34 Áhrif stefnunnar í peningamálum og ríkisfjármálum á heildareftirspurn.

Slides:



Advertisements
Similar presentations
6/1/20151 Miðlunarferlið Ásgeir Jónsson. 2 Verkfæri Seðlabankans Þrátt fyrir markmið peningamálastefnunnar geti verði misjöfn á milli landa er verklag.
Advertisements

13 FINAL THOUGHTS HUGLEIÐINGAR AÐ LOKUM. Copyright © 2004 South-Western 36 Five Debates Over Macroeconomic Policy Fimm rökræðutilvik varðandi stefnu í.
Rekstrarhagfræði Kennari: Ásgeir Jónsson Tölvupóstfang:
Áhrif námsefnis á kennsluhætti Námsgagnastofnun IS /
Málþing um kennaramenntun á tímamótum Hvert verður hlutverk kennarans og hvernig getur hann best sinnt því? Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og.
Fasteignamarkaður og lóðaverð Ásgeir Jónsson Greiningardeild KB banka Febrúar 2005.
Bóluefni gegn HIV Sif H. Gröndal. 20 ár síðan þróunin hófst og er verið að þróa tvær tegundir bóluefna: 20 ár síðan þróunin hófst og er verið að þróa.
Copyright © 2004 South-Western 32 A Macroeconomic Theory of the Open Economy Þjóðhagfræðikenningar um opna hagkerfið.
The Goal kaflar The Goal. 21.kafli Hópurinn á fundi ásamt yfirmönum flöskuhálsavélanna Útbúinn er listi af seinkuðum verkum, raðað eftir seinleika.
Einkasölusamkeppni Kafli 17. Ferns konar markaðsuppbygging EinokunFákeppniEinkasölu- samkeppni Fullkomin samkeppni kranavatn Mjólk Olía Tryggingar Skáldverk.
Vorfundur Skólapúlsins maí 2011 Salur Námsmatsstofnunar Almar M. Halldórsson Kristján K. Stefánsson.
30 Vöxtur peningamagns og verðbólga. Til hvers eru peningar? Peningar, peningar, peningar PeningarPeningar eru þær eignir, sem fólk notar til að kaupa.
Móttaka Þyrlu Ingólfur Haraldsson.
Áfengi og fíkniefni Kolbeinn. Kynning Í þessu verkefni munum við aðallega fjalla um áfengi, fíkniefni og hættu þess að neyta of mikils af því. Aðallega.
©2001 Þórdís Hrefna Ólafsdótttir
Heildarframboð og heildareftirspurn
12.3 Least Squares Procedure Aðferð minnstu fervika The Least-squares procedure obtains estimates of the linear equation coefficients b 0 and b 1, in the.
9 THE REAL ECONOMY IN THE LONG RUN. Copyright © 2004 South-Western 25 Production and Growth Framleiðsla og hagvöxtur.
Líkamstjáning mannsins Þróun mannsins Kolbrún Franklín.
Ágúst 2006 © Þóra Björk Jónsdóttir 2 Ég fékk C fyrir víravirkið mitt !? Má ég koma með spurningu? Hvernig getur maður fengið C fyrir víravirki? Er það.
Friðrik Már Baldursson VIÐSKIPTADEILD ER HÆGT AÐ ÉTA KÖKUNA OG EIGA HANA LÍKA? SAMNINGAR UM NÝTINGU NÁTTÚRUAUÐLINDA.
Berglind Eyjólfsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Hvernig eru fórnalömb mansals? Staðalímynd Hvernig sjáum við fyrir okkur fórnalamb mansals? Hver er raunin.
THE GOAL Kaflar The Goal. 16. Kafli Alex kemur heim úr skátaferðinni og kemst að því að konan hans er farin frá honum. Ekki verður fjallað meira.
Beinþynning Magnús Jóhannsson prófessor Tannlæknanemar 2013.
7 TOPICS FOR FURTHER STUDY. Copyright©2004 South-Western 21 The Theory of Consumer Choice Kenningin um val neytenda.
31. Kafli Al fer á "fundinn" – Örlög verksmiðjunnar ráðast Hilton sér um fundinn í umboði Bill's Al og Hilton deila um nýju skilgreiningar Al's – Stjórna.
Framleiðslukostnaður Kafli Framleiðslukostnaður Lögmál framboðs: u Fyrirtækin vilja framleiða og selja meira ef verðið hækkar. u Af þeim sökum er.
Copyright © 2004 South-Western 5 Elasticity and Its Applications (Teygni og notkun hennar)
Second-line treatment in advanced colon cancer: are multiple phase II trials informative enough to guide clinical practice? Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson.
Heilsufarsskoðanir fótboltaiðkenda KSÍ þing 2010.
Kynjuð fjárhags- og starfsáætlunargerð Reykjavíkurborgar Kynning 22. nóvember 2011.
Mál og vald. Við skilgreinum okkur sumpart út frá málnotkun okkar. Hvernig erum við? Hvernig klæðum við okkur, hvaða tónlist hlustum við á, hvert förum.
Rafiðngreinar 23. nóv 2011 Áherslur þátttakenda. Bjóða þarf upp á meiri sérhæfingu í námi Tengsl atvinnulífs og skóla þarf að efla Val: VGR og RTM – af.
Copyright © 2004 South-Western 27 The Basic Tools of Finance Grundvallar verkfæri sem notuð eru í fjármálum.
Chapter 4 Probability (Líkindafræði) ©. Sample Space* sample space. S The possible outcomes of a random experiment are called the basic outcomes**, and.
Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild
Móðir Náttúra Menntar hún börnin sín? Eflir hún vöxt og viðgang?
Hagvöxtur um heiminn Opinber fyrirlestur í Háskóla Íslands
Rekstrarhagfræði III Einokun, fákeppni og samkeppni
Rekstrarhagfræði III Neyslufræðin
Mismunandi bylgjuhreyfingar: þverbylgja, langsbylgja, yfirborðsbylgja
V = V0 [1+ β (T-T0 ) – k(p-p0 )] Ástandsjafna, fast efni:
Tekjudreifing og fátækt
Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild
Ritstuldarvarnir með Turnitin
Vextir og gengi þegar peningastefnan er á verðbólgumarkmiði
38 Myntsvæði og evran.
FYLGJUMST MEÐ ! MSN spjallið Um hvað eru krakkarnir að spjalla ?
Kafli 11 í Chase … Ákvarðanir um afkastagetu
Stöðugt skattaumhverfi – hornsteinn fjárfestingar
Gengisspár Ásgeir Jónsson.
með Turnitin gegnum Moodle
Stúdentarapport 2. des 2009 Þorbjörg Karlsdóttir
 (skilgreining þrýstings)
FYLGJUMST MEÐ ! MSN spjallið Um hvað eru krakkarnir að spjalla ?
Norðurnes Rafmagnshlið.
21 Neytendahagfræði.
Þuríður Hjálmtýsdóttir Fjölskylduráðgjafi/sálfræðingur
Hypothesis Testing Kenningapróf
KÆL 102 Á heimasíðu danfoss
Leikur að lifa  Leikur að lifa 1 Hvernig ætli það væri að heita ekki neitt? Leikur að lifa.
Liposomal Amphotericin B Hjörtur Haraldsson, læknanemi
Liposomal Amphotericin B Hjörtur Haraldsson, læknanemi
Ýsa í Norðursjó.
Sudden Stops 5/9/2019 Alþjóðahagfræði.
Mælingar Aðferðafræði III
Leyndardómur þéttbýlismyndunar, kafli 3
Upptaka á hvalahljóðum
Tekjudreifing og fátækt
Presentation transcript:

34 Áhrif stefnunnar í peningamálum og ríkisfjármálum á heildareftirspurn

Heildareftirspurn Heildareftirspurn ræðst af ýmsum þáttum auk stefnunnar í peningamálum og ríkisfjármálum Útgjaldagleði heimila, fyrirtækja og almannavaldsins hefur lykiláhrif á heildareftirspurn eftir vörum og þjónustu

Heildareftirspurn Þegar útgjöld heimila og fyrirtækja aukast, hliðrast heildareftirspurnarkúrfan til hægri, svo að framleiðsla og atvinna aukast í bráð Þegar útgjöld heimila og fyrirtækja minnka, hliðrast heildareftirspurnarkúrfan til vinstri, svo að framleiðsla og atvinna dragast saman í bráð Ráðstafanir í peningamálum og ríkisfjármálum eru stundum notaðar til að vega á móti sveiflum í heildareftirspurn og auka þannig stöðugleika í efnahagslífinu

Áhrif peningastefnunnar á heildareftirspurn Heildareftirspurnarkúrfan hallar niður á við af þrem ástæðum, sbr. 33. kafla 1.Auðsáhrif 2.Vaxtaáhrif 3.Gengisáhrif

Áhrif peningastefnunnar á heildareftirspurn vaxtaáhrifinÍ Bandaríkjunum eru vaxtaáhrifin mikilvægasta ástæðan fyrir neikvæðum halla heildareftirspurnarkúrfunnar gengisáhrifinÍ opnum hagkerfum, eins og t.d. á Íslandi, skipta gengisáhrifin einnig miklu – e.t.v. meira! – máli en vaxtaáhrifin

Peningamarkaður Keynes bjó til kenningu um peningaeftirspurn til að reyna að bregða birtu á ákvörðun vaxta Skv. kenningu hans ráðast vextir af jafnvægi framboðs og eftirspurnar á peningamarkaði

Peningamarkaður Peningamagnskenningin (upprifjun) MV = PY => M/P = kY með k = 1/V Peningaeftirspurn fer eftir tekjum ViðskiptaeftirspurnViðskiptaeftirspurn eftir peningum Keynes gekk skrefi lengra M/P = kY – mi Peningaeftirspurn fer einnig eftir vöxtum SpákaupmennskueftirspurnSpákaupmennskueftirspurn eftir peningum

Peningamarkaður Eftirspurn eftir peningum ræðst m.a. af vöxtum Fólk þarf á handbæru fé að halda, enda þótt önnur eignarform bjóði hærri vexti, þar eð peningar eru gjaldmiðill Fórnarkostnaður peningaeignar er vextirnir, sem hægt væri að vinna sér inn með því að eiga skuldabréf í stað peninga Hækkun vaxta eykur fórnarkostnað peningaeignar Vaxtahækkun dregur úr peningaeftirspurn

Peningamarkaður Framboð peninga Seðlabankinn stýrir peningaframboði Markaðsaðgerðir Breytingar á bindiskyldu Breytingar á stýrivöxtum Þar eð seðlabankinn stýrir peningaframboði, fer það ekki eftir vöxtum Fast peningaframboð birtist í lóðréttri framboðskúrfu á peningamarkaði Þetta er einföldun: við höfum áður séð, að M = D + R

Peningamarkaður Jafnvægi á peningamarkaði Vextir jafna metin milli framboðs og eftirspurnar á peningamarkaði Vextir ná jafnvægi, þegar framboð er jafnt eftirspurn eftir peningum

Peningamarkaður Jafnvægi á peningamarkaði Þrjár forsendur Verðlagi er haldið föstu til einföldunar Vextir jafna metin milli framboðs og eftirspurnar við gefnu verðlagi Framleiðsla breytist í hátt við heildareftirspurn Heildarframboðskúrfan hallar upp í bráð

Mynd 1. Jafnvægi á peningamarkaði Peningamagn Vextir 0 Eftirspurn eftir peningum Peningaframboð skv. ákvörðun seðlabankans Framboð peninga r2r2 M2M2 d M d r1r1 Jafnvægis- vextir

Heildareftirspurnarkúrfan hallar niður á við Eftirspurn eftir peningum ræðst m.a. af verðlagi Hækkun verðlags eykur eftirspurn eftir peningum við gefnum vöxtum Aukin peningaeftirspurn veldur vaxtahækkun Vaxtahækkun dregur úr fjárfestingu, svo að heildareftirspurn dregst saman Samdráttur heildareftirspurnar dregur úr framleiðslu Sem sagt: Hækkun P => lækkun Y

Heildareftirspurnarkúrfan hallar niður á við Af þessari röksemdafærslu leiðir sem sagt neikvætt samband milli verðlags og heildareftirspurnar eftir vörum og þjónustu Skoðum málið á myndum

Mynd 2. Peningamarkaður og halli heildareftirspurnarkúrfunnar Peningamagn Peningaframboð skv. ákvörðun seðlabanka 0 Vextir Peningaeftirspurn við verðlagiP2P2,MD 2 Peningaeftirspurn við verðlagiP,MD Framboð peninga (a) Peningamarkaður(b) Heildareftirspurnarkúrfan 3. … svo að vextir hækka … þá eykst eftirspurn eftir peningum … Framleiðsla 0 Verðlag Heildar- eftirspurn P2P2 Y2Y2 Y P og þá minnkar fjárfesting og einnig heildareftirspurn eftir vörum og þjónustu. 1. Ef verðlag hækkar … r r2r2

Breytingar peningaframboðs Seðlabankinn getur hliðrað heildareftirspurnarkúrfunni með því að breyta peningaframboði Aukning peningaframboðs hliðrar peningaframboðskúrfunni til hægri Ef peningaeftirspurn stendur í stað, þá lækka vextir Vaxtalækkun örvar fjárfestingu og þá um leið heildareftirspurn og landsframleiðslu

Mynd 3. Aukning peningaframboðs MS 2 Framboð peninga, MS Heildareftirspurn AD Y Y P Peningaeftirspurn við verðlagiP AD 2 Peningamagn 0 Vextir r r2r2 (a) Peningamarkaður (b) Heildareftirspurnarkúrfan Framleiðsla 0 Verðlag 3. … svo að fjárfesting eykst og einnig heildareftirspurn við gefnu verðlagi 2. … þá lækka vextir … 1. Þegar seðlabankinn eykur framboð peninga …

Breytingar peningaframboðs eykur peningamagn til hægriÞegar seðlabankinn eykur peningamagn í umferð (þ.e. framboð peninga), lækkar hann vexti og eykur heildareftirspurn við gefnu verðlagi, svo að heildareftirspurnarkúrfan hliðrast til hægri dregur úr peningamagni til vinstriÞegar seðlabankinn dregur úr peningamagni í umferð, hækkar hann vexti og dregur úr heildareftirspurn við gefnu verðlagi, svo að heildareftirspurnarkúrfan hliðrast til vinstri

Vextir sem hagstjórnartæki Stjórn peningamála miðast ýmist við stjórn peningamagns í umferð eða vexti vextir eru innri stærðEf peningamagn er stjórntæki, þá leiðir tiltekið peningamagn til tiltekins vaxtastigs í jafnvægi á peningamarkaði: vextir eru innri stærð peningaframboð verður þá innri stærðEf vextir eru stjórntæki, þá útheimtir vaxtamarkmið seðlabankans tiltekið framboð peninga: peningaframboð verður þá innri stærð Ef seðlabankinn setur sér vaxtamarkmið, hefur það áhrif á peningaframboð og þá um leið á heildareftirspurn

Áhrif ríkisfjármálastefnunnar á heildareftirspurn Stefnan í fjármálum ríkisins felst í að ákveða ríkisútgjöld og skatta Fjármálastefna ríkisins hefur áhrif á sparnað, fjárfestingu og hagvöxt til langs tíma litið, sbr. 26. kafla Fjármálastefnan hefur aðallega áhrif heildareftirspurn til skamms tíma litið

Breytingar á ríkisútgjöldum Þegar stjórnvöld breyta peningamagni eða sköttum, eru áhrifin á heildareftirspurn óbein – þau orka á útgjaldaákvarðanir heimila og fyrirtækja Meira peningamagn leiðir til aukinnar fjárfestingar Skattahækkun dregur úr neyzlu Þegar stjórnvöld breyta ríkisútgjöldum, eru áhrifin á heildareftirspurn bein og milliliðalaus Ríkisútgjöld eru partur af heildareftirspurn

Breytingar á ríkisútgjöldum Breyting ríkisútgjalda hefur tvenns konar áhrif á heildareftirspurn 1.Margfaldaraáhrif 2.Ruðningsáhrif

Margföldunaráhrifin Aukin ríkisútgjöld hafa margföldunaráhrif á heildareftirspurn Ríkið eykur útgjöld sín um 100 Framleiðsla og tekjur aukast þá um 100 Neyzla eykst þá um 80, ef neyzluhneigðin er 0,8 Framleiðsla og tekjur aukast um 80 til viðbótar og þannig áfram koll af kolli Hver króna, sem ríkið ver til að kaupa vörur og þjónustu, eykur heildareftirspurn um meira en eina krónu C = a + bY með b = 0,8

Margföldunaráhrifin Margföldunaráhrifin lýsa viðbótarhliðrun heildareftirspurnarkúrfunnar vegna þess, að aukning ríkisútgjalda eykur framleiðslu og tekjur og þá um leið neyzlu heimilanna

Mynd 4. Margföldunaráhrifin Framleiðsla Verðlag 0 Heildareftirspurn,AD mkr. AD 2 AD 3 1. Aukning ríkisútgjalda um 100 mkr. eykur heildareftirspurn fyrsta kastið um sömu 100 mkr. … 2. … en margföldunar- áhrifin geta magnað hliðrun heildar- eftirspurnarkúrfunnar.

Margfaldarinn Hversu stór er margfaldarinn? Áhrif aukinnar neyzlu um eina krónu á tekjur Hvar endar þetta?

Margfaldarinn Hversu stór er margfaldarinn?

Margfaldarinn: Önnur útleiðsla Hversu stór er margfaldarinn?

Margfaldarinn: Önnur útleiðsla Ríkisútgjaldamargfaldari Fjárfestingarmargfaldari Útflutningsmargfaldari* *að gefnum innflutningi

Margfaldarinn Margfaldaraformúlan er sem sagt Margfaldari = 1/(1 - MPC) Lykilstærðin í formúlunni er markaneyzluhneigðin MPC Markaneyzluhneigðin er það hlutfall viðbótartekna, sem varið er til neyzlu frekar en til sparnaðar

Margfaldarinn Ef MPC is 3/4, þá er margfaldarinn Margfaldari = 1/(1 - 3/4) = 4 Sé svo, þá leiðir aukning ríkisútgjalda um 100 mkr. til þess, að heildareftirspurn eftir vörum og þjónustu eykst um 400 mkr. Ef MPC is 2/3, þá er margfaldarinn Margfaldari = 1/(1 - 2/3) = 3 útflutningsSé svo, þá leiðir aukning útflutnings um 100 mkr. til þess, að heildareftirspurn eftir vörum og þjónustu eykst um 300 mkr.

Ruðningsáhrif Örvandi aðgerðir í ríkisfjármálum, t.d. aukning ríkisútgjalda, hafa þó minni árif í reynd en margfaldarinn gefur til kynna Aukin ríkisútgjöld leiða til vaxtahækkunar Vaxtahækkun dregur úr fjárfestingu Samdráttur fjárfestingar dregur úr heildareftirspurn

Ruðningsáhrif ruðningsáhrifÞessi samdráttur eftirspurnar, sem leiðir af vaxtahækkun vegna aukningar ríkisútgjalda, er kenndur við ruðningsáhrif Ruðningsáhrifin dempa örvandi áhrif ríkisútgjaldaaukningar á heildareftirspurn Skoðum málið á myndum

Mynd 5. Ruðningsáhrif Peningaframboð skv. ákvörðun seðlabanka 0 Vextir r Peningaeftirspurn,MD Framboð peninga (a) Peningamarkaður svo að vextir hækka þá eykst eftirspurn eftir peningum... MD2D2 Framleiðsla 0 Verðlag Heildareftirspurn, AD 1 (b) Hliðrun heildareftirspurnar og hækkun vaxta dregur úr aukningu heildareftirspurnar. AD 2 AD 3 1. Þegar aukning ríkisútgjalda eykur heildareftirspurn... r2r2 100 mkr.

Ruðningsáhrif Þegar útgjöld ríkisins eru aukin um 100 mkr. eykst heildareftirspurn um meira eða minna en 100 mkr. eftir því, hvor eru sterkari, margföldunaráhrifin eða ruðningsáhrifin

Breytingar á sköttum Þegar stjórnvöld lækka tekjuskatt, aukast ráðstöfunartekjur heimilanna Heimilin spara hluta viðbótarteknanna Þau verja afganginum til aukinnar neyzlu Aukin neyzla heimilanna hliðrar heildareftirspurnarkúrfunni til hægri

Skattamargfaldarinn Y = C + I + G + X – Z Þrjú atferlisföll: C = a + b(Y – T), b = markaneyzluhneigð T = tY, t = skatthlutfall Z = mY, m = innflutningshlutfall Y = a + [b(1-t)]Y + I + G + X – mY Leysum fyrir Y: Y = {1/[1-b(1-t) + m]}(a + I + G + X) dY/dt < 0

Breytingar á sköttum Áhrif skattabreytingar á heildareftirspurn ráðast af samspili margföldunaráhrifa og ruðningsáhrifa Áhrif skattabreytingar fara einnig eftir því, hvort heimilin telja skattabreytinguna vera tímabundna eða varanlega

Hagstjórn Hagstjórn til sveiflujöfnunar hefur verið lögbundin í Bandaríkjunum síðan 1946 Hagstjórn hefur borið árangur: Mynd Tobins Kerfisbundin hagstjórn hófst enn fyrr í Evrópu, t.d. í Svíþjóð á árunum eftir 1930 Áskorun til hagstjórnenda mildaÞeir þurfa að reyna að milda hagsveiflur magnaÞeir þurfa að forðast að magna hagsveiflur

Mynd Tobins: Hagsveiflur í Ameríku

Rökin gegn sveiflujöfnun Sumir hagfræðingar telja, að tilraunir til hagstjórnar hneigist til að magna hagsveiflur frekar en að milda þær Aðgerðir í peningamálum og ríkisfjármálum hafa áhrif á heildareftirspurn með töf Þessir hagfræðingar telja, að hagsveiflan eigi að fá að vera í friði, hún sé óumflýjanleg Öðru máli gegnir um kreppur Enginn hagfræðingur með fullu viti vill, að kreppur fái að geisa í friði

Sjálfvirkir höggdeyfar sjálfvirkum höggdeyfumMeð sjálfvirkum höggdeyfum þeim er átt við breytingar á stefnunni í ríkisfjármálum, sem örva efnahagslífið sjálfkrafa í niðursveiflum og dempa það í uppsveiflum, án þess að stjórnvöld þurfi að skipta sér af málinu Skattkerfið er sjálfvirkur höggdeyfir, og sama gildir um sumar tegundir ríkisútgjalda, t.d. atvinnuleysisbætur

Yfirlit Keynes smíðaði nýja kenningu um peningaeftirspurn til að skýra ákvörðun vaxta Eftir kenningu hans ráðast vextir af jafnvægi framboðs og eftirspurnar á peningamarkaði Hækkun verðlags eykur peningaeftirspurn og hækkar vexti Hækkun vaxta dregur úr fjárfestingu og þá um leið úr heildareftirspurn

Yfirlit Neikvæður halli heildareftirspurnar- kúrfunnar endurspeglar þetta neikvæða samband milli verðlags og heildareftirspurnar Verðlag hækkar => peningaeftirspurn eykst => vextir hækka => fjárfesting minnkar => heildareftirspurn minnkar

Yfirlit Stjórnvöld geta haft áhrif á heildareftirspurn með stefnunni í peningamálum Aukning peningamagns hliðrar heildareftirspurnarkúrfunni til hægri Samdráttur peningamagns hliðrar heildareftirspurnarkúrfunni til vinstri

Yfirlit Stjórnvöld geta einnig haft áhrif á heildareftirspurn með stefnunni í ríkisfjármálum Aukning ríkisútgjalda eða lækkun skatta hliðrar heildareftirspurnarkúrfunni til hægri Samdráttur ríkisútgjalda eða hækkun skatta hliðrar heildareftirspurnarkúrfunni til vinstri

Yfirlit Þegar stjórnvöld breyta ríkisútgjöldum og sköttum, getur breytingin á heildareftirspurn orðið annaðhvort meiri eða minni en breytingin á ríkisfjármálastærðunum magnaMargföldunaráhrifin magna áhrif ríkisfjármálastefnunnar á heildareftirspurn dempaRuðningsáhrifin dempa áhrif ríkisfjármálastefnunnar á heildareftirspurn

Yfirlit Þar eð stefnan í peningamálum og ríkisfjármálum orkar á heildareftirspurn, beita stjórnvöld stundum hagstjórnaraðgerðum til að hafa áhrif á heildareftirspurn Hagfræðinga greinir á um, hversu stjórnvöld skuli beita sér í þessu skyni Sumir telja, að óæskilegar hagsveiflur leiði af aðgerðarleysi stjórnvalda í hagstjórn Aðrir telja, að tilraunir til hagstjórnar hafi öfug áhrif, þ.e. magni sveiflur í stað þess að milda þær Endir