Peningastefna Seðlabankans Hvaða kostir standa til boða? Þórarinn G. Pétursson Staðgengill aðalhagfræðings og forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Fyrirlestur á stjórnarfundi LÍÚ og SFS 7. mars 2008 Skoðanir höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir eða stefnu Seðlabanka Íslands
Rammi peningastefnunnar og mikilvægi trúverðugleika
Markmið peningastefnunnar Meginmarkmið peningastefnu Seðlabanka Íslands er að tryggja verðstöðugleika Í samræmi við löggjöf annarra seðlabanka Í samræmi við niðurstöður hagfræðinnar og reynslu annarra landa um hvað peningastefnan getur gert og hvernig best er tryggt að hún nái árangri
Hin efnahagslegu þyngdarlögmál Til langs tíma ákvarðast hagvöxtur af undirliggjandi framleiðni fjármagns og vexti og hæfni vinnuaflsins Jafnvægishagvöxtur á Íslandi hefur verið metinn um 3% Til langs tíma ákvarðast atvinnuleysi af stofnanalegum þáttum eins og atvinnuleysisbótakerfi og sveigjanleika vinnumarkaðar Jafnvægisatvinnuleysi á Íslandi hefur verið metið um 3% Til langs tíma ákvarðast raunvextir af undirliggjandi framleiðni fjármagns og sparnaðarhneigð almennings Jafnvægisraunvextir á Íslandi eru líklega um 4-5%
Hvað þýðir þetta fyrir peningastefnuna? Peningastefnan hefur ekki áhrif á þessi þyngdarlögmál Allar tilraunir til að þenja efnahagslífið kerfisbundið umfram þessi þyngdarlögmál enda eingöngu með óstöðugleika og stöðugt vaxandi verðbólgu Til langs tíma er verðbólga peningalegt fyrirbæri Peningastefnan ákvarðar verðbólgustigið til langs tíma Því blasir við að setja peningastefnunni markmið í samræmi við þessar hagrænu staðreyndir Verðstöðugleiki er meginframlag peningastefnunnar til efnahagslegrar velferðar Þetta er eingöngu tryggt með trúverðugri kjölfestu fyrir verðbólguvæntingar
Ávinningur trúverðugleika Viðbrögð við efnahagssamdrætti vegna minnkandi eftirspurnar Til að geta mýkt samdráttinn þurfa verðbólguvæntingar trausta kjölfestu Annars gæti vaxtalækkun leitt til þess að langtímavextir hækki í stað þess að lækka af ótta við vaxandi verðbólgu í framtíðinni Viðbrögð við verðbólgu í kjölfar framboðsskells (t.d. hækkandi hrávöruverð) Hækkun verðbólgu og efnahagssamdráttur Ef verðbólguvæntingar hafa trúverðuga kjölfestu verður verðbólguaukningin minni og einungis tímabundin Seðlabankinn þarf því síður að óttast viðvarandi verðbólgu og er því óhætt að slaka á peningastefnunni til að mýkja niðursveiflu þrátt fyrir tímabundna verðbólgu
Ávinningur trúverðugleika Trúverðug kjölfesta verðbólguvæntinga er því grundvöllur þess að hægt sé að Halda verðbólgu lítilli og stöðugri Nota peningastefnuna til að draga úr hagsveiflum Rannsóknir hafa sýnt að gagnsæ og trúverðug peningastefna sem skapar verðbólguvæntingum trausta kjölfestu dregur einnig úr gengissveiflum og áhrifum þeirra á verðbólgu
Hvernig er trúverðugleiki áunnin? Reynslan af baráttunni við verðbólgu í Bandaríkjunum
Baráttan tók langan tíma Löng og kostnaðarsöm barátta Atvinnuleysi í 10% í lok 1982 Þurfti mjög háa vexti um langan tíma Náðu hámarki í 19% á fyrri hluta 1981 Raunstýrivextir náðu hámarki í 9% og héldust þar fram á sumarið 1982 Langtímavextir náðu hámarki í um 15% á seinni hluta 1981 Stýrivextir voru um 10% að meðaltali 1979-1990 Ábatinn: Lítil verðbólga þrátt fyrir mikinn hagvöxt frá 1992 Aukinn trúverðugleiki Seðlabankans Svigrúm til að horfa til annarra þátta, svo sem hagvaxtar og atvinnu
Aðgerðir Fedsins í dag Bandaríski seðlabankinn hefur undanfarið lækkað stýrivexti töluvert Ótti við efnahagssamdrátt í kjölfar þrenginga á fjármálamörkuðum Bankinn hefur þetta svigrúm vegna slagsins sem hann tók fyrir rúmlega tveimur áratugum Skapaði honum trúverðugleika sem gefur honum möguleika á að horfa á aðra þætti Bankinn hefur hins vegar ekki misst sjónar á meginverkefni sínu að skapa verðbólguvæntingum trúverðuga kjölfestu
Mishkin einn bankastjóri Fedsins By cutting interest rates to offset the negative effects of financial turmoil on aggregate economic activity, monetary policy can reduce the likelihood that a financial disruption might set off an adverse feedback loop [P]reemptive actions of the sort I have described here would be counterproductive if these actions caused an increase in inflation expectations and the underlying rate of inflation [I]n other words, the flexibility to act preemptively against a financial disruption presumes that inflation expectations are well anchored and unlikely to rise during a period of temporary monetary easing The central bank has to have earned credibility with financial markets and the public through a record of previous actions to maintain low and stable inflation
Hver er lærdómurinn fyrir peningastefnuna á Íslandi?
Peningaleg hentistefna Hvers konar peningastefna kom Bandaríkjunum og öðrum löndum í þessar ógöngur til að byrja með? Vöxtum haldið lágum til að ýta undir hagvöxt þangað til verðbólga varð vandamál Þá voru vextir snarlega hækkaðir þangað til atvinnuleysi varð vandamál Ad infinitum... Þessi “start-stop” stefna er eingöngu til þess fallin að auka hagsveiflur og verðbólgu án þess að skila neinum ábata í aukinni atvinnu eða hagvexti Þessari peningalegu hentistefnu hefur verið hafnað innan hagfræðinnar og við stjórn peningamála um nánast allan heim Er það afturhvarf til svona peningastefnu sem verið er að kalla eftir hér á landi?
Staða Seðlabanka Íslands Vandi Seðlabanka Íslands er að hann hefur ekki sama trúverðugleika og Fedinn Hefur ekki náð að halda verðbólgu lítilli og stöðugri yfir viðvarandi tíma Verðbólguvæntingar eru háar og sveiflukenndar Dregur úr svigrúmi hans til að jafna efnahagssveiflur án þess að það hafi áhrif á langtíma verðbólguvæntingar Eina leiðin til að vinna sér inn þennan trúverðugleika er að bankinn sýni í verki að honum sé full alvara með að halda verðbólgu lítilli og stöðugri Núverandi stefna er fyrsta raunverulega tilraunin til að brjótast út úr þessari gjaldþrota “start-stopp” efnahagsstefnu
Staða Seðlabanka Íslands Allar hugmyndir um að... Afnema sjálfstæði peningastefnunnar Breyta markmiðum bankans Víkja verðbólgumarkmiðinu tímabundið til hliðar Breyta verðbólgumarkmiðinu ... Eru því til þess fallnar að grafa alvarlega undan viðleitninni til að skapa verðbólguvæntingum trúverðuga kjölfestu Ávísun á vaxandi og sveiflukennda verðbólgu sem verður enn erfiðara og kostnaðarsamara að ráða við síðar
Eða eins og Mishkin segir... A central bank will have a better inflation performance in the long run if it understands (and makes clear to the public) that it should not have an objective of raising output or employment above what is consistent with stable inflation However, even if a central bank recognizes that discretionary policy will lead to a poor outcome ... the ... problem is likely to arise nonetheless from political pressures To many observers, politicians ... are unlikely to focus on long-run objectives, such as promoting a stable price level Instead, they will seek short-run solutions to problems like high unemployment or interest rates by calling on the central bank to lower interest rates and unemployment with overly expansionary monetary policy
... Og Bernanke segir um Volcker [Paul Volcker] was one of the rare individuals tough enough and with sufficient foresight to do what had to be done By doing what was necessary to achieve price stability, the Volcker Fed laid the groundwork for two decades, so far, of strong economic performance
Hverjir eru þá valkostirnir?
Tveir valkostir Við val á framtíðarfyrirkomulagi stjórnar peningamála á Íslandi standa einungis tveir kostir til boða Núverandi fyrirkomulag Taka núverandi slag til enda Mun skila langtímaábata en getur orðið sársaukafullt Sérstaklega ef almenn hagstjórn styður ekki nógu vel við peningastefnuna Sérstaklega ef stjórnmálamenn og hagsmunaraðilar reyna að grafa undan trúverðugleika peningastefnunnar og sjálfstæði Seðlabankans Ýmislegt í umgjörð peningastefnunnar, ríkisfjármála og fjármálamarkaða þyrfti einnig að bæta
Tveir valkostir Láta einhvern annan seðlabanka um peningastefnuna Seðlabanka sem þegar hefur unnið sér inn þennan trúverðugleika Hún verður hins vegar ávallt framkvæmd með sama hætti og núverandi stefna Hvernig er þetta gert? Eini raunhæfi kosturinn er að ganga í myntbandalagið og taka upp evruna Það kallar á inngöngu í Evrópubandalagið Aðrar leiðir eru ekki í boði eða eru ekki fýsilegar Tekur líklega nokkur ár og leysir ekki núverandi vandamál Þótt yfirlýsing um aðild gæti haft áhrif á væntingar