Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Fjárfestingarbankar Dr. Ásgeir Jónsson
2
Viðskiptabankar og fjárfestingabankar
3
Tegundir bankastarfsemi
Retail Banking – hefðbundin bankastarfsemi með útíbúum og innlánastarfsemi Investment Banking – Miðlun fjármagns í gegnum fjármálmarkaði Universal Banking – Alhliða fjármálaþjónusta + bankaviðskipti
4
Retail banking - Viðskiptabankastarfsemi
Bankaviðskipti í hefðbundnum skilningi með innlánum og útlánum. Mikil velta, lítil framlegð. Aðaláherslan á ‘maturity transformation’ í gegnum seljanleikatryggingu og greiðsluþjónustu þar sem almenningur leggur inn fjármuni á lágum eða engum vöxtum sem síðar er nýtt til útlána. Gríðarlegur fastur kostnaður með útibúaneti, greiðslukerfi etc. en breytilegur kostnaður er lítill. Viðskiptabankar þurfa sífellt að vera á verði gagnvart lausafjáráhættu, útlánaáhættu og svo framvegis. Viðskiptabankastarfsemi er samt sem áður mun áhættuminni en aðrar tegundir bankastarfsemi ef nægjanlega góð seljanleikatrygging er til staðar með A) innlánatryggingu og B) Seðlabanka sem lánveitenda til þrautarvara.
5
Retail bankar – meðferð uppýsinga
Viðskiptabankastarfsemi byggir á staðbundnum upplýsingur – sbr. Kirkjuturns- lögmálið. Bankar leyfa viðskiptavinum sínum nær ókeypis afnot að greiðslukerfum sínum til þess að geta nýtt upplýsingarnir við greiðslumat. Bankaleynd felur í sér þagnarskyldu bankastarfsmanna sem skapar persónuvernd fyrir viðskiptamenn en ekki til þess að vernda bankamennina sjálfa. Fjárhagsupplýsingar eru viðkvæmar fyrir flesta ef ekki alla – óháð efnahag – þar sem þær hluti af einkalífi fólks. Upplýsingar hvað fólk skuldar, hvað fólk á og í hvað fólk eyðir peningum er það sem þessi þagnarskylda verndar. Bankaleynd kemur því í veg fyrir að hægt sé að kúga fólk sem lendir upp á kant við stjórnvöld, stjórnmálaflokka, ríkisstofnanir, stórfyrirtæki eða jafnvel fyrrverandi maka með því að leka upplýsingum í fjölmiðla eða hvískra þeim með öðrum hætti inn í opinbera vitneskju. Bankaleyndin er því hluti af vernd þegnanna í lýðræðislegu samfélagi og grundvöllur þess að hægt sé að halda fjármagni í íslenska bankakerfinu.
6
Viðskiptabankastarfsemi á Íslandi
Viðskiptabankastarfsemi hefur ekki skilað arði frá 2003 Ísland varð „yfir-bankað" land á árunum þar sem opnun útibúa var eini flötur samkeppni á þeim tíma. Það hefur aldrei verið undið ofan af þessu óhagræði. Bankarnir þrír hófu að endurlána erlent heildsölufjármagn eftir opnun fjármagnsjafnaðar 1995 og árið 2003 var hlutfall innlána af útlánum 30-40% hjá þeim öllum. Góð lánskjör ytra þrýstu einnig niður vaxtamun. Eftir einkavæðingu bankanna 2003 og á tímum útrásar skilaði viðskiptabankastarfsemi engri arðsemi hjá neinum aðila á Íslandi en hún reksturinn gaf þó betra lánshæfi og stöðugri tekjum. Hagræðing er óumflýjanleg – hærri vaxtamunur skilar hærri arðsemi Þar sem erlent heildsölufjármagn stendur ekki lengur til boða er hagræðing óumflýjanleg. Starfsemin mun þó að öllum líkindum verða arðbærari þar sem vaxtamunur fer vaxandi, m.a. vegna hærra lánsfjárálags. Takmörk fyrir hagræðingu Svo lengi sem krónan er við lýði verða þrír viðskiptabankar að vera til staðar á milibankamarkaði – annars er enginn gjaldeyrismarkaður til staðar. Miklar áhyggjur núna ytra vegna samþjöppunar í viðskiptabankastarfsemi og too-big-to-fail málum – m.a. hefur verið stungið upp á þeirri lausna að setja þak að hlutdeild eins banka af innistæðum.
7
Verðtryggður vaxtamunur innlánastofnana
8
Lægstu vextir verðtryggðra íbúðalána
9
Framlag til útlánavaxtar 2002-2008
10
Framlag til útlánavaxtar 2009-20015
11
Skipulag fjárfestingarbanka
12
Investment banking – whole sale funding
Heildsölubankar hafa 4 einkenni. Háðir fjármögnun á millibankamörkuðum Mikil viðskipti með erlendar myntir Lítil velta, mikil framlegð – áhersla á „off-balance sheet activities”. Fjármögnun sniðin að hæfi kúnnans (Liability management) Tímalengdir eigna og skulda standast yfirleitt nokkuð á hjá heildsölubönkum ‘maturity match’. Þeir geta ekki notað ‘law of large numbers’ til þess stunda maturity mismatch Heildsölubankar taka fjármuni að láni á millibankamörkuðum tiltölulega háum vöxtum og hafa þannig breytilegan kostnað en sleppa við fasta kostnaðinn sem fylgir viðskiptabankastarfsemi. Þannig eru heildsölubankar ‘liquidity distributers’ fremur en ‘liquidity makers’ og skapa virði með ‘delegated monitoring’ etc. Heildsölubankar eru viðkvæmir fyrir óróleika á mörkuðum og hækkunum á fjármagnskostnaði þar sem þeir fjármagna sig iðulega á breytilegum vöxtum á millibankamarkaði.
13
Investment banking – hefðbundnar skilgreiningar
Broker-Dealers "underwrite" (guarantee the sale of) stock and bond issues, trade for their own accounts, make markets, and advise corporations on capital markets activities such as mergers and acquisitions. Merchant banks were traditionally banks which engaged in trade finance. The modern definition, however, refers to banks which provide capital to firms in the form of shares rather than loans. Unlike venture capital firms, they tend not to invest in new companies. The phrase "Dictum meum pactum" - my word is my bond-, embraces the idea of fidelity between investment banker and client.
14
Investment banking – Broker-Dealers
Fjárfestingabankar eiga það sameiginlegt með viðskiptabönkum að sinna fjármálalegri milligöngu (e. financial intermediation) á grundvelli upplýsingasöfnunar. En miðlunin fer fram á fjármálamörkuðum þar sem bankinn leiðir saman kaupendur og seljendur og skapar markaði fyrir þá. Höfuðhlutverk fjárfestingabanka er því að leysa þau upplýsingavandamál sem fylgja frumútgáfum á fjármálamarkaði með því áætla markaðsverð fyrir þær. Hér er um mikla hagsmuni að ræða því mikill álitshnekkir fylgir því ef útboð misheppnast vegna þess að áætlað verð var of hátt og einnig er það gríðarlegt tap að selja útgáfur undir markaðsvirði. Gjaldið sem fjárfestingabankinn tekur fyrir þjónustu sína felst í þóknunum sem útgáfuaðili greiðir. Upphaflega voru fjárfestingarbankar með mjög lítinn efnahagsreikning og sinntu í raun aðeins milligöngu milli fjárfesta og framboðsaðila.
15
Broker-Dealers – Meðferð upplýsinga
Fjárfestingabankar stunda „secondary trading" með mjög lágum þóknunum og skapa seljanleika á mörkuðum til þess að afla nauðsynlegra upplýsinga sem gera honum kleyft að verðleggja frum-útgáfur. Samhliða útgáfunni sjálfri veitir bankinn útgáfaðilunum ýmis konar þjónustu sem einnig skapa þóknanatekjur. Hér mætti nefna sölutryggingu útboðsins (e. underwriting), markaðsvakt til þess tryggja seljanleika útgefinna bréfa á eftirmarkaði, tryggir upplýsingastreymi til fjárfesta með reglulegri birtingu greininga eða jafnvel útlán til fyrirtækisins. Útboðin eru oftast hluti af einhverju mjög viðtæku ferli, samrunum, yfirtökum, nýjum fjárfestingum og nýrri fjármögnun sem felur í sér endurmótun á fyrirtæki. Einnig hægt að hagnýta upplýsingar frá „Broker Dealer" starfseminnni til þess að stunda ýmsa skylda starfsemi, s.s. eignastýring, eigin stöðutaka og svo framvegis.
16
Merchant Banking – Private equity
Merchant Banking er mjög gömul tegund af bankastarfsemi sem byggir á því að bankar lána ekki út heldur kaupa hlutafé í fyrirtækjum. Lánastarfsemi er „fixed income" – þ.e. það besta sem getur komið fyrir er að bankinn fái vexti og höfuðstól til baka á tilgreindum tíma. Stöðutaka í hlutafé er „residual claim – ef vel gengur nýtur bankinn ágóðans. Sum fyrirtæki eða fjárfestingaverkefni eru áhættusöm en bjóða upp á gríðarlega ávöxtun ef vel tekst til. Í slíkum tilvikum er vongildið mun hærra af því að kaupa eiginfé en veita lán. Merchant banking er oft kallað „private equity" og er stundað af vogunarsjóðum og ýmsum fjársterkum aðilum. Nútíma fjárfestingabankastarfsemi byggir á samþættingu Broker-Dealer og Merchant Banking.
17
Nútíma fjárfestingabanki – byggir á þóknunum
Framlína Fjárfestingabankastarfsemi – fjármálaleg milliganga með aðstoð fjármálamarkaða. Ráðgjöf, miðlun, útgáfa hlutabréfa og skuldabréfa og svo framvegis. Eignastýring – stýring eignasafna fyrir stofnanir og einstaklinga. Merchant banking (private equity) – fjárfestingar í hlutafé óskráðra fyrirtækja. Greining og ráðgjöf – leiðbeiningar um fjárfestingar og umbreytingar fyrirtækja. Miðlína Áhættustýring – Fjármögnun og fjárstýring – .Regluvörður- innra eftirlit Baklína Bakvinnsla – Tölvur og tækni Galdurinn við fjárfestingabankastarfsemi er að láta alla framlínuþættina vinna saman að þjónustu fyrir kúnnan og skapa þannig bæði þóknanir fyrir bankann og árangur fyrir viðskiptavininn.
18
Fjárfestingabankastarfsemi – veltubók og fleira
Veltubók með góðri áhættustýringu er límið í fjárfestingabankastarfsemi Sér um markaðsvakt og stuðlar að skilvirkri markaða – býr mótaðla í miðlun og sölu – skapar grundvöll fyrir sölutryggingu í útboðum. Í stuttu máli viðheldur veltubókin seljanleika á þeim fjármálamörkuðum sem fjárfestingabankastarfsemin nýtir sér til ábata. Veltubókin er líka einn helsti farvegurinn fyrir stöðutöku bankans sjálfs og áhættuprófíl Fjárfestingabankastarfsemi er fyrst og fremst rekin áfram af mannauði! Í sínu hreinasta formi bindur fjárfestingabankastarfsemi ekki mikið af fjármagni nema þá að lánabók bankans sé notuð meðfram fjármálamarkaðinum og veltubókin taki stöður með viðskiptavinum sínum. Fjárfestingabankastarfsemi var minna háð reglugerðum Gert ráð fyrir markaðsaga – að stórir fjárfestar kunni fótum sínum forráð þegar lána eða eiga viðskipti við bankann. Lánshæfisfyrirtæki áttu einnig að veita aga.
19
Starfslína fjárfestingabanka – íslenska bankalíkanið
Í upphafi er lítið fyrirtæki í einkaeigu sem hefur gott viðskiptaplan eða áætlanir um stækkun eða útrás. Fyrirtækið ræðir við fyrirtækjaráðgjöf einhverra bankanna sem leggur á ráðin með stækkun og/eða kaup á öðrum fyrirtækjum. Bankinn útvegar síðan alhliða fjármögnun með beinum lánveitingum (debt finance), kaupum á hlutafé (equity finance) eða lánaábyrgðum (underwriting). Athugið að eguity finance er mjög mikilvægt. Sýnir fyrirtækinu að bankinn hafi fulla trú á því að áætlanir gangi eftir. Bankinn er þá líka í betri aðstöðu til þess að fylgjast með. Oftast var reglan sú að bankinn skipar ekki menn í stjórn fyrirtækisins þrátt fyrir að eiginfjárhlutur gæti leyft slíkt. Þegar reksturinn er farinn að sýna árangur mun bankinn aðstoða við skráningu á hlutabréfamarkaði og ábyrgast útboð á hluta/skuldabréfum. Þegar áætlanir um vöxt hafa gengið eftir mun bankinn selja sinn hlut í fyrirtækinu og taka hagnað. Þessi feril er dæmigerður fyrir Actavis, Bakkavör, Baug, Medicare Flögu, Össur og fleiri fyrirtæki. Hlutirnir ganga þó ætíð misvel.
20
Fjárfestingabankar - Kínamúrar
Nútíma fjárfestingabankastarfsemi byggir á sambýli og samlegð milli nokkurra ólíkra tekjueininga sem fara með hagsmuni sem geta stangast á. Dæmi af veltubók hvernig að bankinn getur komið aftan að viðskiptavinum. Sjálfstæði veltubókar frá greiningu – alltaf hætta á ”front-running” ef ný greining er á leiðinni. Sjálfstæði veltubókar frá miðlun – ”front running” ef stór viðskipti er í vændum Sjálfstæði veltubókar frá fyrirtækjaráðgjöf – hagnýting innherjaupplýsinga um ný útboð Sjálfstæði veltubókar frá eignastýringu – gæti bankinn freistast til þess að losa sig við einhver bréf og koma þeim fyrir í eignastýringu? Fjárfestingabankastarfsemi gerir kröfu um kínamúra – þ.e. aðgangstakmarkanir á milli ólíkra deilda bæði hvað varðar umgang og upplýsingar. Þannig þarf alltaf tvo í tveim deildum til að svindla en enginn einn á að geta uppgötvað eitthvað ”óvart”. Starfsmenn geta einnig unnið gegn hagsmunum bankans s.s. með því að sækjast um of eftir þóknunum og láta bankann taka of mikla áhættu í því skyni. Það gæti gerst t.d. Með því að lána ógætilega til þess að tryggja þóknanir frá fyrirtækjaverkefnunum. Fjárfestingabankar eru hins vegar að eiga viðskipti við upplýsta og stóra fjárfesta – aginn verður að koma frá markaðinum og því orðspori sem þeir skapa sér.
21
Hlutverk fjárfestingabanka
22
Spurningin um fjármálalega milligöngu - viðskiptabankar
Fjármálaleg milliganga viðskiptabanka snýst um að leysa þau vandamál sem fylgja ósamhverfum upplýsingum með hagkvæmum hætti. Þeir safna að sér upplýsingum, halda þeim leyndum og mynda síðan útlánasafn sem byggir á þessum upplýsingum og almennum „portfolio“ sjónarmiðum um dreifingu áhættu. Innistæðu-eigendum er gefið fullkomið öryggi um endurgreiðslu (og það með ríkisábyrgð) – þeir þurfi því ekki að vita neitt áður en þeir leggja peningana sína á vexti inni í lokuðum kassa sem fjárfestir peningum þeirra með leynilegum hætti. Stundum haft í flimtingum að árangur viðskiptabanka felist í því að eiga í viðskiptum við illa upplýsta aðila á skuldahlið en ákaflega klára aðila á eignahlið! Viðskiptabankar sjá þannig um að lækka upplýsingaþröskulda (Informational Barriers) sem ella myndu koma í veg fyrir að fjármagn gæti komist frá sparendum til fjárfestingaraðila. Fjármálaleg milliganga þeirra snýst því um að „nota-efnahagsreikninginn„ og leysa fjármálamarkaðinn af hólmi enda of dýrt og áhættusamt fyrir „venjulegt fólk“ að nota markaðina sjálft.
23
Spurningin um fjármálalega milligöngu - fjárfestingarbankar
Fjárfestingarbankar stunda sína fjármálalegu milligöngu á fjármálamarkaði með því að lækka upplýsingaþröskulda á milli sparenda og fjárfestingaraðila (frumkvöðla). Þeir leysa ákveðin upplýsingavandræði á fjármálamarkaði sem fylgja því að verðleggja nýjar eignir sem hafa ekki enn fengið markaðsverð. Í þeim skilningi er hægt er að líta á fjárfestingarbanka sem „markaðsherma“. Vandmálið með ósamhverfar upplýsingar einnig til staðar á fjármálamarkaði: Hvata vandamálið: Af hverju vilja eigendur fyrirtækis þynna sjálfan sig út með því að gefa út nýtt hlutafé? Eru verið að pranga út gallaðri vöru? Glugga-gægju vandamálið : Fyrirtæki eiga mjög erfitt með að leyfa utanaðkomandi aðilum að sjá inn í rekstur sinn án þess að fórna samkeppnishagsmunum. Fjárfestingarbankar koma fram sem trúnaðaraðilar sem fá trúnaðarupplýsingar frá fyrirtækinu sem þeir nota til þess að áætla markaðsverð á fjármálagerningum þess – og fullvissa fjárfesta um að engin annarleg sjónarmið sé til staðar. Fjármálaleg milliganga fjárfestingarbanka snýst því fremur um úrvinnslu upplýsinga fremur en söfnun þeirra.
24
Spurningin um „Network“
Fjárfestingarbankar hljóta að viðhalda Informational network – náið samband við „information producers“ sem eru markaðsaðilar á ýmsum stærðum og gerðum. Liquidity network – náið samband við stóra fjárfesta er hafa djúpa vasa Þessir „network“ aðilar eru síðan tilbúnir að greiða fjárfestinarbönkum þóknanir og gefa þeim upplýsingar fyrir vísun á góðar fjármálaeignir. Fjárfestingarbankar geta síðan fjárfest sjálfir í „upplýsingum“ og „seljanleika“ Upplýsingafjárfestingar. Greiningardeild vinnur úr opinberum upplýsingum Fyrirtækjaráðgjöf vinnur úr óopinberum, trúnaðarupplýsingum Seljanleikafjárfestingar. Eignastýring sem er sjálfkrafa er kúnni Veltubók getur tekið skammtímastöður Stækkun efnahagsreiknings er leyfir stórar langtímastöðutökur
25
Mikilvægi eftirmarkaðarins (Secondary trading)
Miðlun fjármálaeigna á eftirmarkaði er skapar aðgang að bæði upplýsingum og seljanleika fyrir fjárfestingarbanka. Tilefni og tækifæri fyrir samskipti og viðskipti við helstu markaðsaðila Tryggir að starfsmenn séu í sífelldri „þjálfun“ og ávallt með „market sentiment“ í fingrunum. Tryggir að kaupendur frumútgáfna geti selt eignir sínar með lágmarkskostnaði. Söluþóknanir vegna miðlunar á eftirmarkaði gæti skilað hagnað, eða að minnsta kosti greitt fastann kostnað vegna þeirra innviða sem þurfa að vera til staðar. Miðlun er nauðsynlegur hluti af ýmissi annarri þjónustu sem fjárfestingabankar bjóða sem tengjast afleiðum, framvirkum samningum og fleira. Á þróuðum mörkum skilar miðlun á eftirmarkaði litlum sem engum hagnaði – hinir raunverulegu peningar verða til með frumútgáfum. Starfsemi fjárfestingarbanka skilar þannig jákvæðum ytri áhrifum þannig að hægt er alla að eiga viðskiptum með litlum mun á kaup- og sölugengi.
26
Spurningin um mannauð og bónusa
Fjármálaleg milliganga fjárfestingabanka byggir á mörgum óformlegum ferlum sem eru tengdir persónulega við starfsmenn. Þetta er orðað svo að fjárfestingabankastarfsemi byggi á „tacit skills“ eða „óyrtum hæfileikum. (samkvæmt orðabók þýðir tacit; understood without being spoken). Óyrtir hæfileikar fela það í sér að ekki er hægt að skilja að afköst og persónu; fjölmargir af þeim ósýnlegu þráðum sem mynda fjárfestingabankastarfsemi liggja á milli persóna. Tölvur og háskólagráður búa ekki sjálfkrafa til traust, innsæi né samskiptahæfni. Mannauðurinn er verðmætasta eign fjárfestabanka en fer út úr bankanum að hverjum vinnudegi loknum og er frjáls ferða sinna. Þetta leiðir til þess að fjárfestingabankafólk er í sterkri stöðu gagnvart vinnuveitanda sínum og gert kröfu um að fá hluta af hagnaði bankans. Á eldri tíð voru allir fjárfestingarbankar reknir sem „partnership“ þar sem starfsmenn áttu bankann og skiptu með sér ábatanum. Í seinni tíð hefur það tíðkast að starfsmönnum sé gefið hlutdeild í hagnaði með afkastatengdum launakerfum (bónusum) og/eða valréttum til hlutabréfakaupa.
27
Mikilvægi óyrtra hæfileika fyrir fjárfestingarbanka
28
Um samkeppni á milli fjárfestingarbanka og viðskiptabanka
Tölverð mikil skörun getur verið á starfsemi fjárfestingarbanka og viðskiptabanka hvað varðar fjármögnun fyrirtækja –skilin á milli þeirra hafa orðið óskýr á síðari árum. Fjárfestingarbankar hafa í auknum mæli veitt bein lán samhliða fjárfestingarverkefnum – „lánað inn í díla“. Viðskiptabankar hafa í auknum mæli farið að veita fyrirtækjum ábyrgðir og tryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninda og þannig „notað-efnahagsreikninginn“. Samkeppni um „díla“ hefur orðið til þess að skuldsetning (leverage) hefur orðið að ráðandi þætti í fjárfestingabankastarfsemi – þar sem verkefnin hafa gengið til þess aðila er bæði mestu skuldsetninguna á sem bestu kjörum. Í stað þess að fjárfestingarbankinn hafi umsjón með því að fjármálaeignir fari á milli tveggja aðila – líkt og tíðkaðist fyrir 1990 – er hann í auknum mæli að taka stórann hluta af þessum fjármálaeignum á sinn eigin efnahagsreikning. Þetta sást vel í mörgum skuldsettum yfirtökum „leveraged buy-outs“ í fjármálabólunni.
29
Alhliða bankar
30
3. Universal banking – Alhliða bankaþjónusta
‘Universal’ banks eru í tryggingastarfsemi, fjárfestingastarfsemi, sjá um hlutabréfaviðskipti og gera flesta þá hluti er fyrirtæki á fjármálamarkaði gera. Raunar var universal banking leyft í flestum löndum heimsins nema í Bandaríkjunum en fram til 1999 var í gildi aðskilnaður viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi. Í Þýskalandi eru allir stórir bankar universal og í Bretlandi er bönkum leyft að stunda universal banking út frá dótturfélögum sínum. Universal banking ætti að gefa færi á breiddarhagræði (economies of scope) þar sem fjölbreytt viðfangsefni standa bönkunum til boða. Hins vegar gætu önnur vandamál skapast vegna annarra þátta, hagsmunaárekstra, samkeppnismála etc. Gríðarleg umræða um universal banking í Bandaríkjunum á tíunda áratugnum um leið og slakað var á höftum í bankarekstri.
31
Arfleifð kreppunar miklu 1933
Í kreppunni miklu á fjórða áratug tuttugustu aldar fór þriðjungur af bönkum Bandaríkjanna á hausinn. Bankamenn urðu fyrir mikilli gagnrýni fyrir að nota sparifé almennings í stöðutökur, lán til hlutabréfakaupa og önnur áhættusöm útlán. Niðurstaðan var sú að skilja á milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi og ríkistryggja innlán árið 1933. Þetta leiddi af sér tvöfalda þróun – viðskiptabankar með ríkistryggingu sem fengu strangt aðhald frá ríki og fylkisstjórnum og gátu ekkert beitt sér á fjármálamarkaði. Fjárfestingabankar uxu upp með mikið frelsi til athafna og urðu leiðandi í fjármálalífinu. Bandarískt fjármálalíf óx upp sem “markaðsbyggt” (market based) fremur en “bankabyggt” (bank based) líkt og þekktist í Evrópu Fjármálaleg milliganga fór að miklu leyti fram á markaði, s.s. með útboðum, með ráðgjöf téðra fjárfestingabanka og með tryggingu þriðja aðila – s.s. tryggingafélaga.
32
Nýir vindar eftir 1999 Glass-Steagall lögin voru afnumin árið 1999 og bandarískir fjárfestingabankar lendu í samkeppni við viðskiptabanka (Citigroup eða Chase) með stóran efnahagsreikning. Samhliða varð samkeppnin mun harðari í miðlun og ráðgjöf og þóknanir skruppu saman – hefðbundin fjárfestingabankastarfsemi af sér mun minni tekjur. Fjárfestingabankarnir brugðust við með því að stækka efnahagsreikninginn til þess að geta tekið aukna principle áhættu auk þess að byggja upp eignasafn með lítt seljanlegum eignum - .s.s. með ýmsum tegundum af afleiðum. Salomon Brothers voru frumkvöðlar í því að reka eigin viðskipti (prop-trading) og það gaf ákveðið samkeppnisforskot í miðluninni. Stækkun efnahagsreiknings var fjármögnuð með auknu eigin fé og langtíma heildsölufjármögnun – fjárfestingabankar teygðu sig lengra í maturity transformation og illiquidity. Þetta bankalíkan skilaði ótrúlegum hagnaði
33
Sagan kominn í hring Kostirnir við viðskiptabankastarfsemi eru stöðugar tekjur ( af útlánum og greiðsluþjónustu) og örugg ríkistryggð fjármögnun (með innlánatryggingu). Þetta er sá bakstuðningur sem margir telja að fjárfestingabankastarfsemi þurfi á að halda til þess að geta staðið að baki efnahagsreikningi með lítt seljanlegum eignum og langvarandi niðursveiflu á mörkuðum. Nú er einnig búist við hertari reglum á fjármálamarkaði sem munu eyða frjálsræðisyfirburðum fjárfestingabanka í Bandaríkjunum. Að mati margra gerði helgin september með gjaldþroti Lehmans útslagið með það að “universal” bankar munu aftur verða ráðandi í Bandaríkjunum. Það verða vitanlega til fjárfestingabankar í framtíðinni en þeir verða smærri í sniðum og sérhæfðari – sumir verða eins og vogunarsjóðir, aðrir hrein miðlunarfyrirtæki, enn aðrir í e.k. ráðgjöf. Sagan er því kominn í hring.
34
Nýjar áhyggjur að vakna?
Á síðustu misserum hefur átt sér stað gríðarleg samþjöppun meðal bankastofnana þar sem opinber yfirvöld hafa mjög unnið að framgangi þess að veikar fjármálastofnanir séu teknar yfir af þeim sterkari. Nýr ótti hefur nú skapast að nú séu að myndast bankarisar sem séu svo kerfislega mikilvægir að þeir hafi ríkisvaldið í bóndabeygju. Citigroup, til að mynda, er undir miklum þrýstingi að selja frá sér einingar og minnka umfangið. Sagt að áætlanir Citigroup um að vera "financial supermarket" hafi í raun komið út sem "financial shopping mall" með of mörgum og of stórum einingum sem hafi aldrei náð saman. Álíka árangri í samlegð er spáð fyrir mörg "shotgun-weddings" samrunum sem hafa átt sér stað í kreppunni.
35
Útibú og greiðsluþjónusta er núna málið!
Sumir eru á því að fjárfestingabankastarfsemi geti vel staðið ein og sér um leið og fjármálamarkaðirnir taka aftur við sér. En hvenær gerist það? Líklegt að undanfarin bankagjaldþrot og tap skuldabréfafjárfesta muni leiða til þess að heildsölu- og millibankafjármögnun verði dýr á næstu árum. Ríkistryggðar “retail” innistæður eru orðnar mun hagkvæmari fjármögnunarmáti í þessum samanburði. Útibú og greiðsluþjónusta er orðin mun eftirsóknarverðari starfsemi en áður var – forsenda þess að geta staðið í fjárfestingabankastarfsemi þar sem eigin efnahagsreikningur á að koma að notum. Mjög neikvæð umræða í Bretlandi um alhliða (universal) banks sem hafi fórnað þjónustuhlutverki viðskiptabankans í áhættusamri fjárfestingabankastarfsemi.
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.