferðilegar spurningar Ethics Að velja rannsóknarsnið Choosing a method Afla gagna - Collecting data Greining gagna Analysing data Skrifin Writing up Gagnrýninn yfirlestur (reflexive account)
Hönnun og undirbúningur /Designing and preparing Allar rannsóknir byggja á einhverjum grundvallar sjónarmiðum Mismunandi snið (design) eru notuð í eigindlegum rannsóknaraðferðum / different research design Það snið sem valið er býður rannsakanda uppá ákveðna ramma sem hjálpa til að halda utan um rannsóknina T.d. með lykilhugtökum og hugmyndum sem sniðið byggir á
Dæmi um rannsóknarsnið? (bls 79 H&H) Research design Tilviksrannsóknir - Case studies, Starfendarannsóknir - Action research Þjóðfræðileg (mannfræði-) nálgun - Ethnographic – Guðrún notar orðið etnógrafískar Mat - Evaluation Ath ruglað saman stefnum eins og femínisma og rannsóknarsniðum á bls 79 H&H Til dæmis hafa femínískir fræðimenn og konur hafnað hefðbundnum conventional rannsóknarmódelum eð nálgunum (research design) vegna þess að þær eru oft karlmiðaðar (male biased) Nálgunin eða rannsóknarmódelið er oft þannig að það mótar í sjálfu sér það sem rannsakandinn leitar eftir, hvernig hann safnar gögnum og hvernig hann greinir þau og túlkar. Sá sem velur starfendarannsókn hefur til dæmis greinilega það markmið með rannsókn sinni að henni er ætlað að hafa áhrif á starfsvettvanginn. Matsrannsókn er ætlað að gera hvort tveggja að gera rannsókn og leggja mat á væntanlega með það fyrir augum að breyta og bæta í kjölfar rannsóknarinnar.
Að velja sér rannsóknarefni Endurtaka verkefni annarra Prófa hugmyndir, kenningar, tilgátur annarra eða sjálfs síns Vinna úr fyrirliggjandi gögnum Fá verkefni frá þeim sem stunda rannsóknir, t.d. kennara Velja sér viðfangsefni út frá eigin áhugamálum, baksviði og þekkingu. Eiginn áhugi er alltaf mikilvægur þáttur auðvitað og raunsæi í vali - hvað ræð ég við t.d. miðað við tíma, forsendur o.s.frv.
Val efnis og mótun rannsóknar-spurningar – Siðferðilegar spurningar Hvað vil ég rannsaka? Er það hægt? Hvað er vitað um það? (Hvers vegna) er það mikilvægt - burtséð frá mínum áhuga? Hvers krefst það af þátttakendum? Er fólgið í athuguninni álag eða áhætta fyrir þátttakendur? Mikilvægt að gera á þessu stigi: Ræða, viðra hugmyndir við aðra Lesa rannsóknir um efnið, kanna heimildir
Orðræða (discourse) fagsviða Nám á nýju fagsviði gerir kröfur um að setja sig inn í þá orðræðuhefð sem er við lýði í faginu Markmiðið er að verða fullgildur meðlimur sem tekur þátt í orðræðu á fagsviðinu Umræða á vinnustað Þátttaka í fundum og ráðstefnum Skrifa greinar í fagtímarit
Hvers konar heimildir og hvar? Sem snerta sjálft rannsóknarefnið Um aðferðafræðileg atriði Íslenskar og erlendar rannsóknir Hvar? Bækur, tímarit, yfirlitsgreinar, klassísk rit, gagnasöfn, vefurinn Leita á fjölbreyttan hátt, ekki hengja sig í eina aðferð
Heimildakönnun og leit Reyna að fá yfirsýn yfir fagsviðið Lesa valdar greinar bæði með tilliti til áhugasviðs og aðferðafræði t.d. Starfendarannsóknir um breytingar á skólastarfi Þjóðfræðilegar rannsóknir á menningu skóla Matsrannsóknir á nýjungum í skólastarfi Lífssögurannsóknir á líðan kennara í starfi Viðtalsrannsóknir um líðan nemenda í skóla
Að finna út hvað er vitað - markmið með fræðilegu yfirliti - heimildaleit Dýpka og endurskoða eigin þekkingu móta og meitla viðfangsefnið uppgötva órannsökuð efni skýra fræðileg og aðferðafræðileg atriði kynnast umræðum og álitamálum Lesa sig inn í orðræðu fagsins - fá tilfinningu fyrir hvernig fræðimenn skrifa á viðkomandi sviði þegar þeir beita eigindlegum rannsóknaraðferðum
Heimildaval Val heimilda er síðan ekki síður mikilvægt en heimildaleitin Hvaða heimildir henta mér og mínu viðfangsefni? Hverjar eru við hæfi og hvers vegna? Ekki bara það sem staðfestir mitt sjónarhorn takast á við annað Láta heimildir hjálpa sér að skilja – varpa ljósi á viðfangefni sitt – efla og sýpka skilning
Að velja rannsóknarsnið ? Háð markmiði rannsóknar Tilviksrannsókn Lífssögunálgunin Starfendarannsókn ? T.d. Ef markmiðið er að: leitast við að draga fram þögla þekkingu (tacit knowledge) í stofnun, greina hvaða breytingar eru að eiga sér stað í kennsluháttum Ath. Hætta á hugtakarugli – method eða design. Hér er ég að tala um design sem Guðrún hefur þýtt snið. En á ensku er þarna talað um að velja research method
Öflun gagna - gagnasöfnum Tilviksrannsókn krefst væntanlega vettvangsrannsókna og viðtala Lífssögunálgunin kallar á opin viðtöl þar sem rannsakandinn hlustar fyrst og fremst Starfendarannsókn ? T.d. Leitast við að draga fram þögla þekkingu (tacit knowledge) í stofnun, greina hvaða breytingar eru að eiga sér stað í kennsluháttum Hvernig afla ég gagna hér ? Þátttökurannsókn. Hér finnst mér við hæfi að tala um method, sem sagt aðferðina við gagnaöflunina.
Greining gagna Venjulega eru gögnin skráð á formi ritaðs texta Greiningin felst þá í að greina munstur og samhengi í textanum – T.d. Orðræðugreining sbr grein eftir Guðrúnu Geirs í Nýjum mmenntamálum 2. tbl. 17 .árg. 1999 þar sem hún greinir bækling frá menntamálaráðuneytinu um sjálfsmatsaðferðir skóla hvað er sagt og hvernig og um hvað er þögn í viðtölum við fólk Talað um að greina þemu
Skrifin Sú athygli sem beinst hefur að hlutverki tungumálsins með póststrúktúralismanum hefur það í för með sér að sjónum hefur í auknum mæli verið beint að hlutverki ritunarinnar í rannsóknarferlinu. Ekki er lengur hægt að líta svo á að rannsóknarniðurstöður séu einfaldlega skráðar að lokinni greiningu og túlkun, nú er fremur litið á ritunina sem ferli sem er samþætt öllu rannsóknarstarfinu.
Skrifin Van Maanen bls. 337-8 í H&H three narratives conventions: 3 frásagnarhefðir Raunsæið - realist Játningastíllinn - confessional, Impressionsiski stíllinn - , impressionist Van Maanen - Tales of the Field (1998) hver er sögumaður, hvaða stíl beiti ég - hvernig ætla ég að ná til lesandans - þar með: hverjir verða lesendur mínir? Wolcott - 1990
Rödd textans Hversu vel kemur rödd höfundar/rannsakanda í gegn í textanum? Raunsæ frásögn: hlutlægur rannsakandi sem segir frá í 3. Persónu – sbr. Höfundar raunsæisstefnunnar fyrir 1900 Opniskáa frásögnin - The confessional tale. Viðbrögð við gagnrýni á raunsæja frásögn: fullt af gögnum af akrinum og frásagnir af hvernig rannsóknin var gerð. Rannsakandi mjög meðvitaður og leitast við að svipta dularhjúpnum af fræðastarfinu/vísindunum Rödd eða nærvera höfundar verður þarna mjög áberandi og meðvituð
Rödd textans 2 Impressionist tale (póstmódern) Litið svo á að frásögnin verði alltaf ófullkomin Bundin við stað og stund Bundin samhengi Aðstæðubundin og takmörkuð (partial)
Landkönnuður um borð í skólaferju Að beita aðferðum rithöfunda Narratives - sögur Snjallar myndhverfingar vekja athygli og segja oft meira en flóknar útskýringar, breytilegt sjónarhorn, persónur fá sína rödd, sögur, ljóð Óhikað er því beitt bókmenntalegum aðferðum (narrative and fictional approach) Ríkulegar lýsingar og hugarflugi beitt (H og H)
Gagnrýninn yfirlestur Lesa sjálfur með sjálfsgagnrýnina á lofti Biðja kollega sína að lesa gagnrýnið Biðja viðmælendur eða “rannsóknarefnið” að lesa yfir Triangulation = margprófun til að auka áreiðanleika Endurskoða textann
Rannsóknaráætlun og að afla leyfa til að gera rannsóknina Lýsing á verkefni, afmörkun kenningarlegum grunni Markmið, skilgreining á viðfangsefni og mikilvægi þess Meginspurningar og aðferðir við öflun gagna Þýði/úrtak Rannsóknarsnið (gerð/uppbygging) Aðgengi, leyfisöflun, samþykki Greiningaraðferðir Hugsanleg vandamál, fjármál, tími
Undirbúningur Rökstyðja vel viðfangsefni og skýra markmið. Lýsa rannsóknarspurningu og afmarka hana vel undirspurningar (ath.hætta!), tilgátur Gera yfirlit yfir þekkingu og skýra hugtök Huga að siðfræðilegum atriðum Huga að fjármagni og vinnuálagi allra aðila Taka ákvarðanir um alla þætti framkvæmdar Gera tímaáætlun. þá er komið að: Afla leyfa (ef þarf) og aðgangs til að gera rannsókn
Rannsóknarferli getur verið svona.... gera rannsóknaráætlun undirbúa (leyfi, samþykki, aðgengi, heimildavinna, öflun gagna og greining) afla gagna greina gögn rita skýrslu birta niðurstöður