Download presentation
Published by罐 甄 Modified over 7 years ago
1
Lengi býr að fyrstu gerð: Fötluð börn, óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Jóna G. Ingólfsdóttir
2
Innihald erindisins Mikilvægi tjáskipta
Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks Tjáskipti fyrir alla – hlutverk skólans Tákn með tali og leikskólinn – ísl. rannsókn Umræða og lokaorð Í erindunu er fjallað um mikilvægi tjáskipta fyrir fólk almennt og um gildi óhefðbundinna tjáskiptaleiða fyrir þá sem ekki geta reitt sig á talmál til tjáskipta á sama hátt og flestir gera. Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi þess að óhefðbundnar tjáskiptaleiðir séu viðurkenndar og notaðar með fötluðu fólki eins og kveðið er á um í Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hlutverk skólakerfisins í tjáskiptaþjálfun þeirra sem þurfa að nota óhefðbundnar tjáskiptaleiðir er dregið fram og litið á það sem undirstöðu þess að fólk fái síðar notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta haft áhrif á líf sitt og aðstæður. Athyglinni er hér sérstaklega beint að leikskólanum og notkun Tákn með tali tjáskiptaaðferðarinnar. Umfjöllunin er tengd niðurstöðum könnunar sem gerð var á Tákn með tali notkun í leikskólum á Íslandi síðla árs 2006. Jóna G. Ingólfsdóttir
3
Tjáskipti Jóna G. Ingólfsdóttir
Samkvæmt skilgreiningu á hugtakinu tjáskipti þarf tvær manneskjur til að tjáskipti geti átt sér stað; sendanda og móttakanda sem skilja hvor annan. Til að tjáskiptin gangi greiðlega fyrir sig er mikilvægt að viðmælendur aðlagi sig hver öðrum. Önnur mikilvæg atriði tjáskipta eru formið eða tjáskiptaleiðin sem notuð er og innihald tjáskiptanna, þ.e. umræðuefnið. Til að nemendur fái tækifæri til að æfa tjáskiptafærni sína er mikilvægt að skapa tilefni til tjáskipta. (Beukelman og Mirenda, 2005). Viðmælendur þeirra sem eiga í erfiðleikum með að nota talmál til tjáningar verða því að gefa tjáskiptunum aukinn tíma og sýna vilja til að nýta þær tjáskiptaleiðir sem færar eru. Gagnkvæm tjáskipti gefa einstaklingnum færi á að hafa áhrif á eigið líf og umhverfi og eru þau einnig mikilvæg þegar kemur að því að gæta réttar síns, tjá skoðanir, deila tilfinningum og eignast vini svo eitthvað sé nefnt. Þá opna tjáskipti dyrnar að læsi og frekara námi (Downing, 2005). Tjáskipti eru því jafn nauðsynleg fyrir þann sem býr við talerfiðleika og annað fólk og síður en svo er hægt að ganga út frá því sem vísu að sá sem ekki getur talað hafi ekkert að segja. Jóna G. Ingólfsdóttir
4
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
Mannréttindasamningur sem Ísland er aðili að og samþykktur var árið 2007 Í 3. mgr. 24.gr. Samningsins er kveðið á um að setja þurfi ákvæði um blindraletur, táknmál og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir inn í lög um réttindi fatlaðs fólks Í 4. mgr. 24 gr. er m.a. kveðið á um að kennarar skuli hafa vitund um fötlun og notkun óhefðbundinna tjáskiptaleiða […] Ísland gerðist aðili að Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks ásamt 158 öðrum löndum og af þeim hafa 154 lögleitt samninginn en Ísland er ekki í þeim hópi. Víða kemur fram í Samningnum að aðlögun, í víðtækum skilningi þess orðs, sé mikilvæg til að fatlað fólk fái notið þeirra mannréttinda sem þeim ber. Í 3. mgr. 24.gr. Samningsins er kveðið á um að setja þurfi ákvæði um blindraletur, táknmál og óhefðbundnar tjáskiptaleiðir inn í lög um réttindi fatlaðs fólks og í 4. mgr. sömu greinar er talað um að athuga þurfi hvort námskrá kennaranema og skólaliða taki mið af kröfum samningsins. Öllum má ljóst vera að til að geta notið umsaminna „mannréttinda og mannfrelsis“ eins og kveðið er á um í markmiðsgrein Samningsins þarf fólk að geta tjáð sig. Það þarf að eiga rödd sem skilin er og mark er tekið á. Í 4. lið þessarar sömu greinar er talað um að til þess að tryggja að fyrrnefnd réttindi verði að veruleika skuli aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til þess að ráða kennara, þ.m.t. fatlaða kennara ..., og að þjálfa fagmenn og starfsmenn sem starfa á öllum sviðum menntakerfisins. Þjálfunin skal meðal annars fela í sér vitund um fötlun og notkun óhefðbundinna tjáskiptaleiða, auk kennslutækni og kennsluefnis sem er ætlað að styðja fatlað fólk. Þarna er augljóslega verið að leggja mikla ábyrgð á herðar starfsfólks skólanna og ekki síður til þeirra stofnana sem mennta kennara og aðrar fagstéttir til starfa innan skólakerfisins. Jóna G. Ingólfsdóttir
5
Lengi býr að fyrstu gerð
Leikskólinn er fyrsta skólastigið Leikskólinn er opinn öllum börnum Leikskólinn hefur viðtækt hlutverk Börn í Reykjavík með skilgreindar fatlanir eiga forgang að leikskólum borgarinnar (Sérkennslustefna Leikskólaviðs Reykjavíkurborgar, 2009) Börn sem þurfa sérstaka aðstoð eiga rétt á henni innan leikskólans (Lög um leikskóla nr. 90/2008) Samkvæmt íslenskum lögum er leikskólinn fyrsta skólastigið hér á landi og er hann opinn öllum börnum undir skólaskyldualdri. Gengið er út frá að fötluð börn séu í almennum leikskólum og hvorki gert ráð fyrir sérdeildum né sérskólum á því skólastigi. Almennt er álitið að vel hafi tekist til um þessa tilhögun og er þess sérstaklega getið í áliti ráðherraskipaðrar nefndar sem fékk það hlutverk að móta tillögur að fullgildingu áðurnefnds samnings hér á landi (Tillögur nefndar um fullgildingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 2010). Leikskólanum ber samkvæmt þeim lögum sem um hann gilda að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi og að rækta beri hæfileika barna til tjáningar og sköpunar m.a. til aukinnar hæfni í mannlegum samskiptum (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Leikskólinn hefur almennt verið álitinn standa sig vel við útfærslu hugmyndafræðinnar um skóla án aðgreiningar og opinberlega er gert ráð fyrir að fötluð börn séu í barnahópnum. Þetta má meðal annars merkja af því sem fram kemur í Sérkennslustefnu Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar (2009) þar sem segir að börn í Reykjavík „með skilgreindar fatlanir“ eigi forgang að leikskólum borgarinnar. Jafnframt er talað er um að börn sem þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, að mati viðurkenndra greiningaraðila, eigi rétt á slíkri þjónustu innan leikskólans (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Jóna G. Ingólfsdóttir
6
Margt er óljóst Hvert er raunverulegt hlutverk leikskólans gagnvart fötluðum börnum? Hvað er “sérstök aðstoð”? Hvað telst góður árangur? Þrátt fyrir þessa jákvæðu afstöðu leikskólayfirvalda er margt óljóst í lagaumgjörðinni um hvert raunverulegt hlutverk leikskólans er gagnvart fötluðum börnum. Því er til dæmis hvergi lýst beinum orðum í lögum eða reglugerðum um leikskólastarf hvað átt er við með orðalaginu „sérstök aðstoð“ og hvað það þýðir til dæmis varðandi hinn mikilvæga þátt skólastarfsins sem snýr að móðurmálinu, þróun þess og fjölþættri notkun. Né heldur er því lýst í hverju hinn góði árangur felst sem talað er um. Jóna G. Ingólfsdóttir
7
Gildi þess að nota Tákn með tali
Erlendar rannsóknir sýna að: Táknanotkun hefur hvetjandi áhrif á máltökuna Börnin nota tvær leiðir í máltökunni; sjón og heyrn Börn geta fyrr tjáð sig; hefur góð áhrif á hegðun og skapferli Börnum þykir gaman að nota tákn; eru stolt af því að kunna tákn sem hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra (Acredolo og Goodwyn, 2000; Daniels, 2001; Grove og Dockrell, 2000) Algengt er að Tákn með tali tjáskiptaleiðin sé notuð með börnum með málþroskaraskanir. Að nota tákn með heyrandi fólki sem á í erfiðleikum með talmál er alþjóðlega viðurkennd aðferð sem þróuð hefur verið af sérkennurum og talmeinafræðingum í um þrjátíu ár (Eyrún Gísladóttir, 2001). Tákn með tali byggist á því að ýmis náttúruleg tákn ásamt táknum úr táknmáli viðkomandi lands eru notuð samhliða því sem talað er. Táknin eru því nokkurs konar myndrænn stuðningur við það sem sagt er. Daniels (2001) gerir samantekt á nokkrum rannsóknum um notkun Tákn með tali með börnum með sérþarfir og kemst að því að niðurstöður sýni aðTákn með tali flýti fyrir tjáskiptagetu barna, auki sjálfstraust þeirra og það kemur einnig fram að börnum þyki gaman að læra tákn. Samkvæmt nýlegri rannsókn Luttrop og Granlund (2010) þurfa mörg börn með þroskahömlun á Tákn með tali tjáskiptaaðferðinni að halda. Þetta er leikskólastarfsfólki fullkunnugt en það kemur þó einnig fram í rannsókninni að algengt reynist að Tákn með tali sé aðeins notað við sérstakar skipulagðar aðstæður sem stjórnað er af fullorðum eða að Tákn með tali sé einungis notað í samskiptum við einstaka kennara. Einnig sýna niðurstöður þeirra að þegar kennarinn stjórnar samskiptunum í barnahópnum er minni munur á þátttöku fötluðu barnanna og þeirra ófötluðu en þegar börnin verða sjálf að taka frumkvæði og viðhalda tjáskiptunum eins og gerist í frjálsum leik. Þær rannsóknaniðurstöður sem hér hafa verið reifaðar ríma við niðurstöður könnunar sem við Sigrún Grendal talmeinafræðingur gerðum á notkun Tákn með tali í íslenskum í lok árs 2006. Jóna G. Ingólfsdóttir
8
Tákn með tali í íslenskum leikskólum (Jóna G
Tákn með tali í íslenskum leikskólum (Jóna G. Ingólfsdóttir og Sigrún Grendal, 2006) Markmið rannsóknarinnar: Að afla upplýsinga um þekkingu og útbreiðslu á notkun Tákn með tali í leikskólum landsins Einnig var markmiðið að afla upplýsinga um notendahópinn og ástæður notkunarinnar Jafnframt var spurt um menntun og fræðslu leikskólastarfsfólks hvað varðar Tákn með tali tjáskiptaaðferðina og Leitast var við að fá fram upplýsingar um það hvernig sú fræðsla nýttist í starfi Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um þekkingu og útbreiðslu á notkun Tákn með tali í leikskólum landsins. Einnig var markmiðið að afla upplýsinga um notendahópinn og ástæður notkunarinnar. Jafnframt var spurt um menntun og fræðslu leikskólastarfsfólks hvað varðar Tákn með tali tjáskiptaleiðina og leitast var við að fá fram upplýsingar um það hvernig sú fræðsla nýttist í starfi. Jóna G. Ingólfsdóttir
9
Gagnaöflun Spurningalisti var sendur rafrænt til allra leikskóla á landinu (251 leikskóla) í nóvember 2006 Svör bárust frá 123 leikskólum Svarhlutfall 49% Spurningalisti var sendur rafrænt til allra leikskóla landsins eða alls á 251 leikskóla. Svör bárust frá 123 leikskólum. Svarhlutfall var 49% og var svörun jöfn frá leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Í niðurstöðunum kemur fram að allir leikskólarnir sem svör bárust frá segjast nota Tákn með tali eða 123 leikskólar. Meiri hluti svarenda (63%) sagðist nota Tákn með tali almennt með börnunum í málörvunarskyni og 45% sögðust nota Tákn með tali vegna skilgreindra þarfa ákveðinna barna. Þau atriði sem svarendur nefndu sem helstu kosti þess að nota Tákn með tali voru að þeim þótti Tákn með tali vera gott málörvunartæki; börnunum þætti það skemmtilegt og að það félli vel að þörfum barna af erlendum uppruna. Skortur á þekkingu var álitinn helsta hindrunin í notkun Tákn með tali í leikskólastarfinu ásamt óstöðuleika í starfsmannahaldi. Þá var algengt að það væri nefnt sem hindrun að ábyrgðin á notkun Tákn með tali væri á herðum fárra í leikskólanum. Fram kom hjá 42% svarenda að Tákn með tali væri notað í sérstökum kennslu- eða þjálfunarstundum og 44% sögðu að Tákn með tali væri notað í skipulögðum athöfnum leikskólastarfsins. Þegar spurt var nánar um hvaða athafnir þetta væru kom í ljós að aðallega var átt við söngstund og matmálstíma. Þessi notkun Tákn með tali fellur að niðurstöðum Luttropp og Granlund (2010) um að Tákn með tali sé helst notað við skipulagðar aðstæður í leikskólanum sem stjórnað er af fullorðnum. Jóna G. Ingólfsdóttir
10
Notkun TMT í leikskólanum
Hvenær er TMT notað Alltaf Frekar oft Í söngstund Í samverustund Í vali Á leiksvæðum inni Á matmálstímum Í fataklefanum Á útileiksvæði Meiri hluti svarenda (63%) sagðist nota Tákn með tali almennt með börnunum í málörvunarskyni og 45% sögðust nota Tákn með tali vegna skilgreindra þarfa ákveðinna barna. Þau atriði sem svarendur nefndu sem helstu kosti þess að nota Tákn með tali voru að þeim þótti Tákn með tali vera gott málörvunartæki; börnunum þætti það skemmtilegt og að það félli vel að þörfum barna af erlendum uppruna. Fram kom hjá 42% svarenda að Tákn með tali væri einungis notað í sérstökum kennslu- eða þjálfunarstundum og 44% sögðu að Tákn með tali væri notað í skipulögðum athöfnum leikskólastarfsins. Þegar spurt var nánar um hvaða athafnir þetta væru kom í ljós að aðallega var átt við söngstund, samverustund og matmálstíma. Þessi notkun Tákn með tali fellur að niðurstöðum Luttropp og Granlund (2010) um að Tákn með tali sé helst notað við skipulagðar aðstæður í leikskólanum sem stjórnað er af fullorðnum. Jóna G. Ingólfsdóttir
11
Félagsleg samskipti Félagsleg samskipti eru mikilvæg til uppbyggingar:
Félagsfærni Þekkingar Margvíslegs annars skilnings Fatlaðir nemendur eyða meiri tíma í samskiptum við fullorðið fólk en aðrir nemendur Í námskenningum sínum beindi hinn þekkti sálfræðingur og kennismiður Vygotsky athyglinni að mikilvægi félagslegra samskipta til uppbyggingar félagsfærni, þekkingar og skilnings. Samkvæmt kenningum hans þarf einstaklingurinn að hafa ríkuleg tækifæri til að æfa sig í samskiptum við annað fólk við fjölbreyttar aðstæður til að þroska félagshæfni sína. Rannsóknir sýna að fatlaðir nemendur eyða mun meiri tíma í samskiptum við fullorðna starfsmenn skólans en aðrir nemendur (Soto og von Tetzhner, 2003). Með ofangreint í huga er mikilvægt að vekja athygli á hlutverki skólans í eflingu tjáskipta- og málfærni nemenda sem fara ekki hefðbundnar leiðir í máltöku og málnotkun. Því er mikilvægt að tjáskipti fatlaðra og ófatlaðra nemenda séu ekki einungis æfð við afmarkaðar aðstæður eða í kennslustundum þar sem kennarinn er í leiðandi hlutverki, heldur sé leitast við að tjáskiptin fari fram við allar hinar fjölbreyttu aðstæður skólastarfsins og þarf að skapa hvetjandi aðstæður til að svo megi verða. Hafa þarf hugfast að þeir sem þarfnast óhefðbundinna tjáskiptaleiða hafa mun færri lengra komnar málfyrirmyndir í umhverfinu en aðrir og við þeirri staðreynd þarf að bregðast með því að nýta vel þau tækifæri sem skólaumhverfið býður uppá. Jóna G. Ingólfsdóttir
12
Frjáls samskipti með stuðningi
Aðstæður Verkefni Barnið sjálft Af þessu má ljóst vera að það hefur margvísleg neikvæð áhrif á hvern þann sem ekki getur tjáð sig á sama hátt og almennt gerist meðal jafnaldra í viðkomandi samfélagi og má segja að það bæði aðgreini og einangri þann sem í hlut á. Því reynir sérstaklega á kennara og annað starfsfólk á öllum skólaststigum að leggja sig fram um að mæta þörfum þessa hóps fyrir óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og veita þeim bæði kennslu og verðug tjáskiptatkækifæri. Í mörgum rannsóknum, þar á meðal rannsókn Eriksson (2006) kemur fram að frjáls samskipti barna séu mikilvæg til eflingar hæfni til félagslegrar þátttöku og því þyrfti að stuðla meðvitað að slíkum samskiptum. Luttrop og Granlund (2010) benda ennfremur á að þátttaka og samskipti barna séu háð ýmsum þáttum svo sem aðstæðum, verkefnum og barninu sjálfu. Þau benda á að leikskólakennarar verði að aðlaga umhverfið að fötluðum nemendum með því að nota Tákn með tali og einnig með því að skapa aðstæður sem hvetja til samskipta innan barnahópsins. Samkvæmt þeirra niðurstöðum ætti leikskólastarfsfólk að aðstoða fötluðu börnin við að komast inn í leik ófötluðu barnanna samhliða því að hvetja ófötluðu börnin til fjölbreyttra leikja sem gefa öllum kost á þátttöku. Jóna G. Ingólfsdóttir
13
Eigum langt í land Lögleiðing Samnings SÞ um réttindi faltlaðs fólks er brýn sem sem og að fá stjórnarskrárvarið bann við mismunun á grundvelli fötlunar Til samræmis við þessar kröfur er nauðsynlegt að efla menntun um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir á öllum skólastigum bæði meðal notenda og væntanlegs fagfólks Augljóst er að þeir sem ekki hafa tök á þessum fjölbreyttu leiðum málnotkunar eiga undir högg að sækja hvað varðar þátttöku og upplýsingaöflun. Venjulega ganga tjáskipti fyrir sig án umhugsunar um tjáskiptaleiðina sem notuð er, þ.e. talmálið sjálft og í auknum mæli ritmálið. Fólk skiptist á orðum, eins og sagt er, fer á facebook og sendir SMS og hvað þetta heitir nú allt saman. Það er óvéfengjanlegt að óhefðbundnar tjáskiptaleiðir ættu að gegna stóru hlutverki á öllum skólastigum þegar kemur að því að veita fötluðum nemendum kennslu við hæfi eins og lög kveða á um. Krafa er gerð um að skólinn leggi áherslu á að búa alla nemendur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem virðir þá jafnréttinda- og mannréttindasáttmála sem Ísland hefur skuldbundið sig til að fullgilda og framfylgja. Ein af helstu niðurstöðum nefndarinnar sem skipuð var til að koma með tillögur vegna fullgildingar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2010) hér á landi var að við næstu endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi bann við mismunun á grundvelli fötlunar að vera tryggt sérstaklega. Margt bendir til að notkun óhefðbundinna tjáskiptaleiða gegni mikilvægu hlutverki til að svo geti orðið. Það er ekki nóg að Ipad-væða skólana ef raunverulegri þróun í hagnýtri notkun er ekki fylgt eftir og er nauðsynlegt að efla menntun og meðvitund fagfólks til þess að tæknin nýtist sem skyldi. Jóna G. Ingólfsdóttir
14
Að lokum Lítið er fjallað um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir í námi tilvonandi fagfólks Endurspeglar skilningsleysi á mikilvægi óhefðbundinna tjáskiptaleiða varðandi jöfnun aðgengis að gæðum samfélagsins Takk fyrir! Við undirbúning þessa erindis skoðaði ég kennsluskrár þeirra námsleiða sem mennta fólk til starfa innan mennta- og velferðarkerfisins sem og náms í fjölmiðlun og gat hvergi séð námskeiðstitla sem bentu til þess að fjallað væri um þetta efni nema í kennsluskrá þroskaþjálfabrautar þar sem er eitt skyldunámskeið um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir og í námi talmeinafræðinga, þar sem virðist fjallað um þetta efni í námskeiði þar sem margt annað er einnig til umfjöllunar. Þetta er ekki tæmandi úttekt, en hún styður þá kenningu að enn sé langt í land með að viðurkenna notkun óhefðbundinna tjáskiptaleiðir sem grundvallarskilyrði í jöfnun aðgengis að gæðum samfélagsins sem er auðvitað bara sjálfsögð mannréttindi. Jóna G. Ingólfsdóttir
15
Heimildir Jóna G. Ingólfsdóttir
Beukelman, D. og Mirinda P. (2005). Augmentative and Alternative Communication: Supportiing Children and Adults with Complex Communication Needs (3. útgáfa). Baltimore: Paul H. Brookes Publishing Co. Daniels, M. (2001). Dancing with words: Signing for Hearing Children´s Literacy. New York: Greenwood Publishing Group, Inc. Downing J. E. (2005) Teaching Communication Skills to Students with Severe Disabilities (2. útgáfa). Baltimore: Paul H. Brookes Publishing Co. Eriksson, L. (2006). Participation and Disability – A study of participation in school for children and youths with disabilities. Stockholm: Karolinska institutet, Universitetsservice AB. Eyrún Gísladóttir. (2001). Tákn með tali í víðara samhengi. Talfræðingurinn 15 (1), Hourcade, J., Pilotte, T. E., West, E. og Parette, P. (2004). A history of augmentative and alternative communication for individuals with severe and profound disabilities. Focus on Autism and Other Developmental Disabilities.19, Hunt, P., Soto, G., Maier, J., Mülller, E., og Goetz, L. (2002). Collaborative teaming to support students with AAC needs in general education classrooms. Augmentative and Alternative Communication, 18, Jóna G. Ingólfsdóttir og Sigrún Grendal Magnúsdóttir (2007). [Tákn með tali: Notkun þess í leikskólum landsins]. Óútgefin gögn. Lohrman-O´Rourke, S., Browder, D. M. og Brown, F. (2000). Guidelines for conducting socially valid systematic preference assessments. Journal of The Association for Persons with Severe Handicaps, 25, Luttropp, A. og Granlund, M. (2010). Interaction - it depends - a comparative study of interaction in preschools between children with intellectual disability and children with typical development. Scandinavian Journal of Disability Research. 12, Lög um leikskóla nr. 90/2008. Renner, G. (2003). The development of communication with alternative means from Vygostsky´s cultural-historic perspective. Í Stephen von Tetzchner og Nicola Grove (ritstjórar). Augmentative and Alternative Communication; Developmental Issues (bls ). London: Whurr Publishers. Reykjavíkurborg, Leikskólasvið. (2009). Viðhorf foreldra til leikskólastarfs í Reykjavík, Heildarskýrsla. Sótt 2. Nóvember 2010 af Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. (2007). Sérkennslustefna Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar. (2009). Soto, G. og von Tetzchner S. (2003). Supporting the development of alternative communication through culturally significant activities in shared educational settings. Í von Tetzchner S. og Grove N. (ritstjórar). Augmentative and Alternative Communication: Developmental Issues (bls ). London: Whurr Publishers. Tillögur nefndar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. (2010). Jóna G. Ingólfsdóttir
16
Gerð rannsóknarinnar styrktu:
Menntaráð Reykjavíkur Sjóður Odds Ólafssonar Styrktarsjóður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson Jóna G. Ingólfsdóttir
Similar presentations
© 2024 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.