Menntun og árangur: mat og menning Allyson Macdonald Kennaraháskóli Íslands Að beita sverðinu til sigurs sér Námsmat – lykill að bættu námi Ráðstefna Skólaþróunarsviðs.

Slides:



Advertisements
Similar presentations
Staða og þróun námsmats við Grunnskólann í Borgarnesi með áherslu á frammistöðumat Hilmar Már Arason aðstoðarskólastjóri við Grunnskólann í Borgarnesi.
Advertisements

B R I D G E - hvað er það? Skál! Bermúdaskál! 
Hver er staðan? Hvað næst?. Tímarammi Fyrsti áfangi verkefnisins hófst vorið 2007 með kynningu á verkefninu og umræðum. Í öðrum áfanga ( ) var.
Fjarnám í ljósi athafnakenningarinnar: Tilviksathugun úr kennaranámi við Kennaraháskóla Íslands Þuríður Jóhannsdóttir Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum.
Áhrif námsefnis á kennsluhætti Námsgagnastofnun IS /
Fundur Starfsgreinanefndar 3. mars 2011 Málefni starfsmenntunar og stefnumörkun Jón Torfi Jónasson Menntavísindasvið HÍ.
Hvað er læsi?. Það að kunna að lesa læsi sem táknumsýslan  læsi sem merkingarsköpun.
Hinn íslenski húsbóndi: vinnusamur og gamaldags? Þóra Kristín Þórsdóttir Jafnréttisþing 16. janúar 2009.
Leiðarbækur, sjálfs- og jafningjamat sem námsmatsaðferð Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Sólrún Guðjónsdóttir.
Áhugasamir nemendur – Árangursríkt skólastarf Þróunarverkefni í Heiðarskóla 2010.
Starfshættir í grunnskólum Vettvangsathuganir (í kennslustundum) og viðtöl málstofa doktorsskóla MVS föstudaginn 30. apríl.
KENNARINN ER NEMANDINN HEIMSPEKILEG SAMRÆÐA MEÐ BÖRNUM OG UNGLINGUM Ársþing samtaka áhugafólks um skólaþróun, 6. Nóvember 2010 Brynhildur Sigurðardóttir.
Áhugasamir nemendur – Árangursríkt skólastarf Þróunarverkefni í Heiðarskóla 2010.
Málþing um kennaramenntun á tímamótum Hvert verður hlutverk kennarans og hvernig getur hann best sinnt því? Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og.
Eru námsmöppur vænleg leið fyrir Setbergsskóla?. Dagskrá IS: Um námsmöppur Anna María: Reynslan á miðstiginu Hópvinna eftir aldurshópum: Þankahríð: Hvað.
The Goal kaflar The Goal. 21.kafli Hópurinn á fundi ásamt yfirmönum flöskuhálsavélanna Útbúinn er listi af seinkuðum verkum, raðað eftir seinleika.
Ráðstefna Samtaka áhugafólks um skólaþróun Flensborgarskóla 14. september 2007 Hverjum þjónar námsmat? Rósa Maggý Grétarsdóttir íslenskukennari við Menntaskólann.
Allskonar kynjasamþætting Halldóra Gunnarsdóttir Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Vorfundur Skólapúlsins maí 2011 Salur Námsmatsstofnunar Almar M. Halldórsson Kristján K. Stefánsson.
Myndir úr almennri kennslu Að rannsókninnni vinna Auður B. Kristinsdóttir kennsluráðgjafi Sigríður Einarsdóttir verkefnastjóri á RKHÍ Verkefnisstjóri Allyson.
Móttaka Þyrlu Ingólfur Haraldsson.
Rannsóknanámssjóður [Umsóknir til samkeppnissjóða] Málstofa doktorsnema Dr. Gunnar Þór Jóhannesson Mannfræðistofnun.
Áfengi og fíkniefni Kolbeinn. Kynning Í þessu verkefni munum við aðallega fjalla um áfengi, fíkniefni og hættu þess að neyta of mikils af því. Aðallega.
©2001 Þórdís Hrefna Ólafsdótttir
Að kenna upplestur Baldur Sigurðsson, KHÍ nóvember 2008 Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn.
Líkamstjáning mannsins Þróun mannsins Kolbrún Franklín.
Jacques-Louis David, Dauði Sókratesar, 1787
Ágúst 2006 © Þóra Björk Jónsdóttir 2 Ég fékk C fyrir víravirkið mitt !? Má ég koma með spurningu? Hvernig getur maður fengið C fyrir víravirki? Er það.
Kæru nemendur Snaraði nokkrum meginhugmyndum greinarinnar yfir á íslensku til að auðvelda ykkur að hugsa um efni hennar. Betri tillögur um þýðingu vel.
Sterkustu straumarnir: Leiðsagnarmat – einstaklingsmiðað námsmat Grunnskólarnir í Fjallabyggð Þróunarverkefni / námskeið: Fjölbreytt námsmat.
Það skiptir svo miklu máli hvernig þetta er gert fyrir námið. Námsmat út frá sjónarhóli nemenda. 20 eininga eigindleg rannsókn. Leiðbeinandi: Ingvar Sigurgeirsson.
1 Stærðfræðikennsla sem tekur mið af þörfum ólíkra nemenda Rannsóknarnálgun við stærðfræðinám.
Að toga í þann strenginn sem við á hverju sinni Guðmundur Engilbertsson Skólaþróunarsvið HA.
Sjöfn Guðmundsdóttir Starfendarannsókn Að bæta umræður í lífsleikni... Starfendarannsókn í Menntaskólanum við Sund.
Berglind Eyjólfsdóttir, rannsóknarlögreglumaður. Hvernig eru fórnalömb mansals? Staðalímynd Hvernig sjáum við fyrir okkur fórnalamb mansals? Hver er raunin.
Róbert H. Haraldsson, dósent Heimspekideild Háskóla Íslands Sannleikur Hvers virði er sannleikurinn? Hefur sannleikurinn gildi sem slíkur? Er sannleikanum.
THE GOAL Kaflar The Goal. 16. Kafli Alex kemur heim úr skátaferðinni og kemst að því að konan hans er farin frá honum. Ekki verður fjallað meira.
31. Kafli Al fer á "fundinn" – Örlög verksmiðjunnar ráðast Hilton sér um fundinn í umboði Bill's Al og Hilton deila um nýju skilgreiningar Al's – Stjórna.
„ Þá kemur alveg svona nýtt look á fólk... finnst það vera partur af því sem það er að gera.“ Samvinna við gerð áætlana – sýn starfsmanna.
1 Hvað eru starfendarannsóknir?. Samtal Menntavísindasvið M.Ed Hver er ég ? Hvernig vil ég starfa? Hvað er mér kært? Sjálfsrýni Dagbók.
Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri námskrárdeildar Menntamálaráðuneytisins Breytingar á námskrá - stefna.
Jónína Vala Kristinsdóttir KHÍ1 Að fá að treysta á eigin hugsun og glíma við krefjandi verkefni í skólanum.
21. okt 2006Þuriður Jóhannsdóttir, Að stilla saman þróun kennaranáms og skólaþróun Þuríður Jóhannsdóttir Kennaraháskóla Íslands.
Borgarfjarðarbrú Áherslur í Borgarnesi Skólaárið Sjálfstæði – ábyrgð – virðing - samhugur.
Heyrandi íslenskukennari í leit að lestrar- og ritunarauðlindum heyrnarlausra nemenda Karen Rut Gísladóttir Doktorsnemi Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Heilsufarsskoðanir fótboltaiðkenda KSÍ þing 2010.
Þau sem unnu að rannsókninni Ásrún Matthíasdóttir Háskólinn í Reykjavík Michael Dal Kennaraháskóli Íslands Samuel Currey Lefever Kennaraháskóli Íslands.
Mál og vald. Við skilgreinum okkur sumpart út frá málnotkun okkar. Hvernig erum við? Hvernig klæðum við okkur, hvaða tónlist hlustum við á, hvert förum.
Rafiðngreinar 23. nóv 2011 Áherslur þátttakenda. Bjóða þarf upp á meiri sérhæfingu í námi Tengsl atvinnulífs og skóla þarf að efla Val: VGR og RTM – af.
HRAFNHILDUR HALLVARÐSDÓTTIR BERGLIND AXELSDÓTTIR
Jo Boaler Sérhæfir sig í stærðfræðimenntun og menntun kennara. Menntun
Bopit Kamjorn Kristbjörg Auður Eiðsdóttir
Hvað ef Kennedy hefði ekki látist 22. nóvember 1963?
Ritstuldarvarnir með Turnitin
Stafahlekkir & skilaboðaskjóðan
FYLGJUMST MEÐ ! MSN spjallið Um hvað eru krakkarnir að spjalla ?
með Turnitin gegnum Moodle
FYLGJUMST MEÐ ! MSN spjallið Um hvað eru krakkarnir að spjalla ?
Norðurnes Rafmagnshlið.
Þuríður Hjálmtýsdóttir Fjölskylduráðgjafi/sálfræðingur
KÆL 102 Á heimasíðu danfoss
Leikur að lifa  Leikur að lifa 1 Hvernig ætli það væri að heita ekki neitt? Leikur að lifa.
Skipulag stærðfræðikennslu í skóla fyrir alla
Vandinn við lestur – hverju er sleppt og hverju er haldið?
Ýsa í Norðursjó.
Námsmarkmið í lestri Námsmarkmið í ritun
Mælingar Aðferðafræði III
Torfbæir í Netheimum Þjóðháttavefur kennaranema
Upptaka á hvalahljóðum
„. ég sé að megninu til um agamálin. hann er meira skapandi
Presentation transcript:

Menntun og árangur: mat og menning Allyson Macdonald Kennaraháskóli Íslands Að beita sverðinu til sigurs sér Námsmat – lykill að bættu námi Ráðstefna Skólaþróunarsviðs 14. apríl 2007 Akureyri

Menning Mat Árangur Menntun Þroski Þróun Þekking Samfélagið Skólinn Nám

14. apríl Námsmat - hugtök Námskrár –Markmið, innihald, aðferðir og mat Mat –Assessment (námsmat) –Evaluation (gildismat)

14. apríl Heimildir Greinar og skrif úr ýmsum áttum en sérstaklega frá Íslandi Viðtöl um menntun og menningu –framhaldsskólanemendur –fólk á besta aldri Viðtöl í rannsóknum um náttúrufræðimenntun

14. apríl Einstaklingur Árangur Þróun Framtíð Samfélagið Menntun Mat Menning

14. apríl Menntun Menntun, það hlýtur að vera, menntun sé að verða meiri maður Já - á íslensku er menntun tengt einhvern veginn manneskjunni... Og menning hlýtur þá að vera eitthvað sem tengist manninum. Svandís, 52 ára

14. apríl Menning og árangur Ég held að það geti verið mjög misjafnt eftir menningunni hvort er ætlast til þess að ég sé að drífa mig áfram. Hvort ég sé að rækta minn áhuga og næra hann svolítið eða hvort er ætlast til þess að það sér ytra samfélagið sem dragi mig áfram. Hvort að ég sé að keyra mig á innri hvöt eða hvort ég sé dregin áfram. Ég held að þetta geti verið mjög misjafnt eftir menningar- samfélögum. Dögg 35 ára

14. apríl Menning og árangur Það er alltaf menningin sem ræður árangrinum en árangurinn sem hefur áhrif á menninguna. Bragi 55 ára

14. apríl Mat á námi Notagildi Skiptigildi Skólinn

14. apríl Þróun Menning Menntun Árangur Mat Framtíð Guðmundur Finnbogason Magnús Helgason Freysteinn Gunnarsson Ólafur Proppé Þuríður Kristjánsdóttir Wolfgang Edelstein Bragi Dögg Svandís Marteinn Mundi Jóna Lára Róbert

14. apríl Skólinn EinstaklingurinnSamfélagið

14. apríl Þróun – húsvitjanir Hann [Stefán Jónsson] segir, að væru börnin óþekk, hefðu þau verið hrædd á Grýlu eða prestinum. Það leiddi til þess, að þau skoðuðu prestinn sem rammasta óvin sinn. Þau gátu jafnvel ekki lesið fyrir hann vegna ótta, er hann húsvitjaði. Oft voru prestarnir raunar óblíðir við börnin.... Að lokinni yfirherslu var oft blakað óþyrmilega við þeim guðsorðabókinni sjálfri. Sagði Stefán, að börnin hefðu oft grátið áður en yfirheyrslan byrjaði... Sigríður Sigurðardóttir, 1980

14. apríl Þróun  1907 Fræðslulög 1907 –Árspróf (10-13 ára) –Fullnaðarpróf (14 ára) –Munnleg eða verkleg próf –Einkunnaskali 1-8

14. apríl Menntun 1903 Með öðrum orðum; menntun hvers manns verður að metast eftir því hve hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu félagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra..... Enginn getur orðið að manni nema í samfélagi annarra manna. Guðmundur Finnbogason, 1903

14. apríl Þróun  Samræmd próf –Steingrímur Arason kom heim frá Columbia 1920 –Lærði hjá Edward Lee Thorndike, sem sagði árið 1918: Education is concerned with change in human beings; a change is a difference between two conditions; each of these conditions is known to us only by the products produced by it – things made, words spoken, acts performed and the like. To measure any these products means to define its amount in some way so that competent persons will know how large it is, better than they would without measurement.

14. apríl Þróun  Helgi Hjörvar skrifaði 1921: –Til þess að skera úr um frammistöðu hvers eins, á ekki að þurfa annað, eftir hinum nýju aðferðum, en að telja, telja hvað rjett er og hvað skakkt í úrlausn nemandans, og fer einkunnin eftir því, brotalaust og handahófslaust. (ÓP, bls. )

14. apríl Húmanistísk sýn Manneskja Atferlisbundið mat Þjóð

14. apríl Vorpróf Vorpróf fóru fram á tveimur dögum, yngri deildin var prófuð annan daginn og eldri deildin hinn.... Það þótti öllum sjálfsagt að prófað væri í öllum námsgreinum á einum degi og um upplestrarfrí var ekki að ræða.... Það sem prófað var á aðeins tveimur dögum tóku báðir árgangar yngri deildar sama prófið og sama gilti um eldri deildina.... Skyndipróf að vetrinum þekktust ekki, hefðu líklega verið talin tímaeyðsla. Þuríður Kristjánsdóttir, 1999

14. apríl Lagabreytingar 1946 Lög um skólakerfi og fræðsluskyldu Landspróf 1927 Lög um iðnnám

14. apríl Menning upp úr aldamótum 1900 Engin námsgrein virðist vera öllu nauðsynlegri en náttúrufræðin, sé litið til gildis þess er hún hefur fyrir mannlífið.... Þekkingin er vald; náttúruþekkingin veitir oss vald yfir náttúruöflunum, kennir oss að taka þau í þjónusta vora. Þessari þekkingu eru að þakka hinar stórkostlegu framfarir nútímans í búnaði, iðnaði, samgöngum o.s.frv. Guðmundur Finnbogason, 1903

14. apríl Menning 1917 Ef nýja kynslóðin taki hinni eldri fram, þá er þjóðin í framför, annars ekki.... Gufuskipastóllinn okkar, rjómabúin, vatnsveiturnar, girðingarnar, eru ekki framfarir Íslendinga, heldur vottar um framfarir þeirra: vottar þess, að Íslendingum hefir vaxið vit og þróttur.... Þið segið ef til vill: Við eigum ekki í stríði! Jú, víst eigum við í stríði. Ekki við menn, en við náttúruna, við óblíðu lofts og láðs og lagar. Og í samkeppni við aðrar þjóðir verðum við að taka þátt, hvort sem viljum eða ekki. Magnús Helgason, 1917

14. apríl Menning 1917 (frh.) Það kemur undir því, hvað og hvernig er kennt í skólunum, hvað börnunum er innrætt.... Menningunni okkar fornu er það að þakka, að þeir útlendingar, sem þekkja okkur, kannast við, að við séum sérstök þjóð. Menning okkar nú á tímum verður að færa þeim heim sanninn um það, að við eigum enn skilið að lifa okkar sérstaka þjóðlífi, vera sjálfstæð þjóð. Magnús Helgason, 1917

14. apríl Menntun og menning, 1946 Góðir Íslendingar. Styrjaldarþjóðirnar hafa þá reynslu, að til þess að vinna stríðið sé eitt enn mikilvægara en framleiðsla hergagna, og það er að ala upp þjálfaða flugmenn og sérfræðinga. Til þess að sigra í hinni nýju sjálfstæðisbaráttu, til þess að vinna friðinn og farsældina fyrir þjóð vora, er ekki síður mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að koma okkur upp mannvali vísindamanna og sérmenntaðra manna, kunnáttumanna í ýmsum greinum. Við eigum mikið verk fyrir höndum, sem öll þjóðin verður að taka þátt í. Gunnar G. Magnúss tók saman, 1946

14. apríl Eftirsjá, 1958 Heimsstyrjöldinni miklu er nú löngu lokið. En umhverfis kennaraskólann hefur aldrei aftur skapazt aftur sú kyrrð og ró, sem ríkti þar fyrr á dögum. Flugvöllurinn er enn á sínum stað, og ein af aðalumferðaræðum bæjarins liggur nú framhjá skólanum. Það er af sú tíð, þegar fáir sem engir lögðu leið sína framhjá kennaraskólanum aðrir en nemendur skólans og kennarar og Hinrik gamli í Grænuborg með hjólbörur sínar á leið í bæinn eða á heimleið aftur. Freysteinn Gunnarsson 1958

14. apríl Upplifun nemenda Spurt var um námsmat Svarið var: –Orðið var ekki til þegar ég var í skóla. –Þetta var einkunn. –Nám og mat. Það voru bara einkunnirnar. Bragi, 2007

14. apríl Upplifun nemenda Spurt var um sanngirni námsmats –Já já – þetta bara sýndi það að... maður hafði verið góður við að læra. –Ég fékk rosa góðar einkunnir og það hefur alveg örugglega haft góð áhrif á hvernig ég sá hæfileika mína eða hver mín staða var innan um aðra.... Það að fá háar einkunnir... það í rauninni hvetur mann áfram. –..... –Þessar tölur þær eru eins og þær eru - en þær senda skilaboð. Sem fólk tekur til sín persónulega held ég alltaf á einhvern hátt. Svandís, 2007

14. apríl Lexía – um menntun og menningu En sumt var ég ánægður með að læra og sá alveg að það hafði þýðingu því að ég ætlaði alltaf, ég vissi alltaf hvað ég ætlaði að verða. Ég ætlaði alltaf að verða náttúruvísindamaður... En ég.. mat námið dálítið mikið eftir þessu, hvernig ég hélt að þetta myndi gagnast mér í því sem ég ætlaði mér að verða. Og árangur minn síðan í náminu hafi kannski líka mótast mjög af því. Maður lagði áherslu á raungreinarnar en ég var aldrei góður í málfræði og lélegur í þýsku og dönsku.

14. apríl [A. En þú vissir alltaf hvað þú ætlaðir að verða?] Já ég vissi það. [A. Frá hvaða aldri?] Frá því að ég var svona 6, 7 ára. Það finnst mér nefnilega stór merkilegt. Já ég man.. dæmi um það þá, þegar ég var í barnaskóla, ég byrjaði um 10 ára Og, þegar ég var 10 ára... við áttum að gera ritgerð um það hvað við vildum verða þegar við yrðum stór. Ég skrifaði ritgerð um það að ég ætlaði að verða vísindamaður. Og svo þegar ég er búinn að skrifa um þetta, þá kíkti ég á blaðið hjá félaga mínum og sé að hann er búinn að teikna jarðýtu og hann ætlar greinilega að verða jarðýtustjóri.

14. apríl Frh. Svo kíkti ég hjá hinum - þá var rútubíll og mikið um að vera og þá sá ég að ég var að gera alveg ægilega skyssu, var að gera mig að hálfvita. Svo ég henti þessu blaði og teiknaði einhverja flugvél og ætlaði að verða flugmaður.... Já. Ég vildi bara ekki verða mér til skammar. Já ég sá að kennarinn drægi upp blaðið og segði, „Hann ætlar að verða vísindamaður þessi“. Bragi 2007

14. apríl Menntun og árangur – árið 2007 Ungt fólk veturinn , í viðtölum á Vesturlandi, Austurlandi og á höfuðborgarsvæðinu Vill meiri menntun Verður á heimaslóðum eftir 10 ár Sumt hugar að starfsnámi Örfáir hugsa um vísindastörf Einn nefndi uppbyggingarstarf Eru ekki vel upplýst um stóriðju

14. apríl Andstæðingar? Staðhæfingar um ókunnugleikann milli menningarinnar, sem námsgreinar skólans rekja rætur til, og skólaþekkingarinnar, sem nemendur gera úr henni, eru settar fram hér til að skerpa myndina af mótsögnum skólans og skýra hlutverkið sem skólinn hlýtur að takast á við. [Þetta er] vandinn sem skólinn á við að stríða, þegar menningarinntak er ummyndað, firrt til þess að verða skólaþekking. Markmið og hlutverk skólans hlýtur að vera að vinna gegn firringu námsins. Wolfgang Edelstein, 1988

14. apríl Tilgangur námsmats 44. gr. Megintilgangur námsmats er örvun nemenda og námshjálp. Með námsmati í grunnskóla skal afla sem öruggastrar vitneskju um árangur skólastarfsins. Hverjum kennara og skóla ber að fylgjast vandlega með því hvernig nemendum gengur að ná þeim námsmarkmiðum sem aðalnámskrá og skólinn setja þeim. Námsmat fer ekki einungis fram í lok námstímans heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu.

14. apríl gr., lög um grunnskóla Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið.

14. apríl Breyting í lögum Grunnskólinn er vinnustaður nemenda. Við hönnun og byggingu skólahúsnæðis skal taka mið af þörfum nemenda og líðan og leggja áherslu á öruggt náms- og starfsumhverfi (18. grein).

14. apríl Ákvarðanir Skólastjóri Sýn skólans Aðalnámskrá Skólanámskrá Kennsluáætlun Einstaklingsnámskrá Valfrjáls próf í lok 10. bekkjar

14. apríl Menntagildi og notagildi Af hinum tveim atriðum, menntagildi námsgreinarinnar og notagildi hennar, er hið fyrra aðalatriðið, því sá sem hefur lært að beita gáfum sínum getur fljótt af sjálfsdáðum aflað sér þeirrar þekkingar sem hann þarf á að halda, hann getur sjálfur smíðað sér verkfærin, búið í hendurnar á sér.... Loks ber þess að gæta, að af tveim námsgreinum sem út af fyrir sig hafa jafnt menntagildi verður sú greinin meir menntandi fyrir einstaklinginn sem hann fær oftar tækifæri til að nota. Guðmundur Finnbogason, 1903

14. apríl Menntagildi og notagildi Það er samt ekki hægt að gera neitt mikið með bara grunnskóla... Maður hefur ekki það mikla möguleika ef maður fer ekki í menntaskóla... Það er meira segja eiginlega bara stúdentspróf er eiginlega ekki nóg. Fólk ætti bara að velja það sem þau vilja læra um. Fyrir framtíð sína og það sem þau vilja gera sko. Ekki það sem þarf, heldur bara það sem þú vilt. Er ekki nám bara... það sem maður þarf að kunna bara. Þetta er bara undirstaðan, undirstaða lífs. Maður þarf... að læra til þess að komast áfram. Framhaldsskólanemar, 2007

14. apríl Skólinn og nám Nemendur læra ekki fyrir lífið, sjálf sig eða til að meðtaka menninguna, heldur fyrir skólann. Það er almennt talið afar mikilvægt að sækja skóla og standa sig í skóla, sem einskonar ávísun á árangur þegar á hólminn er komið. Wolfgang Edelstein, 1988

14. apríl Lærdómur og mat 2007 Það er svolítið erfitt að segja að þú sért búinn að læra eitthvað. Okei, segjum að þú lærir eitthvað mikið fyrir próf og færð 10 á prófinu en svo kannski gleymir þú þessu bara 2 vikum seinna. Ég held að... maður læri eitthvað sem þú býrð að, eitthvað sem þú manst alveg eftir, getur alveg notað einhvers annar staðar... en í þessu prófi. Lára, 2007

14. apríl Lærdómur og mat 2007 Maður lærir líka á að vinna, bara sumarvinna núna, í íslensku samfélagi, hún er mjög góð, þá lærirðu vinnubrögð, að vinna vel og allt það..... Þú ræður ekkert hvort þú lærir, þannig séð, alltaf að stunda einhvers konar nám, áttar sig ekki á því. Róbert, 2007

14. apríl Lærdómur og mat – að hugsa til baka Mikilvægast var að maður var alltaf með fullorðnum og tilheyrði heimi þeirra. Það var farið með mann eins og fullgildan meðlim í samfélaginu og ætlast til að maður gæti leyst þau viðfangsefni sem upp komu. Eftir matinn var svo hlutað á fréttirnar, húsbóndinn las gjarnan úr leiðara Tímans og allir lögðu orð í belg. Mundi, 55 ára, árið 2007

14. apríl UNESCO 1995 Four pillars of education –Learning to live together –Learning to know –Learning to do –Learning to be UNESCO (1995). Learning: the treasure within

14. apríl Learning to know Learning to live together Learning to be Learning to do NatureCulture SelfOthers Model for a Future-Oriented Curriculum From Values and Purposes in Nordic Teacher Education – A Comparative Study Proposal 2002/3, Thomas Hansen and others

14. apríl Skotland A Curriculum for Excellence Successful learners (árangur í námi) Confident individuals (sjálfstrausti einstaklinga) Responsible citizens (samfélagslega ábyrgð) Effective contributors (virkni við framlag)

14. apríl

14. apríl Skotland Assessment for learning, assessment as learning and assessment of learning. Að læra að leggja fram, að gefa.

14. apríl Hvað gætum við lært af þessum dæmum? Horft sé fram á veginn og út úr skólastofunni. Skólinn eigi og megi ekki vinna þetta verk einn; skólinn er ekki lokað kerfi; hann nærist á að vera í samráði og samvinnu við fólk, innan og utan skólans. Skólinn má ekki vera eyland. Hann þarf að vera meðvitaður um þetta tvöfalda hlutverk og ber ábyrgð á því að efla færni sína í að sinna því.

14. apríl Hvernig er staðið að námsmati Hér er ráð að þiggja vitneskju og huga að þörfum jafnt utan skólans og innan; frá samfélagi og einstaklingum. Hér kemur gildismat við sögu. En skólanum ber skylda til að fylgjast með samfélaginu en ekki eingöngu til að þjóna því, heldur einnig til að hafa áhrif. Við rifjum upp orð Braga: Það er alltaf menningin sem ræður árangrinum - en árangurinn sem hefur áhrif á menninguna.

14. apríl Vinnulag Allir þiggjum vér af öðrum og allir eigum vér að gefa aftur, og vér gjörum hvorttveggja, hvort sem vér viljum eða ekki... Og manngildi vort er undir því komið hver mikið vér getum þegið af öðrum, hve miklu leyti vér getum umbætt það að vér þiggjum og hve mikið og gott vér getum gefið aftur. Í einhverju af þess þrennu: að þiggja, ummynda og gefa eru allar mannsins athafnir fólgnar, hverju nafni sem nefnast. Guðmundur Finnbogason (bls )

14. apríl Námsmat og gildismat Ummyndun Manneskja Samfélagið