Skipulag stærðfræðikennslu í skóla fyrir alla 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Hvað merkir það að stunda stærðfræði? 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Stærðfræði sem hefur merkingu Til að börn geti lært stærðfræði þannig að hún hafi merkingu í huga þeirra, þurfa þau að taka virkan þátt í að skapa þá merkingu. Kennarinn hefur lykilhlutverki að gegna við að skapa aðstæður til að merkingarbært stærðfræðinám geti átt sér stað. 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Viðmið við skipulag stærðfræðikennslu Viðfangsefni við hæfi. Hlutverk kennarans. Menning sem hvetur til náms. Hjálpargögn sem styðja við nám. Jafnrétti og aðgengi. Hiebert o.fl. 1997, bls 2 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Jónína Vala Kristinsdóttir Viðfangsefni við hæfi eru áhugaverð glíma fyrir nemendur og þess virði að takast á við þau eru þess eðlis að nemandinn getur notað þá þekkingu sem hann hefur til að þróa aðferð til að leysa þau veita nemendum tækifæri til að hugsa um stærðfræði sem mikilvægt er að hafa vald á og að læra eitthvað sem hefur gildi fyrir þá Hiebert o.fl. 1997, bls 8 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Hlutverk kennarans er að velja viðfangsefni við hæfi taka þátt í vinnu nemenda og skiptast á skoðunum við þá um verkefnin skapa umhverfi í skólastofunni sem hvetur til náms Hiebert o.fl. 1997, bls. 8 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Menning í skólastofu sem hvetur til náms Hugmyndir allra nemenda eru metnar að verðleikum. Nemendur velja þær aðferðir sem þeir nota og deila þeim með öðrum. Mistök eru notuð til að læra af þeim á uppbyggjandi hátt. Útskýringar eru metnar á grundvelli þess hve góð rök eru færð fyrir þeim. Hiebert o.fl. 1997, bls. 9 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Jónína Vala Kristinsdóttir Hjálpargögn Hvers kyns hjálpargögn, s.s. hlutir, frásagnir og skráning geta auðveldað skilning ef nemendur fá að nota þau við ólík verkefni ætti að nota í þeim tilgangi að leysa viðfangsefni nýtast vel við skráningu, miðlun upplýsinga og umhugsun um verkefni Hiebert o.fl. 1997, bls. 10 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Jónína Vala Kristinsdóttir Jafnrétti og aðgengi Allir nemendur eiga rétt á að skilja það sem þeir eru að fást við í stærðfræði. Hlusta þarf á alla nemendur. Allir nemendur eiga að fá að leggja eitthvað til málanna. Hiebert o.fl. 1997, bls. 11 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Jónína Vala Kristinsdóttir Kennsluferli Þegar verkefni er lagt fyrir er mikilvægt að huga vel að hvernig það er kynnt vinnu nemenda samantekt og úrvinnslu 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Kynning á nýju viðfangsefni - Kveikja Í upphafi kennsluferlis hentar oft vel að beina sjónum nemenda að efninu með því að leita eftir hugmyndum þeirra um viðfangsefnið lesa með þeim texta og ræða hvað felst í honum skoða með þeim hluti eða myndir til að vekja athygli þeirra á eiginleikum eða fyrirbrigðum 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Unnið að lausn viðfangsefnis Nemendur þurfa að hafa aðgang að öllum nauðsynlegum hjálpargögnum fá að leita eigin leiða að lausn ræða við aðra um hugmyndir sínar Kennarinn þarf að ræða við nemendur um lausnir þeirra spyrja spurninga sem hjálpa nemendum til að greina vandamál 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Jónína Vala Kristinsdóttir Unnið úr niðurstöðum Þegar nemendur hafa fundið lausn á viðviðfangsefni er mikilvægt að ræða niðurstöður. Kynning getur farið fram í litlum hópum eða verið fyrir allan bekkinn. Hvetja þarf nemendur til að að skýra skipulega frá, bæði með orðum, myndum og með notkun hjálpargagna. Kennari þarf að sjá til þess að sem flestar hugmyndir og ólíkar lausnir á verkefninu komi fram við kynninguna. Nemendur þurfa að læra að hlusta á skýringar bekkjarfélaganna og ræða um lausnir þeirra. 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Jónína Vala Kristinsdóttir Þrautir Lausnir þrauta eru bæði markmið og leið við stærðfræðinám. Nemendur ættu að kynnast óþekktum viðfangsefnum og lögmálum stærðfræðinnar gegnum glímu við þrautir. „Þraut er viðfangsefni þar sem leiðin til lausnar eða lausna er ekki sjálfgefin þeim er við hana glímir”. (Anna Kristjánsdóttir 1999 Flatarmál 2:1) 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Jónína Vala Kristinsdóttir Lausnir þrauta Um hvað er þrautin? Hverju á að svara? Hvaða upplýsingar eru gefnar? Hvaða aðferðir koma til greina við lausn þrautarinnar? Hvernig væri hægt að orða svarið? Hvaða aðferð hefði verið hægt að nota til að leysa þrautina? 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Jónína Vala Kristinsdóttir Lausnir þrauta • teikna skýringarmynd • leita eftir mynstri • búa til eða nota töflu • setja á svið • einfalda þrautina og leysa þannig fyrst • gera skipulegan lista • rekja sig afturábak • skrifa þrautina sem dæmi • giska á og sannreyna • gera eða nota línurit • gera líkan • kanna alla möguleika 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir
Jónína Vala Kristinsdóttir Heimildir Aðalnámskrá grunnskóla, stærðfræði. 1999. Reykjavík, Menntamálaráðuneytið. Anna Kristjánsdóttir. 1994. Hvað er þrautalausn? Flatarmál 1,2:7-9. Hiebert, J. o. fl. 1997. Making Sense: Teaching and Learning Mathematics with Understanding. Portsmouth, NH., Heineman. Van de Walle, J. A. 2004. Elementary and Middle School Mathematics: Teaching Developmentally. Boston, Pearson 30. apríl 2019 Jónína Vala Kristinsdóttir