Fræ í frjósömum jarðvegi Vangaveltur um einstaklingsmiðað nám Ingvar Sigurgeirsson: Fræ í frjósömum jarðvegi Vangaveltur um einstaklingsmiðað nám ? Erindi flutt á ráðstefnunni Að sá lífefldu fræi Akureyri - 22. apríl 2006
Til eru fræ, sem fengu þennan dóm: Að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von sem hefur vængi sína misst, og varir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð, sem lifna og deyja í senn, og lítil börn, sem aldrei verða menn. Davíð Stefánsson
Fræ í frjósömum jarðvegi Vangaveltur um einstaklingsmiðað nám Ingvar Sigurgeirsson: Fræ í frjósömum jarðvegi Vangaveltur um einstaklingsmiðað nám ? Erindi flutt á ráðstefnunni Að sá lífefldu fræi Akureyri - 22. apríl 2006
Rök fyrir breyttum kennsluháttum Samfélagsbreytingar Ör tækniþróun Þróun miðla Nýjar (?) kröfur í atvinnulífi Hnattvæðingin Nemendahópurinn verður stöðugt fjölbreyttari Námsálar- og kennslufræðileg rök
Dæmi um áherslur í stefnumörkun Reykjavíkurborgar Ábyrgð nemenda á eigin námi Þemanám – samþætting Val nemenda Samvinnunám Fjölbreytt, sveigjanlegt námsumhverfi – skólinn sem vinnustaður Markviss notkun tölvu og upplýsingatækni Skapandi starf Frumkvæði nemenda og sjálfstæði í vinnubrögðum Sterk sjálfsmynd nemenda Samvinna nemenda, kennara og foreldra Náin tengsl við grenndarsamfélag, umhverfi og atvinnulíf Þverfagleg samvinna kennara Kennarinn sem leiðbeinandi
Heimasíða IS: http://starfsfolk. khi Heimasíða IS: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/ Vefsíða fyrir fyrirlesturinn: http://starfsfolk.khi.is/ingvar/fyrirlestrar/akureyri.html
Ótal orð ... sama kennslufræði? Ensk heiti Íslensk heiti Individualized learning, instruction, -teaching, -curriculum, -education Einstaklingsmiðun, einstaklingsmiðað nám, -kennsla ... Differentiation, differentiated instruction, -teaching, -curriculum, Námsaðlögun, námsaðgreining, einstaklingsmiðun Multi-level instruction, -curriculum Fjölþrepakennsla Responsive instruction, -teaching Gagnvirk kennsla, sveigjanlegir kennsluhættir, sveigjanlegt skólastarf Adaptive learning Sveigjanlegt nám Personalized instruction Einstaklingsmiðuð kennsla Open school, open classroom, integrated day Opinn skóli, opin skólastofa, heildstætt skólastarf, Multiage education, mixed-age grouping Aldursblöndun, samkennsla árganga, samkennsla aldurshópa Inclusive education Skóli án aðgreiningar, skóli fyrir alla Multi-cultural education Fjölmenningarleg kennsla
Opni skólinn hafði einstaklingsmiðun að leiðarljósi Áhersla á tengsl við umhverfið Höfð er hliðsjón af áhuga og þörfum nemenda – nemendur hafa val um viðfangsefni Virkar kennsluaðferðir ... áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, öflun upplýsinga ... leikni ... áþreifanleg viðfangsefni Áhersla á ábyrgð nemenda Fjölbreytt og áhugavekjandi viðfangsefni ... kennsluaðferðir Fjölbreytt og örvandi námsumhverfi Leiðsagnarhlutverk kennara Úr bókinni Skólastofan: Umhverfi til náms og þroska.
Ingvar Sigurgeirsson (2005) Ingvar Sigurgeirsson (2005). Um einstaklingsmiðað nám, opinn skóla og enn fleiri hugtök ... Uppeldi og menntun 14(2): 9–27 Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands Sproti birtur 26. nóvember 2004 Ingvar Sigurgeirsson Hvað er einstaklingsmiðað nám? Í þessum sprota er bent á hvar hægt er að lesa sér til um einstaklingsmiðað nám en á Netinu má finna margar gagnalindir um það efni …. Viðtal birt 25. mars 2004 Einstaklingsmiðað nám í grunnskólum Reykjavíkur Athyglisvert skólaþróunarverkefni Gerður G. Óskarsdóttir í viðtali …
Úr skólanámskrá Fossvogsskóla Í opnum skóla er lögð áhersla á að nemendur sýni hver öðrum umburðarlyndi og efli þannig félagslega hæfni sína. Þeir eru líka þjálfaðir í að bera ábyrgð á námi sínu, m.a. með áætlanagerð. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að tjá hug sinn og eiga samskipti við aðra … gera grein fyrir niðurstöðum úr hópvinnu eða koma skoðunum sínum á framfæri í máli, myndum eða með leikrænni tjáningu. Í heimastofum nemenda eru svokallaðir heimakrókar þar sem fram fara umræður, innlögn, söngur, sögulestur og margt fleira.
Samtök áhugafólks um skólaþróun www.skólaþróun.is www.skolathroun.is New Horizons for Learning Vefur alþjóðlegra samtaka áhugafólks um nýtingu rannsókna í uppeldis- og kennslufræðum. Þetta er einhver vandaðasti kennslufræðivefur sem unnt er að finna á Netinu. Skref í átt til einstaklingsmiðaðs náms Íslenskur upplýsingavefur Samkennsla aldurshópa
Differentiated, flexible, personalized and responsive instruction Carol Ann Tomlinson Differentiated, flexible, personalized and responsive instruction The Differentiated Classroom. Responding to the Needs of All Learners. 1999. How to Differentiate Instruction in Mixed-Ability Classrooms. 1995 / 2001 (2. útgáfa). Leadership for Differentiating Schools and Classrooms. 2000. Fulfilling the Promise of the Differentiated Classroom: Strategies and Tools for Responsive Teaching. 2003.
Skilgreining Carol Ann Tomlinson Að sumu leyti má segja að námsaðlögun (einstaklings-miðun) felist í því að kennarinn viðurkennir að krakkar læra á mismunandi hátt, og bregst við því með ákveðnum hætti í kennslu sinni. Orðabókarskilgreining er eitthvað á þessa leið: „að laga námsefni, viðfangsefni og verkefni að því hvar nemandinn stendur í náminu, með hliðsjón af áhuga hans og hvernig honum hentar best að læra.” On some level, differentiation is just a teacher acknowledging that kids learn in different ways, and responding by doing something about that through curriculum and instruction. A more dictionary-like definition is "adapting content, process, and product in response to student readiness, interest, and/or learning profile. (Bafile, 2004)
Markmið grunnskólans 2. grein Hlutverk ... er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir ... skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins (leturbr. mín). Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
29. grein grunnskólalaganna að efla sjálfsvitund og félagsvitund nemenda, að stuðla að líkamlegri og andlegri velferð, heilbrigðum lífsháttum og ábyrgri umgengni við líf og umhverfi, þjálfun í íslensku í öllum námsgreinum og leikræna og listræna tjáningu, hæfni nemenda til að skilja orsakasamhengi og draga rökréttar ályktanir, skilning og frjótt, skapandi starf og jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms, að nýta leiki barna sem náms- og þroskaleið, að námið nýtist nemendum í daglegu lífi, frekara námi og starfi, að búa bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi, margvíslegar leiðir við öflun þekkingar með notkun tæknimiðla, upplýsingatækni, safna- og heimildavinnu, náms- og starfsfræðslu, kynningu á atvinnulífi og námsleiðum til undirbúnings náms- og starfsvals.
Aðalnámskrá grunnskóla 1999 Það er skylda hvers skóla að laga námið sem best að nemendum hverju sinni. Nemendur eiga rétt að viðfangsefnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni. (Aðalnámskrá grunnskóla. 1999:21) Val á kennsluaðferðum og skipulag skólastarfs verður að miðast við þá skyldu grunnskóla að sjá hverjum nemanda fyrir bestu tækifærum til náms og þroska. Kennslan verður að taka mið af þörfum og reynslu einstakra nemenda og efla með nemendum námfýsi og vinnugleði. (Aðalnámskrá grunnskóla. 1999:32, leturbreytingar IS)
Viðmiðunarstundaskrá Íslenska 19% Stærðfræði 17% Danska 5% Enska 6% Heimilisfræði 4% Íþróttir 11% Listir 11% Lífsleikni 2% Náttúrufræði 9% Samfélagsgreinar 10% Upplýsinga- og tæknimennt 6% Valgreinar 12% Hvaða líkur eru á því að þessi samsetning sé besti kostur fyrir alla grunnskólanemendur?
Úr námskrá Barnaskóla Hjallastefnunnar …áhersla á jafnvægi milli hins frjálsa og sjálfsprottna leiks barnanna og formlegs náms. Þannig eru tvær 90 mínútna kennslustundir á dag (9-10.30 og 12.30-14) en á milli er einnig 90 mínútna leiktími barnanna sem hefst með valfundi sem er þjálfun okkar í lýðræði og samfélagslegri hegðun. Þar velja börnin milli útisvæðis, leikstofu (hreyfing og hlutverka- og ímyndunarleikir), kubbastofu (ímyndunarleikir, bygginga- og stærðfræðileikir), föndur-króks (skapandi starf, skriftaræfing), kubbakróks (bygg-inga- og stærðfræðileikir), tölvukróks og spila- og bóka-króks (röðun, flokkun, stærðfræðileikir og lestur).
Þetta eru líka mikilvægar þarfir ... Öryggi, hlýja, virðing, hrós, hvatning Fá að glíma við ögrandi viðfangsefni Beita hugsun sinni Þörf fyrir að sjá tilgang í því sem maður er að gera Þörf fyrir að vera hluti af góðum hópi og eiga góð samskipti Þörf fyrir að leggja af mörkum Sköpun, tjáning Forvitni ... löngun til að vita og skilja Leik- og hreyfiþörf
Vísindamenn sem rannsakað hafa leiki barna ... … hafa komist að þeirri niðurstöðu að leikir gegni þýðingarmiklu hlutverki í þroska barna … vitsmunaþroska félagsþroska tilfinningaþroska siðferðisþroska sköpunargáfu námshæfileika Orðið leikur kemur einu sinni fyrir í Aðalnámskrá grunnskóla. Almennum hluta!
Úr skólanámskrá fyrir 1. bekk Náms- og kennslutilhögun í dansi Kennsla fer fram í bekkjarkennslu einn bekkur í einu og bekkjarkennari fylgir bekknum. Náið er fylgst með hreyfifærni barnanna. Reynt er að hafa danskennsluna fjölbreytta og er mikil áhersla lögð á að þau læri bæði suðurameríska og standard dansa. Áhersla er lögð á jákvæðan aga og að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
Skólanámskrá sex ára barna! NÁTTÚRUFRÆÐI 2 stundir á viku Eðlisvísindi Jarðvísindi Lífvísindi SAMFÉLAGSFRÆÐI 3 stundir á viku KRISTINFRÆÐI 1 stund á viku HEIMILISFRÆÐI Námskeið ÍÞRÓTTIR 3 stundir á viku SUND Námskeið LISTIR 4 stundir á viku MYNDMENNT TÓNMENNT TEXTÍLMENNT DANS ÍSLENSKA 8 stundir á viku Lestur Ritun Skrift Málfræði Bókmenntir Framsögn Leikræn tjáning STÆRÐFRÆÐI 6 stundir á viku
Hversu oft koma þessi orð fyrir í námskrá? Aðalnámskrá leikskóla Grunnskóli: Almennur hluti Uppeldi 56 14 Markmið 28 110 Þroski 51 24 Nemandi 3 192 Barn eða börn 370 38 Kennsla 79 Nám 105 346 Sköpun 23 Hreyfing 36 2 Umhverfi 33 9 List 29 15 Ásmundur Kristberg Örnólfsson 2006
29. grein grunnskólalaganna að efla sjálfsvitund og félagsvitund nemenda, að stuðla að líkamlegri og andlegri velferð, heilbrigðum lífsháttum og ábyrgri umgengni við líf og umhverfi, þjálfun í íslensku í öllum námsgreinum og leikræna og listræna tjáningu, hæfni nemenda til að skilja orsakasamhengi og draga rökréttar ályktanir, skilning og frjótt, skapandi starf og jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms, að nýta leiki barna sem náms- og þroskaleið, að námið nýtist nemendum í daglegu lífi, frekara námi og starfi, að búa bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi, margvíslegar leiðir við öflun þekkingar með notkun tæknimiðla, upplýsingatækni, safna- og heimildavinnu, náms- og starfsfræðslu, kynningu á atvinnulífi og námsleiðum til undirbúnings náms- og starfsvals.
Ofvirku börnin (drengirnir!) og einstaklingsmiðað nám Ágústa Elín Ingþórsdóttir (2005). Unglingar og fullorðið fólk með AD(H)D: Athyglisbrest með (eða án) ofvirkni [M.A.-ritgerð]. Reykjavík: Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. „að nemendur með athyglisbrest og ofvirkni væru í sjálfu sér ekkert vandamál, heldur kannski miklu frekar vanhæfni okkar hinna, þ.m.t. kennara, til að skilja og sætta okkur við það að ekki eru allir eins.”
Komdu sæll Ingvar Sigurgeirsson Árið 1994 er ég að mæta til kennslu eftir 10 ára fjarveru í kennarastarfi … Mér fannst ekki mikið hafa breytst í skólastarfinu á þessum tíu árum … Við skipulögðum kennslustofuna með sérstökum stöðvum. Stöðvarnar voru Stærðfræðistöð, Þrautir og spil (skák), Náttúrufræðistöð (séráhersla á fugla og fiska, skipti síðan yfir í rafmagn), Upplýsingatæknistöð (ritun, kennsluforrit og einnig sérvalin leikjaforrit …), Íslenskustöð, Ljóðastöð, Tæknistöð og Samfélagsfræðistöð ...
Dæmi um viðfangsefni í Listasmiðju Fellaskóla nýsköpun módelteikning og listmálun hljóðvinnsla og tónlistarsköpun, leirmótun ljósmyndun stuttmyndagerð margmiðlun grafísk hönnun leikræn tjáning dans Áhersla á … … skapandi hugsun … tjáningu … listiðkun … nýsköpunarstarf … samþættingu … félagsfærni …val …
Við erum mikið að velta fyrir okkur áherslum okkar …við viljum auka fjölbreytni og sveigjanleika ... Nýlega fékk ég tölvupóst frá manni sem var hérna í skólanum þegar Arnfinnur Jónsson var skólastjóri. Þessi maður er nú ljósmyndari og þekktur víða um heim ... Hann var að spyrja um Arnfinn því hann þakkar honum algerlega að hann skuli vera í þessari stöðu í dag. Ljósmyndarinn sagðist hafa verið mjög erfiður nemandi. Arnfinnur lét hann hafa aðstöðu hér niðri og keypti allt sem hann þurfti og hann var meira og minna hérna niðri í kjallara að vinna við ljósmyndir. Hann sagði að margir af félögum hans hefðu farið á Hraunið og lent í óreglu. En ljósmyndarinn þakkar Arnfinni að hafa haft áhuga og skilning á þessum sérþörfum sínum ... þetta sýnir bara að við þurfum að pæla svo miklu meira í þessu ... Þorsteinn Hjartarson
Takk fyrir!