S JÁLFSÁBYRGÐ OG SKILNINGUR Kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði Háskóli Íslands 1.október 2011 Fyrirlesari er María Jónasdóttir
I NNSÆI, STAÐREYNDAKÖNNUN OG SKOÐUN Kenna nemendum að: 1. Nota og treysta meira eigin innsæi 2. Taka ekki öllu sem sannleika, kanna staðreyndir og velta þeim fyrir sér 3. Móta eigin skoðun, standa með sjálfum sér
S JÁLFSTÆÐI Kenna nemendum að: 1. Vera sjálfstæðir í skoðun 2. Trúa á sjálfa sig 3. Treysta á sjálfa sig, sínar skoðanir og getu
LÆRDÓMSAÐFERÐIR Kenna nemendum að: 1. Spyrja sig “hvers vegna” hann sé að læra það sem hann sé að læra og hvernig það muni nýtast honum 2. Spyrja sig um hvaðan efnið komi og hvað liggji bak við það sem fram er sett 3. Velta fyrir sér “hvernig” nemandinn vilji læra – hvaða aðferð henti nemandanum best í lærdómnum. Læra í gegnum skilning
M ARKMIÐ Kenna nemendum að: 1. Skilgreina hvað þeir ELSKA að gera 2. Skilgreina hvernig þeir geti samþætt það með því námi sem þeir eru í eða því vali sem þeir hafa 3. Skilgreina hvað þurfi til að framkvæma það - hvernig þeir geti náð því markmiði með aðgerðum og tímasetningum
FRELSI Kenna nemendum að: 1. Skoða/velja sér viðfangsefni eða nálgun við viðfangsefnið og fara sínar eigin leiðir til að vinna með það 2. Virkja sjálfan sig í eigin verkefnastýringu 3. Standa undir því að leita leiða hjá kennara, leiðbeinanda eða öðrum til að fullklára verkefnið – bera ábyrgð á því alla leið!
A Ð VELJA SÉR G ILDI Kenna nemendum að: 1. Skilja hvað orðið gildi er 2. Ræða um gildi í umræðuhópum í anda þjóðfundaraðferðarinnar. Setið er við hringborð, hver og einn skrifar eins mörg gildi á eins mörg spjöld og hann getur, eitt gildi á eitt spjald. Síðan er farið hringinn með því að hver nemandi les upp eitt spjalda sinna í senn. Farið hring eftir hring þangað til öll spjöldin hafa verið lesin upp og lögð inn á miðju borðsins. Farið saman yfir hvort öll spjöldin standi ekki undir því að kallast gildi 3. Hver nemandi velur sín gildi óháð öðrum og skýrir jafnvel síðan út fyrir hinum hvernig honum finnist það endurspegla sjálfann sig Gildi Þjóðfundar um menntamál voru: Virðing, gleði og sköpun. Gildi Þjóðfundarins voru: Heiðarleiki, virðing, jafnrétti og réttlæti.
A Ð NOTA GILDIN SÍN Kenna nemendum að: 1. Þekkja gildin sín 2. Nota gildin sín í daglegu lífi 3. Bera gildin sín saman við daglegt líf og athuga hvort þar er samsvörun eða eitthvað sem þarf að skoða betur að aðlaga þannig líf nemandans sé í samræmi við gildi hans
D YGGÐIRNAR SJÖ Kenna nemendum að: 1. Þekkja dyggðirnar sjö; Visku, hófstillingu(hóf), hreysti(hugrekki), réttlæti, trú, von og kærleik 2. Skilgreina dyggðirnar sjö 3. Nota dyggðirnar sjö með því að hver nemandi geri sjö persónulegar dæmisögur þar sem ein dyggð er í hverri sögu
Í HUGUN / HUGLEIÐSLA Kenna nemendum að íhugun/hugleiðsla: 1. Efli skýrleika hugans og einbeitingu 2. Efli sköpunarkraft og hugmyndir 3. Efli innri ró, vellíðan, líkamlega og andlega heilsu og skapi jákvæða áhættulausa “sælu” Fjölmörg íhugunarform eru til en flest miðast þau við að setjast niður í ró, loka augun, slaka niður líkamanum, kyrra hugann, sitja í kyrrð og síðan er mikilvægt að koma rólega út úr íhuguninni eða hugleiðsunni. Gott getur verið að velja sér eitthvert fallegt orð sem ávallt er gripið til, með því að segja það í huga sér, þegar ýmsar hugsanir koma fram og fara að trufla hugleiðslukyrrðina. Best er að hugleiða 2 x á dag í 20 mínútur í senn. Ef hugleitt er einu sinni á dag er best að gera það á morgnana. Og betra er að hugleiða í 5 mínútur en alls ekki neitt!
N EMANDI - LEIÐBEINANDI Breyta skilgreiningu á kennslu yfir í að: 1. Kennari/leiðbeinandi færist meira úr því að vera fyrirlesari og upphaf þekkingar yfir í að vera “mentor” nemandans sem nemandinn leitar til. Ábyrgð færist af kennara yfir á nemanda 2. Nemendur velja sér verkefni eða þurfa að standa skil á verkefni en fá að koma með eigin hugmyndir að aðferðum 3. Nemendur leita til kennara/leiðbeinanda með aðferðafræði og/eða leggja fyrir hann tillögur að sinni eigin aðferðafræði til að læra viðfangsefnið
NIÐURSTAÐA Nemendur læra að: 1. Hugsa sjálfstætt – leita leiða – meta leiðirnar 2. Vinna sjálfstætt – hugsa alla leið 3. Bera ábyrgð – taka við verkefni og skila því af sér. Þannig lærir nemandinn að vinna sjálfstætt og lærir að bera ábyrgð á eigin hugsun, sínum gjörðum og sínum árangri! Hann uppsker eins og hann sáir!
V IÐBÓT Í FRAMHALDI AF SPURNINGUM OG UMRÆÐUM Þessi glæra er semsagt viðbót við fyrirlesturinn sem haldinn var. Spurt var hvort of mikil ringulreið myndi ekki skapast í bekkjum ef það fyrirkomulag ég fyrirlesarinn kynnti yrði tekið upp. Svarið er nei; því hugsunin er að byggja upp einstaklinga sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, hafa sterka sjálfvirðingu, þora að segja sína afstöðu, tala úr frá eigin innsæi og eigin skilningi. Hlutverk kennarans/leiðbeinandans væri að styðja við þroskaleið nemandans í leið hans í átt að skilningi og visku. Spurt var hversvegna Dyggðirnar væru sjö talsins og hvers vegna frekar sjö dyggðir en fleiri eða færri. Svarið var fyrst frá hlustanda úr hlustandahóp um að upphaflega hefðu dyggðirnar verið fjórar en síðan hefði kristin trú bætt við dyggðunum trú, von og kærleika. Svar fyrirlesara var að auðvitað væri hægt að notast við fleiri uppbyggileg og góð “orð” til að byggja sem best upp ungu kynslóðina. Í lokin fór umræðan inn á kennslu viðfangs málþingsins inni í Lífsleikninni og heimspekinni. Fyrirlesari kom fram með þá tillögu að ekki væri nauðsynlegt að einskorða sig við að koma gagnrýninni hugsun og siðfræði í gegnum þá farvegi heldur væri í raun best að gagnrýnin hugsun og siðfræði væri grunnurinn, stoðirnar, í öllum fögum í öllu námi.
F YRIRLESARI María Jónasdóttir, styrkþegi Kennarasambands Íslands veturinn við gerð handbókarinnar Lífsleiki – að vera leikinn í lífinu sem hægt að nálgast hjá Kennarasambandi Íslands eða á neðangreindum vef. Heimasíða: Netfang: Sími: