Grunnskólabraut KHÍ Námskrárfræði og námsmat Kennaraháskóli Íslands - Námskrárfræði og námsmat Grunnskólabraut KHÍ Námskrárfræði og námsmat Meyvant Þórólfsson 24. febrúar 2005 MÞ/JK - október 2004
Kennaraháskóli Íslands - Námskrárfræði og námsmat Hver kann að meta gott kaffi? Hvernig mat á sér þá stað? Höfum við einhver viðmið? MÞ/JK - október 2004
Hvernig metum við lengd, rúmtak eða massa? Fer eitthvert mat fram? Kennaraháskóli Íslands - Námskrárfræði og námsmat Hvernig metum við lengd, rúmtak eða massa? Fer eitthvert mat fram? Í gegnum tíðina hafa menn rekið sig á ýmis vandamál við að mæla og meta alla skapaða hluti Forðum voru notaðir ýmsir náttúrulegir mælikvarðar, misnákvæmir til að meta og mæla ýmis fyrirbæri Svokölluð ”dagleið” gat verið allt frá 30 upp í 100 km eftir aðstæðum. M.ö.o. mönnum bar ekki saman í mati sínu. Sagt er að Íslendingar hafi tapað í viðskiptum við erlenda kaupmenn á 16. öld m.a. vegna þess að ný vogarlóð reyndust þyngri en þau sem áður voru notuð. MÞ/JK - október 2004
Kennaraháskóli Íslands - Námskrárfræði og námsmat Fer eitthvert mat fram þegar við lesum af reglustiku eða málbandi? Eða bara aflestur? Hvaða viðmið notum við? MÞ/JK - október 2004
Kennaraháskóli Íslands - Námskrárfræði og námsmat Hvernig mælum við eða metum mannfólk? Hæð? Þyngd? Líkamshita? Höfuðstærð? Hjartslátt? Blóðþrýsting? Þol? Minni? Hugsun? Greind? Getum við mælt eða metið siðferðiskennd? Félagsþroska? Samhygð? Tilfinningaþroska? Mat eða beinn aflestur? MÞ/JK - október 2004
Kennaraháskóli Íslands - Námskrárfræði og námsmat Mat - Assessment Assessment: The process of gathering, describing, or quantifying information about … Mat: Það að safna upplýsingum um eitthvað, lýsa þeim eða magnsetja... MÞ/JK - október 2004
Námsmat – Assessment for/of learning Kennaraháskóli Íslands - Námskrárfræði og námsmat Námsmat – Assessment for/of learning Assessment: The process of gathering, describing, or quantifying information …that is used to make educational decisions about students, to give feedback about their progress/strengths/weaknesses, and to judge instructional effectiveness/curricular adequacy Námsmat: Það að safna upplýsingum, lýsa þeim eða magnsetja...til að styðja við ákvarðanir um menntun nemenda, til að veita endurgjöf um framvindu/styrkleika/veikleika og til að meta áhrif kennslu og námskráa. MÞ/JK - október 2004
Námsmat – Assessment for/of learning Kennaraháskóli Íslands - Námskrárfræði og námsmat Námsmat – Assessment for/of learning Námsmat (e.assessment, evaluation, n. vurdering): Námsmat: Mat á námsárangri og námsframvindu. Nær bæði til nemenda sjálfra, hegðunar þeirra, hugsunar og frammistöðu og einnig til verka þeirra, til dæmis skriflegra svara á prófum, hugverka eða handverka. D. Rowntree, N. Gronlund, W. Harlen, Ó.Proppé Norman Gronlund: Mikilvægt er að greina að árangur sjálfs námsins annars vegar og hegðunarþætti hins vegar. MÞ/JK - október 2004
Einkunnagjöf Einkunnagjöf (grading) er gamalkunnugt fyrirbæri. Hugtakið námsmat er hins vegar ótrúlega ungt í íslenskri skólamálaumræðu (1968?) Umhugsunarvert um einkunnagjöf: “Einkunn er ófullkominn vitnisburður um ónákvæman dóm hlutdrægs og óstöðugs dómara um það hversu vel nemandi hefur náð óskilgreindu kunnáttustigi í óþekktum hluta af óákveðnu magni námsefnis.” -P. Dressel 1957 Slíkar ábendingar leiddu til þróunar fleiri matsaðferða en prófa og einkunna fyrir þau. Ath. t.d. “rubrics”, dæmi í náms- og kennsluskrá KHÍ http://www.khi.is/
Námsmat... Wynne Harlen 2000: Assessment for learning (í þágu náms) Assessment of learning (vottun um námsárangur) Hefur skrifað mikið um námsmat í náttúruvísindum (science): “Gaining access to children’s ideas is not an easy task...”
Námsmat... Anna Kristjánsdóttir í Mbl. 1994 (Kennari er þetta rétt hjá mér?): Barn spyr hvort 9+9 séu jafnt og 18 … Stundum spyr barnið þótt það viti að svarið er rétt… Barnið vill fá einhvers konar viðurkenningu á því að það hafi lagt sig fram og mætt þeim kröfum sem fram voru settar. En það er varhugavert að láta staðfestinguna á því að 9+9 séu 18 gilda sem viðbrögð við þessari beiðni barnsins. …mikilvægt að hlusta á barnið og gefa því tækifæri til að rökstyðja mál sitt á skýran hátt og að átta sig á mikilvægum þáttum í stærðfræðinámi.
Lykilspurningar um námsmat Til hvers? (Tilgangur námsmats) Hvað er metið? (Markmið, “learning outcomes”?) Hvernig er metið? (Huglægt mat? Hlutlæg mæling?) Hver eiga viðmiðin að vera? (Námsefnið? Markmiðin? Nemendur sjálfir?) Hver metur og hvenær metur hann? (Kennarinn? Aðrir? Hverjir? Hvern á að meta og hvern ekki? (Allir undir sömu mælistiku alltaf?) Hvernig á að birta/fjalla um niðurstöður? Til hvernig aðgerða er gripið í kjölfar námsmats?
Álitamálin – andstæðir pólar eða tvær eða fleiri hliðar á sama teningi? Hlutlægt (objective) eða huglægt/einstaklingsbundið (subjective)? Megindlegt (quantitative) eða eigindlegt (qualitative)? Formlegt eða óformlegt? Hefðbundið eða óhefðbundið? Viðmið byggð á markmiðum, námskrá og námsefni (criterion-referenced) eða röðun og samanburði við aðra nemendur eða skóla (norm-referenced)? Greining og leiðsögn (diagnostic & formative) eða vottun og dómur (summative)? Innra eða ytra mat?
Álitamálin – andstæðir pólar eða tvær eða fleiri hliðar á sama teningi? Á að taka tillit til allra (inclusive) eða meira tillit til afmarkaðs hóps en annarra (exclusive)? Ferli og framvinda (process) eða afrakstur og afurð (product) ? Nemendamat (learner-judged) eða kennaramat (teacher judged)? Loks: Álitamál, t.d. sanngirni, tillitssemi, heiðarleiki? Áreiðanleiki og réttmæti?
Megináherslur í námskeiðinu Námsmat samofið námi og kennslu (sbr. 1. kafli hjá NG) Eðli námsmats (2. kafli) Undirbúningur árangursmats (3. kafli) Prófagerð (4.-6. kafli) Frammistöðumat (7.-8. kafli) Möppumat (9. kafli og grein IS og 10. kafli Armstrong) Einkunnir og framsetning þeirra (10. kafli) Auk þess farið betur í samræmd próf, dreifingu einkunna, meðaltal, staðalfrávik, vegið meðaltal, þyngdarstig, greininingarhæfi, áreiðanleika og réttmæti.
Til hvers? Tilgangur námsmats: Stuðningur við nám og kennslu, leiðsagnarmat (e. formative assessment, assessment for learning). Að gefa upplýsingar (samantekt/uppgjör) um námsárangur við lok námstíma/námsáfanga. yfirlitsmat – lokamat (e. summative assessment, assessment of learning)
Til hvers? Tilgangur námsmats - frh: Endurgjöf – styrking (e. feedback, reinforcement) Áhugahvöt (e. motivation). (Ath. hlusta á nem.) Greining (t.d. vegna námserfiðleika) (e. diagnostic assessment) Stöðumat (e. placement assessment) Samanburður - röðun Þáttur í mati á skólastarfi og menntarannsóknum
Hvað viljum við meta? Þekking og beiting hennar: Við erum að meta bæði nemendur sjálfa og/eða verk þeirra? Kunnátta/þekking (minni) - Knowledge: Heiti, fræðiheiti, staðreyndir, lýsingar, röð, flokkun, lögmál, reglur.
Hvað viljum við meta? Þekking og beiting hennar: Skilningur - Comprehension: Að tengja saman hugtök, rökstyðja, lesa úr upplýsingum, útskýra, þýða, túlka, draga ályktanir... Beiting þekkingar - Application: Að beita hugtökum, aðferðum og reglum við nýjar aðstæður, beita því sem lært er í bóklegri kennslu við raunveruleg störf.
Hvað viljum við meta? Æðri hugsun, tilf., leikni... Greining - Analysis: Að greina mismunandi eðliseiginleika, flokka eftir einkennum o.s.frv. Nýmyndun/nýsköpun/skapandi hugsun - Synthesis: Að nýta þekkingu til að setja fram eigin hugmyndir, áætlanir, tillögur að úrbótum á einhverjum sviðum, setja í nýjan búning o.s.frv. Mat - Evaluation: Að leggja rökstutt mat á e-ð, setja fram rökstuddar skoðanir o.s.frv.
Hvað viljum við meta? Ýmis markmið er varða tilfinningalegan þroska, viðhorf, leikni og fleira: Viðhorf og tilf.: Athygli, alúð, ábyrgð, skoðanir, samhygð (ath. e. empathy). Samstarf/samvinna Leikni: Getur leikið eftir atferli, nær tökum á verki.
Hvernig viljum við meta? Aðferðir við mat - Formlegt mat – Próf Hæfileikapróf, kunnáttupróf, greiningarpróf, stöðupróf, samræmd próf, stöðluð próf, könnunarpróf, munnleg próf Öflug tæki sem gagnast vel þegar vel er staðið að samningu, fyrirlögn og úrvinnslu. Mikilvægt að huga að tilgangi prófanna, réttmæti og áreiðanleika og hvernig fyrirhugað er að nýta og túlka niðurstöður.
Hvernig viljum við meta? Aðferðir við mat – Óhefðbundið/óformlegt mat Námsmat samofið námi og kennslu. Rauntengt og heildrænt námsmat (e. authentic assessment): Ber keim af raunverulegum viðfangsefnum sem reyna á “higher-order thinking skills” og tengingu margþættrar kunnáttu. Ath: Alternative, authentic og performance-based assessment Þrautalausnir, sýnismöppur, verkmöppur, gátlistar, dagbækur, viðtöl, sjálfsmat, virkniathuganir, “rubrics”.
Hvernig viljum við fara með niðurstöður? Háð öllu því sem að framan er getið: Tilgangi, gæðum matsins, álitamálum, viðmiðum, hvað var metið, hvernig var metið, eðli matsins (hlutlægt-huglægt) Samkvæmt reglugerð þarf skólinn (kennarinn) að geta úrskýrt allar niðurstöður námsmats sé þess óskað og hvað liggur til grundvallar Vitnisburðir, einkunnabækur, viðtöl, skýrslur, spjaldskrár, umræður, verk og úrlausnir skoðuð. Einkunnir: Tölur, orð, umsagnir, „gögn frá nemendum sjálfum“...
Hvað er gert með niðurstöður? Hvernig eru niðurstöður nýttar? Eru niðurstöður námsmats notaðar til að greina styrkleika og veikleika í námi og kennslu? Greina styrkleika og veikleika einstaklinga? Stuðningur við nám og námsframvindu? Má nýta þær sem lið í umbótaáætlun skóla? Getur nemandi/nemendahópur sett sér árangursviðmið út frá niðurstöðum námsmats? Getur skóli (kennarar) sett sér árangursviðmið út frá niðurstöðum námsmats? Lokadómur?
Önnur hugtök og spurningar Réttmæti (e. Validity/relevance): Gefur til kynna hversu traustar, viðeigandi og merkingarbærar þær ályktanir eru sem við getum dregið af matsniðurstöðum. Líkur eru á háu réttmæti ef matsatriðin (t.d. spurningar í prófi) eru góð sýnishorn af námsmarkmiðunum og því námsefni sem lagt var til grundvallar. Hátt réttmæti gefur okkur gilda ástæðu til að geta alhæft um námsárangur/námsstöðu út frá matsniðurstöðum.
Önnur hugtök og spurningar Áreiðanleiki (e. Reliability/consistency): Gefur til kynna hversu nákvæmar og stöðugar matsniðursöðurnar eru. Myndi sama námsmatið (prófið) gefa nokkurn veginn sömu niðurstöðu, ef það væri endurtekið á öðrum tíma eða af öðrum kennara? Því meira sem er um hlutlæg matsatriði (t.d. stutt minnisatriði), þeim mun meiri líkur á góðum áreiðanleika (stöðugleika). Ýmsir þættir geta dregið úr áreiðanleika, t.d. truflun frá umhverfi þar sem próf er tekið, ástand þess sem tekur prófið, gallar í prófinu sjálfu eða ónákvæmni þess sem metur.
Önnur hugtök og spurningar Álitamál við námsmat: Sanngirni. Er til sanngjarnt námsmat? Er sanngjarnt að barn með lága greindarvísitölu sé alltaf mælt á sömu forsendum og barn með háa greindarvísitölu? Tillitssemi. Á að taka tillit til sérstakra aðstæðna nemenda? Fötlunar? Heimilisaðstæðna? Á að veita undanþágur? Heiðarleiki. Getum við alltaf veitt öllum heiðarlegar upplýsingar um námsstöðu og námsárangur? Með samræmdum viðmiðum?
Önnur hugtök og spurningar Viðmið Hópmiðað mat (e. norm-referenced): Mat þar sem viðmiðið er röðun innan hópsins sem var metinn (prófaður). Þá er ákveðið fyrirfram hversu margir hljóta hverja einkunn. Samanburðareinkunnir (relative grading) notaðar. Dæmi: Normaldreifðar einkunnir, „staðalníur“. Markbundið/marviðmiðað mat (e. criterion-referenced): Mat þar sem viðmiðið er markmiðin eða námsefnið sem lagt var til grundvallar. Hversu mörgum % markmiða er náð? Ath. í þessu sambandi markmiðabundnar einkunnir (absolute grading). Einstaklingsviðmið
Önnur hugtök og spurningar Hlutlægt eða huglægt mat? Notkun hlutlægra matsatriða leysir kennarann undan þeirri ábyrgð „að meta“. Eykur einnig líkur á áreiðanleika, en dregur jafnan úr líkum á réttmæti. Jafnan nákvæm mæling. Megindlegt (quantitative). Notkun huglægra matsatriða gerir kröfu um vandasamt mat, eykur möguleika á réttmæti, en hefur tilhneigingu til að draga úr áreiðanleika. Jafnan ónákvæm mæling. Eigindlegt (qualitative).
Óhefðbundið mat Sýnismöppur/vinnubækur: Verk nemenda: Bæði ferli og afrakstur metið:
Óhefðbundið mat Nemendur undirbúa og flytja fyrirlestur um af hverju 14 + 323 er ekki jafnt og 14323 Nemendur skrifa tímaritsgrein um orkunotkun á heimilum. Nemendur útbúa kynningarbækling (einblöðung) eða vef á ensku um sig og áhugamál sín. Nemendur gera könnun meðal skólasystkina. Við matið notar kennari gátlista og „rubrics“
Undirbúningur – mikilvæg atriði Gronlund: Mikilvægt er að: Hafa skýr og auðmetin (mælanleg) markmið sem endurspegla margbreytilega hæfileika (sjá töflu 3.1). Matsatriðin (t.d. prófverkefni) endurspegli vel þessi markmið. Beita skilvirkum og viðeigandi matsaðferðum eftir því sem kostur er, þannig að matið gefi beinar og óbrenglaðar upplýsingar um þá hæfileika sem á að meta. Gæta samræmis milli kennslu, náms og mats.
Undirbúningur – “learning outcomes” Flokkunarkerfi Blooms getur hentað sem grunnur fyrir kortlagningu námsafraksturs (learning outcomes): kunnátta/þekking, skilningur, beiting, greining, nýmyndun, mat, leikni. Orð sem lýsa getu (action verbs): Þekkir, greinir á milli, velur, lýsir, mátar við, útskýrir, spáir fyrir um, setur fram, flokkar, gagnrýnir, ályktar ...(sjá töflu 3.2) Eftir það liggur beint við að undirbúa sjálfa prófsamninguna: a)Prófið hannað (atriðatafla), b)Valin viðeigandi prófatriði, c)Prófatriðum skipað niður, d)Hugað að fyrirmælum í prófinu.
Flatarmál 2 5 6 15 Ummál 4 17 Rúmmál 7 18 19 10 50 Undirbúningur-atriðatafla-stærðfræði sbr. bls. 42 Ath: Kennari lagar atriðatöflu að þeim aðstæðum sem við eiga. Hann þarf t.d. ekki endilega að laga hana fullkomlega að flokkunarkerfi Blooms, þótt það geti stundum verið æskilegt. Tölurnar segja til um vægi þátta eins og það er áætlað í prófinu. Dæmi úr stærðfræði: Þekkir hugtök Beitir formúlum Skilur reglur og formúlur Leysir samsett verkefni Heildar-fjöldi atriða Flatarmál 2 5 6 15 Ummál 4 17 Rúmmál 7 18 Heildarfj. atriða 19 10 50 “outcomes” Inntak/innihald
Undirbúningur-Val prófatriða (test items) Þegar prófaatriði eru valin stendur valið milli: Fjölvalsprófatriða (Selection-Type Items): krossaspurningar, rétt-rangt spurningar, pörunarspurningar og túlkunarverkefni. Og Innfyllingaratriða (Supply-Type Items): Stutt eyðufyllingasvör, stuttar ritgerðaspurningar, lengri ritgerðaverkefni.