Torfbæir í Netheimum Þjóðháttavefur kennaranema Þorsteinn Helgason Torfi Hjartarson Málþing RKHÍ – 8. október 2005
Torfbæir í Netheimum Vefsetrið http://saga.khi.is/torf
Torfbæjarverkefnið Leiðbeiningar til nemenda Taka viðtal við fólk sem hefur beina reynslu af lífi í torfbæ. Vinna úr viðtali, skrifum, ljósmyndum, munum, uppdráttum o.fl. efni og setja á vef. Hafa viðmælandann í fyrsta sæti. Gera grein fyrir vinnubrögðum, höfundi (vefara) og tengslum við viðmælanda. Ráða skipulagi og stíl að öðru leyti.
Torfbæjarverkefnið Nokkur einkenni Nemendur í byrjunarnámskeiði gerast sagnfræðingar: learning by doing. Hér er beitt einsögulegum aðferðum. Munnleg saga (oral history) er oftast hluti af verkinu. Rannsakandinn/nemandinn er sýnilegur. Upplýsingatækni/vefsíðugerð er órofa þáttur í verkinu.
Munnleg saga (einsaga) á vef Dæmi um nemendaverkefni og leiðbeiningar Torfbæir í Netheimum Root papers American Century Project Skoleforskning Undervisnings-idé 4.-6. klasse The Whole World Was Watching: an oral history of 1968 The Texas Small Town History Project Spana in staden! - Staden som hembygd i skolan Living History - An Inter-generational Philanthropy Project Microhistory and the Construction of the Social Einsaga í skóla History From Below Making sense of oral history
Torfbæjarverkefnið Umsagnir Nemandi: Aðkoma Einföld en viðfeldin. Síðuskipulag Efnismagnið í frásagnarköflum Björns eru á mörkunum til að standa undir sjálfstæðum síðum. Nokkuð er til ama að komast ekki beina leið milli frásagnarkafla Björns. Inntak Hér fáum við nokkur brot úr nærri 70 ára gömlum minningum unglings sem var gestkomandi á bæ! Það er út af fyrir sig fróðlegt sjónarhorn en er skiljanlega fremur takmarkað. Það hefði kannski verið hægt að nota fleiri “skemmtilegar sögur” sem Björn lumaði á. Hlutur viðmælanda Það glittir í hressan karl. Stíll Knappur og hnyttinn. Ritun, stafsetning Fullmikið af pennaglöpum, dæmi: ”...byrt með góðfúslegu leifi...” Hér hafa ufsilon og einfalt i skipt um sæti. Myndir, grafík Myndirnar gefa efninu gildi þar sem þær tengjast viðmælandanum þó að torfbærinn sjáist hvergi. Skerpan á myndunum er ekki nógu góð. Læsileiki Einfalt og læsilegt. Textalínur þó fulllangar. Heildarumsögn Vefurinn er skemmtilegur og ber persónulegan blæ höfundar. Efnið er fulllítið. Einkunn
Torfbæjarverkefnið Gildi Býr til fróðleikssjóð um torfbæi á síðasta skeiði, bernskusögur, uppeldi, barnaleiki, tengsl kynslóða o.fl. Sameinar form og innihald. Tengir námsgreinar: sögu, íslensku, upplýsingatækni. Gefur nemendum fyrirmyndir. Styrkir fjölskyldubönd og tengir kynslóðir. Segir: þú ert hluti af sögunni.