Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Valverkefni og sjálfsmat
Freyja Rós Haraldsdóttir 12. ágúst 2016 Valverkefni og sjálfsmat Að finna leið til þess að meta það sem ég er að kenna í stað þess að kenna það sem er auðvelt að meta
2
Námsmat í FÉLA1AA05 vor 2016 Í ML
Vinnubók 30% Teiknimyndaverkefni 20% Valverkefni 25% Próf 25% Fyrir mér er þetta eitthvað sem mér myndi þykja sniðugt en ekki endilega taka skrefið sjálf. Frekar freistast til þess að vera meira stýrandi – því það er öruggara, þægilegra, fyrirsjáanlegra. Það krefst því hugrekkis – að segja: „…25% valverkefni. Þið eigið að gera eitthvað, einhvernveginn. Spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu. Og ég mun gefa ykkur sanngjarna einkunn – hvað sem ykkur dettur nú í hug að gera…“ Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
3
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
Nemendur velja efni, aðferð, framsetningu og tengingu. Efni/þema – t.d. ljósmyndun Áhersla á áhuga Aðferð – t.d. lesa sér til á netinu, gera könnun og taka myndir Áhersla á virkni og sjálfstæði Framsetning – t.d. búa til vefsíðu Áhersla á miðlun Tenging við félagsfræði – t.d. hnattvæðing, samfélag, menning, gildi Áhersla á hugtök Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
4
Dæmi um hugtök úr grunnáfanga í félagsfræði
menning, gildi, viðmið, félagslegt taumhald, viðgjöld, þjóðhverfur hugsunarháttur, afstæðishyggja, menningarsjokk, hnattvæðing, menningarkimar, minnihlutahópar, fjölmenning, samfélag, félagsgerð, staða, hlutverk, stöðutogstreita, hópar, félagsleg kerfi, sjálfbærni, félagsmótun, frummótun, endurmótun, víxluð mótun, spegilsjálfið, tákn, fjölskyldan, skilnaður, ofbeldi, stjórnmál, þrískipting valdsins, fulltrúalýðræði, meginstoðir lýðræðisins, mannréttindi, trúarbrögð Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
5
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
Félagsfræðikennarar hugsa saman Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
6
Hvernig verkefni komu út úr þessu?
Hvatt til hópavinnu Urðu: 4 einstaklings 4 para 4 hópa (3-4 í hóp) Efni: Ljósmyndir, Donald Trump, einangruð börn, hestamennska, rapp, ofbeldi, drusluskömm, félagsmótun, fötlun+ samskipti, tölvuleikir, flóttafólk. Framsetning: 2 vefsíður, 3 pistlar, 2 fyrirlestrar, 4 myndbönd, 1 tónlistarmyndband +veggspjöld, kynningar í bekknum, tölvupóstsendingar o.þ.h. til frekari miðlunar í bekknum/skólanum Hluti nemenda gerðu um eitthvað sem virkilega vakti áhuga þeirra. Aðrir nýttu tækifærið ekki eins vel – voru svona að reyna að redda sér. Sumir fóru „öfuga leið“ og höfðu áhuga á t.d. að gera myndband og reyndu síðan að finna út hvert efni þess ætti að vera. Sumir byrjuðu á að velja sér samstarfsfélaga og fóru svo að finna út sameiginlega hvað væri áhugavert að fjalla um. Allir fengu þó tækifærið til að velja og það sendir ákveðin skilaboð til nemenda. Tækifæri til að tengja félagsfræðina við sitt efni. Nemendur oftast ekki sérstaklega frumleg í framsetningunni. Myndband er þó ekki það sama og myndband - í einu myndbandinu var t.d. listrænn gjörningur og frumsamin stef. Kennarinn getur reynt að vera hvetjandi. Hvatt þau til að taka áhættu og prufa alveg nýjar leiðir. Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
7
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
„Það er í rauninni alveg sama hvernig ljósmynd það er, undirmeðvitundin okkar túlkar alltaf myndina og notar hana til að hjálpa okkur að skilja fólkið og umhverfið í kringum okkur. Og skapar þannig ákveðna upplifun af umhverfinu.“ Hún vill skilja meira um ljósmyndun og ljómaði af því að ræða um áhugamálið sitt og fá að hugsa um það á nýjan hátt með því að tengja það við félagsfræðilegt sjónarhorn. Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
8
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
QR kóði virkar sem auglýsing/aðgangur að fræðslumyndbandi á youtube. Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
9
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
Hvað vil ég þá kenna? Hver er ávinningur þess að leyfa nemendum að velja? Hvaða gildi og leiðarljós hefur sá kennari sem gefur nemendum val? Hvað geta nemendur fengið út úr svona verkefni? Sjálfstæði, frumkvæði. Tengja við áhuga þeirra, vekja áhuga, hjálpa þeim að „finna sig“. Sköpun. Taka áhættu. Lýðræði. Einstaklingsmiðun. Fjölbreytni – allskonar verkefni = þau sjá ólík vinnubrögð og læra af bekkjarfélögum sínum. Setja boltann í þeirra hendur. Taka ábyrgð á eigin námi – að þau séu virkir þátttakendur í eigin þekkingarsköpun. Vera forvitin og lærdómsfús. Love of learning. Ýta undir það. Kynnast og tengjast betur (kennari og nemandi). Búa til tengingar, íhuga út frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Sjá að félagsfræðin er allsstaðar. Læra hugtök o.fl. bæði af eigin verkefni og þegar samnemendur kynna sín verkefni. Umræður skapast í tímunum þegar nemendur eru að vinna verkefnin sín og þegar þau kynna þau. Getur fylgt með (fer eftir eðli verkefnisins): Samvinna. Læra á nýja tækni (QR kóði, myndbandagerð, vefsíðugerð). Framsaga. Skriftir. Leikur. Upplýsingaöflun. Og margt fleira. Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
10
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
Vinnutímar Nemendur Vinna sjálfstætt Leita aðstoðar eftir þörfum Kennarinn Er verkstjóri – eru allir að vinna? Hvetur og sýnir áhuga Fylgist með ferlinu og tryggir að allir séu á réttri braut Eruð þið búin að velja efni? Af hverju veljið þið þetta? Hver ætla að vinna saman? Hvernig ætlið þið að gera þetta? Hvernig munuð þið miðla? Hvernig tengið þið við félagsfræðina? Gefur hugmyndir (ef þarf) og leiðbeinir Skeggræðir við nemendur um þeirra efni Skipuleggur tímasetningar og skilin Sér um lokamatið Við tókum nokkrar kennslustundir í þetta um vorið. Þau voru reglulega minnt á verkefnið frá því í febrúar eða mars. Kynningar í lok apríl. Sumir byrjuðu ekki að vinna að ráði fyrr en eftir páska…eins og gengur. Ræði það opinskátt við nemendur að við veljum að gera þetta svona – vegna þess að það er gaman og skapandi og hefur ákveðna kosti – þó aðrar leiðir væru beinni og skýrari og á ýmsan hátt auðveldari. Hvet þau til að nýta tækifærið, njóta og taka áhættu. Mikilvægt atriði að eiga samtal við alla nemendur um eitthvað sem þeim finnst áhugavert. Upplifa það að eiga samtal á félagsfræðilegum nótum, við kennarann sinn, og tengjast honum um leið betur. Stundum ræddum við allskonar sem komst ekki inn í verkefnið – en þessi áhugi, nánd og samræða var til staðar og án efa gagnleg. Leiða þau inn í að horfa á málin frá félagsfræðilegu sjónarhorni og að setja hugtökin í samhengi við sitt viðfangsefni. Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
11
Mat kennarans í lokin á að þjóna þeim tilgangi að nemendur leggi meiri vinnu í sjálfsmatið og að það hafi afleiðingar að vera „úti á túni“ í einkunnagjöf. Ég legg mikla áherslu á það við nemendur að ég viljið að þeirra mat muni standa. Það er ekki markmið hjá mér að draga þeirra mat í efa. Markmiðið hjá bæði nemendum og kennara ætti að vera að matið sé sanngjarnt og jafnframt að það séu gerðar kröfur. Nemendur sýna því skilning að kennarinn eigi lokaorðið, en kunna vel að meta það að þeirra sýn hafi áhrif. Vona ég… Ef það er ástæða til að draga sjálfsmatið í efa þá ætti að vera auðvelt að rökstyðja það.
12
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
Endurgjöf Silja Rut Glæsilegt verkefni. Frábært hvernig þú tengdir við áhugamál þitt. Samhengið við félagsfræðina sterkt - hugtök notuð á skýran hátt og áhugaverðar hugleiðingar settar fram. Framúrskarandi vinnubrögð, sýndir verkefninu áhuga og fórst ótroðnar slóðir með því að nota Wix og Typeform. Fjölbreytt nálgun. Sjálfsmat mjög vel unnið. Einkunn: 9 Þegar kröfurnar eru ekki skýrt skilgreindar – þegar þetta er svona opið – og þegar ekki er verið að meta ákveðin þekkingaratriði – þá verður námsmatið huglægara. Þá eru nemendur ekki eins öruggir með það að þeirra verkefni verði metið í samræmi við annarra verkefni og að einkunnin verði „sú rétta“. Er rétt að reyna að draga úr vægi einkunna í hugum nemenda? Skiptir máli hvort þú fáir 6,5 en hefðir kannski getað fengið 7 eða jafnvel 7,5. Lærðirðu eitthvað? Var þetta gaman? Áhugavert? Ef einkunnirnar eru svona sirka á réttu róli þá breytir ekki öllu hver lokatalan er, eða hvað? Við erum ekki hérna til að gefa og fá einkunnir – við erum hérna til að kenna og læra. Ekki gleyma tilgangnum með þessu öllu. Þetta er auðvitað enn ein togstreitan í kennarastarfinu. Auðvitað skipta einkunnir líka máli. Spurningin er bara hvaða vægi við ætlum að gefa þeim og hversu mikið þær fá að stýra skólastarfinu. Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
13
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
Í minni kennslufræði þá hallast ég að því að það sem skipti höfuðmáli sé ákveðinn rauður þráður, ákveðinn hugsunarháttur, lykilhugtök, innsýn í fræðigreinina, góð vinnubrögð o.s.frv. Það sé minna mikilvægt um hvað þau eru nákvæmlega að læra. Ég kenni líka kynjafræði og þar vil ég fyrst og fremst að nemendur setji upp kynjagleraugun. Í þessum áfanga væri sambærilegt markmið að fá nemendur til að tileinka sér félagsfræðilegt sjónarhorn. Það sem togast á við þetta er áhersla á inntak – áhersla á yfirferðina. Að það séu einhverjar ákveðnar upplýsingar sem skipti máli. T.d. ef Ari Eldjárn hefði þurft að lesa ákveðið ljóð eftir, eftir eitthvert ættjarðarskáldið. Í staðinn fékk hann að velja sér ljóð eða að semja að sjálfur! Markmið kennarans þarna var líkast til að fá nemendur til að kunna að meta ljóð, skilja betur ljóð, þora að semja ljóð o.s.frv. Svo er auðvitað hægt að gera bæði í bland. Yfirferðin þarf ekki að fjúka öll út um gluggann. Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
14
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
„Some of the best student engagement I‘ve seen has come through project-based learning. If you really want to see kids who are passionate about what they‘re doing in the classroom, give them the opportunity to explore an authentic question that they care about through a project they have some say in creating“ „The term “personalized student learning“ has become a big buzzword in education….is about allowing students to pursue their own interests related to a standard you‘re teaching and a great way to do that is through student-directed projects.“ (feitletranir mínar) „Slowly offer students more choice and input as to what they do in the classroom. Keep looking for strategies to meet individual needs. Find ways to allow kids to pursue their own unique interests, and you‘ll see their motivation levels grow exponentially.“ Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
15
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
„We can‘t blame students for being driven by grades when many adults only emphasize grades. Let your students know that learning is about growth and exploration and reward them accordingly.“ (bls. 86) „Að vera óhræddur og treysta sjálfum sér og nemendum í leiðangra og beita vinnubrögðum sem er ekki alltaf ljóst hvert leiða er mikilvægt veganesti í skapandi kennslu. Jafnframt að hvetja nemendur til að bera ábyrgð á eigin námi, gera þeim kleift að velja viðfangsefni og ýta undir sjálfstæði þeirra.“ (bls. 43). Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
16
Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
Helstu áskoranir Óvissan Skipulagsleysi? Óskýr fyrirmæli? Of opið og óljóst? Tíminn Tekur tíma frá öðru. Náum við að fara yfir allt efni bókarinnar?! Námsmatið Huglægt og mismunandi hvað þarf að meta í ólíkum verkefnum. Valverkefni og sjálfsmat - Freyja Rós Haraldsdóttir
Similar presentations
© 2024 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.