Vaxtarófið og peningamálastefna

Slides:



Advertisements
Similar presentations
verðbréfa- markaður lánamarkaður lífeyris- markaður vátrygginga-
Advertisements

Hvað gera bankarnir? Ásgeir Jónsson.
Gagnsæisbyltingin í hæstu hæðum – seðlabankar „koma út úr skápnum“
Raungengi og útflutningur og aðrar þjóðhagsstærðir
Mankiw; 3. kafli Ávinningur verslunar
Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild
Rætur lausafjárkreppunnar: Undirmálslán eða útlánaáhætta?
Nýjir Komatsu vegheflar
Leið til bjartari framtíðar
Námsmatsstofnun 21. ágúst 2012 Almar Miðvík Halldórsson
Staðlar um samfélagslega ábyrgð og fleira áhugavert
Leadership Presentation
Faglegir þættir og markaðstengd sjónarmið
Hæfnikröfur 21. aldar, áhrif á skólastarf og kennsluhætti
Frumlyfjaþróun á Íslandi
Desember 2004 Á hvaða leið er krónan? Ásgeir Jónsson.
Rannsóknir í félagsvísindum: Fimmta ráðstefna
Á ríkið að niðurgreiða Verðbréfaviðskipti? Ásgeir Jónsson
Rannsóknir í félagsvísindum: Fimmta ráðstefna
Á ríkið að niðurgreiða Verðbréfaviðskipti? Ásgeir Jónsson
Facet joint syndrome.
Lánveitingar til þrautarvara
Grímur Kjartansson, öryggisstjóri hjá Auðkenni.
Gamalt vín á nýjum belgjum eða gamlir belgir með nýtt vín...
Kynningarfundur á Höfn 21. september 2009
Reglun á fjármálamarkaði
© Setrið í Sunnulækjarskóla 2009 Öryggi SÁTT Tónlistarhringur.
Úrræðin gera gæfumuninn Eigindleg rannsókn á upplifun foreldra af að eiga barn greint með ADHD Introduce myself!! I am going to share with you some preliminary.
Peningastefna Seðlabankans Hvaða kostir standa til boða?
Íslensk netverslun Alþjóðleg verslun í litlu landi
Markaðsfærsla þjónustu
Vöxtur peningamagns og verðbólga
Vaxtarófið og peningamálastefna
Sustainable Aquaculture of Arctic charr NORTHCHARR
Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur MS Verkefnisstjóri Geðræktar
Economuseum Northern Europe
Hvað gera bankarnir? Ásgeir Jónsson.
Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild
Sigríður H. Gunnarsdóttir 27. febrúar 2008
Úrtaka Kafli 18: Survey sampling methods
Sustainable Heritage Areas: Partnerships for Ecotourism
Markaðsmiðlunarfræði (Market -microstructure
Er íslenskt skólakerfi "dýrt"?
Starfsgleði! dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir Dósent, Viðskiptadeild HÍ
Reykingar konur og karlar
Forðafræði svæðisins Vordís Eiríksdóttir
Stofnstærðarfræði FIF1203 vorönn 2016
Öflugt atvinnulíf er grunnur fjölskyldulífs
Hvernig kennari vil ég verða?
Almar Miðvík Halldórsson Verkefnisstjóri PISA
Inu sinni var... nemendahópur sem samanstóð af fjórum meðlimum sem hétu Allir, Hver sem er, Einhver og Enginn. Það stóð til að vinna mikilvægt verkefni.
Innleiðing á ISN2016 Þórarinn Sigurðsson
Eigindlegar rannsóknaraðferðir II
Framtíð íbúðaleigufélaga
Alþjóðavæðing og hagvöxtur
Hvarfljómun í lífríkinu - Bioluminescence
Leikir í frístunda- og skólastarfi
Áhættuhegðun barna og unglinga Fyrirlestur haldinn 3
Árangursrík stærðfræðikennsla byrjenda
Federal Reserve System
Orðasöfn, gagnabankar og vefurinn
Skólapúlsinn ársuppgjör 08-09
Hvað er framundan í skattaframkvæmd á sviði Transfer Pricing ?
Sampling and Sampling Distributions Úrtak og úrtaksdreifingar
Er íslenskt skólakerfi "dýrt"?
Iðunn Kjartansdóttir Náms- og starfsráðgjafi
Þolmörk sem stjórntæki í uppbyggingu sjálfbærrar ferðamennsku
Tekjudreifing og fátækt
Þjóðarstolt eða samrunaþrá
Jónína Vala Kristinsdóttir
Presentation transcript:

Vaxtarófið og peningamálastefna Using the Term Structure of Interest Rates for Monetary Policy - Marvin Goodfriend

Vaxtarófið og væntingar Vaxtarófið er ferill ávöxtunarkröfu á fjármagnsmarkaði eftir tímalengd. Almennt er gert ráð fyrir því að vaxtarófið búi yfir upplýsingum um væntingar varðandi þróun raunhagkerfisins sem og framtíðarverðbólgu og liggur kenningin um væntingamyndun (e. expectation theory) m.a. þar til grundvallar. Þrennt um hegðun vaxtarófsins Vextir bréfa með mismunandi tímalengd hreyfast samsíða yfir tíma Vaxtarófið hallar verulega upp á við þegar skammtímavextir er lágir og niður þegar skammatímavextir eru háir. Vaxtarófið hallar yfirleitt upp á við

Um hegðun vaxtarófsins Þrjár kenningar um hegðun vaxtarófsins Væntingakenningin (expectations Theory) Aðskildir markaðir (Segmented Markets Theory) Seljanleikakenningin (Liquidity Premium (Preferred Habitat) Theory) A. Væntingakenningin skýrir 1 og 2, en ekki 3 B. Aðskildir markaðir skýra 3, en ekki 1 og 2 C. Lausnin felst í því að sameina kenningar um væntingar og aðskilda markaði og skýra allt saman.

Kenningar um vaxtarófið Væntingakenningin ( e. expectations theory) Kjarni kenningarinnar felst í því að langtímavextir á tilteknu skuldabréfi eigi að vera jafngildir vegnu meðaltali þeirra skammtímavaxta sem munu vera í gildi á líftíma bréfsins og gildir kenningin fyrir verðlagningu skuldabréfa óháð líftíma bréfsins. Þ.e.a.s. ef einstaklingur ætlar að fjárfesta t.d. til 25 ára - þá ætti hann að vera skeytingarlaus um það hvort hann kaupi eins árs bréf einu sinni á ári í 25 ár eða hvort hann kaupi eitt bréf til 25 ára. Ef að kenningin heldur þá er ljóst að krafan á t.d. 10 ára skuldabréfi endurspeglar væntan feril skammtímavaxta ( eins árs vaxta) á 10 ára tímabili. Aðskildir markaðir ( e. segmented market theory) Ef litið er til kenningarinnar um aðskilda markaði þá er hún andstæða væntingarkenningarinnar þar sem litið er svo á að ekki sé staðkvæmd á milli tveggja skuldabréfa. Krafan á tilteknu skuldabréfi er ákvörðuð af framboði og eftirspurn á því bréfi en ekki öðrum skuldabréfum með annars konar tímalengd, vaxtagreiðslum og duration.

Kenningar um vaxtarófið Seljanleikatilgátan ( e. Liquidity premium theory) Hins vegar er almennt gert ráð fyrir því útskýringarmáttur væntingarkenningarinnar sé ekki algildur. Nær fullkomin staðkvæmd á milli skuldabréfa með ólíkan líftíma að viðbættu seljanleikaálagi í kjölfar þess að seljanleiki er minni með löng skuldabréf en stutt. Fjárfesta vilja styttri bréf þar sem vaxtaáhætta þeirra er minni en þeirra á lengri endanum, því er seljanleiki þeirri meiri.

Seljanleikakenningin á mynrænu formi

Hvaða kenning á við um íslenskan vaxtarófið?

Aðskildir markaðir? Margt bendir til þess að hægt sé að tala um aðskilda markaði fyrir verðtryggð og óverðtryggð bréf. Nafnvaxtamarkaðurinn er einnig fremur smár í samanburði við hinn verðtryggða og fórnarkostnaðurinn við kaup á löngum verðtryggðum bréfum fyrir innlenda aðila ræðst einkum af vöxtum á lausafjármarkaði, s.s. á millibankamarkaði, þar sem Seðlabankinn getur haft töluverð áhrif með stýrivaxtaákvörðunum sínum. Ávinningurinn af því að eiga löng verðtryggð bréf ákvarðast aftur á móti af raunvaxtakröfunni að viðbættri verðbólgu samkvæmt verðtryggingarákvæði. Þetta sést m.a. af vinsældum s.k. álagsviðskipta (e. carry trade), áður en Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarferli á síðasta ári, en þau viðskipti fólust í því að fjárfestar tóku lán á lausafjárvöxtum og keyptu löng verðtryggð skuldabréf:

Verðtryggða vaxtarófið

Óverðtryggða vaxtarófið

Hvernig leiðni er á Íslandi? Tveir möguleikar til staðar hvað varðar leiðni stýrivaxtahækkana Seðlabankans í gegnum vaxtarófið. Hægt að líta svo á stýrivaxtabreytingin gangi upp vaxtarófið líkt og væntingakenningin gefur til kynna þannig að áhrifin komi fyrst fram á óverðtryggðum pappírum sem síðan mynda brú yfir í verðtryggð bréf. Hækkun óverðtryggðu kröfunnar leiðir til þess að fjárfestar færa sig frá verðtryggðum bréfum yfir í óverðtryggð þar sem að nafnvaxtabréfin eru orðin hlutfallslega hagstæðari m.t.t. raunvaxtabréfa. Í öðru lagi er hægt að líta svo á að markaðurinn fyrir verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf skiptist í tvo markaði sem hvor lýtur sínum eigin lögmálum framboðs og eftirspurnar. Þannig hafi stýrivaxtabreyting samtímis áhrif á óverðtryggða og verðtryggða vexti á markaði og leiðnin sé fyrst í gegnum peningamarkaðinn sem skili sér síðan á lengri enda bæði óverðtryggða og verðtryggða vaxtarófsins.

Hvernig leiðni er á Íslandi Ef væntingakenningin er í gildi Ef markaðirnir eru aðskildir

Hvernig leiðni er á Íslandi Við vaxtahækkun Seðlabankans og kjarnyrtar yfirlýsingar í Peningamálum þann 29. september síðastliðinn byggðust upp væntingar um hærri framtíðarvexti en áður var talið á sama tíma og verðbólguvæntingar gengu niður. Af þeim sökum fóru verðtryggðir langtímavextir á hreyfingu. Þetta gerðist á sama tíma og erlend verðbréfaútgáfa í krónum kom í veg fyrir að Seðlabankinn næði að lyfta upp nafnvaxtarófinu svo neinu næmi. Þetta bendir til þess að um aðskilda markaði sé að ræða – verðtryggð og óverðtryggð bréf.

Aðskildir markaðir? Margt bendir til þess að hægt sé að tala um aðskilda markaði fyrir verðtryggð og óverðtryggð bréf. Nafnvaxtamarkaðurinn er einnig fremur smár í samanburði við hinn verðtryggða og fórnarkostnaðurinn við kaup á löngum verðtryggðum bréfum fyrir innlenda aðila ræðst einkum af vöxtum á lausafjármarkaði, s.s. á millibankamarkaði, þar sem Seðlabankinn getur haft töluverð áhrif með stýrivaxtaákvörðunum sínum. Ávinningurinn af því að eiga löng verðtryggð bréf ákvarðast aftur á móti af raunvaxtakröfunni að viðbættri verðbólgu samkvæmt verðtryggingarákvæði. Þetta sést m.a. af vinsældum s.k. álagsviðskipta (e. carry trade), áður en Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarferli á síðasta ári, en þau viðskipti fólust í því að fjárfestar tóku lán á lausafjárvöxtum og keyptu löng verðtryggð skuldabréf:

Getur Seðlabankinn hækkað verðtryggðu langtímakröfuna? Það er töluvert löng leið upp vaxtarófið, frá 7 daga nafnstýrivöxtum Seðlabankans og yfir í langa verðtryggða vexti sem ráða fjármagnskostnaði íslenskra heimila. Til þess að hækka langa verðtryggða raunvexti verður Seðlabankinn að þrýsta raunstýrivöxtum upp yfir töluvert langt tímabil, sem felur bæði í sér að hækka nafnstýrivexti og halda verðbólguvæntingum í skefjum. Í þessari vaxtahækkunarlotu heppnaðist Seðlabankanum það raunar ekki fyrr en nafnstýrivextir voru komnir upp í 10,25% og þeim skilaboðum var skýrt komið á framfæri að krónan myndi ekki falla með tilheyrandi verðbólgu líkt og gerðist 2001. En fram til þess höfðu verðbólguvæntingar hækkað nokkuð í takt við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans sem gerði það að verkum að raunstýrivextir hækkuðu ekki að marki þrátt fyrir vaxtahækkanir bankans. Þetta lýsir því í hnotskurn hve trúverðugleiki skiptir miklu máli fyrir Seðlabanka Íslands, að almenn tiltrú ríki á því hann muni halda fast við verðbólgumarkmið sitt jafnvel þó það geti kostað töluverðar fórnir fyrir efnahagslífið.

Getur Seðlabankinn hækkað verðtryggðu langtímakröfuna? Verðtryggingin gerir það einnig að verkum að aukinn verðbólga færist á höfuðstólinn og hefur því ekki eins mikil áhrif á greiðslubyrði fólks og ef um nafnvexti væri að ræða. Hér við bætist einnig að löng hefð er fyrir því að íslensk húsnæðislán séu með föstum raunvöxtum. Hægt er að bera þetta saman við leiðni vaxtahækkana ef lán íslenskra heimila væru á fljótandi nafnvöxtum í stað verðtryggingar en þá myndu bæði vaxtahækkanir Seðlabankans sem og aukinn verðbólga skila sér í hærri greiðslubyrði heimilanna. En það myndi þá jafnframt fela í sér að fjárhagsleg heilsa heimilanna yrði mun viðkvæmari fyrir hagsveiflum en áður og líkur á fjöldagjaldþrotum myndi vaxa. Þrátt fyrir allt er verðtrygging lánsfjár líklega hagkvæmasta form lánaviðskipta hérlendis, bæði fyrir bankakerfið og lántakendur, og tryggir lægsta fjármögnunarkostnað og mesta öryggið í lánaviðskiptum þegar litið er yfir löng tímabil.