Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
Published byΦαίδρα Αυγερινός Modified over 6 years ago
1
Árangur fjölskyldumiðaðrar atferlismeðferðar fyrir börn með offitu á líðan, lífsgæði og líkamsþyngdarstuðul Bryndís Kristjánsdóttir Meistaraprófsnefnd: Berglind Brynjólfsdóttir, Ólöf Elsa Björnsdóttir og Helga Zoëga Sæl verið þið. Bryndís Kristjánsdóttir heiti ég og er meistaranemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Ég er sálfræðimenntuð í grunninn. Þegar ég sótti um námi í Lýðheilsu vorið 2012 hafði það að markmiði að vinna lokaverkefni mitt í sambandi við börn með offitu. Ég hef haft mikinn áhuga á offitu barna, þá sérstaklega líðan barna með offitu. Vorið 2013 hafði ég samband við Berglindi, sem gaf mér lof til að vinna með gögn Heilsuskólans. Það var því mjög ánægjulegt þegar ég fékk tækifæri til að vinna með þessi gögn og því frábæra starfsfólki sem vinnur að Heilsuskólanum.
2
Bakgrunnur Síðustu áratugi hefur algengi ofþyngdar og offitu aukist verulega (WHO, 2012) Íslensk börn eru með þeim þyngri í Evrópu en um 20% barna á aldrinum 9-15 ára eru of þung og 5,5% eru með offitu (Sigurbjörn Á Arngrímsson, o.fl ; Ásgeirsdóttir, 2007) Vísbendingar er um að offita hafi slæm áhrif á líðan og lífsgæði barna (Blissmer o.fl., 2006) Virkni foreldra í meðferð er einn af þeim meginþáttum sem hafa jákvæð áhrif á meðferð við offitu barna (Danielsen, Nordhus, Júlíusson, Mæhle og Pallesen, 2013) Heilsuskóli Barnaspítalans er með fjölskyldumiðaða atferlismeðferð sem miðar að því að bæta staðlaðan líkamsþyngdarstuðul barna með offitu, líðan þeirra og lífsgæði Talið er að á heimsvísu séu um 170 milljónir barna upp að 18 ára aldri, of þung (WHO, 2012). Sýnt hefur verði fram á að lífsgæði þeirra sem eru með offitu, séu minni, hvað varðar líkamlega, andlega og félagslega virkni samanborið við börn í kjörþyngd (Blissmer o.fl., 2006). Rannsóknir hafa sýnt fram á að einblína eigi á að breyta hegðunarmynstri í meðferð gegn offitu. Einbeita sér að fjölskyldunni í heild sinni með það að markmiði að gera nærumhverfið heilsusamlegra (Danielsen, ofl., 2013). Auk þess að aðstoða fjölskyldur þessara barna við að breyta lífvenjuml sínum í átt að heilsusamlegri hegðun.
3
Markmið rannsóknarinnar
Markmið rannsóknarinnar var að meta árangur meðferðar Heilsuskóla Barnaspítalans varðandi staðlaðan líkamsþyngdarstuðul, líðan og lífsgæði barna með offitu
4
Aðferð
5
Þátttakendur Þátttakendur voru 43 börn, með offitu á aldrinum 7-12 ára og annað foreldri hvers barns Rannsóknin var byggð á gögnum sem safnað var úr fjórum meðferðum á árunum Meðferðin fór fram á göngudeild Barnaspítala, Landspítala háskólasjúkrahús Börnin voru öll með staðlaðan líkamsþyngdarstuðul yfir 2,5 staðalfrávikum frá meðaltali Tilvísun send til Heilsuskólans Engin útilokunarskilmerki voru fyrir því að taka þátt en hugað var að hvort hópmeðferð hentaði börnum og fjölskyldum þeirra eða hvort betra væri að bjóða upp á einstaklingsmeðferð Þátttakendur voru 43 börn með offitu, á aldrinum 7-12 ára og annað foreldri hvers barns (sjá mynd 2). Rannsóknin byggði á gögnum sem safnað var um þátttakendur úr fjórum mismunandi hópum Heilsuskólans á árunum 2012 – Fyrsti hópurinn var í meðferð febrúar og mars 2012, annar hópurinn var í meðferð apríl og maí Þriðji hópurinn var í meðferð frá lok september til byrjun nóvember 2012 og fjórði hópurinn var frá febrúar til mars Þar sem allir fjórir hóparnir fengu eins meðferð var úrvinnslu gagnanna safnað í einn hóp og samanburður var gerður fyrir og eftir meðferð sem og í eftirfylgd meðferðar. Börnin voru öll með staðlaðan líkamsþyngdarstuðul yfir 2,5 staðalfrávikum yfir meðaltali samkvæmt sænskum viðmiðunargögnum. Misjafnt var hvernig börnin fengu tilvísun um þátttöku í Heilsuskólanum. Foreldrar sumra barnanna höfðu beint samband við starfsfólk Heilsuskólans og óskuðu eftir aðstoð og þátttöku í Heilsuskólanum. Flestum börnunum var vísað í Heilsuskólann í kjölfar reglubundinnar heilsufarsskoðunnar sem gerð er í öllum grunnskólum landsins. Ef fram kom í heilsufarsskoðun að barnið væri 2,5 staðalfrávikum yfir stöðluðum líkamsþyngdarstuðli hafði skólahjúkrunarfræðingur samband við foreldra og benti á Heilsuskólann. Sumum börnum var vísað á úrræði Heilsuskólans af barnalækni eða öðrum sérfræðingum í heilbrigðisþjónustu. Starfsfólk Heilsuskólans hafði svo samband við foreldra eða forráðamenn, fengu þau í viðtal, þar sem fjölskyldumeðferðin var kynnt og þeim boðin þátttaka ef úrræðið var talið henta þeim. Engin útilokunarskilmerki voru fyrir því að taka þátt en hugað var að hvort hópmeðferð hentaði börnunum og fjölskyldum þeirra eða hvort betra væri að bjóða upp á einstaklingsmeðferð. Börn sem voru með mikinn hegðunar- eða tilfinningaerfiðleika og litla áhugahvöt hentuðu síður í hópmeðferð og voru boðin önnur úrræði eins og einstaklingsmeðferð í Heilsuskólanum auk annarra úrræða á sviði sálfræði- og félagsþjónustu.
6
Mælitæki Staðlaður líkamsþyngdarstuðull
Spurningalistar sem meta líðan og lífsgæði The Strengths and Difficulties Questionniare (SDQ) Pediatric quality of Life (Peds-QL) Börnin voru þyngdar- og hæðarmæld í upphafi meðferðar, strax eftir meðferð og í eftirfylgd meðferðar sem var þremur mánuðum, sex mánuðum og einu ári eftir að meðferð lauk. Staðlaður líkamsþyngdarstuðull – BMI standard deviation scores Líkamsþyngdarstuðull var reiknaður með því að deila hæð í öðru veldi í þyngd (kg/m2). Staðlaði líkamsþyngdarstuðullinn var reiknaður með forriti frá hugbúnaðarfyrirtækinu PC PAL út frá líkamsþyngdarstuðli, fæðingardegi, kyni og dagsetningu mælingar. Með því að nota staðlaðan líkamsþyngdarstuðul er tekið tillit til kyns og aldurs barnsins og auðveldara er að greina breytingar yfir tíma (Hall og Cole, 2006). Spurningalistar sem notast var við til að meta árangur voru þrír, The Strengths and Difficulties Questionniare (SDQ) og Pediatric quality of Life (Peds-QL). SDQ metur styrk og vanda barnsins og skimar eftir tilfinninga- og hegðunarvandkvæðum, Peds-QL metur heilsutengd lífsgæði barnanna. Foreldri svaraði SDQ listanum en Peds-QL listarnir voru tveir, foreldri svaraði örðum um barnið sitt en barnið svaraði hinum um sjálfan sig. Listunum var svarað, skriflega, í upphafi meðferðar, strax eftir meðferð og í eftirfylgd meðferðar sem var þremur mánuðum, sex mánuðum og einu ári eftir að meðferð lauk. Ætlast var til að foreldrar og börn svöruðuð listunum á staðnum en einhvað var um það að foreldrar og börn tóku listana með sér heim og skiluðu í tímanum á eftir. Spurningalisti um styrk og vanda - Strengths and Difficulties Questionniare (SDQ) SDQ er stuttur spurningalisti sem hefur fengið nafnið Spurningalisti um styrk og vanda. Hann skimar eftir tilfinninga- og hegðunarvandkvæðum hjá börnum á aldrinum 3-16 ára. Fyrirlögn listans tekur 5-8 mínútur. Listinn inniheldur 25 spurningar sem jafnast niður á fimm undirkvarða en þeir eru; vandi í samskiptum við jafnaldra, tilfinningavandi, félagshæfni, hegðunarvandi og ofvirkni. Þó voru undirkvarðarnir samskiptavandi og ofvirkni ekki skoðaðir í þessari meðferð, þar sem meðferðin miðar ekki að því að taka á ofvirkni. Ætlast er til að foreldrar og forráðamenn svari hversu vel hver spurning eigi við atferli barnsins síðustu sex mánuði (Hrafnsdóttir, 2006). Peds-QL er kvarði sem metur lífsgæði barna (Wallander, o.fl., 2013). Um er að ræða stuttan spurningalista með 23 atriðum sem meta lífsgæði á fjórum sviðum. Líkamleg virkni (átta atriði), tilfinningaleg virkni (fimm atriði), félagsleg virkni (fimm atriði) og virkni í skóla (fimm atriði). Peds-QL er gerður fyrir fjögur aldurssvið, 2-4 ára, 5-7 ára, 8-12 ára og ára. Börn og unglingar svara lista fyrir sig og foreldrar svara lista um barnið sitt. Ætlast er til að þátttakendur svari spurningunum um hvað þeim finnist hvert atriði vera mikið vandamál, í mánuðinum sem leið. Í sjálfsmatskvarðanum (8-18 ára) og þegar foreldrar svara er notast við fimm punkta Likert skala eins og sést á mynd 3. Heildarstig nálægt 0 gefur til kynna lág lífsgæði og heildarstig nálægt 100 gefur til kynna há lífsgæði.
9
Framkvæmd meðferðar Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð
Foreldrar og börn fengu fræðslu um heilsusamlegar lífsvenjur þar sem farið var m.a yfir holla næringu og mikilvægi hreyfingar Notaðar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar. Hvatningarkerfi, jákvæð styrking og þjálfun svengdarvitundar Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð fór fram á Barnaspítalanum við Hringbraut undir nafninu Heilsuskólinn. Í meðferðinni, sem stóð samfellt yfir í sex vikur, fengu foreldrar og börnin hóp- og einstaklingsfræðslu um næringu og heilsusamlegar lífsvenjur ásamt hreyfingu. Til að aðstoða fjölskyldurnar við að breyta hegðun sinni í átt að heilbrigðari lífsvenjum voru notaðar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar eins og hvatningarkerfi og jákvæð styrking ásamt þjálfun svengdarvitundar. Meðferðin byggir á fræðslu í hóp- og eintaklingstímum. Börn og foreldrar komu upp á göngudeild Barnaspítalans tvisvar sinnum í viku í sex vikur. Að auki hittu börnin íþróttafræðing einu sinni í viku á meðferðartímabilinu, 60 mínútur í senn. Tímarnir fóru m.a. fram í íþróttahúsi Vesturbæjarskóla, Mjölnisheimilinu, frjálsíþróttasvæðinu í Laugardal og Klifurhúsinu.
10
Framkvæmd meðferðar Fjölskyldumeðferðin stendur yfir í 6 vikur
Einstaklingstíma Hópatímar Hreyfitímar Að fræðslunni komu sálfræðingur, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, næringarfræðingur, barnalæknir og íþrótta- og heilsufræðingur Fjölskyldumeðferðin stendur yfir í 6 vikur, í hverri meðferðarviku voru einstaklingstímar og hópatímar sem og börnin hittu íþrótta- og heilsufræðing í 60 mínútur þar sem hann kynnti fyrir þeim alls kyns íþróttir og hreyfingu. Að fræðslunni komu sálfræðingur, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, næringarfræðingur, barnalæknir og íþrótta- og heilsufræðingur. Öllum þátttakendum var heimilt að hætta þátttöku á meðan meðferð stóð án nokkurra skýringar eða afleiðinga.
12
Tölfræðileg úrvinnsla
Rannsóknin byggir á gögnum fjögurra meðferðarhópa á árunum 2012 og 2013 Lýsandi tölfræði Notast var við parað t-próf og t-próf fyrir óháða hópa Excel og tölfræðiforritið R Úrvinnsla gagnanna var gerð í Excel og í tölfræðiforritinu R. Byrjað var á því að reikna út heildarstig listanna sem og stig á undirkvörðum. Allar niðurstöður úr listunum voru svo skráðar í Excel. Staðlaður líkamsþyngdarstuðull var reiknaður út frá breytunum kyn, aldur í mánuðum og líkamsþyngdarstuðull. Einnig var hæð, þyngd og staðlaður líkamsþyngdarstuðull skráð í Excel. Tölfræðiforritið R var notað til að kanna marktækan mun á milli breytanna. Notast var við parað t-próf (paired t-test). Kannað var hvort munur væri á meðaltali staðlaða líkamsþyngdarstuðulsins fyrir og eftir meðferð, sem og í eftirfylgd meðferðar. Einnig var kannaður munur á meðaltölum spurningalistanna fyrir og eftir meðferð sem og í eftirfylgd meðferðar. Gögnunum var einnig lagskipt eftir kyni og marktektarpróf framkvæmt. Í marktektarprófum var notast við 95% öryggisbil og alfastuðul 0,05. Notuð var lýsandi tölfræði þar sem meðaltal, staðalfrávik og hlutföll voru reiknuð. Notast var við parað t-próf (paired t-test) og t-próf fyrir óháða hópa (two sample t-test). Kannaður var munur brottfallshóps og þeirra barna sem luku meðferð með því að athuga mun á meðaltali grunnlínumælinga á staðlaða líkamsþyngdarstuðlinum og spurningalistunum. Kannað var hvort munur væri á meðaltali staðlaða líkamsþyngdarstuðulsins hjá börnunum og munur á meðaltölum spurningalistanna fyrir meðferð, strax eftir meðferð og í eftirfylgd meðferðar. Niðurstöðum var lagskipt eftir kyni og marktektarpróf framkvæmt. Í marktektarprófum var notast við 95% öryggisbil og alfastuðul 0,05. Úrvinnsla gagnanna var gerð í Excel og í tölfræðiforritinu R útgáfa ( ).
13
Niðurstöður
14
Tafla I. Lýsandi tölfræði fyrir hópana fjóra
Við upphaf meðferðar voru þátttakendur 43 Meðalaldur var tæp 10 ár Meðaltal staðlaðs líkamsþyngdarstuðuls var 3,42 ( en börnin þurftu að vera með staðlaðan líkamsþyngdarstuðul sem var amk 2,5) Stúlkur voru 72% og drengir 27% Það voru 31 barn sem lauk meðferðinni
15
Brottfall úr meðferð og eftirfylgd
Samkvæmt niðurstöðum voru þau börn sem hættu meðferð á engan hátt frábrugðin þeim börn sem luku meðferð Brottfall í eftirfylgd var 28% þremur mánuðum eftir að meðferð lauk, 45% 6 mánuðum eftir að meðferð lauk og 54% 12 mánuðum eftir að meðferð lauk Brottfall var nokkuð jafnt milli allra hópanna nema eins þeirra, þar mældist brottfallið um 50%.
16
Tafla II.Breytingar á stöðluðum líkamsþyngdarstuðuli í meðferð og eftirfylgd
Í töflu 3 má sjá samanburð á stöðluðum líkamsþyngdarstuðli fyrir og eftir meðferð meðal þeirra barna sem luku meðferðinni …. En það voru 31 barn. Líkamsþyngdarstuðull barnanna lækkaði marktækt eftir meðferð (t (30) = 8,57 p <0,0001), og var meðaltalsmismunurinn 0,41. Einnig má sjá þegar lagskipt var eftir kynjum að staðlaður líkamsþyngdarstuðull lækkaði marktækt bæði hjá drengjum (0,71) og stúlkum (0,31). Eftirfylgd - Árangri var viðhaldið í eftirfylgd, þar sem lækkun á LÞS-SFS hélst tölfræðilega marktæk á öllum tímapunktum, bæði hjá drengjum og stúlkum (tafla III). Í eftirfylgd meðferðar var lækkun á LÞS-SFS 0,45 (t(30)=8,8 p<0,0001) 3 mánuðum eftir meðferð, 0,47 (t(23)=8,73 p<0,0001) 6 mánuðum eftir meðferð og 0,55 (t(19)=7,46 p<0,0001) 12 mánuðum eftir meðferð. Taka ber fram að meðaltalslækkun á LÞS-SFS byggir á mælingum þeirra barna sem mætti í eftirfylgd í hvert sinn og endurspeglar því ekki nauðsynlega meðaltalslækkun fyrir allan hópinn sem lauk meðferð.
17
Tafla III.Breytingar á líðan í meðferð og eftirfylgd
SDQ - Í töflu IV má sjá breytingar á mælingum sem gerðar voru á andlegri líðan barnanna við meðferð. Niðurstöður SDQ-spurningarlistans, sem foreldrar barnanna svöruðu, sýndu ekki tölfræðilega marktækan mun á andlegri líðan barna fyrir og strax eftir meðferð (tafla IV). EFTIRFYLGD - SDQ - Ekki mældist heldur tölfræðilega marktækur munur á svörum foreldra um andlega líðan barnanna samkvæmt SDQ í eftirfylgd meðferðar, þremur, 6 eða 12 mánuðum eftir að meðferð lauk (tafla V).
18
Tafla IV.Breytingar á lífsgæðum í meðferð og eftirfylgd – svarað af börnunum
19
Tafla V.Breytingar á lífsgæðum í meðferð og eftirfylgd – svarað af foreldrum
20
Umræða
21
Umræða Staðlaður líkamsþyngdarstuðull
Tilgáta þessarar rannsóknar um að staðlaður líkamsþyngdarstuðull yrði lægri strax eftir meðferð og í eftirfylgd meðferðar var studd Niðurstöður rannsóknarinnar sýndi að staðlaður líkamsþyngdarstuðull barnanna var lægri eftir meðferð og viðhélst ári eftir að meðferð lauk Því má segja að þeir sem halda áfram þátttöku í Heilsuskólanum er að ganga vel og eru að ná tökum á þyngdarstjórnun sinni Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndi að líkamsþyngdarstuðull barnanna lækkaði í meðferð um 0,41 staðalfráviksstigum, að meðaltali. Eins og sjá má voru breytingar á stöðluðum líkamsþyngdarstuðli meiri en í þeim rannsóknum sem getið var um hér á undan. Árangrinum var viðhaldið þremur, sex og tólf mánuðum eftir að meðferð lauk, sem samræmist einnig niðurstöðum fyrri rannsókna (Gunnarsdottir o.fl., 2011; Danielsen, o.fl., 2013). og eru að ná tökum á þyngdarstjórnun sinni
22
Umræða SDQ skimar eftir tilfinninga- og hegðunarerfiðleikum
Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar var engin breyting á líðan barnanna að mati foreldra Það er ekki svigrúm Þó að börnin sem komu í hópmeðferð hjá Heilsuskólanum hafi ekki sýnt breytingar þegar skimað var fyrir hegðunar- og tilfinningaerfiðleikum var áhugavert að sjá að þau mælast, að meðaltali, lágt á þeim lista. Það gefur annars vegar vísbendingar um að þegar matið er lágt í upphafi meðferðar er svigrúm til jákvæðra breytinga ekki eins mikið. Hins vegar getur verið að þau börn sem veljast í hópmeðferð séu með minni hegðunar- og tilfinningaerfiðleika samanborið við þau börn sem boðin einstaklingsmeðferð í Heilsuskólanum og jafnvel að auki önnur úrræði á sviði sálfræði- og félagsþjónustu.
23
Umræða Sjálfsmatskvarði Foreldrakvarði
Samkvæmt mati barnanna sjálfra jukust lífsgæði þeirra við meðferðina Aftur á móti viðhéldust þessi bættu lífsgæði ekki sex mánuðum og 12 mánuðum eftir að meðferð lauk Foreldrakvarði Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar mátu foreldrar börn sín með betri lífsgæði eftir að meðferð lauk samanborið við upphaf meðferðar. Foreldrum fannst lífsgæði barnanna einnig styrkjast þremur mánuðum og sex mánuðum eftir að meðferð lauk Möguleg skýring á því af hverju börn viðhalda ekki bættum lífsgæðum sex mánuðum og ári eftir að meðferð lýkur gæti verið að viðmið barnanna um bætt lífsgæði séu orðin önnur. Meðferðin sjálf er sex vikur með talsverðri íhlutun. Meðferðaraðilar hittu börnin þrisvar sinnum í viku. Þessi íhlutun og fræðsla um breyttar lífsvenjur ásamt hreyfingu getur haft þau áhrif að börn bæta lífsgæði sín eftir meðferð og þremur mánuðum eftir að meðferð lýkur. Hægt er að íhuga að því lengra sem líður á milli þess að börnin finna fyrir stuðningi meðferðaraðila því síður finna þau fyrir að lífsgæði þeirra viðhaldist. Því væri hægt að álykta að of langur tími líði á milli þess sem börnin hitta meðferðaraðila til að geta viðhaldið bættum lífsgæðum í það ár sem eftirfylgd meðferðar er.
24
Umræða Munur á lífsgæðum barna fyrir og eftir meðferð við offitu hefur lítið verið skoðaður Samkvæmt þessum niðurstöðum viðhaldast lífsgæði barnanna ekki ári eftir að meðferð lýkur Rannsókn Þrúðar Gunnarsdóttur o.fl. sýndi að hvatningarfræðsla (e.booster session) í kjölfar fjölskyldumiðaðrar atferlismeðferðar beri árangur í að viðalda m.a LÞS-SFS Við áframhaldandi þróun á fjölskyldumiðaðri atferlismeðferð fyrir börn með offitu væri áhugavert að kanna áhrif hvatningarfræðslu á lífsgæði barna með offitu brottfall Því má álykta að sú meðferð sem Heilsuskólinn veitir hjálpi börnunum að bæta lífsgæði sín til skemmri tíma en lífsgæði barnanna viðhélst þremur mánuðum eftir að meðferð lauk
25
Takmarkanir Kynjahlutfall Svarhlutfall Hvernig tilvísum var háttað
27,9% drengir 72,1% stúlkur Svarhlutfall Hvernig tilvísum var háttað
26
Samantekt Hægt er að draga þá ályktun af niðurstöðum rannsóknarinnar að fjölskyldumiðuð atferlismeðferð Heilsuskólans virðist árangursrík til að lækka LÞS-SFS barna með offitu og mögulega til að bæta lífsgæði þeirra Niðurstöðurnar benda til þess, sérstaklega í ljósi þess að lækkun á LÞS-SFS hélst ári eftir meðferð, að meðferð Heilsuskólans geti verið vænlegt meðferðarúrræði fyrir börn með offitu. Þegar þyngdartap og lífsgæði þessarar rannsóknar voru skoðuð mátti sjá að eftir meðferð og þremur mánuðum eftir að meðferð lauk er bæði þyngdartap og lífsgæði barnanna að batna. Samkvæmt foreldrum voru lífsgæði líka að batna sex mánuðum eftir að meðferð lauk. Hvort þyngdartap og bætt lífsgæði haldist í hendur er ekki gott að segja en hægt er að álykta að svo sé. Þá sér í lagi þegar litið er til annarra rannsókna. Í rannsókn á offitumeðferð fullorðinna skýrðu þátttakendur í 90% tilfella frá bættum lífsgæðum, meiri orku, betra lunderni og meira sjálfsöryggi í lok meðferðar ásamt þyngdartapi (Vieira o.fl., 2013). Niðurstöður gefa vísbendingar um að meðferðin hafi jákvæðan árangur á staðlaðan líkamsþyngdarstuðul barnanna sem og lífsgæði. Staðlaður líkamsþyngdarstuðull viðhelst ári eftir að meðferð lýkur en aftur á móti gera lífsgæðin það ekki. Þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði. Mjög áhugavert væri að athuga hvort hægt væri að viðhaldið bættum lífsgæðum barnanna með því að börnin og foreldrar komi oftar í eftirfylgd.
27
Þakkir Sérstakar þakkir til leiðbeinanda og nefndar, Berglind Brynjólfsdóttir, Ólöf Elsa Björnsdóttir og Helga Zoëga Til teymis Heilsuskólans Sérstakar þakkir fá leiðbeinendur mínir, Berglind Brynjólfsdóttir, Ólöf Elsa Björnsdóttir og Helga Zoëga. :etta eru frábærar konur sem ég tek mér til fyrirmyndar. Þakklæti fyrir að lofa mér að vera með í þessu krefjandi og skemmtilegt verkefni. Þær eru einstaklega jákvæðar, hvetjandi og uppbyggilegar með faglega leiðsögn og góðar ábendingar. Einnig langar mig að þakka teymi Heilsuskólans fyrir skemmtilega fyrirlestra og annan fróðleik sem hefur aukið þekkingu mína á þessu sviði.
28
Takk fyrir
29
Heildarfjöldi (n=43), hlutfall (%) meðaltal staðalfrákvik
Aldur (ár) 9,69 1,16 Hæð (cm) 144,40 9,42 Þyngd (kg) 60,31 13,92 Staðlaður LSÞ 3,42 0,63 Kyn (%) Stúlkur (n=31) 72,10 Drengir (n=12) 27,90 Búseta barns (%) Hjá báðurm foreldrum (n=20) 46,50 Aðra hvora helgi (n=14) 32,60 Vika og vika (n=3) 7,00 Eingöngu hjá öðru foreldri (n=6) 14,00 Hjúskapastaða foreldra (%) Gift/ í sambúð (n=20) Skilin/einstlæð (n=23) 53,60 Þátttökuhlutfall (%) Lauk meðferð (n=31) 72,00 TAFLA II
33
9 ára stelpa sem er 40 kg og 130 cm 23,7 í BMI og 2,7 SF frá normalkúrfu, eftir 6 mánuði léttist hún um 2 kg og hækkar líka um 2 cm 40 kg /133 þá er hún með BMI 22,6 og er rétt um 2 SF frá normalkúrfu.
34
Rannsóknarsnið Íhlutandi rannsókn Gögnum safnað Fyrir meðferð
Eftir meðferð Eftirfylgd meðferðar Rannsóknarsnið Þetta er íhlutandi rannsókn, á fyrirliggjandi gögnum, á börnum í meðferð Gögnum var safnað fyrir meðferð, strax eftir meðferð og í eftirfylgd meðferðarinnar sem var þremur mánuðum, sex mánuðum, og einu ári eftir að meðferð lauk. Í einstaklingsviðtölum var gögnum safnað um þyngd, hæð, mataræði, kyrrsetu og hreyfingu sem og listarnir lagðir fyrir.
35
Árangur af meðferðinni var mældur með stöðluðum líkamsþyngdarstuðli og spurningalistum sem lagðir voru fyrir þátttakendur. Mælingar voru gerðar fyrir meðferð, strax eftir meðferð og í eftirfylgd meðferðar sem var þremur, sex og 12 mánuðum eftir að meðferð lauk. Mælingarnar voru teknar í einstaklingsviðtölum hjá sálfræðingi þar sem gögnum var jafnframt safnað um mataræði, kyrrsetu og hreyfingu (sjá mynd 1). Í eftirfylgd meðferðar fengu þátttakendur einnig 30 mínútna viðtal hjá sálfræðingi til að fara yfir markmið sem sett höfðu verið í meðferð og eftirfylgd meðferðar.
36
Tafla I. Lýsandi tölfræði fyrir hópana fjóra
Við upphaf meðferðar voru þátttakendur 43 Meðalaldur var tæp 10 ár Meðaltal staðlaðs líkamsþyngdarstuðuls var 3,42 ( en börnin þurftu að vera með staðlaðan líkamsþyngdarstuðul sem var amk 2,5) Stúlkur voru 72% og drengir 27% Það voru 31 barn sem lauk meðferðinni
37
Tafla II. Brottfall úr 6 vikna meðferð skipt eftir hópunum fjórum
Hópur 1 (n=10) Hópur 2 (n=10) Hópur 3 (n=11) Hópur 4 (n=12) Drengir 2 (20%) 0* 1 (9%) 0 (0%) Stúlkur 5 (50%) 2 (18%) 2 (17%) Þátttökuhlutfall í eftirfylgd meðferðar var alls 72% (n=31) 3 mánuðum eftir að meðferð lauk, 55% (n=24) 6 mánuðum eftir að meðferð lauk og 46% (n=20) og 12 mánuðum eftir að meðferð lauk. * Enginn drengur í meðferð
38
Tafla V. Líðan og lífsgæði fyrir meðferð samanborið við eftir meðferð
SDQ - Í töflu IV má sjá breytingar á mælingum sem gerðar voru á andlegri líðan barnanna við meðferð. Niðurstöður SDQ-spurningarlistans, sem foreldrar barnanna svöruðu, sýndu ekki tölfræðilega marktækan mun á andlegri líðan barna fyrir og strax eftir meðferð (tafla IV). PEDSQL - Tafla IV sýnir jafnframt breytingar á lífsgæðum barna samkvæmt Peds-QL lífsgæðakvarðanum, sem bæði foreldrar og börn svöruðu. Við lok 6 vikna meðferðar höfðu lífsgæði barnanna aukist marktækt. Börnin mátu lífsgæði sín betur eftir meðferð en fyrir (t(20)=2,89 p=0,009) með 7,72 meðaltalsmismun á heildarstigi. Foreldrar mátu jafnframt lífsgæði barna sinna betur eftir meðferð en fyrir (t(20)=2,92 p=0,0085), meðaltalsmismunur var 6,80.
39
Tafla VI. Líðan og lífsgæði fyrir meðferð samanborið við 3, 6 og 12 mánuðum eftir að meðferð lýkur
SDQ - Ekki mældist heldur tölfræðilega marktækur munur á svörum foreldra um andlega líðan barnanna samkvæmt SDQ í eftirfylgd meðferðar, þremur, 6 eða 12 mánuðum eftir að meðferð lauk (tafla V). PEDSQL - Tafla V sýnir að lífsgæði héldu áfram að aukast að mati barnanna á fyrrihluta eftirfylgdartímans, það er þremur mánuðum eftir að meðferð lauk, en þó ekki við 6 og 12 mánaða eftirfylgd. Aftur á móti ber að taka fram að mismunur á líðan og lífsgæðum barna í meðferð sem og í eftirfylgd byggir eingöngu á mælingum þeirra barna sem mættu í meðferð og eftirfylgd á hverjum tímapunkti fyrir sig.
40
Niðurstöður Niðurstöður rannsóknarinnar voru unnar út frá hópunum fjórum fyrir meðferð og strax eftir sex vikna meðferð og eftirfylgd meðferðar sem var þremur, sex og 12 mánuðum eftir að meðferð lauk.
43
Umræða Brottfall: Fjöldi þeirra sem lauk meðferð var 72% (31 barn)
Ári eftir að meðferð lauk var 54% brottfall úr meðferðinni. Við úrvinnslu gagnanna voru hóparnir fjórir sameinaðir. Eins og kom fram í niðurstöðum þá voru 43 börn sem byrjuðu meðferð hjá Heilsuskólanum, 31 stúlka og 12 drengir. Þegar skoðaður var fjöldi þeirra sem lauk meðferð kom í ljós að 31 barn kláraði meðferð eða 72%. Hins vegar þegar eftirfylgd þessarar meðferðar var skoðuð mátti sjá að tíðni barnanna sem hættu meðferð jókst og ári eftir að meðferð lauk var 54% brottfall úr meðferðinni. Áhugavert væri að skoða hvað hefur áhrif á brottfall úr meðferðinni með það í huga að draga úr brottfalli seinna meir.
44
Umræða Peds-QL metur lífsgæði barna
Lífsgæðaskerðing barna með offitu virðist eiga sér stað hjá allmörgum þeirra (Fontaine, o.fl., 2000). Rannsóknir hafa sýnt samband offitu og lágra lífsgæða (McDonough, o.fl., 2013) Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsókna voru lífsgæði þeirra barna sem luku meðferð betri í lok meðferðar en í upphafi hennar samkvæmt heildarstigum listans. Bæði samkvæmt sjálfsmatskvarða og foreldrakvarða
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.