Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Kafli 2 Samskiptakenningar bls. 90

Similar presentations


Presentation on theme: "Kafli 2 Samskiptakenningar bls. 90"— Presentation transcript:

1 Kafli 2 Samskiptakenningar bls. 90

2 Samskiptakenningar (bls. 90)
Skoða og lýsa samskiptum milli einstaklinga og hópa Eru á míkróplani (samvirkni- og átakakenningar á makróplani). Fjalla fyrst og fremst um hegðun í daglegu lífi en ekki um stærri þætti eins og efnahagsmál FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

3 Samskiptakenningar (bls. 90)
Félagsgerðin Samfélagið er eins hús, þar eru gólf, veggir, loft og oftast gluggar. Gerð hússins/samfélagsins fer eftir hvernig einingunum er raðað saman. Efni og samsetning ræður hvort byggingin verður snjóhús, kofi eða íþróttahöll. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

4 Samskiptakenningar (bls. 90)
Félagsgerðin Hugtakið félagsgerð vísar til skipulagsins sem er á samskiptum. Mikilvægustu einingarnar í félags-gerðinni eru stöður, hlutverk, hópar og félagsleg festi. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

5 Samskiptakenningar (bls. 90)
Félagsgerðin Félagsgerð þýðir tiltölulega stöðugt mynstur félagslegrar hegðunar. Hún vísar til einhvers konar veruleika sem er sameiginlegur íbúm samfélagsins og stendur fyrir utan þá. Dæmi: tungumál, viðmið og gildi FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

6 Samskiptakenningar (bls. 90)
Félagsgerðin Félagsgerðin segir til um skipan fjölskyldunnar svo dæmi sé nefnt (kjarnafjölskylda, fjölkvæni). Hún hefur áhrif á hvernig fólk umgengst hvert annað eftir stöðum eða hlutverkum. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

7 Samskiptakenningar (bls.91)
Samskiptekenningar skiptast í nokkrar undirkenningar – þær helstu eru: Kenningar um félagslegar athafnir Túlkunarkenningar Kenningar um táknræn samskipti Fyrirbærafræði Félagsháttafræði Sjá nánar á bls 67 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

8 Samskiptakenningar (bls. 91)
Max Weber brúar bilið á milli kenninga um félagsgerð og kenninga um félagslegar athafnir Weber hafnar kenningum Durkheim um að samfélög eigi sér sjálfstætt líf óháð einstaklingunum sem hafa skapað það. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

9 Félagslegar athafnir – Weber
Vísindi eiga að einbeita sér að túlkandi skilningi á félagslegum athöfnum manna, orsakatengslum og afleiðingum Félagsleg athöfn: fólk tekur mið af athöfnum annarra og hegðar sér í samræmi við það. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

10 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Félagslegar athafnir Weber oft kallaður faðir túlkunarkenninga því hann rannsakaði og kom fyrstur fram með kenningar um félagslegar athafnir einstaklinga sem hann tengdi við samfélagð. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

11 Sjónarhorn túlkunarsinna (bls. 91)
Hvernig þú hegðar þér í samskiptum við aðra fer eftir hvaða skilaboð þú vilt senda út og hvernig skilaboð þú móttekur frá öðrum. Þú skilur hvað felst í samskiptum við aðra og það skapar samfélagið. Hvað gerist þegar þú mætir einstaklingi í einkennisbúningi? Hvaða merkingu er verið að senda út með búningnum? FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

12 Samskiptakenningar (bls.92)
Samfélagið er grundvallað á sameiginlegri reynslu sem verður til við samskipti á milli íbúanna. Fólk skilgreinir sjálfsmynd sína, líkama og tilfinningar um leið og það reynir að skilja umhverfi sitt. Þú hefur þegar skilgreint þann félagslega veruleika sem þú býrð í, til dæmis út frá kyni. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

13 Samskiptakenningar - Weber (bls.93)
Weber lagði mikla áherslu á að félagslegar athafnir einstaklinga ættu að vera miðdepill allra félagsfræðilegra rannsókna. Weber meðvitaður um tæknina og sammála Marx um félagsleg átök milli þeirra sem ráða yfir tækni og þeirra sem ekki gera það. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

14 Samskiptakenningar - Weber (bls.93)
Weber ósammála Marx um efnishyggju, það er að efnislegir þættir stýrðu sögunni. Weber taldi að hugmyndir, sérstaklega þær sem tengdust trú og gildum hefðu umbreytandi áhrif í samfélaginu – það væru hugmyndir en ekki efnahagslegir þættir sem stýrðu þróun samfélaga. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

15 Samskiptakenningar - Weber (bls.93)
Sú ofuráhersla sem Weber lagði á gildi hugmynda sem drifkraft þróunnar samfélaga er algjör andstæða við efnishyggju Marx. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

16 Samskiptakenningar - Weber (bls.93)
Vísindi eiga að einbeita sér að túlkandi skilningi á félagslegum athöfnum manna, orsakatengslum og afleiðingum. Að baki hverrar félagslegrar athafnar liggja merkingar sem aðrir skilja – fólk tekur mið af athöfnum annarra og hegðar sér í samræmi við það. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

17 Samskiptakenningar - Weber (bls.94)
Athafnir sem einstaklingur hugsar ekki um getur ekki verið félagsleg athöfn: Dæmi: Þú dettur og meiðir þig – það er ekki félagsleg athöfn því hún er ekki afrakstur meðvitaðrar hugsunar. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

18 Félagsleg athöfn og Verstehen (bls. 94)
Það er ekki hægt að skilja orsakir félagslegra athafna nema vita hvaða merkingu gerandi athafnarinnar leggur í hana Sýnilegur skilningur Túlkunarskilningur FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

19 Orsakasamhengi - Weber (bls. 94)
Weber mælir með aðferðafræði sem tengist sjónarhorni pósitívista þegar reynt er að afhjúpa tengsl milli atburða og finna orsakasamhengi Reyndi að sýna fram á að það væru tengsl milli heittrúarstefnu mótmælenda og kapítalisma – sjá bls. 95. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

20 Fyrirmyndir – Weber (Bls. 95)
Weber lagði áherslu á að bera saman félagsleg mynstur á ýmsum stöðum og tímum – og til að skerpa samanburðinn bjó hann til fyrirmyndir Fyrirmyndirnar: ýktar staðalmyndir (stereotypes) af fólki/hópum. Hvernig staðalmynd myndir þú sem Weber búa til um Íslendinga? FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

21 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Max Weber ( ) (bls. 96) Þýskur. Pabbi hans var lögfræðingur fína fólksins Mamman var mjög trúuð Giftist Marianne Schnitger, frænku sinni, hún var með doktorspróf. Hún lenti í ritdeilum við Emile Durkheim um réttaraðstæður mæðra og eiginkvenna út frá sögulegu sjónarhorni. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

22 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Max Weber ( ) Átti við þunglyndi að stríða Skrifaði líkt og Marx um fjölmörg svið samfélagsins Stór hluti vinnu Webers fólst í að búa til kenningar um þróun nútíma kapítalisma Skildi eftir sig afar markvert framlag í trúarbragðafélagsfræði FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

23 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Max Weber ( ) Hugmyndir Webers um vestræn samfélög voru í grundvallaratriðum ólíkar skoðunum Marx Taldi að skrifræði væri áhrifaríkara í mótun samfélagsins en efnahagskerfið eitt og sér FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

24 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Skrifræði - Weber Föst verkaskipting Stigskipt valdakerfi Starfsreglur og lýsingar Eignir og réttindi Ráðið eftir hæfni Ráðning nær yfir allan starfsferilinn Starfsfólk fær föst laun FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

25 Max Weber hagræðing (bls. 97)
Þróun vísinda Nútíma tæknivæðing Þróun skrifræðis Allt félagslegt og efnahagslegt líf er skipulagt út frá lögmálum um hámarks afköst byggðum á tæknivæðingu FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

26 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Max Weber Áhrifa af skrifum Webers fer ekki að gæta í félagsfræði fyrr en Talcott Parsons kynnir hugmyndir hans í Bandaríkjunum FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

27 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Max Weber - gagnrýni Beitti aðferðafræðilegri einstaklings-hyggju í rannsóknum sínum Þetta þýðir að hann hafi látið eins og hægt væri að útskýra alla félagslega krafta út frá atferli eða fyrirætlunum hvers einstaklings FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

28 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Gagnrýni á skrifræði Of lítið skapandi og hugmyndasnautt Ræður ekki við snöggar breytingar og flókin verkefni Flöskuhálstregðan FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

29 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Gagnrýni á skrifræði Skrifræði pólitískt kerfi með takmörkuðum hagræðingarmöguleikum Skrifræði ógn við samfélagið því í því felst möguleikinn á að safna völdum á fáar hendur FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

30 Samskiptakenningar – Táknræn samskipti (bls. 98)
Einkennandi fyrir félagsfræði Norður Ameríku Kenningarnar mjög í anda Max Weber og hafa einkum fjallað um útskýringar á mannlegum athöfnum út frá hugmyndum um hvaða skilning einstaklingar leggja í athöfnina FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

31 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Táknræn samskipti George Herbert Mead upphafsmaður; Hugsanir, reynsla og framkoma manna er í meginatriðum félagsleg Sú staðreynd að maðurinn notar tákn í samskiptum við aðra menn gerir hann að því sem hann er – mikilvægustu táknin eru þau sem tengjast tungumáli. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

32 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Táknræn samskipti Tákn eru eins og hugtök, óhlutstæðar hugmyndir sem standa fyrir raunveruleg fyrirbæri eða hluti Hlutverkayfirtaka og sjálfið voru grundvallarhugtök í kenningum Meads Tengist Chicago-skólanum FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

33 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Chicago-skólinn Fyrsta félagsfræðistofnun Bandaríkjanna og þekktur fyrir míkrórannsóknir sínar á samfélaginu rannsóknir á stöðu innflytjenda og minnihluta-hópa í fátækrahverfum Chicago Þéttbýlisfélagsfræði Táknræn samskipti Notkun vettvangsrannsókna FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

34 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Táknræn samskipti Sjónarhorn samskiptakenninga: Samfélagið er samsett úr öllum samskiptum manna í daglegu lífi Samfélagið er sprottið af sameiginlegum raunveruleika sem fólk mótar í samskiptum hvert við annað FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

35 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Táknræn samskipti Erving Goffman Líkir samskiptum manna við leiksýningu á sviði, þar sem þátttakendurnir leika mismunandi hlutverk. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

36 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Táknræn samskipti Félagslegar skiptikenningar Félagsleg samskipti eins og samninga-viðræður. Einstakingar sem taka þátt í samskiptum hegða sér út frá þeim möguleikum sem bjóðast í stöðunni. Dæmi: strákur og stelpa sem hittast á blindu stefnumóti (blind date). FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

37 Mat á samskiptakenningum (bls. 100)
Kostir Minna okkur á að samfelagið er í grund-vallaratriðum ekkert annað en fólk sem hefur samskipti sín á milli Gallar Auðvelt að missa yfirsýn yfir heildina FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

38 Gamlar eða nýjar kenningar (bls. 101)
Samvirkni-, átaka- og samskiptakenningar verið leiðandi innan félagsfræðinnar Um leið og samfélagið breytist verður að breyta kenningunum og laga þær að breyttum aðstæðum eða búa til nýjar FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

39 Gamlar eða nýjar kenningar (bls. 103)
Gagnrýni á meginkenningarnar: Þær miða of mikið við sjónarhorn hvítra, vestrænna gagnkynhneigðra karla Harðasta gagnrýnin kemur frá þeimsem vilja beita sjónarhorni kvenna og ýmissa minnihlutahópa FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

40 Gamlar eða nýjar kenningar (bls. 103)
Gagnrýni á meginkenningarnar: Skoðaðu teikninguna á bls. 102 í kennslubókinni. Af hverju heldur þú að það séu engar konur meðal helstu félagsfræðinganna? FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

41 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Póstmódernismi (bls. 104) Póst þýðir eftir módern þýðir nútími Póstmódernismi = eftir nútímann FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

42 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Póstmódernismi Kom fram um miðja 20. öldina Tortryggni gagnvart öllum æðri eða óumdeilanlegum sannleika Það er ekki til neinn algildur sannleikur sem hægt er að trúa á – margir aðskildir sannleikar FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

43 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Póstmódernismi Einkenni alheims þar sem ekki er hægt að skilgreina neitt lengur, allt hefur verið skilgreint áður, eftir standa bara brot. Það eina sem hægt er að gera er að leika sér með brotin. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

44 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Femínismi Hlutur kvenna hefur verið rýr í félagsfræði til þessa – en hefur verið að breytast með tilkomu femínískrar félagsfræði Lögð áhersla á að konur hafi full réttindi á við karla og að hefðbundin kvennastörf séu metin til jafns á við önnur störf FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

45 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Femínismi Áhersla lögð á að staðsetja kynferði í miðju rannsókna en þá er kyn notað sem viðmiðunarrammi í öllum rannsóknum Til eru fjölmargar ólíkar femínískar stefnur Hugmyndir upphaflega komnar frá Mary Wollstonecrafts; Krafa um réttindi kvenna frá árinu 1792 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

46 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Femínismi Annað stig femínisma upp úr 1970 Róttækari sjónarhorn en komu fram í upphaflegum femínisma Þriðja stig femínisma eftir 1990 Uppgjör yngri fræðimanna í kvennarann-sóknum við hina stríðsglöðu femínista sjöunda áratugarins FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

47 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Bókaskápurinn (bls. 106) Rannsókn Margrétar Jónsdóttur á konum í trúfélögum: Konur sem bíða. Rannsóknin náði til kvenna í Krossinum, Fíladelfíu og Hjálpræðishernum. Femínísk rannsókn þó Margrét beiti samskiptakenningum Webers á viðfangsefnið. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

48 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Bókaskápurinn (bls. 106) Krossinn. Gengið út frá kynbundnum eðlismun karla og kvenna. Karlar eru næmari á orðið, þeir predika og túlka ritninguna Konur eru næmari á anda Guðs og eru því sterkari í bæninni. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

49 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Bókaskápurinn (bls. 106) Krossinn. Lítil togstreita meðal kvennanna í Krossinum, þær voru nokkuð sáttar við hlutverk sitt þrátt fyrir ótvírætt húsbóndavald karlanna á heimilinu. Skýringuna er að leita í valdi kvenna í andaheiminum það er í bæninni og tákn þess valds er sítt og óklippt hár þeirra. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

50 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Nútíma hugsuðir (bls. 107) Michel Foucault ( ). Michel Foucault Anthony Giddens (1938- ) Anthony Giddens Louis Althusser ( ) Louis Althusser Jürgen Habermas (1929- ) Jürgen Habermas FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

51 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Nútíma hugsuðir Michel Foucault - franskur Verk hans sambærileg rannsóknum Webers á skrifræði Rannsóknir og kenningar um völd – Foucault tengir hugtakið kynferði við félagsleg völd FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

52 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Nútíma hugsuðir Michel Foucault Setti stórt spurningarmerki við hugmyndir um að aukin þekking leiddi til meira frelsis – hann leit svo á að aukin þekking væri frekar aðferð til að ná meiri völdum yfir öðru fólki. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

53 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Nútíma hugsuðir Anthony Giddens - breskur Einn helsti hugmyndasmiður breska Verkamannaflokksins Í upphafi skrifaði hann aðallega um hefðbundnar félagsfræðilegar kenningar og um frumkvöðlana Durkheim, Weber og Marx FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

54 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Nútíma hugsuðir Anthony Giddens Hefur fjallað um hnattvæðingu, nútímavæðingu og áhrif hennar á samfélagið. Gagnrýninn á póstmódernisma FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

55 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Nútíma hugsuðir Louis Althusser Einn af helstu hvatamönnum vísindalegs marxisma Félagsgerðin er raunveruleg – allt tal um einstaklinginn eiga sér enga samsvörun í veruleikanum. Þetta þýðir að það er ekki hægt að útskýra uppbyggingu samfélagsins og söglulega þróun þess út frá einstaklingsbundnum athöfnum. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

56 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Nútíma hugsuðir Jürgen Habermas Þýskur. Hefur orðið fyrir miklum áhrifum af Marx og Weber. Kapítalískt samfélag breytist stöðugt og við breytingarnar brotnar niður það siðferðislega skipulag sem samfélagið hvílir á. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

57 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Nútíma hugsuðir (bls. 109) Jürgen Habermas Í okkar samfélagsgerð gengur hagvöxtur ofar öllu öðru sem aftur leiðir til þess að fólk finnur fyrir tilgangsleysi í lífi sínu. Sjá Durkheim og siðrofið FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

58 Yfirlit yfir meginkenningarnar þrjár
Skoðaðu töfluna á bls. 110 mjög vel FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

59 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Hænan og eggið Hvort kom á undan – hænan eða eggið? Hvort kom á undan – einstaklingurinn eða samfélagið? Hvorugt kom á undan – við getum ekki fengið annað án þess að hitt fylgi. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

60 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Hænan og eggið (bls. 111) Stundum skoða félagsfræðingar einstaklinginn út frá díalektískri hugsun. Díalektísk hugsun; þú horfir á tvo augljóslega andstæða póla og sérð hvernig nýtt form sprettur upp af þeim. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

61 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Hænan og eggið (bls. 111) Sálfræðingar rannsaka einstaklingsbundna þætti eins og hvatir eða persónuleika. Félagsfræðingar rannsaka manninn sem geranda. Maðurinn mótar heiminn, hann er skapari sögunnar og allra félagslegra þátta og félagsfræðin rannsakar á hvaða hátt það gerist. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

62 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Hænan og eggið (bls. 111) Fólk fæðist inn í heim sem það hefur ekki sjálft skapað. Peter Berger kom með samlíkinguna um að samfélagið væri eins og fangelsismúr utan um líf okkar og sem héldi okkur föstum (skoðaðu myndina á bls 16). Kyn og stétt hafa mikla þýðingu á mótun lífs hvers og eins, og tungumálið mótar umgjörðina utan um allt líf okkar. Þú gast ekki einu sinni valið þér tungumál. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

63 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Hænan og eggið (bls. 112) Skipulag samfélagsins er eins og landakort. Þú sérð vegi sem við verðum að fylgja, skipulagið bindur okkur við ákveðna farvegi. Atburðarásir; rannsóknir á því hvernig einstaklingar og litlir hópar búa til og móta félagsheiminn. FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

64 FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.
Hænan og eggið (bls. 112) Best að skoða samfélagið út frá atburðarrásinni (hreyfiaflinu) og skipulagi (kyrrstöðu). Anthony Giddens hefur búið til kenningar sem gera mögulegt að skoða þessa tvo þærri saman – en kenninguna kallar hann samsetningarkenninguna (structuration). FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.

65 Við erum komin á bls. 112 og hér líkur glósunum úr kafla 2.
FEL 203. Kafli 2. Félagsfræði, Kenningar og samfélag.


Download ppt "Kafli 2 Samskiptakenningar bls. 90"

Similar presentations


Ads by Google