sjávarútvegsfyrirtækja

Slides:



Advertisements
Similar presentations
HVERNIG NÁLGAST ÞÚ VERKEFNI MEÐ AGILE HUGARFARI? MPM FÉLAGIÐ – 15 APRÍL 2015 HANNES PÉTURSSON.
Advertisements

B R I D G E - hvað er það? Skál! Bermúdaskál! 
Hver er staðan? Hvað næst?. Tímarammi Fyrsti áfangi verkefnisins hófst vorið 2007 með kynningu á verkefninu og umræðum. Í öðrum áfanga ( ) var.
Eigindleg gögn og úrvinnsla þeirra: NETNOT rannsóknin Sólveig Jakobsdóttir Upptaka gerð vorið 2000.
Áhrif námsefnis á kennsluhætti Námsgagnastofnun IS /
Enginn veit það Hefur verið með mönnum ótrúlega lengi Ekki bundin við nútímamanninn (Homo sapiens sapiens) Var til hjá öðrum tegundum manna Neanderdalsflauta.
Málþing um kennaramenntun á tímamótum Hvert verður hlutverk kennarans og hvernig getur hann best sinnt því? Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og.
Bóluefni gegn HIV Sif H. Gröndal. 20 ár síðan þróunin hófst og er verið að þróa tvær tegundir bóluefna: 20 ár síðan þróunin hófst og er verið að þróa.
The Goal kaflar The Goal. 21.kafli Hópurinn á fundi ásamt yfirmönum flöskuhálsavélanna Útbúinn er listi af seinkuðum verkum, raðað eftir seinleika.
Allskonar kynjasamþætting Halldóra Gunnarsdóttir Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Myndir úr almennri kennslu Að rannsókninnni vinna Auður B. Kristinsdóttir kennsluráðgjafi Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri á RKHÍ Verkefnisstjóri Allyson.
Móttaka Þyrlu Ingólfur Haraldsson.
Skagaströnd Verkefni númer 6.. Upphaf&Saga Frá fornu fari hefur Skagaströnd eða Höfðakaupstaður verið verslunarstaður. Skagaströnd er lítið sjávarþorp.
Tungumálið Spilling tungumáls (Caleb Thompson og Ibsen) Framsetning fræðitexta.
Volunteerism Service-Learning Youth Service Community Service Free-choice learning Peer Helping Experiential Education Community-Based Learning Citizenship-education.
Áfengi og fíkniefni Kolbeinn. Kynning Í þessu verkefni munum við aðallega fjalla um áfengi, fíkniefni og hættu þess að neyta of mikils af því. Aðallega.
Hver er og hver hefur verið sókn í háskólamenntun á Íslandi? Vegna umræðu undanfarið um þessi mál að undanförnu. Er í vinnslu. Mars Jón Torfi Jónasson.
©2001 Þórdís Hrefna Ólafsdótttir
Petra María Gunnarsdóttir.. Danska hljómsveitin Mew var stofnuð í Hellerup Danmörku árið Hún var stofnuð af 4 strákum sem heita ; Jonas Bjerre,
Að kenna upplestur Baldur Sigurðsson, KHÍ nóvember 2008 Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn.
Líkamstjáning mannsins Þróun mannsins Kolbrún Franklín.
Jacques-Louis David, Dauði Sókratesar, 1787
Samstarf ferðaskrifstofu og leiðsögumanns Helga Lára Guðmundsdóttir.
Ágúst 2006 © Þóra Björk Jónsdóttir 2 Ég fékk C fyrir víravirkið mitt !? Má ég koma með spurningu? Hvernig getur maður fengið C fyrir víravirki? Er það.
Sterkustu straumarnir: Leiðsagnarmat – einstaklingsmiðað námsmat Grunnskólarnir í Fjallabyggð Þróunarverkefni / námskeið: Fjölbreytt námsmat.
Karlotta Jóhannsdóttir.  Tenerife er spænsk eyja í Atlantshafinu hjá ströndum Afríku.  Hún er ein af sjö kanaríeyjunum og er stærst af þeim öllum. 
Friðrik Már Baldursson VIÐSKIPTADEILD ER HÆGT AÐ ÉTA KÖKUNA OG EIGA HANA LÍKA? SAMNINGAR UM NÝTINGU NÁTTÚRUAUÐLINDA.
Tungumálið Spilling tungumáls (Caleb Thompson). Spilling tungumáls Caleb Thompson „Philosophy and Corruption of Language“. Sérstaklega bls
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Að bæta umræður í lífsleikni... Starfendarannsókn í Menntaskólanum við Sund.
Berglind Eyjólfsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Hvernig eru fórnalömb mansals? Staðalímynd Hvernig sjáum við fyrir okkur fórnalamb mansals? Hver er raunin.
Róbert H. Haraldsson, dósent Heimspekideild Háskóla Íslands Sannleikur Hvers virði er sannleikurinn? Hefur sannleikurinn gildi sem slíkur? Er sannleikanum.
THE GOAL Kaflar The Goal. 16. Kafli Alex kemur heim úr skátaferðinni og kemst að því að konan hans er farin frá honum. Ekki verður fjallað meira.
Nemandinn á 21. öld Hvað þarf hann að læra? Dr. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK I NÓVEMBER 2008 I REYKJAVIK UNIVERSITY.
Aðgengi fatlaðra að vefsíðum. Áætlað er að um 20% af notendum Internetsins á aldrinum ára eigi við einhvers konar fötlun að stríða. Margar lausnir.
Heilsufarsskoðanir fótboltaiðkenda KSÍ þing 2010.
Kynjuð fjárhags- og starfsáætlunargerð Reykjavíkurborgar Kynning 22. nóvember 2011.
Opinn hugbúnaður í skólastarfi og kennaranámi Salvör Gissurardóttir 8. Október 2005 Málþing KHÍ.
Power, legitimacy and ‘Democratization’ in Africa Michael Schatzberg.
Mál og vald. Við skilgreinum okkur sumpart út frá málnotkun okkar. Hvernig erum við? Hvernig klæðum við okkur, hvaða tónlist hlustum við á, hvert förum.
GOLGIFLÉTTAN Andri, Björgvin og Hrólfur. UPPGÖTVUN  Ítalinn Camillo Golgi er maðurinn sem uppgötvaði þetta fyrirbæri fyrst.  Árið 1898 kom hann auga.
JAR113 haust Skilyrði lífs (lífvænlegt) Einkenni lífs vitiborið líf tæknisamfélag.
Jo Boaler Sérhæfir sig í stærðfræðimenntun og menntun kennara. Menntun
Hvað ef Kennedy hefði ekki látist 22. nóvember 1963?
HLUTABRÉF FYRIRTÆKJA kafli
Ritstuldarvarnir með Turnitin
Íslenskur sýndarveruleiki
FYLGJUMST MEÐ ! MSN spjallið Um hvað eru krakkarnir að spjalla ?
Kafli 11 í Chase … Ákvarðanir um afkastagetu
Stöðugt skattaumhverfi – hornsteinn fjárfestingar
Case studies Óvenjuleg EKG
með Turnitin gegnum Moodle
Anna Lúðvíksdóttir Arnheiður Elísa Ingjaldsdóttir Evrópumiðstöð.
FYLGJUMST MEÐ ! MSN spjallið Um hvað eru krakkarnir að spjalla ?
Norðurnes Rafmagnshlið.
Pear Learning Activity Luxemburg, mars 2016
Þuríður Hjálmtýsdóttir Fjölskylduráðgjafi/sálfræðingur
KÆL 102 Á heimasíðu danfoss
Leikur að lifa  Leikur að lifa 1 Hvernig ætli það væri að heita ekki neitt? Leikur að lifa.
Stelpur og tækni Gréta María Bergsdóttir Verkefna- og viðburðastjóri.
The SCADA Web Events Measurements Reports
Nonparametric Statistics Tölfræði sem ekki byggir á mati stika
Vandinn við lestur – hverju er sleppt og hverju er haldið?
Nonparametric Statistics Tölfræði sem ekki byggir á mati stika
Ýsa í Norðursjó.
Sturge-Weber Syndrome
Mælingar Aðferðafræði III
Leyndardómur þéttbýlismyndunar, kafli 3
31/07/2019.
Samstarfsleit – Eurostars
Upptaka á hvalahljóðum
Presentation transcript:

sjávarútvegsfyrirtækja Útrás íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja Kristján Þ. Davíðsson Fundarstjóri og ágætu fundarmenn. Þegar þess var farið á leit við mig að ég talaði hér um fjárfestingar á fjarlægum slóðum færðist ég undan því og þótti gengið framhjá mörgum reynslumeiri mönnum á þessu sviði. Ég var reyndar í Chile ásamt háttvirtum sjávarútvegsráðherra og fleira góðu fólki fyrir nokkru og kannski hef ég verið svo fyrirferðarmikill þegar ég klæmdist á spænskukunnáttu minni að honum hefur ósjálfrátt orðið hugsað til mín þegar fundarefnið var til umhugsunar. Hann skildi held ég ekkert af þvi sem ég sagði og það gæti hafa hjálpað, hver veit ? Ég hef reyndar undanfarna bráðum tvo áratugi “unnið erlendis”, ef svo má að orði komast um menn sem hafa lifibrauð af því vera á faraldsfæti í misfjarlægum löndum mestan hluta ársins við að selja íslenskar vörur; fyrst fiskafurðir, svo vélar, síðan peninga og nú aftur fiskafurðir hjá HB Granda hf. Árið 1993 fór ég á vegum SÍF hf. til Noregs og stofnaði þar fyrirtæki sem verslaði með fiskafurðir og því má segja að ég hafi nokkra reynslu af útrásinni, þótt hjá öðrum fyrirtækjum hafi verið, en því sem ég vinn hjá núna. Og nógu var viðskiptaumhverfið ólíkt því íslenska, þótt ekki hafi þetta verið hinum megin á hnettinum. Og reynslunni ríkari hef ég raunar bæði skoðanir á því hvað þarf að gera og ekki síður hvað á ekki að gera þegar kemur að útrás íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Það eru nefnilega margar gryfjurnar sem hægt er að falla í erlendis. Þær eru enn fleiri en hér heima, því það bætist gjarnan við tungumál, ólíkir siðir og venjur og margt annað, sem líklega má kalla allt saman í einu orði menningu eða ómenningu, allt eftir aðstæðum.

“Útrásarfyrirtækið” HB Grandi hf. HB Grandi hf. er íslenskt almenningshlutafélag, sem auk nokkuð umfangsmikils reksturs á Íslandi á sviði sjávarútvegs, hefur einnig fjárfest erlendis, mest í fjarlægum löndum. Félagið gerir út skip til veiða á heimamiðum og auk þess er stunduð nokkur veiði í Barentshafi hluta úr ári og á alþjóðlegum hafsvæðum í kringum okkur. Hér heima veiðum við og vinnum botnfisk og uppsjávarfisk og framleiðum mjöl, lýsi, frosnar afurðir og ferskar. HB Grandi er einnig hluthafi í öðrum fyrirtækjum, bæði hér heima og eins og ég minnist áðan á, einnig erlendis. Fyrirtækið er auk þess stærsti hluthafinn í íslensku fiskeldisfyrirtækjunum Salar Islandica hf og Stofnfiski hf. og á meðal annars einnig hlut í Fiskeldi Eyjafjarðar. HB Grandi hefur sem sagt fjárfest nokkuð erlendis, með misjöfnum árangri. Meðal fjárfestinga hefur verið þáttaka í fiskveiðum og fiskvinnslu í Mexíkó, sem fyrir Granda lauk fyrir hálfu öðru ári síðan þegar leifarnar af fjárfestingu Granda voru seldar fyrir lítið. Þar sem ég þekki þetta verkefni lítt og það er ekki lengur í eigu fyrirtækisins ætla ég ekki að hafa fleiri orð um það hér, en einbeita mér að fjárfestingunni í Chile.

HB Grandi hf. í Chile Grandi Chile Ltda. Stofnfiskur hf. HB Grandi hefur verið í Chile í rúman áratug, eða frá árinu 1992 og er reyndar þáttakandi í “útrás” til Chile á fleiri en einu “skipi”, ef svo má segja. Algjörlega óskylt og ótengt fjárfestingu Granda í Chile hefur Stofnfiskur hf verið þáttakandi í rekstri í Chile í mörg undanfarin ár, með samstarfi sínu við laxeldisfyrirtækið Patagonian Salmon Farming S.A. um hrognasölu og kynbætur á eldislaxi. Og þar er HB Grandi hf. með sem stærsti hluthafi Stofnfisks, eins og ég minntist á. Fyrirferðarmesta verkefni fyrirtækisins í Chile er þó fjárfestingin sem við eigum í chileönskum sjávarútvegi í gegnum dótturfélagið Grandi Chile Ltda., með okkar ágætu samstarfsaðilum þar. Þennan rekstur má reyndar kalla fjölþjóðlegan, því auk okkar eru japanskir fjárfestar einnig þáttakendur í þessum rekstri.

HB Grandi hf. í Chile Hvernig lítur svo fjárfesting HB Granda hf. í Chile út ? Dótturfyrirtækið Grandi Chile Ltda. á 20% hlut í eignarhaldsfélaginu Deris S.A. sem á misstóra hluti í 3 félögum. Fyrst er að telja Friosur Pesca S.A. sem gerir út 6 skip, einn frystitogara (sem er reyndar systurskip Þerneyjarinnar sem við gerum út) og 5 ísfisktogara, sem landa afla sínum til vinnslu í tvö fiskiðjuver félagsins. Þar er einnig unninn lax sem framleiddur er af Friosur Salmones, en það fyrirtæki er 100% í eigu Deris. Loks er að telja Emdepes S.A., sem Deris á 45% hlut í og gerir út einn surimitogara og einn flakafrystitogara. Innan þessarar samsteypu er reyndar einnig rekið bakarí og fullvinnsluverksmiðja sem framleiðir svokölluð kirimiflök, tilbúna afurð fyrir japansmarkað, úr hokiflökum framleiddum af frystitogara Emdepes, auk brauðmylsnu úr framangreindu bakaríi. Í grófum dráttum er myndin eins og hér gefur að líta. Eins og ég sagði kemur að rekstrinum sem eigandi, auk okkar og heimamanna, japanska fyrirtækið Nippun Suisan Kaisha eða Nissui eins og það er gjarnan kallað. Nissui á 45% hlut í Friosur og 55% hlut í Emdepes. Nissui, sem er stórt japanskt almenningshlutafélag á sviði sjávarútvegs og er með rekstur víða um heim, má meðal annars nefna að þeir eiga 50% í Sealord, sér um daglegan rekstur Emdepes og á auk þess í Chile sitt eigið laxeldisfyrirtæki sem heitir Salmones Antartica S.A. Og það er reyndar umtalsvert stærra en Salmones Friosur, eða þrefalt til fjórfalt stærra. Um daglegan rekstur Friosur fyrirtækjanna sjá heimamenn, okkar samstarfsaðilar, sem eru umsvifamiklir athafnamenn í chileönsku atvinnulífi, á ýmsum sviðum, m.a. í verslanarekstri, bílainnflutningi og fleiru. Farsæll útgerðarstjóri til rúmlega áratugs hjá Friosur er reyndar íslendingur, Grímur Eiríksson. Auk hans er skipstjórinn á flaggskipinu, nýkeyptum flakafrystitogara að nafni “Ocean Dawn”, íslendingurinn Þór Einarsson, sem einnig starfað við góðan orðstír hjá fyrirtækinu um árabil. HB Grandi á einn stjórnarmann af fimm og við erum tiltölulega virkir þáttakendur í stjórn félagsins, ekki síst sé tekið tillit til fjarlægðarinnar. Auk þess að heimsækja fyrirtækið og taka þátt í stjórnarfundum höfum við bæði selt þeim skip og vinnslutæki, auk þess sem við höfum aðstoðað við skipakaup, breytingar á vinnslu og öðrum starfsháttum, auk þess sem við höfum einnig bæði sent þeim mannskap til þjálfunar og tekið á móti mannskap frá þeim hér heima, til kynningar og þjálfunar. Þess má geta að Chilemenn hafa undanfarin ár verið að innleiða kvótakerfi í sjávarútvegi sínum, um ýmislegt ekki ólíkt okkar, og hafa Friosurmenn notið reynslu okkar hér við þær breytingar sem orðið hafa á rekstrarumhverfi þeirra vegna þessa. Upphafið að þessari útrás má reyndar rekja til þess er íslendingar voru í útrásarhugleiðingum í byrjun síðasta áratugar liðinnar aldar og sendu menn víða um heim til að leita að viðskiptatækifærum. Icecon hét fyritækið sem leiddi til þess að forsvarsmenn Friosur komu hingað og kynntu fyrirtæki sitt sem fjárfestingarvalkost. Ef til vill hefði ekki öllum hugnast jafn vel og stjórnendum Granda hf. að fara svona langt í burtu með peningana sína, en mennirnir kynntu sig og fyrirtæki sitt vel, við vettvangskönnun þótti það standast sem þeir sögðu að væri til staðar, kynning við yfirvöld tókst vel, sem og samningar við þau um aðkomu Granda hf. að rekstri í Chile í formi erlendrar fjárfestingar. Í heild má því segja að líkur á velgengni voru metnar ásættanlegar og svo fór að samningar tókust um þáttöku Granda hf. í fyrirtækinu, eins og fyrr sagði; í formi fjárfestingar. Það hefur svo vafalaust ekki skemmt fyrir að þarna var um að ræða útgerð ísfiskskipa á botnfiskveiðar og vinnslu frystra afurða, ekki ólíkt því sem hér var stundað. “Skóari haltu þig við leistann” er að mínu mati eitt af þeim lykilatriðum sem menn skyldu hafa í huga þegar útrás er til athugunar. Einnig vandleg vettvangsrannsókn með ítarlegum athugunum á þeim þáttum sem máli skipta, þar með töldum afskiptum yfirvalda og skilyrðum fyrir erlendri fjárfestingu í viðkomandi landi, sem og möguleikar á arði og útgönguleið- eða leiðum. Með nútímatækni og lágmarks skammti af skynsemi er í flestum tilfellum orðið auðvelt og ódýrt að kynna sér væntanlegan vettvang fjárfestingar, svo það er engin afsökun að hafa skemmri skírn á undirbúningsvinnunni. Reynsla annarra íslenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi, bæði í okkar iðnaði og ekkert síður í öðrum greinum atvinnulífsins er löngu orðin svo víðtæk að það er iðulega hægur leikur að njóta reynslu annarra manna og fyrirtækja. Og síðast en ekki síst; “kemían” þarf að passa og “magatilfinningin”, þarf að vera í lagi. Tilfinningin fyrir því að aðstæður séu ásættanlegar og viðráðanlegar, að fólkið sé trausts vert, þarf að vera í lagi. Hvernig hefur þessi fjárfesting í þessu fjarlæga landi svo gengið hjá HB Granda hf.? Í ársreikningum Granda hf. fyrir síðastliðið ár er eins og undanfarin 12 ár gerð grein fyrir fjárfestingu félagsins í Chile. Í ársreikningnum stendur meðal annars að fjárfestingin sé bókfærð á um 540 milljónir króna og ennfremur að áhrif hennar á rekstur Granda hafi verið árið 2003 jákvæður um 67 milljónir króna. Heildarvelta fyrirtækjanna var um 6,3 milljarðar árið 2003 og hagnaður Deris S.A. var þá um 440 milljónir króna og árið 2002 um 482 milljónir króna. Grandi fjárfesti í Chile á árunum 1992 til 1994 um 200 milljónir og það er ljóst að í augum hluthafa og stjórnenda HB Granda hf. hefur þessi fjárfesting verið að skila sér ágætlega. Ályktun mín af ofangreindu hlýtur að vera sú að vegalengdin frá Íslandi ein og sér þarf ekki að vera afgerandi um það hvort hægt sé að ráðast í fjárfestingar erlendis.

Ekki er allt gull sem glóir....... Nú væri eflaust réttast að lýsa því að lokinni þessari kynningu á útrás Granda, hvernig réttast sé að undirbúa útrás, gjarnan með tilvísun í tékklista sem notaður hefur verið í Granda hf., þegar fyrirtækið réðst í fjárfestingar sínar erlendis í upphafi. Það verður ekki gert hér, af þeirri einföldu ástæðu að hann er ekki til. Það er ekki þar með sagt að ekki skuli mælt með því að nota einhvers konar tékklista, eða kannski réttara sagt; klára heimavinnuna hvað varðar undirbúning, áður en peningar eru sendir af stað til fjarlægra heimshluta, eða þess vegna til næstu nágrannalanda okkar. Augljóslega er betra að eigendur peninganna geri sér mynd af því hvers vegna er farið af stað, fyrir utan viljann til að græða. Hvort fjárfestingin er rökrétt framhald af því sem áður hefur verið gert hér heima eða í viðkomandi landi og því skref til framþróunar starfsemi fyrirtækisins, eins og ég ætla til dæmis að hafi verið vegarnestið sem til dæmis Marel lagði upp með þegar fyrirtækið stofnaði dótturfélög sín, sem nú eru dreifð um heimsálfurnar, bæði nær og fjær. Eða hvort hér sé um að ræða fjárfestingu þar sem hægt er að hagnast á því að nota sérþekkingu sem viðkomandi hefur komið sér upp á sínu starfssviði. Eða hvað það annað sem menn vilja nota til að réttlæta fyrir sjálfum sér þá ákvörðun að ráðast í fjárfestingar í fjarlægum heimshluta. Það ætti að vera ljóst að vandaður undirbúningur er líklegri til að leiða til velgengni, en það feigðarflan sem til dæmis þeir hafa lent í, sem stokkið hafa á þetta fjárfestingartækifæri. Þetta er sýnishorn af “fjárfestingartækifæri” í fjarlægu landi, eitt af fjölmörgum sem reglulega berast inn á borð margra og allir skyldu forðast. Og það gerist helst með því að skoða hlutina gagnrýnum augum og gera heimavinnuna, það er að segja hafa augun opin og leggja á sig í undirbúningsvinnunni. Ég lýk þessu á enskuslettu: “If it looks too good to be true, it is” Ef það lítur of vel út til að geta verið satt, þá er það lýgi, eða eins og stendur hér fyrir ofan: Ekki er allt gull sem glóir. Takk fyrir áheyrnina.