Jacques-Louis David, Dauði Sókratesar,
Broddflugan Sókrates „Því að ég er blátt áfram, þótt skringilega kunni að þykja til orða tekið, settur á borgina eins og broddfluga á stóran og kyngóðan hest, sem er í latara lagi sakir stærðar sinnar og þarf því eitthvað til að pipra sig upp“ (Platón, 1990, bls. 54).
Sókrates Rökræða vs. kappræða Að þykjast vita eitthvað Hvert er fyrsta skrefið í sannleiksleitinni? Að losa sig við tiltekna þekkingu? Hugmyndir okkar um hið góða líf?
Um dauðann „Því að hræðast dauðann, Aþenumenn, er ekkert annað en að þykjast vita það, sem maður veit ekki.“ (bls. 51)
Gagnrýnin hugsun Skilgreining Páls: „Gagnrýnin er sú hugsun sem fellst ekki á neina skoðun nema hún hafi fyrst rannsakað hvað í henni felst og fundið fullnægjandi rök fyrir henni“ (Páll Skúlason, 1987, bls. 70).
Boðorð gagnrýninnar hugsunar Það er rangt að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum. „Það er ætíð rangt, alls staðar og fyrir hvern mann að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum“ (Clifford, 1877/1993, bls. 51).
Leiðir við skoðanamyndun Þrjóskuleiðin (e. method of tenacity) Kennivaldsleiðin (e. method of authority) Fordómaleiðin (e. a priori method) Hin vísindalega aðferð (e. method of science) (sbr. Charles Peirce, 1877)
Gagnrýnin hugsun „Ef menn væru sífellt að gagnrýna kenningar, aðferðir og vinnubrögð í vísindum myndu vísindin staðna smám saman og verða úr sögunni. Framfarirnar eru undir því komnar að menn efist um gildi ríkjandi kenninga, reyni að finna á þeim veika bletti... Að reynt sé að finna galla á verki - hvert svo sem það er - til að unnt sé að gera betur“ (Páll Skúlason, 1987, bls. 67).
Framfararökin [...] skipuleg þekkingar- og skilningsleit er óhugsandi án gagnrýninnar hugsunar. Ef menn væru ekki sífellt að gagnrýna kenningar, aðferðir og vinnubrögð í vísindum myndu vísindin staðna og smám saman verða úr sögunni. Framfarirnar eru undir því komnar að menn efist um gildi ríkjandi kenninga, reyni að finna á þeim veika bletti. Þetta virðist raunar vera eitt helsta skilyrðið fyrir framförum á hvaða sviði sem vera skal: að litið sé gagnrýnum augum á þau vinnubrögð sem tíðkast og reynt að finna önnur betri; að reynt sé að finna galla á verki – hvert svo sem það er – til að unnt sé að gera betur. (67)
Sífellt endurskoðun Með öðrum orðum: gagnrýnin hugsun leitar að nýjum og betri rökum fyrir skoðunum sínum og hugmyndum og er þar af leiðandi sífellt að endurskoða þær. (70, leturbreytingar mínar) Þau [vísindi og fræði] einkennast af látlausri viðleitni til að endurskoða forsendur kenninga og aðferða, finna veikleika eða bresti í vinnubrögðum og framsetningu. (72, leturbreytingar mínar)
Spurningar Hvernig verða framfarir í vísindum? Hver er rétta leiðin við skoðanamyndun?