Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Lehninger Principles of Biochemistry

Similar presentations


Presentation on theme: "Lehninger Principles of Biochemistry"— Presentation transcript:

1 Lehninger Principles of Biochemistry
David L. Nelson and Michael M. Cox Lehninger Principles of Biochemistry Fourth Edition Chapter 14: Glycolysis, Gluconeogenesis, and the Pentose Phosphate Pathway Copyright © 2004 by W. H. Freeman & Company

2

3

4

5 Hvað gerist í glýkólýsu?
Glýkólýsa þýðir sykrurof Við loftfirrtar aðstæður sundrast glúkósi í laktat en oxast í pýrúvat við loftháðar aðstæður Um leið myndast 2 ATP sameindir fyrir hverja glúkósasameind

6 Hvar gerist glýkólýsa? Glýkólýsa gerist í frymi í nær öllum frumum

7 Hvert er hlutverk glýkólýsu?
Loftháð (aerobic) glýkólýsa er undirbúningur fyrir oxun pýrúvats í mítókondríum Loftfirrt (anaerobic) glýkólýsa er orkuöflunarleið margra baktería sem mynda mjólkursýru Streptococcus mutans er að finna í tannsýklu og sýran veldur glerungsskemmdum Lactobacillus er notaður við framleiðslu á súrmjólk og jógúrt Við loftfirrtar aðstæður nota vöðvar glýkólýsu Rauðar blóðfrumur nota loftfirrta glýkólýsu Augað er mjög háð loftfirrtri glýkólýsu Alkóhólgerjun í gerfrumum er mjög svipuð glýkólýsu, en þar er eþanól lokaafurð í stað laktats

8 Hvernig gerist glýkólýsa?
Tveimur fosfathópum er bætt á glúkósa sem klofnar og tvær tríósafosfatasameindir myndast Tríósafosfötin hvarfast svo að þau geti knúið áfram myndun ATP frá ADP Fosfórýleraðar sykrur eru hlaðnar og komast ekki út úr frumunni Fosfórýleraðar sykrur eru hvarfagjarnar

9 Glýkólýsa gerist í 10 skrefum
(glúkósi  pýrúvat) eða 11 skrefum (glúkósi  laktat eða eþanól) Heildarjafna í hvörfun glúkósa í pýrúvat við loftháðar aðstæður er: glúkósi ADP + 2 NAD Pi  2 pýrúvat + 2 ATP + 2 NADH + 2 H+ + 2 H2O

10 Heildarjafna í hvörfun glúkósa í laktat
við loftfirrtar aðstæður er: glúkósi ADP + 2 Pi  2 laktat ATP + 2 H2O Heildarjafna í hvörfun glúkósa í eþanól glúkósi ADP + 2 Pi  2 eþanól ATP + 2 CO2

11 Í loftfirrtri glýkólýsu og alkóhólgerjun
eru NAD+ og NADH endurnotuð í hringrás og koma því ekki fram í heildarjöfnunni Mólmassar: Glúkósi 180, pýrúvat 88, laktat 90 og eþanól 46 Reynið að setja ensímanöfnin í samhengi við efnahvörfin og öfugt Jöfnurnar er til þess að átta sig á heildarmyndinni, ekki til að læra þær utanað

12 Tegundir efnahvarfa í glýkólýsu
1. Flutningur fosfats milli sameinda 2. Flutningur fosfats innan sömu sameindar 3. Ísómerisering (hverfun) 4. Brottnám vatns (dehydration) 5. Aldólklofningur, þ. e. bakhvörf aldólþéttingar 6. Oxun og afoxun

13 Flutningskerfi glúkósa
GLUT-1 Flestar frumur, t. d. rauðar blóðfrumur Km um 1-2 mM Tryggir flutning glúkósa í frumur við lágan blóðsykurssyrk GLUT-2 Lifur, beta-frumur briskirtils Km um mM Flutningur háður glúkósastyrk GLUT-3 Margar frumur, einkum heili Svipaður og GLUT-1 GLUT-4 Vöðvar, fituvefur Km um 5 mM Insúlín stuðlar að fjölgun ferja í frumuhimnu GLUT-5 Þekjufrumur mjógirnis Km (frúktósi) > 10 mM Flytur glúkósa og frúktósa í blóðrás Vinnur með Na+-háðum symporter (SGLT-1) sem flytur glúkósa úr meltingarvegi inn í þekjufrumur mjógirnis

14 Glýkólýsuferlinu má skipta í tvö stig - fjárfestingarskref og arðbær skref:
Glúkósi er fosfórýleraður tvisvar í hexósabisfosfat á kostnað ATP Hexósabisfosfat klofnar í tvö tríósafosföt Tríósafosföt oxast, ATP myndast, þau hvarfast áfram og meira ATP myndast

15

16

17

18

19 Fyrra stig glýkólýsuferlis - fjárfestingarskref
Hvörf nr. 1 Myndun glúkósa-6-fosfats er fyrsta ógagnhverfa skrefið í glýkólýsuferli Glúkósi er fosforýleraður á kostnað ATP Afurðin, glúkósa-6-fosfat er hlaðin sameind og kemst ekki aftur út úr frumunni Glúkósi veldur mikilli breytingu á byggingu hexókínasa

20

21 Hvörf nr. 2 Glúkósa-6-fosfat  frúktósa-6-fosfat
Fosfóglúkósaísómerasi hvetur gagnhverfa breytingu glúkósa-6-fosfats í frúktósa-6-fosfat Hvarfagangur er ekki flókinn og er skýrður með því að sykrurnar hvarfast sem opnar keðjur með en-díól sem millistig Sams konar hvarfagangur verður seinna í glýkólýsu þegar tríósafosföt ísómeriserast (hvörfun díhýdroxýasetónfosfats í glýseraldehýð-3-fosfat) Einnig í pentósaferli: aldósi  ketósi

22

23

24 Hvörf nr. 3 Frúktósa-6-fosfat  frúktósa-1,6-bisfosfat Fosfófrúktókínasi-1 hvetur annað ógagnhverfa skrefið í glýkólýsu ATP er notað Fosfófrúktókínasi-1 er lykilensím glýkólýsu Frúktósa-1,6-bisfosfat var áður kallað frúktósa-1,6-dífosfat Í bisfosfati eru tveir aðskildir fosfathópar, en í dífosfati (ADP) eru tveir fosfathópar samtengdir

25

26 Hvörf nr. 4 Klofningur hexósabisfosfats í tríósafosföt Ensím: Aldólasi hvetur klofning frúktósa-1,6-bisfosfats Hvarfagangur: Afturhverf aldólþétting Afurðir: Tvö tríósafosföt: díhýdroxýasetónfosfat (ketósi) og glýseraldehýð-3-fosfat (aldósi) Ísómerísering glúkósa í frúktósa er nauðsynleg til þess að fá tvö tríósafosföt Annars yrðu afurðirnar 2ja og 4ra kolefnisatómaeiningar Jafnvægi hvarfanna er óhagstætt, en brottnám myndefna rekur hvörfin áfram

27

28

29

30

31

32 Hvörf nr. 5 Ísómerisering tríósafosfata
Tríósafosfatísómerasi hvetur hvörfun díhýdroxýasetónfosfats í glýseraldehýð-3-fosfat Hvarfagangur: Svipaður og þegar glúkósa-6-fosfat hvarfast í frúktósa-6-fosfat Ensímið hefur næstum náð katalýtiskri fullkomnum Hlutfallið Kcat/Km er mjög hátt, 2,4*108

33

34

35 Nú hefur glúkósinn klofnað samhverft í tvennt
Fyrir hverja glúkósasameind myndast tvær tríósafosfatsameindir, einnig tvær af lokaafurðunum pýrúvati, laktati eða eþanóli Afdrif einstakra kolefnisatóma í glúkósasameind sem lögð er til í upphafi: Nú er C-1 = C-6 C-2 = C-5 C-3 = C-4

36

37

38 Hingað til hefur ekkert ATP fengist,
en 2 ATP hafa verið fjárfest Seinna stig glýkólýsuferlis - arðbær skref

39

40 Hvörf nr. 6 Glýseraldehýð-3-fosfat +Pi + NADH  1,3-bisfosfóglýserat + NADH + H+ Glýseraldehýð-3-fosfatdehýdrógenasi hvetur hvörfin sem eru gagnhverf Hvarfagangur verður rakinn ítarlega

41

42 Aldehýð hafa dípólar eiginleika,
kolefnið hefur að hluta jákvæða hleðslu Erfitt er að fá fram oxun aldehýðs með því að nema brott hýdríðjón Helsta leið frumna í afoxunarhvörfum er brottnám hýdríðjóna með NAD+ Aldehýðið tengist kjarnsæknu efni (nucleophile), sem er þíólhópur á ensími með þíóester sem ensímbundið millistig

43

44 Hvarfagangur: Þíólhópur ensímsins binst aldehýðhóp hvarfefnisins með samgildu tengi Þíóhemiasetal myndast og kolefnið hefur ekki lengur að hluta til jákvæða hleðslu

45

46

47 Nú er unnt að nema á brott hýdríðjón
með NAD+ NAD+ sem er bundið við ensímið oxar þíóhemiasetalið í þíóester NADH er nú bundið við ensímið

48

49 Fosfat gerir kjarnsækna árás
á þíóestertengið Mikil frjáls orka losnar við vatnsrof þíóestertengja Afurðin, 1,3-bisfosfóglýserat losnar frá ensíminu, en hún er blandað sýruanhýdríð Sýrurnar eru karboxýlsýra og fosforsýra Þíólhópur ensímsins er aftur óbundinn Mikil frjáls orka losnar einnig við vatnsrof sýruanhýdríðtengja

50

51 4) NAD+ úr lausn oxar ensímbundið NADH í NAD+, NADH fer út í lausnina
Heildarjafnan er: Glýseraldehýð-3-fosfat + NAD+ + Pi  1,3-bisfosfóglýserat NADH + H+

52

53

54 Í þessum skrefum hefur aldehýðið oxast í sýru
(sýruanhýdríð) Oxunarorka aldehýðsins (hagstæð) er varðveitt og notuð til að knýja fram myndun á blönduðu sýruanhýdríði (óhagstæð) Glýseraldehýð-3-fosfatdehýdrógenasi er í öllum frumum Hann er oft notaður sem viðmiðunarprótein (marker) í erfðatækni þegar fylgst er með tjáningu einstakra próteina

55 Þíólhópur glýseraldehýð-3-fosfatdehýdrógenasa
er hvarfagjarn Efni sem hvarfast við þíólið, þungmálmar og joðasetat, gera ensímið óvirkt

56 Hvörf nr. 7 Myndun ATP frá 1,3-bisfosfóglýserati 1,3-bisfosfóglýserat er blandað sýruanhýdríð sem getur knúið áfram ATP-myndun frá ADP Þetta er dæmi um fosfórýleringu á hvarfefnisstigi (substrate-level phosphorylation) Þessi hvörf eru gagnhverf og hvött af fosfóglýseratkínasa Hvörfin eru: 1,3-bisfosfóglýserat + ADP  3-fosfóglýserat ATP

57

58 Arsenat, sem líkist fosfati,
frátengir ATP myndun og oxun í þessu skrefi í glýkólýsu Orkuafrakstur glýkólýsu verður enginn í viðurvist arsenats Arsenat hindrar ekki nein skref í glýkóslýsuferli

59 Hvörf nr. 8 3-fosfóglýserat hvarfast í 2-fosfóglýserat 2,3-bisfosfóglýserat er millistigsefni við hvörfun 2-fosfóglýserats í 3-fosfóglýserat Í öðrum frumum en rauðum blóðfrumum er 2,3-bisfosfóglýserat aðeins í katalýtísku magni

60

61 Hvarfagangur skýrður Ensímið (fosfóglýserómútasi) er til sem fosfóensím og óbreytt ensím Fosfathópur er fluttur af ensíminu yfir á fosfóglýserat

62

63

64

65 Sams konar efnahvörf verða
í efnaskiptum glýkógens, hvött af fosfóglúkómútasa, þegar glúkósa-1-fosfat hvarfast í glúkósa-6-fosfat Mútasi er ensím sem hvetur flutning hóps (t. d. fosfats) innan sömu sameindar Mútasar tilheyra ísómerösum (ensímaflokkur 5) Þessi hvörf gegna því hlutverki að stokka sykrufosfatið upp og fá meira ATP

66 Hvörf nr. 9 Myndun fosfóenólpýrúvats með brottnámi vatns af 2-fosfóglýserati Hlöðnu hóparnir, fosfat og karboxýlhópur, eru nú nær hvor öðrum og fráhrindikraftar meiri Hvörfin eru samt gagnhverf 2-fosfóglýserat tapar vatni og myndar fosfóenólpýrúvat Fosfóenólpýrúvat hefur tvítengi eins og nafnið bendir til Ensím: enólasi

67

68 Hvörf nr. 10 Myndun pýrúvats frá fosfóenolpýrúvati og ATP frá ADP
Þetta er þriðja ógagnhverfa skrefið í glýkólýsuferli Fosfóenólpýrúvat hefur háorkutengi sem er notað til þess að knýja áfram myndun á ATP Pýrúvat kemst auðveldlegar yfir himnur með flutningskerfum en fosfórýleraðar afleiður Pýrúvatið er til sem enól-pýrúvat og ketó-pýruvat Enól-pýrúvatið ummyndast auðveldlega í ketó-pýrúvat með mikilli breytingu á frjálsri orku

69

70

71

72 Afdrif pýrúvats 1 Pýrúvat getur hvarfast áfram í asetýl-CoA og brunnið í sítrónsýruhring eða verið notað til fitusýrusmíðar Við loftfirrtar aðstæður í vöðva (snögga áreynslu) hvarfast pýrúvat í laktat. Laktatið er flutt til lifrar og því breytt þar í pýrúvat og síðan í glúkósa (nýmyndun glúkósa)

73

74

75 Afdrif pýrúvats 2 Við loftfirrta gerjun í gerfrumum dekarboxýlerast pýrúvat í asetaldehýð sem afoxast í eþanól Hvörfun asetaldehýðs í eþanól er hvött af alkóhóldehýdrógenasa, sem virkar á mörg alkóhól

76 Heildarjafna í hvörfun glúkósa í eþanól er:
glúkósi ADP + 2 Pi  2 eþanól + 2 ATP + 2 CO2 Í loftfirrtri glýkólýsu og alkóhólgerjun eru NAD+ og NADH endurnotuð í hringrás og koma því ekki fram í heildarjöfnunni Nettóorkuafrakstur í glýkólýsu og alkóhólgerjun er 2 ATP

77

78

79

80 Afdrif alkóhóls í líkamanum eru þau
að það oxast í frymi í lifrarfrumum í asetaldehýð Asetaldehýðið oxast í mítókondríum í lifrarfrumum í edikssýru Edikssýran er flutt úr lifrarmítókondríum og nýtist sem orkugjafi eða breytist í fitusýrur í lifur Við oxun í asetaldehýð myndast NADH í frymi sem getur dregið úr nýmyndun glúkósa

81

82

83 Afdrif frúktósa og galaktósa
Frúktósi og galaktósi og koma inn í glýkólýsuferli og hvarfast eftir því Frúktósi er í súkrósa, ávöxtum, orkudrykkjum og frúktósaþykkni (þar sem það er leyft)

84 Afdrif frúktósa Frúktósi hvarfast í frúktósa-1-fosfat í lifur sem klofnar niður í tvær tríósaeiningar fyrir tilstuðlan frúktósa-1-fosfataldólasa Í mörgum vefjum hvarfast hann líka í frúktósa-6-fosfat Frúktósi fer framhjá helstu stýriskrefum niðurbrots kolhýdrata

85

86 Galaktósi er í mjólkursykri Afdrif galaktósa
Gal + ATP  Gal-1-P + ADP Galaktókínasi Gal-1-P + UDP-Glu  UDP-Gal + Glu-1-P Transferasi 3) UDP-Gal  UDP-Glu Epímerasi

87

88

89

90

91

92 Skortur á transferasa (2) veldur galaktósemíu,
sem erfist á víkjandi hátt Galaktósemía er afar sjaldgæf Galaktósa-1-fosfat safnast fyrir í vefjum í galaktósemíu og veldur lifrarskemmdum Einnig verða skemmdir í nýrum og heila Mikið gengur einnig á fosfatbirgðir líffæra

93 Í auga hvetur aldósaredúktasi (notar NADPH)
afoxun galaktósa í galaktitól, sem er torleyst Uppsöfnun galaktititóls í auga veldur dreri (cataract) Skortur á NADPH veldur einnig augnskemmdum vegna skertra oxunarvarna Algengasta ástæða þess að börn þola ekki mjólk er ofnæmi fyrir mjólkurpróteinum

94

95 Fræðsluefni um sætuefni o. fl. á netinu:
Frúktósaþykkni Sjá einkum: Carbohydrate MiniTopics og Sweeteners

96 Ensím á heimilinu – í senn fróðlegt og skemmtilegt Færið músina inn á ljósgrænu ferningana á myndinni til að fá stuttar upplýsingar Smellið í grænu ferningana til að fá nánari upplýsingar Nánari skýringar


Download ppt "Lehninger Principles of Biochemistry"

Similar presentations


Ads by Google