Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Þjóðhagsvarúðartæki (Macroprudential Policy)

Similar presentations


Presentation on theme: "Þjóðhagsvarúðartæki (Macroprudential Policy)"— Presentation transcript:

1 Þjóðhagsvarúðartæki (Macroprudential Policy)

2 Fyrir fjármálakreppuna 2008
Peningamálastefna (e. Monetary Policy) Ríkisfjármálastefna (e. Fiscal policy) Þjóðhagsleg velferð

3 Í dag Þjóðhagsvarúðarstefna (e. Macroprudential Policy)
Þjóðhagsleg velferð Peningamálastefna (e. Monetary Policy) Ríkisfjármálastefna (e. Fiscal policy)

4 Þjóðhagsvarúðarstefna
Hefur þann tilgang að auka þjóðhagslegt velferði með því að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum. Fjármálamarkaðir gegna mikilvægu hlutverki sem milliliðir og miðla lánsfé inn í raunhagkerfið. Nýtt fyrirbæri og því að miklu ómótað – og ekki enn prófað til fullnustu.

5 Þjóðhagsvarúðartæki (1)
Ótal mörg, mörg óreynd enn sem komið er. Miða flest að því að auka viðnámsþrótt fjármálastofananna og draga þannig úr kerfislegri áhættu á fjármálamörkuðum. Basel nefndin hefur lagt fram tillögur að ýmsum tækjum – sem hluti af BASEL III. Stjórnvöld víðsvegar um heim hafa annað hvort tileinkað sér þau tæki óbreytt eða lagað þau að innlendum aðstæðum. Skoðum hér þau tæki sem ESRB (European Systemic Risk Board) hefur talað fyrir. Þau eru hluti af CRD og CRR regluverki Evrópusambandins sem nær einnig til EES ríkja.

6 Þjóðhagsvarúðartæki (2)
Samkvæmt ESRB tryggja þjóðhagsvarúðartæki stöðugleika í fjármálakerfinu með því að draga úr eftirfarandi áhættuþáttum: Óhóflegum skuldavexti. Of miklu misræmi milli líftíma fjárfestinga og fjármögnunar. Óbeinum og beinum smitáhrifum (e. Contagion). Draga úr líkum á freistnivanda (e. Moral hazard). Mörg mismunandi tæki geta hjálpað við að fást við hvern þessara þátta.

7 Eiginfjáraukar

8 Sveiflujöfnunarauki (1)
Sveiflujöfnunarauki (e. Countercyclical capital buffer, CCyB) er aukin eiginfjárkrafa á bankastofnanir. Hugsaður til þess að draga úr skuldavexti í bólu en auka hann svo í kreppu. Er á bilnu 0 – 2,5% og á að fylgja fjármálasveiflunni. Yfirvöld ættu að hafa hann háann í uppsveiflu og losa svo um hann í niðursveiflu. Ætti fræðilega séð að slá á uppsveifluna og koma í veg fyrir það að niðursveiflan verði of langvarandi og djúp. Ætti s.s. að milda sveiflur á fjármálamörkuðum. Þó erfitt að meta raunveruleg áhrif enn sem komið er.

9 Úr ESRB (2015)

10 Financial cycle with application of buffer
Úr ESRB (2015)

11 Sveiflujöfnunarauki (2)
Aukann ætti að hækka smátt og smátt – endurskoðaður ársfjórðungslega og eykst eða minnkar um 0,25% hverju sinni ef til þess kemur. Ákveðin vandamál í „practice“: Erfitt að meta hvar við stöndum í fjármálasveiflunni. Hætta á að losað sé um aukann of fljótt. Spurning hver viðbrögð banka verða, auka þeir eigið fé eða draga þeir úr eignum í staðinn? Um hversu mikið á að losa aukann þegar það er gert? Fer jafnt á allar stofnanir – mögulega ekki allir sem fylgja námkvæmlega sömu fjármálasveiflu.

12 Kerfislega mikilvægar stofnanir (1)
ESRB mælir með því að yfirvöld meti kerfislegt mikilvægi bankastofnanna og leggi auknar eiginfjárkröfur á þær („to big to fail“). Slíkar stofnanir annað hvort flokkaðir sem O-SII (Other systematically important institutions) eða G-SII (Globally systematically important institutions). G-SII eru bankastofanir sem eru mikilvægar á alþjóðlegum vettvangi – t.a.m. stórir bankar með starfssemi innan margra EES ríkja. Það hvaða stofnanir teljast vera G-SII byggir á ákveðnum stöðluðum reikniaðferðum sem ESRB hefur gefið út leiðbeiningar um. Á G-SII stofnanir getur verið lögð auka eiginfjárkrafa á bilinu 0-3,5%.

13 Kerfislega mikilvægar stofnanir (2)
Það hvaða bankastofnanir teljast vera O-SII er ákvörðun innlendra yfirvalda hverju sinni. Eru þá yfirleitt stofnanir sem geta ekki talist G-SII en yfirvöld á hverjum stað telja þó nógu mikilvægar fyrir innlend fjármála- og hagkerfi til þess að réttlætanlegt sé að tryggja viðnámsþrótt þeirra enn frekar. Hægt að leggja á O-SII stofnanir auka eiginfjárkröfu á bilinu 0-2%.

14 Kerfisáhættuauki Kerfisáhættuauki (Systemic Risk Buffer, SRB) er hugsað til þess að vega upp á móti sérstakri kerfislægri áhættu sem hinir aukarnir taka ekki til. Ekkert hámark á því hversu hár þessi eiginfjárauki getur orðið. Mörg lönd hafa notað hann til viðbótar við aukann á kerfislega mikilvægar stofnanir þar sem þarlend yfirvöld hafa ekki talið G-SII og O-SII aukana nógu háa. Önnur lönd hafa notað þennan auka til þess að vega upp á móti sérstökum en tímabundum aðstæðum í hagkerfinu – t.d. Ungverjaland. Enn önnur hafa notað aukann sem viðbragð við aukinni áhættum í hagkerfum þeirra samanborið við önnur lönd – t.d. Eistland.

15 Tæki sem hafa áhrif á fasteignamarkaði

16 Veðsetningarhlutföll (1)
Hámarks veðsetningarhlutföllum (Loan-to-Value, LTV) er ætlað að tryggja aukinn viðnámsþrótt lánveitenda með því að minnka líkurnar á því að tap verði á láninu (lækka „Loss given default). Veðsetningarhlutfall = Lánsupphæð / Virði fasteignar Því lægra sem veðsetningarhlutfallið er því meira þarf fasteign að falla í verði áður en hún verður verðminni en upphæð fasteignalánsins. Ef veðsetningarhlutfallið verður of hátt (mikið hærra en 100%) aukast líkurnar á því að lántakinn hætti að greiða af láninu. Stór hluti lánasafna margra banka eru fasteignalán. Sé mikið hrun á fasteignamörkuðum eru því miklar líkur á að þeir verði fyrir talsverðum áhrifum. Á eftir fasteignabólum fylgja einnig oft lengri og dýpri fjármálakreppur.

17 Veðsetningarhlutföll (2)
Hugsunin einnig sú að hægt sé að lækka hámarks LTV hlutfallið í uppsveiflu á fasteignamörkuðum og þannig slá á bóluna. Hækka hlutfallið svo aftur í kreppu til þess að koma fasteignamörkuðum aftur á stað. Hámarks veðsetningarhlutföll yfirleitt notuð á íbúðahúsnæði – sjaldnar verið notuð á atvinnuhúsnæði. Möguleg vandamál í „praksís“: Gögn um húsnæðisverð geta verið að skornum skammti. Bankar leitast mögulega eftir því að meta húsnæði of hátt. Erfitt að meta hvar við erum stödd í húsnæðissveiflunni. Lánveitendur geta veitt lán án veðs – mögulega aukin áhætta!

18 DSTI og LTI hlutföll (1) Hámarks debt-service-to-income (DSTI) og loan-to-income (LTI) hlutföll á fasteignalánum takmarka þá greiðslubyrði sem lántakar geta tekið á sig. Minnka því líkur á vanskilum (e. Probability of default). DSTI = Árlegar vaxta- og afborganir af lánum / Árlegar ráðstöfunartekjur LTI = Heildarlánsfjárhæð / Árlegar ráðstöfunartekjur LTV hlutföll takmarka getu til lántöku með því að hækka nauðsynlega innborgun, DSTI og LTI með því að hækka nauðsynlegar tekjur. Taka því á ólíkum áhættuþáttum / hópum lántaka. Virka þannig betur saman en í sitthvoru lagi.

19 DSTI og LTI hlutföll (2) LTV hlutföll taka ekki að fullu tillit til þess þegar húsnæðisverð fer hækkandi nema þeim sé breytt jafnóðum af yfirvöldum. DSTI og LTI hlutföll fela í sér sjálfvirk höft á vöxt fasteignalána – svo lengi sem fasteignaverð vex hraðar en ráðstöfunartekjur. Geta þó verið heftandi í kreppu – þá þörf á því að slaka á þeim. Erfiðleikar í „praksís“: Gagnasöfnun getur verið erfið Lánveitendur hafa hvata til þess að lengja lánstíma og dreifa þannig afborgunum yfir lengra tímabil.

20 Tæki sem draga úr hættunni á lausafjárskorti

21 Hlutfall stöðugrar fjármögnunar
Hlutfall stöðugrar fjármögnunar (Net stable funding ratio, NSFR) mælir aðgengi fjármálastofnunar að öruggu fjármagni. NSFR = Stöðugt fjármagn til reiðu / Nauðsynlegt stöðugt fjármagn. Hlutfallið ætti helst að vera meira hærra en 100%. Tryggir að fjármálastofnunin hafi aðgang að nægu fjármangi svo að hún þurfi ekki að endurfjármagna sig í sífellu með stuttu millibili. Eykur viðnámsþrótt með því að auka líkurnar á því að stofnunin geti „harkað af sér“ erfiðleika í rekstri.

22 Lausafjárhlutfall Lausafjárhlutföll (Liquidity coverage ratio, LCR) mæla það hversu háð fjármálastofnun er skammtímafjármögnun. LCR = Lausafjáreignir (e. Highly liquid assets) Heildar nettó útflæði reiðufjár næstu 30 daga Viljum að þetta sé hærra en 100%. Tryggir viðnámsþrótt fjármálastofnanna gegn skammtímasveiflum á fjármálamörkuðum. Dregur þannig úr líkunum á því að snöggar hreyfingar á fjármálamörkuðum leiði til skammtímaskort á lausafjármagni, sem gæti svo leitt af sér stærri krísu.

23 Álagspróf

24 Hvernig skal taka ákvarðanir um tæki?
Jafnvel þótt að viðkomandi gögn liggi fyrir getur verið erfitt að taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúðartæki. Hvenær á að setja þau á? Hversu takmarkandi eiga þau að vera? Hvenær á að losa um þau? Stjórnvöld notast við ýmsa vísa og greiningar til þess að taka slíkar ákvarðanir. Ein aðferð til þess að taka slíkar ákvarðanir – og um leið kanna viðnámsþrótt ákveðinna stofnanna og fjármálakerfisins í heild – eru álagspróf.

25 Álagspróf Búin til ákveðin sviðsmynd – annað hvort með mati sérfræðinga eða útfrá sögulegum gögnum, eða blanda af báðu. Áhrifin á stofnannir og fjármálakerfið í heild „hermd“. Álagspróf geta verið „bottum-up“ eða „top-down“. Bottum-up próf eru gerð af stofnunum sjálfum og heildarniðurstöðurnar fyrir kerfið í heild svo teknar saman af yfirvöldum. Í Top-down prófum hanna yfirvöld sviðsmynd og stofnanir eru svo prófaðar allar saman miðað við þessa sömu sviðsmynd – annað hvort af yfirvöldum eða þær framkvæma prófin sjálfar. „Reverse stress test“ eru próf þar sem fyrst er gert ráð fyrir því að viðfangsefnið hafi ekki staðist prófið og síðan er sú sviðsmynd sem leiddi til þess fundin. Gefur upplýsingar um það hversu stórt áfall er nauðsynlegt áður en viðnámsþróttur viðfangsefnisins er uppurinn.

26 Heimildir Galati, G., & Moessner, R. (2013). Macroprudential policy–a literature review. Journal of Economic Surveys, 27(5), ESRB (2015). The ESRB Handbook on Operationalising Macro- prudential Policy in the Banking Sector. – má nálgast hér: _mp.en.pdf


Download ppt "Þjóðhagsvarúðartæki (Macroprudential Policy)"

Similar presentations


Ads by Google