Samstarf og samræða allra skólastiga Ráðstefna um menntamál Akureyri 1. október 2010 Það verður að endurskoða hugmyndir um ævimenntun og fullorðinsfræðslu frá rótum (Ath. að á þessum glærum eru örfá atriði eilítið ítarlegri en sýnt var í fyrirlestrinum sjálfum.) Jón Torfi Jónasson Sjá um fullorðinsfræðslu:
JTJ /Akureyri 1. október Lýðmenntun Guðmundar Finnbogasonar Sótt í hugmyndabanka Guðmundar Hugmyndin um skóla; Guðmundur rekur hvers vegna nauðsynlegt sé að byggja upp skólakerfi, upp úr aldamótunum 1900 þegar engin almenn fræðslulög voru um skóla á Íslandi; rök fyrir kerfisuppbyggingu Mikilvægi þess að leggja grunninn; GF ræðir í hverju grunnurinn ætti að felast, í samræmi við menntunarhugsjón hans; á þessum tíma er að mótast skýr hugmyndafræði um að leggja faglegan grunn; en hann er alltaf miðaður við barnið eða unglinginn Eðli menntunar; GF hefur umfjöllun sína á útlistun á eðli menntunar, bæði inntaki hennar og eðli og þeim viðmiðum sem eðlilegt er að styðjast við, en þau eru ekki síður félagsleg en vitsmunaleg
JTJ /Akureyri 1. október Hugmyndin um ævimenntun, life-long learning Þróun hennar á Íslandi miðað við önnur lönd: Í öllum höfuðdráttum er hér á landi sama mynstur, sama þróun og sömu umhugsunarefni eða viðfangsefni og annars staðar, t.d. hvað varðar þátttöku, hverjir sækja og hverjir ekki, ólæsisvanda, breikkandi bil á milli ólíkra hópa, áherslur í umræðu og skipulagi, kerfisleysi fullorðinsfræðslu, vanmátt skólakerfa í þátttöku í starfsþróun, skort á fagmennsku, spurningar um fjármögnun og fjárhagslega og faglega ábyrgð stjórnvalda o.fl. Sjá m.a. fjölmargar greinar í Int. J. of Lifelong Education, í Compare, m.a. september heftið 2006, … einmitt um þessi efni
JTJ /Akureyri 1. október Hugmyndafræði ævimenntunar Hugmyndafræði ævimenntunar hefur breyst og gengið í gegnum ýmis skeið, en er enn að verulegu leyti háð vinnumarkaðshugmyndum mannauðskenninga. Það hefur þó slaknað á þessu á undanförnum áratug eða svo. En samt vantar inn í hugmyndafræðilega umfjöllun fjölmarga nauðsynlega þætti tengda menntun og endurmenntun í nútíma þjóðfélagi sem tekur gríðarlegum breytingum hvað varðar flesta þætti tækni og menningar. Það vantar einkanlega hugmyndina um menntun, hugsjónina um persónulegt, félagslegt og samfélagslegt gildi menntunar; þætti sem eru ekki síður mikil vægir en hið afmarkaða hagræna eða fjárhagslega gildi.
JTJ /Akureyri 1. október Hugmyndafræði ævimenntunar: Umræða um grunninn Það þarf sérstaklega að taka upp hugmyndina um grunnmenntun, um þann grunn sem menntunin á að leggja, í hverju hann felst, undir hvað hann byggir og hvernig og hvenær hann er lagður, en jafnframt að ræða hvað eigi að gera sé hann ekki lagður (t.d. meðal þeirra sem hverfa snemma frá námi), það er, ef hann vantar, og einnig að ræða að hvaða marki hann dugi alls ekki (nema e.t.v. um hríð), vegna þess að svo margt sem máli skiptir breytist, úreldist eða það skapast nýtt; og hvernig sú staðreynd tengist umræðu um grunninn sem hefur verið lagður en þarf stöðugt að endurnýja.
JTJ /Akureyri 1. október Staða fullorðinsfræðslu í skólakerfinu Baksvið fullorðinsfræðslu breytist hægt, býsna stór hluti fólks fer inn í fullorðinsárin án fullgildrar framhaldsskólamenntunar; en hvert er vandamálið? Stór hluti fólks hefur ekki rímað við skólakerfið Þátttaka í – áframhaldandi formlega menntun er ólík eftir fyrri menntun og munurinn vex (þeir sem þegar hafa mesta sækja mest til viðbótar) – í óformlegri menntun er ólík eftir fyrri formlegri menntun og munurinn vex :Bilið vex sífellt (í vissum skilningi eykur möguleiki á ævimenntun á vandan) Sjá gögn: Jón Torfi Jónasson og Andrea Gerður Dofradóttir. (2009). Þátttaka í fræðslu á Íslandi. Niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar Reykjavík: Rannsóknarstofa um menntakerfi. Félagsvísindastofnun HÍ.Þátttaka í fræðslu á Íslandi. Niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar 2003.
Hlutfall ára fólks með grunnskólapróf, en ekki formlegt annað próf, kannað á árunum Byggt á gögnum frá Hagstofu Íslands í mars JTJ /Akureyri 1. október
Hlutfall ára sem voru skráðir í skóla eða á námssamningi á síðustu 12 mánuðum; skipt eftir fyrri menntun og kyni JTJ /Akureyri 1. október
Hlutfall ára sem hafði sótt skipulagða fræðslu með leiðbeinanda á síðustu 4 vikum; skipt eftir ári rannsóknar og menntun. Byggt á gögnum frá Hagstofu Íslands í mars JTJ /Akureyri 1. október
Staða fullorðinsfræðslu í skólakerfinu E.t.v. stærsta umhugsunarefnið – skólakerfið setur (óbeint) allar reglur um inntak, verklag, framvindu, virðingarstöðu, réttindi – fullorðinsfræðsla verður að laga sig að skólakerfinu – skólakerfið ræður alls ekki almennilega við að undirbúa undir sífellt nám né undir breytt tækniumhverfi, – skólakerfið ræður ekki við að skipuleggja annað en mjög formlegt nám, sem miðar helst við heilar námsgráður – skólakerfið ræður alls ekki við starfsþróun, hvorki einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana – skólakerfið ræður alls ekki við hugmyndina um ævimenntun
JTJ /Akureyri 1. október
Þrjár víddir í starfsþróun. Dæmi frá menntun kennara, sem fá starfsréttindi að loknu grunnnámi. Rammi sem nú er (grænn hringur) - rammi sem ætti að vera (rauður hringur). JTJ /Akureyri 1. október
Kerfi, skólakerfi, menntakerfi Miðað við það verkssvið sem fullorðinsfræðsla spannar (eða ætti að spanna) utan hins formlega skólakerfis þá er kerfisstaða þess sérkennilega veik. Sumir kunna að telja að kerfisbinding slíkrar starfsemi hefti sveigjanleika hennar, dragi úr margreytileika og sýni raunar fjölmargar óæskilegar hliðar þróaðs kerfis. Það kann að vera laukrétt, en sýnir jafnframt öll einkenni veiks kerfis og metnaðarleysis. Styrkur kerfis liggur í skipulagi, regluverki, skilvirkni, hagkvæmni, metnaði, fagmennsku, sérhæfingu, kerfisbundinni endurnýjun, jafnræði, gagnsæi, … (en sumu leyti felur þetta allt í sér veikleika um leið)
JTJ /Akureyri 1. október Fagmennska fullorðinsfræðslu Líf fullorðinna, umhverfi og mat á fjölmörgum gæðum er annað en ungs fólks (krefst faglegrar þekkingar) Aðstæður fullorðinna sem hafa farið varhluta af venjulegri grunnmenntun krefjast sérstakrar íhlutunar (krefst faglegrar þekkingar) Kennsla fullorðinna lýtur að ýmsu leyti öðrum lögmálum en kennsla ungs fólks og krefst sérstakrar fagmennsku (krefst faglegrar þekkingar) Starfsþróun, nýbreytnistarf og nám á vinnustað krefst allt mikillar fagmennsku, sem ekki er lagður nægilega góður grunnur að: sáralítil kerfisbundin menntun eða rannsóknarstarf tengist þessum málum (en allt þetta krefst ríkulegrar faglegrar þekkingar) (sjá þó nám í skólastjórnun og mannauðsnám í viðskiptagreinum og ýmis námskeið um fullorðinsfræðslu)
JTJ /Akureyri 1. október Fjármögnun menntunar Framlag hins opinbera til skólakerfisins hefur verið á skynsamlegri uppleið og allt bendir til þess að við sinnum a.m.k. hluta okkar skólakerfis mjög vel að þessu leyti miðað við aðrar þjóðir. En þetta er í lagi fyrir skólakerfið og þá nemendur sem eru innan veggja þess; en hvað ef maður er fyrir utan það og hefur ekki aðstæður eða kraft til þess að koma sér innan veggja þess aftur?
JTJ /Akureyri 1. október Fræðsluútgjöld hins opinbera árið 2009
JTJ /Akureyri 1. október Rannsóknir Rannsóknir á menntun og námi fullorðinna hefur ekki verið áhugamál, að talað sé um forgangsverkefni, neinna sterkra hagsmunaafla, hvorki opinberra né annarra, t.d. endalaus dæmi til, en hér drepið á – Brottfallshópinn: Stöðu þeirra 25-30% sem minnsta menntun hafa, hvað varðar áhuga þeirra, þörf eða hugmyndir um menntun; um vandamál þeirra t.d. tengd ólæsi, afstöðu til skóla (prófa), afrakstur þeirrar menntunar sem fólk hefur fengið … – Kerfisbundnar rannsóknir á stöðu og stuðningi við innflytjendur, m.a. þá sem skólakerfinu er ekki ætlað að sinna, …. – Kerfisumræðu: Hvaða kerfi koma til greina til þess að sinna ólíkum þáttum ævimenntunar, með eða án þátttöku skólakerfisins, kostir og lestir þess fyrirkomulags sem nú ræður …. – Grunnmenntunar umræðu: Leiðir til þess að efla grunnmenntun þeirra sem hafa hana minnsta fyrir, innan eða utan skólakerfisins; um hvaða (gamla eða nýja) þætti er að ræða, … – Starfsþróun: Gildi eða afrakstur og fyrirkomulag starfsþróunar; leiðir til að tengja saman háskólastarf og starfsþróun fjölmargra starfsstétta, … – Stuðning til, eða möguleika atvinnulífsins (einkum minni starfseininga, eða þeirra sem hafa minnst menntaða vinnuaflið) til að sinna markvissri starfsþróun, …
JTJ /Akureyri 1. október Ný lög um framhaldsfræðslu, framlag þeirra Lög um framhaldsfræðslu Lög nr mars Framhaldsfræðsla: Hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Vonandi mikilvægt skref til þess að styrkja enn kerfisbundnar undirstöður ævimenntunar (nær að vísu aðeins til hluta hennar, en afar mikilvægs hluta).
JTJ /Akureyri 1. október Ný lög um framhaldsfræðslu, framlag þeirra Markmið framhaldsfræðslu samkvæmt lögum þessum er: a. að veita einstaklingum með stutta skólagöngu að baki aukin tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, b. að veita einstaklingum á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju, c. að gefa einstaklingum færi á að efla starfshæfni sína og efla ábyrgð þeirra í því tilliti, d. að skapa svigrúm og úrræði til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu og hæfni starfsmanna, e. að veita einstaklingum sem búa við skerta möguleika til náms eða atvinnuþátttöku framhaldsfræðslu þar sem tekið er mið af ójafnri stöðu þeirra og hæfni, f. að afla viðurkenningar á gildi náms sem fellur utan hins formlega framhaldsskóla- og háskólakerfis, g. að stuðla að því að nám og reynsla sem aflað er utan hins formlega skólakerfis verði metin að verðleikum og h. að efla menntunarstig í landinu og íslenskt menntakerfi.
JTJ /Akureyri 1. október Samantekt: Ævimenntun, life-long learning, stendur höllum fæti, hvað varðar Hugmyndafræði, sem er almennt of þröng og heldur vanþróuð Stöðu í skólakerfinu, – óbeint er krafist að hún lagi sig að því – skólakerfið hefur ekki lagað sig að hugmyndinni um ævimenntun, hvorki í skipulagi né starfsháttum Kerfisstöðu sína, því hún á sér vanmáttugt kerfi, sem er ekki sjálfstætt, og nær að mjög takmörkuðu leyti til vinnumarkaðarins; þó eru vissulega til mikilvægir kerfisþættir, en þeir mega sín of lítils
JTJ /Akureyri 1. október Samantekt: Ævimenntun, life-long learning, stendur höllum fæti, hvað varðar (frh.) Fagmennsku, ekki er gerð krafa um eða gert ráð fyrir sérstakri menntun fyrir þetta verkefni (mjög veikt) Fjárhagsstöðu sína, vegna þess að fé til menntunar rennur almennt til hins formlega agaða skólakerfis Rannsóknir, það hefur ekki verið neinn þrýstingur á rannsóknir á þessum þætti
JTJ /Akureyri 1. október Næstu skref eru að takast á við þau viðfangsefni sem hér hefur verið bent á. Það verður að gera af hálfu stjórnvalda með því að – virkja lögin um framhaldsfræðslu – skoða brotalamir skólakerfisins, sem koma í ljós þegar horft er á það af sjónarhóli ævimenntunar Skólakerfið verður að skoða sjálft sig utan frá, m.a. með gagnrýnum gleraugum ævimenntunar og breyta – hugsanlega inntaki sínu og starfsháttum (er það t.d. alfarið á ábyrgð nemenda að 30% þeirra ljúka ekki framhaldsskóla?) – regluverki sínu í ýmsum grundvallaratriðum Aðrir hagsmunaaðilar verða einnig að skoða afstöðu sína mjög gagnrýnið í þessu ljósi, m.a. til kerfisþáttarins
Í ljósi þessa tel ég að það megi álykta að það verði að endurskoða hugmyndir um ævimenntun og fullorðinsfræðslu frá rótum
JTJ /Akureyri 1. október Kærar þakkir fyrir áheyrnina