Ingvar Sigurgeirsson Hvað einkennir góðan skólabrag? Fyrirlestur á vegum Foreldrafélags Hvassó í samvinnu við Hvassaleitisskóla. 5. maí 2010
Byggt er á rannsókn á hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005–2006 Rannsóknarskýrsla: Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns: „Gullkista við enda regnbogans“
Spurningar Hvernig lýsið þið hegðun og framkomu nemenda? Eru hegðunarvandkvæði í skólanum og hvernig lýsa þau sér? Hversu þungt brenna þau á ykkur? Hversu margir nemendur koma við sögu? Hverjar eru helstu orsakir og áhrifavaldar hegðunarvanda? Hvernig er tekið á hegðunarvandkvæðum í skólanum? Hvaða aðferðum hefur helst verið beitt? Hvernig hafa þessar aðferðir gefist? Hvernig gengur samstarf við foreldra? Hvaðan fá starfsmenn ráðgjöf eða stuðning? Hvað vantar helst til að starfsfólk skóla nái tökum á hegðunarmálum? Hugmyndir til úrbóta?
Rannsóknin í hnotskurn Aðferð: Hópviðtöl við starfsmenn í 35 skólum (alls 40 viðtöl, 233 viðmælendur; stjórnendur, kennarar, annað starfsfólk) – Spurningalisti (208 svör) Meginniðurstöður Mikill meirihluti nemenda (89%) á yfirleitt góð samskipti við félaga og starfsfólk Mikill munur á umfangi mála eftir skólum (einnig eftir kyni og aldri) Erfiðustu máli sligandi
Mikill munur eftir skólum
Munur eftir aldursstigum? Yngsta stigið: Erfiðari eða kotrosknari? –Sex ára stjórnunarreynsla! Miðstigið: Oft erfiðustu málin – oftast drengir –Óþekkt, vesen og vandamál. Þar er fimmti til sjöundi bekkurinn algjörlega afgerandi. Það er þessi aldurshópur sem ekki er að höndla Ísland í dag … Þessi hópur er ekki að höndla tölvutæknina, msn-ið. sms-ið og … Unglingastigið: Öðruvísi vandi
Skólunum mátti skipta gróflega í þrjá meginflokka (?) Lítil eða engin vandamál (sjö skólar) Nokkur vandi, en starfsfólk telur sig almennt hafa tök á málum (21 skóli) Mörg erfið mál sem hvíla þungt á starfsfólki (sjö skólar)
Dæmi um ólíkt ástand Mér finnst ekki nein sérstök hegðunarvandamál. Mér finnst þetta ganga mjög vel. Kannski hávaði í matsalnum – það eina sem er þreytandi... Samband kennara og nemenda er einstaklega gott... nemendur flykkjast að manni í frímínútum til að spjalla... Fara ekki að fyrirmælum … hleypa upp … taka alla einbeitingu kennarans … þessi áreiti jafnt og þétt… ógna öðrum nemendum … … leiðinlegar athugasemdir … hnoð og pot … svo er það líka skemmdarverk … reyna að eyðileggja … frammíköll ef kennarinn er að tala … almenn ókurteisi … dagleg vandamál … alla daga … í hverri kennslu- stund.
Þreyta og bið... vonleysi … allar greiningar og annað eða beiðnir um greiningar fara í gegnum nemendaverndarráðið. Og þar er mættur sálfræðingur skólans sem … tekur við greiningunum og svo fer ákveðinn tími í að fjalla um börnin … það pirraði mig svolítið í fyrra … að þetta bar engan árangur. Við vorum alltaf að tala um sömu börnin … og í einhverju ergelsi mínu því ég er fundaritari taldi ég hve oft ákveðin tvö börn hefðu verið nefnd þennan veturinn á nemendverndararáðsfundi. Þá var annað fimmtán sinnum og hitt sautján sinnum … þetta eru vikulegir fundir … og allir að tala um sömu hlutina vegna þess að það gerðist ekkert. Við erum að kalla á hjálp – við öskrum á hjálp. Og það eru einn og tveir og alveg upp í þrír aðilar frá … [þjónustumiðstöðinni] á fundi hjá okkur. Og það gerðist ekki neitt.
Lítill eða enginn vandi: Jákvæð viðhorf
Jákvæð viðhorf: Lítill eða enginn vandi: Þetta byggist á viðhorfum... Fyrir hvern er skólinn? Hann er fyrir nemendurna... Við eigum að sníða okkur að þeirra þörfum. Það er ekki þannig að ef þau passa ekki „boxin“ að þau eigi að vera annars staðar. Það er bara ekki þannig... Þeim er strokið réttsælis og sagt að þau séu frábær. Ekki endalaust verið að pikka í þau fyrir það sem þau geta ekki... Það geta allir blómstrað einhvers staðar... Hér er ríkjandi það viðhorf að velferð barnsins sé til grundvallar. Það er það viðhorf sem gerir þennan skóla að því sem hann er. Í þeim skólum þar sem agavandamál eru minnst eru viðhorf til foreldra mjög jákvæð og mikil áhersla lögð á öflugt foreldrasamstarf
Jákvæð viðhorf Gagnkvæm virðing. Við virðum þau og þau okkur. [Jákvæður skólabragur] helgast af því að þau finna að okkur þykir vænt um þau. Viljum þeim vel, berum virðingu fyrir þeim. Þá verður líka auðveldara að stýra þeim fyrir vikið. Við sendum skýr skilaboð og reynum að vera fyrirmyndir. Áhersla á samvinnu og traust. Að þau finni sig örugg í skólanum. Við erum vinir þeirra. Við erum hérna til að vinna með þeim.
Fleiri skýringar á góðum skólabrag Nemendalýðræði, hlustað eftir röddum nemenda –Nemendasamtöl (sbr. starfsmannasamtöl), bekkjarfundir, matsfundir Nemendum falin ábyrgð –Ábyrgðarstörf –Unglingar aðstoða við gæslu eða kenna leiki (frímínútnavinir) Hlýlegt og fallegt umhverfi Viðburðir í skólalífinu: Samverustundir, samkomur, uppákomur
Útikennsla, útivist, íþróttir, leikir, hreyfing Söngur Uppeldisstarf: Markviss lífsleiknikennsla – námsefni um samskipti Vinaverkefni (vinabekkir, leynivinaverkefni, vinavikur...) Blöndun innan árgangs eða milli aldurshópa Samstaða kennara Fleiri skýringar
Að lokum: Viðhorf til ofvirkra barna! ADHD = GOSI = Geislandi ofvirkur einstaklingur Það er eins og það er með þessa ofvirku nemendur. Þeir skemma alltaf út frá sér. Það er eins og það er með þessa krakka í hjólastólum. Maður kemst ekkert áfram með þá!!! =
Lokaályktun Jákvæð viðhorf – trú á nemendum og virðing draga langt – svo langt að við hljótum að undrast það!