Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild
Reglur eða brjóstvit Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild 9/17/2018
2
Inflation bias Markmið Seðlabankans er gefið sem eftirfarandi (íkan tekið frá Barro og Gordon (1983)) V= λ(y-yn) – ½ π2 yn Framleiðsla við náttúrulegt atvinnustig y núverandi framleiðsla π núverandi verðbólga λ ræður hlutfallslegri áherslu á atvinnustig. Það hefur verið gagnrýnt að Seðlabankanum sé ávallt í hag að auka framleiðsluna umfram náttúrlegt stig. Cukierman (1992) hefur rökstutt sömu niðurstöðu – með því að gefa sér ósamhverfni í mati Seðlabankans á framleiðslu fyrir ofan eða neðan náttúrulegt stig. Það er, Seðlabankanum sé mun verr við að vera undir fremur en yfir náttúrulegu framleiðslustigi.
3
U= λ{α(Δm+ v – πe)e } – ½ (Δm+ v)2
Inflation bias Gefum okkur Lucas framboðskúrfu fyrir hagkerfið þar e er output shock. y= yn+ α(π–πe) + e Verðbólga ákvarðast annars vegar af peningaprentun Seðlabankans Δm, og hins vegar breytingum í peningaeftirspurn en v er velocity shock. π = Δm+v Með því að setja tvær ofangreindar jöfnur fyrir hagvöxt og hagstjórn fáum við eftirfarandi líkingu fyrir nytfall Seðlabankans til þess að geta dregið ályktanir um ákjósanlega beitingu U= λ{α(Δm+ v – πe)e } – ½ (Δm+ v)2
4
Inflation bias Ef við diffrum nytfallið með tilliti til Δm og tökum πe og e sem gefið fæst eftirfarandi fyrstu gráðu skilyrði: αλ-Δm=0 eða αλ=Δm Sem felur í sér eftirfarandi lausn fyrir jafnvægis verðbólgu þar sem almenningur sér við Seðlabankanum. πe= E{ Δm} = αλ Í því jafnvægi þar sem Seðlabankinn mun beita stjórntækjum sínum að vild (discretion) mun jafnvægisverðbólga verða hærri en 0 (sem þó er hagkvæmast) en framleiðsla er samt sem áður í náttúrulegu jafnvægi.
5
Inflation bias Röð aðgerða er mikilvæg í þessu líkani
Fyrst ákveður almenningur verðbólguvæntingar πe Þá metur seðlabankinn e (skelli á vörumarkaði) og ákveður síðan peningaprentunina í ljósi þess. Bankinn mun t.d. Reyna að mæta öllum framboðsskellum til þess að halda framleiðslunni stöðugri Bankinn sér hins vegar ekki skelli á peningamarkaði þannig mun raunveruleg verðbólga einnig ráðast af ófyrirséðum breytingum á peningaeftirspurn. Af þeim sökum verður verðbólga við brjóstvit (discretionary policy). π = αλ+v En ef Seðlabankinn heldur sig frá óvæntum uppákomum verður raunveruleg verðbólga. π = v
6
Time inconsistency Verðbólgubjögunin ræðst annar vegar af λ, þ.e. hve gott Seðlabankanum finnst að auka atvinnustig. Og hins vegar af α, sem er mælikvarði á það hve mikil áhrif óvæntur verðbólguskellur mun hafa á atvinnustig. En af hverju endar efnahagslífið í jafnvægi með of hárri verðbólgu sem skilar engum ávinningi, þrátt fyrir að Seðlabankanum sé augljóslega illa við verðbólgu? Ástæðan er einfaldlega sá hvati sem bankinn hefur – að gefnum markmiðsfalli. Ef verðbólga er 0, skilar það ávinningi í formi aukinnar atvinnu að dæla peningum út í hagkerfið. Bankinn beitir stýritækjum sínum með hætti sem hann sér bestan til þess að hámarka markmiðsfall sitt að gefnum aðstæðum hverju sinni. Það felur í sér að stefna hans er ekki samkvæm sjálfri sér (time consistent) – það felst ávinningur í því að segja eitt á tíma t0 og gera síðan annað á tíma t1.
7
Stabilization policy Samkvæmt Old-Keynesian kenningum áttu hagstjórnaryfirvöld einmitt að dæla peningum úti í hagkerfið og búa til óvænta verðbólgu til þess að eyða atvinnuleysi með aðstoð ek. Phillips kúrfu. y= yn+ α(π–πe) + e Það getur líka hæglega gerst að slíkar aðgerðir eru socially optimal að gefnum þeim aðstæðum sem komið hafa upp. Hins vegar má velta fyrir sér hvort peningayfirvöld hafi í raun búið til þær aðstæður, sem síðan kölluðu á aðgerðir. Verðbólgubjögun er eiginlega Lucas Critique yfirfærð yfir á hagstjórn.
8
Lausnir á verðbólgubjögun
Settar hafa verið fram fjórar meginlausnir á verðbjögun. Orðspor og trúverðugleiki – tímtenging hagstjórnarinnar. Markmiðsfall Seðlabankans – hagstjórnin látin í hendur verðbólgufælnum bankamanni. Hagstjórnarsamningar - Gagnsæi í stefnumörkun, markmið og leiðir liggi ávallt skýrar fyrir. Reglufesta – Hagstjórnaryfirvöld skuldbindi sig til þess að festa aðgerðir sínar í reglum.
9
A. Orðspor og trúverðugleiki
Líkan Barry and Gordon sett upp með tímatengdum hætti þar seðlabankinn hugsar nú um sama markmiðsfall yfir tíma: ∑∞i=0 βiEt(Ut+i) Almenningur aðlagar verðbólguvæntingar sínar með eftirfarandi hætti. Ef Seðlabankinn kemur ekki aftan að fólki eru verðbólguvæntingar við núll πte = π*< αλ ef πt-1 = πet-1 Ef Seðlabankinn svíkur hins vegar einu sinni mun almenningur aldrei fyrirgefa það og refsar Seðlabankanum um aldur og ævi með því að miða verðbólguvæntingar sínar við aukna verðbólgu πte =αλ
10
A. Orðspor og trúverðugleiki
Eftir þetta vegur Seðlabankinn saman skammtímaábata af því að koma fólki á óvart og langtímatap af því að svíkja. Stefnufesta skapar trúverðugleika og skilar ávinningi með lægri verðbólguvæntingum þegar til lengri tíma er litið. Þessi nálgun er þó mjög takmörkuð enda er almenningur að refsa sjálfum sér um leið og Seðlabankanum. Erfitt að sníða formlegan ramma utan um peningapólitík með þessari nálgun. Valið stendur í raun á milli trúverðugleika og sveigjanleika en hvernig eiga hagstjórnaryfirvöld að velja þá stefnu sem skilar mestum þjóðhagslegum ábata. Getur sú staða ekki komið upp að Seðlabankinn verði að bregðast við þjóðhagslegum skelli og búa til smá verðbólgu til þess að tryggja þjóðhagslegan stöðugleika.
11
A. Orðspor og trúverðugleiki
Ljóst að trúverðugleiki seðlabanka einstakra landa getur skipt miklu fyrir í verðbólguvæntingar í viðkomandi landi. Trúverðugleiki og gott orðspor hjá t.d. Þýska og Svissneska seðlabankanum, áttu drjúgan þátt í því skapa lágt nafnvaxtastig og gera viðkomandi myntir eftirsóttar af fjárfestingum. Ljóst að mjög erfitt er að ávinna sér trúverðugleika, jafnvel þótt Seðlabankinn lýsi yfir bót og betrun. Hægt er að velta fyrir sér hvernig ítalska eða spænska Seðlabankanum hefði gengið að sannfæra viðskiptavini sína að þeir myndu reyna að halda verðbólgu niðri – ef evran hefði ekki komið til. Oft er litið á fastgengi, t.d. Myntbandalag, sem leið til þess að flytja inn trúverðugleika utan. Þeirri spurningu er þó ósvarað til hvers á að nýta trúverðuleikann í hagstjórn.
12
B. Íhaldsami bankamaðurinn
Önnur lausn á verðbólgubjöguninni er að gera seðlabankann sjálfstæðan og láta íhaldsaman og verðbólgufælinn bankamann stjórna peningaprentun. Algengast að setja þetta fram sem aukið vægi verðbólgu í markmiðsfallinu 1+δ > 1 V= λ(y-yn) – ½ (1+δ) π2 Þetta er kallað „vogar íhaldssemi” (weight conservatism) þar sem parametrinn δ er mælikvarði á verðbólgufælni sem seðlabankastjóranum er áskapað umfram það sem þekkist meðal venjulegs fólks. Bankastjórinn er skipaður í ákveðinn tíma og getur þá haldið verðbólgu niðri án afskipta kjörinna stjórnvalda.
13
B. Íhaldsami bankamaðurinn
Vogar íhaldsemi minnkar verðbólgubjögunina þar sem ný jafnvægislausn verður nú: πe= E{Δm} = αλ/(1+ δ) Þannig minnkar verðbólgubjögunin (þar sem δ >0) en á móti kemur að Seðlabankinn mun síður sinna þeirri skyldu að mæta raunskellum e – hagsveiflur verða verri. Lohman (1992) stingur upp á því íhaldsami bankamaðurinn fái að vera í friði þar til eitthvað mikið mikið (stór e skellur á stað) þá muni kjörnir fulltrúar taka til sinna til þess að viðhalda þjóðhagslegum stöðugleika. Líkt og gerðist þegar Þýskaland var sameinað og Bundesbank vildi ekki láta umbreyta Austur-þýskum mörkum í Vesturþýsk mörk á genginu einum.
14
B. Íhaldsami bankamaðurinn
Vogar íhaldssemi er ágætis nálgun á því hvernig að peningamálastefnan var yfirleitt rekin á fyrri tíð. Mikilvægasti Seðlabanki heims á fyrri tíð – Englandsbanki – var fram til 1945 í einkaeigu og undir stjórn íhaldssamra bankamanna. Raunar var peningamálum heimsins fyrir seinna stríð stjórnað af klúbbi bankamanna sem hittust á lokuðum fundum og litu á það sem sitt helsta hlutverk að halda verðlagi stöðugu – með gulltryggingu sem millimarkmið – og höfðu litlar áhyggjur af atvinnuleysi. Enn þann dag í dag er peningamálastefna margra banka – einkum þó Bandaríska seðlabankans – persónubundinn.
15
B. Íhaldsami bankamaðurinn
Jafnvel þó þessi lýsing að ýmsu leyti raunsönn fyrir það hvernig að peningamálastefna hefur verið stunduð af ýmsum Seðlabönkum er samt mörgum spurningum ósvarað. Hvernig á að ákveða og mæla verðbólgufælnina δ hjá íhaldssömum bankamönnum Hvernig er hægt skuldbinda sig með trúverðugum hætti til þess að fylgja fælninni eftir. Hvernig ætti valdaskiptingin að vera á milli skipaðra embættismanna og kjörinna fulltrúa – hvernig sæta bankamenn ábyrgð. Snýst peningamálapólitík um persónur eða stofnanir?
16
C. Hagstjórnarsamningar
Nauðsyn fyrir ríkið að formbinda hvata Seðlabankans með formlegum, opinberum samningum þar sem skýrt er kveðið á um árangur og ábata. Seðlabankanum er falið að tryggja einhverja meðalverðbólgu sem hægt er að víkja frá ef sérstakar ástæður krefjast þess. Það þýðir að Seðlabankanum er ætlað að taka tilliti til e (raunskella) Árangur af þessu starfi bankans – að gefnum aðstæðum – er síðan tengdur við laun eða starfsöryggi Seðlabankastjóra. Þannig hefur jaðar kostnaður samfara verðbólguskotum verið hækkaður fyrir seðlabankann – verðbólgubjögunin minnkar.
17
C. Hagstjórnarsamningar
Gagnsæi og opinberun samninganna er mikilvægt fyrir þrjár sakir Gagnsæi í tengslum við samninganna tryggir að allt komi upp á yfirborðið, markmið og leiðir peningamálastefnunnar, og ábyrgð er deilt af embættismönnum og kjörnum fulltrúum. Gagnsæi tryggir trúverðugleika þar sem hagstjórnaraðgerðir sem brjóta gegn gerðum samningum og yfirlýstum markmiðum fela í sér opinbera skömm fyrir alla aðila. Gagnsæi tryggir vernd gagnvart pólitískum þrýstingi á Seðlabankann, að stjórnmálamenn brjóti gerða samninga.
18
C. Hagstjórnarsamningar
Seðlabanki Nýja Sjálands var frumkvöðull í hagstjórnarsamningar við umbætur í peningamálastjórninni 1989. Þar voru t.d. laun seðlabankastjórans tengd árangri bankans við að halda verðbólgu niðri. Slíkir hagstjórnarsamningar urðu síðan upphafið að frormlegu verðbólgumarkmiði, sem síðar verður fjallað um.
19
D. Reglufesta Seðlabanki skuldbindur með trúverðugum hætti við ákveðnar reglur sem tengja sama markmið og aðgerðir með föstum hætti. Líkt og Ódysseifur lét binda sig við mastrið á bát sínum til þess að láta ekki heillast af sírenunum. Að einhverju leyti er verið að formbinda það sem tæpt hefur verið á áður með íhaldsama bankamanninn og trúverðugleika peningamálastefnunnar. Regla er „nothing more than a systematic decision process that uses information in a consistent and predictable way” Til þess að skýra hvað reglur fela raunverulega í sér fyrir hagstjórn er verður brjótast að kjarna þess hvað verðbólgubjögunin raunverulega felur í sér.
20
Hvað felur verðbólgubjögun í sér?
Verðbólgubjögun er mun dýpra mál heldur en of há verðbólga. Vandamálið getur skapast jafnvel þótt verðbólgan sé tiltölulega lág. Málið snýst um það hvernig seðlabankar hafa áhrif á væntingamyndun og ákvarðanir fólks í efnahagslífinu Efnahagslífið er skipað fólki sem tekur framsýnar ákvarðanir. Seðlabankar hafa aðeins beina stjórn á skammtímastærðum og áhrif þeirra á efnahagslífið eru einkum í gegnum væntingamyndun. Verðbólgubjögun felst í því að Seðlabankinn varpar óæskilegri væntingamyndun fram í efnahagslífinu í með markmiðum sínum og aðgerðum.
21
Verðbólgubjögun án verðbólgu
Áhrif Seðlabankans á ákvarðanir fólks veltur ekki skammtímavöxtum í dag heldur á væntum (ex ante) raunvöxtum (it-πe) og hvaða vaxtaþróunar er vænst í framtíðinni, þ.e. langtímavöxtum. Af þeim sökum hafa stýrivaxtabreytingar Seðlabankans misjafnlega sterk áhrif á efnahagslífið eftir því hvernig væntingar þær skapa. Ef peningamálastefna bankans eða hatur hans á verðbólgu er ekki trúverðug þarf mun meiri stýrivaxtahækkanir til þess að hækka raunvexti og hreyfa langtímavexti en ella. Af þeim sökum mun vaxtastig verða mun sveiflukenndara en ella og raunvextir ex post mun hærri einnig hærri en ella. Það leiðir síðan til velferðarkostnaðar fyrir allt efnahagslífið.
22
Verðbólga og vandamál fangans?
Við fyrstu sýn virðist discretionary policy vera einmitt það sem upplýstir hagstjórnendur ættu að gera. Að bíða þess að sjá hvernig aðstæður koma upp (átta sig á því hvaða verðbólguvæntingar hafa myndast og síðan skoða hvaða e mun skella yfir) og síðan taka ákvarðanir um hagstjórnaraðgerðir í ljósi þess sem hefur gerst. Vandamálið er aðeins það að almenningur tekur ekki ákvarðanir í blindni, heldur notar þær upplýsingar sem eru fyrir hendi til þess að mynda upplýstar væntingar um áætlaðar hagstjórnaraðgerðir Seðlabankans. Það sem skapast hér er í raun vandamál fangans (prisoner´s dilemma) – sama hvað almenningur gerir – hefur Seðlabankinn alltaf skammtímaábata af því að búa til óvænta verðbólgu.
23
Verðbólga og vandamál fangans?
Eina Nash-jafnvægið við slíkar aðstæður er of mikil verðbólga án þess að hægt sé að auka framleiðslu. Lausnir við verðbólgubjögunin felast flestar í því að reyna að breyta ábata leiksins (pay-off matrix) til þess að færa jafnvægið í lægri verðbólgu með því að skapa kostnað fyrir Seðlabankann að búa til óvænta verðbólgu. Hinn raunverulegi hagstjórnarvandi felst hins vegar í því að Seðlabankinn geti varpað væntingum áfram sem eru í samræmi við markmið hans. Til þess þarf hagstjórnarreglur, að seðlabankinn skuldbindi sig með trúverðugum, kerfisbundum hætti að stefnumörkun í peningamálum. Það skapar ekki aðeins formlegan ramma utan um stefnumörkun innan bankans heldur auðveldar einnig almenningi að skilja áætlanir bankas.
24
Reglur fremur en brjóstvit
Í grein frá árinu 1977 sem ber heitið „Rules rather than discretion” lýstu þeir Kydland og Prescott vandamálum við hagstjórn eftir brjóstviti. ... current decisions of economic agents depend upon expected future policy, and these expectations are not invariant to the plans selected.” „Policy makers should follow rules rather than discretion. The reason being that they should not have discretion is not that they are stupid or evil but, rather, that discretion implies selecting the decision which is best, given the current situation. Such behaviour either results in consistent but suboptimal planning or in economic instability.”
25
Reglur fremur en brjóstvit
Að þeirra mati á peningamálastefna framtíðar að vera: ... In a democratic society, it is probably preferable that selected rules be simple and easily understood, so it is obvious when a policy maker deviates from the policy. There could be institutional arrangements which make it difficult and time consuming process the change the policy rules in all but emercency situations.
26
Inflation bias Ef Seðlabankinn hefur fullkomið frelsi til þess að beita stýritækjum með hættum sem hentar hverju sinni (discretion) skapar það verðbólguhættu. Ástæðan er einfaldlega sú að með því að koma fólki á óvart er hægt að auka framleiðslu og atvinnustig með auknu peningamagni.
27
Verðbólgubjögun á Íslandi
Hægt er að sjá mörg dæmi um verðbólgubjögun í íslenskri hagstjórn eftir stríð, sérstaklega á tímum óðaverðbólgu og gengisfellinga Stöðugar gengisfellingar héldu uppi mjög háum verðbólguvæntingum á þeim tíma. Verkalýðsfélögin fóru t.d. fram á of miklar kauphækkanir á árunum með þeirri fullvissu að gengið yrði fellt ef há raunlaun sköpuðu atvinnuleysi – sk. verðbólguskrúfa skapaðist. Sjávarútvegsfyrirtæki höfðu ekki hvata til hagræðingar eða áhættudreifingar vegna þess að gengið var aðlagað í takt við afkomu á efnahagsreikningum þeirra. Hins vegar þrátt fyrir að verðbólgan hafi gengið niður og verðbólgumarkmið tekið upp, þá er verðbólgubjögun ekki á enda hérlendis. Spurningin stendur ekki aðeins um trúverðugleika Seðlabanka Íslands en einnig um aðgerðir stjórnvalda og fjármálastefnu þeirra.
28
Íslensk verðbólgubjögun
Á árunum var svo kölluð “núll regla” í gildi Gengið miðaðist við efnahagsreikning sjávarútvegsins. Ef sjávarútvegur var rekinn með tapi, var gengið fellt til þess að færa stöðuna aftur að núlli. Ef sjávarútvegur var rekinn með með hagnaði, var raungenginu leyft að hækka þar til hagnaðurinn var horfinn.
29
0-reglan Núll reglan var ætluð til þess að viðhalda stöðugri atvinnu.
Sem slík skilaði hún ágætum árangri, þar sem atvinnuleysi fór aldrei upp fyrir 2% á 20 ára tímabili. Reglunni var í raun beitt til þess að stilla af framboð og eftirspurn á vinnumarkaði, í ljósi mikilla nafnlaunahækkana. Ennfremur, var reglunni ætlað að vera falið auðlindagjald. Hátt raungengi gerði innfluttar neysluvörur tiltölulega ódýrar á kostnað sjávarútvegsins. Aukaverkanir núll-reglunar var mikil verðbólga og óstöðugleiki í neyslu. Landsmenn voru farnir að geta spáð fyrir um gengisfellingar (t.d. með því að horfa á fréttirnar) Innflutningseftirspurn tók því gífurleg stökk þegar vel gekk í sjávarútvegi.
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.