ANGEL námsumhverfið Viðtal tekið við Ragnar Geir Brynjólfsson, kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
Hópurinn Ólafur Jóhann Jónsson (ojj1@hi.is) Sævar Öfjörð Magnússon (som1@hi.is)
Viðmælandinn Ragnar Geir Brynjólfsson. BS í tölvunarfræði frá HÍ 1989. Hefur unnið við Fjölbrautaskóla Suðurlands frá 1989. Kerfisstjóri og tölvufræðikennari. Hefur skrifað kennslubókina Forritun í Java sem er kennd í nokkrum framhaldsskólum. http://holt.fsu.is/~ragnar/menntun.html
Hvað er Angel? A New Global Environment for Learning Kennslu- og námsumhverfi á netinu. Nýtist í margt, t.d. hefðbundna kennslu, fjarkennslu og dreifkennslu. Auðveldar kennslu, t.d. kannanir, verkefnaskil, samskipti og glósur.
Hvernig byrjaði notkun kerfisins? Haustið 2001 vildi Ragnar bjóða upp á tölvunarfræðikennslu áfanga í skólum sem skorti kennara í tölvunarfræði í fjarkennslu og vantaði e.k. kerfi til að halda utan um það. Ýmislegt kom til greina, t.d. WebCT, BlackBoard, skrifa eigið kerfi, en svo rakst hann á Angel sem virtist henta best. Í fyrstu voru einungis 6 TÖL-áfangar kenndir af Ragnari og Láru Stefánsdóttur, Akureyri.
Hvernig byrjaði notkun kerfisins? Strax og kerfið komst í notkun jókst áhugi annarra kennara innan skólans á því að nota kerfið. Viðbrögð nemenda og kennara voru strax gífurlega góð og virtust allir eiga auðvelt með að tileinka sér notkun kerfisins. Örfáir hafa kvartað yfir einhverjum göllum, en yfirleitt hefur verið reynt að komast fyrir þá um leið. T.d. er kerfið allt á ensku og var kvartað yfir því í fyrstu en nú er farið að þýða helstu parta kerfisins yfir á íslensku.
Hvernig er kerfið rekið? Fyrsta árið fékk þetta verkefni styrk frá menntamálaráðuneytinu og var rekið á gjafatölvu frá Landssímanum. Næsta vetur fékk Fsu styrk úr þróunarsjóði framhaldsskóla til þess að nota kerfið í allri kennslu og þá með stærri útgáfu kerfisins. Keyrir á Microsoft IIS vefþjóni, notast við ASP skriftur og MS-SQL gagnagrunn.
Staðan í dag Í dag nota 3 skólar kerfið í almenna kennslu, Fsu, FSN og MH. Í TÖL-verkefninu hans Ragnars hefur kerfið einnig verið notað í ME, FS, FÍV, FNV. Fleiri skólar hafa íhugað að taka kerfið í notkun. 1297 netföng í 3 skólum virk í dag. 85 kennarar skráðir. 2000 netfanga leyfi kostar uþb milljón á ári. Kerfið rekið í FSu en þjónustufulltrúar í hverjum skóla fyrir sig.
Framtíðin Veltur mjög á tengingu við Innu Kerfið er IMS samhæft og vantar slíka samhæfingu hjá Innu. Inna þarf einnig að geta boðið upp á Oracle tengingu. Þá mun skráning auðveldast til muna. Kennarar sem hafa ekki notað kerfið munu eiga auðveldara með að nota kerfið.
Hvernig virkar kerfið? Alger sjálfvirkni möguleg. Hægt að setja upp t.d. stöðupróf og nemandinn sér frammistöðu sína og rétt svör um leið. Kennarinn þarf ekki að fara yfir próf og gefa einkunnir. Kerfið sér um að reikna slíkt út. Því fylgir tíma- og peningasparnaður. Hægt er að láta notendur senda inn skrifleg verkefni og þá þarf kennarinn að gefa handvirkt einkunn.
Hvernig virkar kerfið? Góðir samskiptamöguleikar í boði innan kerfisins, tölvupóstur, spjallborð, hægt að stofna eigin hópa innan kerfisins. Hægt að fylgjast með virkni nemenda í kerfinu, t.d. hve mikið hann notar kerfið, frammistaða hans miðað við meðaltal áfangans. Minnkar pappírsflæði Yfirleitt er nóg að halda 2 klst kynningu á notkun kerfisins fyrir kennara og þá eru þeir komnir af stað.
Ekki gallalaust Kerfið hefur t.d. frosið nokkrum sinnum, ýmist vegna galla í Windows-server eða af hálfu framleiðanda kerfisins. Þó hafa vandræði ekki verið það tíð að slæm umræða hafi náð að skapast.
Kostir hins vegar miklir Ragnar segir helstu kosti kerfisins vera þá hversu gott notendaviðmótið sé. Það valdi því að notendur komast ótrúlega fljótt upp á lagið með að nota kerfið í vinnu sinni og leyfa því þar með að spara sér vinnu, tíma og peninga. Fyrstu önnina sem Ragnar notaði kerfið sparaði hann sér um þúsund einkunnafærslur.
Hverjir þróa kerfið? CyberlearningLabs, stofnað út frá rannsóknarverkefni í Indiana háskóla í Bandaríkjunum. Í þeim háskóla nota um 100.000 manns kerfið í dag. Framúrskarandi þjónusta. Mjög hröð svörun á fyrirspurnum. Ef vandamálið er stórt fara þeir sjálfir inn á þjóninn þinn og laga vandamálið. Mjög tíðar uppfærslur. Greiður aðgangur að stjórnendum. Fyrsta flokks þjónusta að mati Ragnars. www.cyberlearninglabs.com
Fleiri kerfi í gangi náttúrulega MySchool (ætla að verða Innu samhæfðir) WebCT Heimasmíðað kerfi á Akranesi (nafn ekki þekkt) UGLA Voodoo (ókeypis kerfi)
Niðurstaðan Mjög notendavænt kerfi sem er þægilegt í notkun. Viðmót virðist vera nógu einfalt til þess að allir geti tileinkað sér kerfið á tiltöluega stuttum tíma. Mjög jákvæð þróun í notkun á upplýsingatækni í kennslu. Ragnar segist ekki geta án slíks kerfis verið, hann muni sennilega hætta að kenna ef þetta hættir.