Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
Published byあつとし ひらみね Modified over 6 years ago
1
Berglind Axelsdóttir Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Sólrún Guðjónsdóttir
Leiðsagnarmat Berglind Axelsdóttir Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Sólrún Guðjónsdóttir Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson
2
Hvers vegna? Breyttir kennsluhættir.
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Hvers vegna? Breyttir kennsluhættir. Matsskýrsla á störfum FSN fyrstu þrjú árin. Langvarandi óánægja undirritaðra með hefðbundið námsmat. Frá því að FSN var stofnaður höfum við verið að breyta kennsluháttunum. Breytingar á námsmati hafa ekki fylgt þeirri þróun. Það sannaðist þegar gerð var úttekt á störfum FSN fyrstu þrjú árin í matsskýrslu sem kom út haustið Þar er sérstaklega tiltekið að skólinn þurfi að þróa námsmat í takt við breytta kennsluhætti. Einnig höfum við velt námsmati fyrir okkur lengi og í rauninni má tala um langvarandi óánægju með hefðbundið námsmat
3
Hvað höfum við verið að gera
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Hvað höfum við verið að gera Höfum verið að prófa mismunandi námsmat í hinum ýmsu áföngum. Fengið áhugaverða fyrirlestra m.a. frá Ásrúnu Matthíasdóttur og Ingvari Sigurgeirssyni, Jean McNiff og Guðrúnu Geirsdóttur. Námskeið í Kings College. Sjálfsrýni.
4
Neikvæð áhrif Einkunnir ofmetnar. Keppni á milli nemenda.
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Neikvæð áhrif Einkunnir ofmetnar. Keppni á milli nemenda. Einkunnir eru ofmetnar og ábendingar og umsagnir alls ekki eða illa metnar. Sá siður að bera nemendur saman við hvora aðra gerir nám að keppni en ekki persónulegum sigrum. Þetta hefur einnig þau áhrif að nemendum sem gengur illa eru gefin þau skilaboð að þau vanti hæfileikann og hefur letjandi áhrif á þau.
5
King´s College Assessment Group
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson King´s College Assessment Group Fórum á námskeið í King´s College í London hjá Paul Black og hans fólki vorið 2007. Inside the Black Box eftir Black og Wiliam, 1998. Leiðsagnarmat skilar góðum árangri. Rannsókn innan bresks skólakerfis á árunum 1999/2000. Sex skólar – kennarar í stærðfræði og vísindum. Paul Black og Dylan Wiliam tóku sig til og lásu og rannsökuðu niðurstöður ótal rannsókna á námsmati og útbjuggu samantekt sem þeir gáfu út í þessari grein. Greinin vakti mikla athygli þar sem hún setti fram hugmyndir sem höfðu kraumað innan skólakerfa út um allan heim, en enginn hafði tekið þær allar saman í eina grein og sett fram kenningar og tillögur til breytinga fyrr en nú. Þeirra niðurstaða var sú að leiðsagnarmat (formative assessment) væri vænlegast til að skila árangri, þ.e. væri nemendum helst til hagsbóta. Upp úr fyrrgreindri grein verður til rannsókn innan breska skólakerfisins, þar sem stærðfræði og vísindakennarar við sex skóla gerðu róttækar breytingar á námsmati sínu, undir leiðsögn hvors annars og eftir lestur ótal fræðigreina um námsmat.
6
Niðurstöður rannsóknar
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Niðurstöður rannsóknar Leiðsagnarmat er byggt á eftirfarandi þáttum: spurningum (questioning) skriflegri umsögn/endurgjöf jafningja- og sjálfsmati nemenda leiðsegjandi notkun lokaprófa (formative use of summative tests)
7
Spurningar (questioning)
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Spurningar (questioning) ÁÐUR Kennarar biðu að meðaltali í 0.9 sekúndur eftir svari frá nemendum. Spurningar voru illa ígrundaðar og buðu upp á stutt svör. Nemendur þurftu ekki að segja sitt álit heldur kunna utan að einhverjar skilgreiningar eða rétt eða rangt svar.
8
Spurningar frh. Á rannsóknartíma
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Spurningar frh. Á rannsóknartíma Kennarar fengu tilsögn í spurningasmíð. Umræður á meðal kennara á rýnifundum. Kennarar stunduðu sjálfsrýni og skráðu hjá sér spurningaferlið.
9
Spurningar frh. Niðurstaða Meiri tíma í spurningasmíð.
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Spurningar frh. Niðurstaða Meiri tíma í spurningasmíð. Auka þann tíma sem nemendum er gefinn til að ígrunda spurninguna og mögulegt svar. Áhugaverð verkefni í kjölfar spurninga. Meiri tíma verður að verja í spurningasmíð og aðeins að spyrja spurninga sem eru nauðsynlegar til að auka skilning nemenda á námsefninu. Auka þann tíma sem nemendum er gefinn til að ígrunda spurninguna og mögulegt svar. Ætlast til þess að allir svari og taka til greina bæði rétt og röng svör, því öll svör leiða til umræðu og í átt að réttu svari. Markmiðið er að auka ígrundun nemenda og umræðu frekar en að fá rétt svar í fyrstu tilraun. Verkefni í kjölfar spurninga verða að vera áhugaverð og tengjast umræðunum á undan beint og auka þekkingu þeirra á umræðuefninu.
10
Skrifleg endurgjöf (feedback by marking)
Endurmenntun HÍ A ð vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Skrifleg endurgjöf (feedback by marking) Rannsókn Ruth Butler 1998. Sláandi niðurstaða. Helsta heimildin var rannsókn Ruth Butler (1998) sem birt var 1998, en hún gerði rannsókn á þremur mismunandi aðferðum endurgjafar til nemenda; einkunn, skrifleg endurgjöf og blöndun einkunnar og skriflegrar endurgjafar. Niðurstaðan var sláandi en aðeins þeir sem fengu bara skriflega endurgjöf sýndu framfarir, en engar breytingar urðu hjá hinum.
11
Hugmyndir kennara um endurgjöf: fyrir rannsókn
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Hugmyndir kennara um endurgjöf: fyrir rannsókn Nemendur lesa þær aldrei. Nemendur vilja frekar fá einkunn til að geta borið sig saman við aðra nemendur. Kennarar gefa nemendum ekki tíma til að lesa endurgjafirnar. Endurgjafir eru oft mjög stuttar og óskýrar. Sama endurgjöf er oft endurtekin hjá sama nemenda sem segir manni að nemendur taki þær ekki til sín.
12
Nemendur um endurgjöf: fyrir rannsókn
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Nemendur um endurgjöf: fyrir rannsókn Vilja ekki að kennarar skrifi með rauðum penna þar sem það eyðileggur verkefni þeirra. Vilja að kennarar skrifi vel svo hægt sé að lesa endurgjöfina. Vilja að kennarar skrifi endurgjafir sem eru skiljanlegar (efnislega).
13
Frumvinna Kennarar ræddu endurgjafir og skoðuðu sínar eigin.
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Frumvinna Kennarar ræddu endurgjafir og skoðuðu sínar eigin. Kennarar ræddu grein Butler og niðurstöður rannsóknar hennar. Kennarar fengu leiðsögn um leiðsegjandi endurgjöf.
14
Á rannsóknartíma Mikilvægt að nafn nemanda komi fram í endurgjöf.
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Á rannsóknartíma Mikilvægt að nafn nemanda komi fram í endurgjöf. Nemendur gerðu ekki athugasemdir við að fá ekki lengur einkunnir heldur tóku umsögnum þegjandi og hljóðalaust. Í einum skólanum var fór öll deildin að gefa umsagnir í stað einkunna og það kom öllum á óvart að ekki einn einasti nemandi né foreldri gerði athugasemdir við þessa breytingu.
15
Niðurstaða rannsóknar
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Niðurstaða rannsóknar Skrifleg verkefni ásamt munnlegum spurningum ættu að hvetja nemendur til að þróa og sýna skilning á aðalatriðum þess sem þeir hafa lært. Skrifleg endurgjöf ætti að innihalda umsögn um það sem vel hefur verið gert og það sem þarf að bæta ásamt því að gefa leiðsögn um leiðir að úrbótum. Möguleikar nemenda til úrbóta þurfa að vera í kennsluáætlun.
16
Jafningja- og sjálfsmat
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Jafningja- og sjálfsmat Það að eiga von á jafningjamati fær nemendur til að vinna betur. Jafningjar tala sama tungumál. Nemendur taka gagnrýni frá samnemendum sem þeir myndu alla jafna ekki taka frá kennurum. Endurgjöf nemendahóps til kennara – styrkir rödd nemenda og styrkir samskipti kennara og nemenda í sambandi við námið.
17
Jafningja- og sjálfsmat
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Jafningja- og sjálfsmat Þegar nemendur eru uppteknir við jafningjamat þá hefur kennari tíma til þess að sinna öðrum verkefnum. Nám nemenda verður innihaldsríkara þegar þeir gefa sjálfum sér og öðrum endurgjöf.
18
Jafningja- og sjálfsmat
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Jafningja- og sjálfsmat Sjálfs og jafningjamat hjálpaði kennurum að útbúa það hvað á að meta – það tekur tíma að kenna nemendum að framkvæma jafningja- og sjálfsmat. “The main point here is that peer- and self-assessment make uniqe contributions to the development of students´ learning – they secure aims that cannot be achieved in any other way.” (Assessment for learning, putting it into practise page 53)
19
Mat á námi og mat í þágu náms Hugmyndir R. Stiggins
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Mat á námi og mat í þágu náms Hugmyndir R. Stiggins Mat á námi Mat í þágu náms Tilgangur Að athuga námstöðu Að bæta námið Upplýsingar Fyrir aðra um námið Upplýsa nemendur um framfarir þeirra í námi Áhersla á Áfangamarkmið og viðmið Sett námsmarkmið Dæmi Samræmd próf og skrifleg skólapróf Námsmat sem greinir þarfir nemenda og hjálpar þeim að sjá eigin framfarir Tími Þegar námi er lokið Meðan á námi stendur Samræmd próf, skrifleg skólapróf
20
Hvað þarf að gera til að meta í þágu náms?
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Hvað þarf að gera til að meta í þágu náms? Mat á námi Mat í þágu náms Mat á föstum tíma Sveigjanlegur tími námsmat Hópmiðað námsmat Einstaklingsmiðað námsmat Ásökun og refsing Hvatning og umhyggja Kennarinn talar, nemandinn hlustar Kennari er leiðbeinandi og nemandi framkvæmir Fáir nemendur fá verðlaun Allur árangur er verðlaunaður Meðaltal nemendahópsins Framvinda einstaklingsins Samanburður Væntingar um framfarir Einstaklingsvinna Samvinnu, hópastarf
21
Fimm lyklar að vönduðu námsmati
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Fimm lyklar að vönduðu námsmati Skýr tilgangur (clear purpose) Skýr markmið (clear targets) Traust skipulag (sound design) Árangursrík miðlun (effective communication) Þátttaka nemenda (student involvement) 1. Skýr tilgangur Í byrjun þarf að skilgreina tilgang námsmatsins. Ef megintilgangur þess er að safna upplýsingum fyrir ákvarðanatöku, þurfa kennarar að spyrja: Hvaða ákvarðanir þarf að taka og hver tekur þær? Svarið á að hjálpa kennurum að fá gott yfirlit yfir námsmatið og hvaða upplýsingar gagnast best til að ná hámarksárangri. Hver er tilgangur matsins? Mikilvægt er að: Koma til móts við þarfir þeirra sem nota námsmatið og niðurstöður þess. Huga að því hvernig niðurstöður eru notaðar. Skilja að námsmatsferlið og niðurstöður þess geta verið leiðsögn í námi. Nota niðurstöður sem loka- eða heildarmat til að upplýsa nemendur og utanaðkomandi aðila um árangur nemenda á ákveðnum tíma. Gera námsmatsáætlun sem fléttar saman mati í þágu náms og mati á námi. 2. Skýr markmið Ef markmið eru vel skilgreind og skýr auðveldar það kennurum að skipuleggja skólastarfið, þ.e. ef þau sýna hvað þeir ætla að kenna og hvað þeir ætlast til að nemendur læri. Á námskeiðinu var mikið rætt um hvernig kennarar geta notað markmið aðalnámskrár og gert þau nemendavænni (student-friendly language) sem að áliti Stiggins er mikilvægur grunnur að vönduðu námsmati. Í því felst m.a. að nemendur viti og skilji til hvers er ætlast af þeim og að kennari skoði markmið námsins með nemendum og þjálfi þá í að skilgreina þau og kenni þeim að setja þau fram á einfaldan hátt. Dæmi: „Ég get stigbreytt lýsingarorð“ eða „Eg er að læra að lífverur hafa áhrif hver á aðra“. Hafa skýr markmið og geta gert þrepamarkmið nemendavænni. Gera sér grein fyrir að það eru mismunandi gerðir af námsmarkmiðum sem útskýra þarf vel fyrir nemendum. Setja markmið um mikilvægustu námsþættina, það sem nemendur eiga að vita og geta gert. Gera ítarlega námsmatsáætlun. 3. Traust skipulag Þegar tilgangur og markmið hafa verið ákveðin er komið að því að skipuleggja námsmatsferlið. Mikilvægt er að kennarar velji viðeigandi matsaðferð og hugi að innihaldi námsmatsins. Þjálfunaráætlunin er m.a. til að hjálpa kennurum að læra um hinar fjölbreyttu matsaðferðir, s.s. skriflegt mat (próf), mat á ritunarverkefnum, frammistöðumat eða umræður (viðtöl). Þessar aðferðir geta stuðlað að eða gefið upplýsingar um árangur nemenda. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að: Það eru til mismunandi matsaðferðir. Velja þarf matsaðferð sem hentar þeim námsmarkmiðum sem verið er að meta. Námsmatið sé í samræmi við tilgang þess. Safna þarf viðeigandi gögnum og hafa matsspurningar fjölbreytilegar. Forðast þarf hlutdrægni sem getur gert niðurstöður ónákvæmar. 4. Árangursrík miðlun Næst eru það niðurstöður matsins en þeim þarf að skila fljótlega eftir að mat hefur farið fram og gera nemendum grein fyrir þeim. Hægt er að fara mismunandi leiðir við endurgjöf og vitnisburð. Á námskeiðinu var stuttlega fjallað um einkunnir en megináherslan var á lýsandi endurgjöf (decriptive feedback) til nemenda og hvernig hún getur hjálpað þeim í náminu. Miðla upplýsingum á viðeigandi hátt og huga að því hvernig upplýsingum er komið á framfæri, s.s. einkunn, umsögn, viðtal – allt eftir því hvaða námsmarkmið verið er að meta og hverjir eiga að nota niðurstöðurnar. Huga vel að því hvernig nemendum er gefin einkunn, hvað liggur að baki henni og hvernig henni er komið á framfæri við nemendur. Túlka og nota niðurstöður samræmdra prófa. Miðla gagnlegum upplýsingum til nemenda og annarra (foreldra, skólastjórnenda, fræðsluyfirvalda). 5. Þátttaka nemenda Einn af meginlyklunum að vönduðu námsmati er að nemendur taki þátt í námsmatsferlinu. Leggja þarf áherslu á að veita nemendum upplýsingar um framkvæmdina, fá þá til samstarfs um skipulag og framkvæmd námsmatsins og taka þátt í að miðla niðurstöðum. Segja má að í þessu felist að gera nemendur færa um að segja sögu af eigin árangri. Útskýra námsmarkmiðin vel fyrir nemendum. Fá nemendur til að taka þátt í matinu, að fylgjast með eigin árangri og að setja sér markmið um námið. Fá nemendur til að taka þátt í að miðla upplýsingum um eigið nám. Lyklarnir að vel unnu námsmati eru byggðir á niðurstöðum rannsókna og talið er að sé eftir þeim farið geti það haft mjög jákvæð áhrif á nám nemenda. Hlutverk þjálfunaráætlunarinnar er m.a. að hjálpa kennurum að auka fjölbreytni námsmats með það að markmiði að auka námsárangur. Það má vera ljóst að ekki er nóg að lesa um lyklana því til að stuðla að breytingum á námsmati er mikilvægt að kennarar gefi sér tíma og séu viljugir að vinna saman að því að breyta hefðinni í námsmati. Reynslan af því að nota lyklana hefur sýnt að nemendur öðlast aukna hæfni í að stjórna eigin námi, bæði til skemmri og lengri tíma litið.
22
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson
Samantekt
23
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson
Heimildir Black, P., Harrison, C., Lee, C., Marshall., B., Wiliam, D., (2006). Assessment for Learning, putting it into practice. Berkshire: Open University Press. Black, P., og Wiliam, D., (1998). Inside the black box. Raising standard through classroom assessment. Phi Delta Kappan 80 (2), Erna Ingibjörg Pálsdóttir, (2007). Að hafa forystu um þróun námsmats. Netla. Sótt 29. nóvember af http: //netla.khi.is/greinar/2007/010/index.htm. Stiggins, Rick og Chappuis, Stephen, (2005). Putting testing in Perspective: It´s for Learning. Sótt 30. desember 2007 af Stiggins, Rick, (2002). Assessment Crisis: The Absence Of Assessment FOR Learning. Sótt 25. nóvember 2007 af Stiggins, Rick, (2007). Assessment Through the Student's Eyes . Educating the Whole Child. Sótt 12. desember 2007 af 6f762108a0c/?javax.portlet.tpst=d5b9c0fa1a f762108a0c_ws_MX&javax.portlet.p rp_d5b9c0fa1a f762108a0c_journaltypeheaderimage=/ASCD/images/multifiles/p ublications/elmast.gif&javax.portlet.prp_d5b9c0fa1a f762108a0c_viewID=article_ view&javax.portlet.prp_d5b9c0fa1a f762108a0c_
24
Krækjur http://netla.khi.is/greinar/2007/010/index.htm
Endurmenntun HÍ Að vanda til námsmats Ingvar Sigurgeirsson Krækjur
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.