Frelsi eða höft? Staðgöngumæðrun og staða kvenna
Tvenns konar viðhorf til kvenna I: Það er mikilvægt að konur eigi rétt á að fá aðstoð við að eiga barn og gera það á þann máta sem þær kjósa sjálfar. Konur ráða sjálfar líkama sínum og geta með fullum rétti ráðstafað honum til að ganga með barn fyrir aðra konu ef þær kjósa svo. með þessum möguleika er konum í fátækt og erfiðri stöðu gert auðveldara fyrir að vinna sig út úr aðstæðum sínum og slíkt getur valdeflt þær
Tvenns konar viðhorf til kvenna II Barneignir geta aldrei verið réttur nokkurs manns. Boð konu eða sala á líkama sínum til að ganga með barn fyrir aðra konu er siðferðilega rangt þar sem konan hlutgerir sjálfan sig og jafnvel markaðsvæðir viðkvæmt og dýrmætt ferli. Með þessum möguleika hefur bæst við enn ein leið til að niðurlægja og kúga konur í erfiðum aðstæðum.
Skilgreiningar Kynfrumugjöf (Gamet donation) Staðgöngumæðrun – Hefðbundin staðgöngumæðrun (e.traditional or partial surrogacy) – Staðgöngumeðganga eða full staðgöngumæðrun (gestational surrogacy, full surrogacy, IVF surrogacy) 40 mismunandi samsetningarleiðir til að búa til barn með leiðum tækninnar
Foreldrahugtakið Móðir og faðir – Erfðafræðileg móðir – Meðgöngugmóðir – Félagasleg móðir – Erfðafræðilegur faðir – Félagslegur faðir Tvær mæður Ein móðir Tveir feður Einn faðir
Hvaða vanda er verið að leysa með tækninni? Barnleysi: – Getur haft mikil áhrif á hjón og sambúð þeirra. – Getur valdið skömm, fólk forðast aðra sem eiga barn – Getur valdið þunglyndi og kvíða Þráin eftir barni er sterk. Að eiga barn hluti af sjálfsmynd margra og hugsunin um að geta ekki átt eigið barn getur haft djúpstæð áhrif á líðan þeirra. (Sjá The “Kinder Egg” bls. 202)
Staða staðgöngumóðurinnar a.Kona sem kýs að ganga með barn fyrir aðra konu í þeim tilgangi að láta gott af sér leiða (velgjörð). Oft er hún í skyld parinu sem elur upp barnið eða náinn vinur þeirra. b.Kona sem kýs að ganga með barn fyrir aðra konu (par) vegna fjárhagslegs ávinnings eða í hagnaðarskyni.
Hagnaður Kona er í fullum rétti án utanað komandi afskipta til að gera það sem hún vill við eigin líkama Hvað mælir gegn því: – Viðskipti með börn – Konan útsett fyrir kúgun – Konan hlutgerð
velgjörð Jákvætt fyrir alla aðila, staðgöngumóðir er þar gerandi og nýtur virðingar Hvað mælir gegn þessu: – Erfitt að greina að velgjörð og hagnað – Kúgun/þrýstingur getur verið til staðar – Sömu vandamál í samskiptum staðgöngumóður og verðandi foreldra geta komið upp í báðum tilvikum. Deilur verða oft erfiðari viðfangs ef þær eru innan fjölskyldu eða milli náinna vina
Hverjir fá aðgang að þjónustunni? Barnleysi pars (konu og karls) – Læknisfræðilegar ástæður – Hvaða sjúkdómsgreiningar eiga að liggja til grundvallar? Samkynhneigt par (tveir karlar) – Einhleypur karlmaður? Barnleysi vegna aldurs (kona eldri en 50 ára og mistekst að verða ófrísk) eða félagslegar aðstæður (krefjandi starf)
Lækningatend ferðaþjónusta Ísland og umheimurinn – Þjónusta sem er almennt ekki veitt í okkar nágrannalöndum – Gætum trúlega ekki takmarkað þessa þjónustu við íslenska ríkisborgara – Greiddar bætur fyrir meðgöngu gætu orðið háar þegar kraftar um framboð og eftirspurn takast á
Tilvitnun úr kanadíska læknablaðinu Eftir erfiðan morgun á skurðstofunni áttu bókaðan tíma með nýjum sjúklingi; konu á upphafi meðgöngu. Hún er í sinni þriðju meðgöngu og hefur fætt tvisvar, komin 6 vikur á leið. Það eru þrír einstaklingar sem bíða frammi: konan sem gengur með barnið og foreldrarnir sem lögðu til eggið og sæðið. Sérhvert þeirra hefur spurningar og væntingar varðandi þessa meðgöngu. Sérhvert þeirra óskar eftir að fá að vera með og vill eiga þátt þeim ákvörðunum sem hugsanlega þarf að taka D.R.Reilly, “Surrogate pregnancy: a guide for Canadian prenatal health care providers”, CMAJ, 4(2007):
Mannréttindi kvenna á meðgöngu Þungi konu á meðgöngu er hluti af líkama hennar Kona hefur fullan yfirráðarétt yfir líkama sínum, gildir þar einu hvort hún gengur með barn sem er komið frá hennar eigin eggi eða gjafaeggi Mæðravernd og ákvarðanir sem taka þarf á meðgöngu slíkrar kona eru í engu frábrugðnar ákvörðunum sem taka þarf í annarri mæðravernd Staðgöngumóðir hefur þar nákvæmlega sama rétt og hver önnur móðir
Bindandi samningur? verðandi staðgöngumæður og verðandi foreldrar verði skyldugir til að gera með sér bindandi samkomulag um staðgöngumæðrun. Réttindi verðandi foreldra þarf einnig að tryggja með samningi milli aðilanna, þ.m.t. að staðgöngumóðir geti ekki hætt við að afhenda barnið við fæðinguna. Á sama hátt þarf að tryggja að foreldrar geti ekki neitað að taka við barni eða börnum, svo sem vegna veikinda, þroska- eða sköpulagsfrávika hjá barninu eða ef um fjölbura er að ræða. Sú sem elur barnið skal þá ekki teljast móðir þess í skilningi barnalaga, nr. 76/2003 Tillaga til þingsályktunar um staðgöngumæðrun
Staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni Ekki mögulegt að gera bindandi samning fyrir fæðingu barns sem getur verið grundvöllur lögsóknar Slíkt á við á sviði viðskipta ekki á sviði fjölskyldu og mannhelgi Talið mikilvægt að staðgöngumóður geti snúist hugur Ekki ráðlagt að víkja frá þeim lagalega skilningi að kona sem fæðir barn sé móðir þess þar til hún lætur barnið frá sér (UK: 6 vikur)
Mikilvæg verkefni ef staðgöngumæðrun yrði leyfð Skýrar verklagsreglur innan heilbrigðisþjónustu þar sem mannréttindi staðgöngumóður eru virt Setja upp sérstakt stuðningskerfi fyrir þátttakendur. Gera ráðstafanir til að uppfylla mannréttindi þeirra einstaklinga sem fæðast Mikilvægt að fylgja verkefni eftir með rannsóknum.