Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Hvað þurfa nemendur 21. aldarinnar að læra?

Similar presentations


Presentation on theme: "Hvað þurfa nemendur 21. aldarinnar að læra?"— Presentation transcript:

1 Hvað þurfa nemendur 21. aldarinnar að læra?
Svanborg R.Jónsdóttir Doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

2 Grunnskólanám á 21.öldinni
...menntun hvers manns verður að metast eftir því hve hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu félagi... (Guðmundur Finnbogason, 1903) Læra að læra - Learning to know Læra að gera - Learning to do Læra að vera - Learning to be Læra að lifa saman - Learning to live together Guðmundur Finnbogason skrifaði um menntun í byrjun 20.aldarinnar og margt af því sem hann sagði hefur reynst sígilt. Þessi orð finnst mér eigi enn við jafnvel um menntun á 21. öldinni. Nútímaleg markmið menntunar má finna í skýrslu Unesco um menntun en í upphafi hennar segir að Menntun sé hið nauðsynlega draumaland eða útópía – semsagt þar er það sem við viljum stefna að og teljum æskilegt. Í skýrslunni segir að það sem nemendur á 21.öldinni þurfi að læra sé þetta: að læra að læra – að læra að gera- að læra að vera og að læra að lifa saman. Þessa þræði ætla ég að skoða nánar. Mynd af Skýrsla Unesco um menntun: að læra er hinn Innri fjársjóður – menntun hið nauðsynlega draumaland

3 Við og þau Við erum þau – þau eru við , þau eru ekki til án okkar, þau byggja á okkur og eru áframhald okkar i sinni eigin sjálfssköpun Við erum einskis virði án annarra Ubuntu – tengsl milli manna Eitt einkenni nútímans og líklegrar framtíðar er að við verðum sífellt að læra Fyrst ætla ég að skjóta inn herna skýringu á flakki mínu á notkun á fornöfnunum ´við og þau þegar ég tala um nemendur 21. aldarinnar sem e´g mun nota jöfunum höndum og ekki gera skýran greinarmun á. En ég lít þannig á að við séum þau og þau sú við – þau byggja á okkur eru einskonar áframhald okkar eins og við erum áframhald okkar forvera og samferðamanna – en alltaf í einhverri endursköpun. Við erum líka einskins virði án annarra – að sumu leyti er þessi skilningur líkur merkingu afríska orðsins sem ég lærði nýlega – Ubuntu sem er um samtengingu allra manna. Síðan er þetta einkenni nútmans og líklegrar framtíðar að við verðum áfram nemendur, sífellt að læra

4 Að læra að læra Grunnfærni og grunnþekking
Skapandi hugsun og vinnubrögð Vísinda-, upplýsinga- og tæknilæsi Kunna að afla sér þekkingar Löngun til að læra GrunnMenntun hefur mikið hlutverk í persónulegum og félagslegum þroska manna. Grunnskólinn þarf að byrja að þjálfa allt það sem fullorðnir þurfa að kunna og geta – það er ekki nóg að byrja á einvherju í háskóla sem hefur vverið vanrækt í grunnskóla. Það fyrsta er að við þurfum að læra að læra – samhliða uppbygging grunnþekkingar og grunnfærni- skapandi hugsun og vinnubrögð, margskonar læsi m.a. Vísinda- upplýsinga og tæknilæsi, læra að afla sér þekkingar og að viðhalda lönguninni til að læra. Mynd af ‑Information, media literacy, and communication skills • Thinking and problem-solving • Interpersonal, collaborative, and self-direction skills •Global awareness • Economic and business literacy, including entrepreneurial skills • Civic literacy

5 Löngun til að læra Endumenntun – símenntun
Þekking er breytileg Heimurinn breytist Atvinnustarfsemi breytist forvitni og áhugi til að læra út allt lífið Það er og verður mikilvægt að rækta löngunina til að læra, vekja forvitni og áhuga. Heimurinn hefur breyst gríðarlega á síðustu tuttugu árum. Þekkingin breytist, sumt verður úrelt og stöðugt verður til ný þekking. Atvinnustarfsemi breytist og fólk menntar sig ekki lengur í eitt skipti fyrir öll heldur þarf að viðhalda þekkingu og færni og endurmennta sig á margvíslegan máta. Þess vegna er nauðsynlegt að löngunin til að læra verði áfram til staðar eftir grunnskólanám. Mynd af

6 Grunnfærni og grunnþekking
Grundvallarlæsi: lesa, skrifa og reikna Samhliða því að byggja upp góða grunnþekkingu þurfum við að þjálfa færni og getu sem er ekki aðskilin frá þeirri grunnþekkingu heldur hluti af þeirri uppbyggingu. Margs konar læsi Þó ég tali hér mest um færni þá er ég ekki að gera lítið úr mikilvægi góðrar grundvallarþekkingar. Allir þurfa grundvallarlæsi að kunna að lesa skrifa og reikna. E n samhliða því að byggja upp góða grunnþekkingu á mörgum sviðum þurfum við að þjálfa færni og getu sem er ekki aðskilin frá uppbyggingu þeirrar þekkingar heldur hluti af he nni. Til þess þurfum við margskonar læsi til að átta okkur á þeim veruleika sem hefur breyst mikið og breytist hratt. Adopted by the NCTE Executive Committee - February 15, 2008 Mynd af

7 Vísinda- upplýsinga og tæknilæsi - kunna að læra og gera
Skilningur – Rannsaka - Innsæi - Sköpun – nýsköpun Áhrif, afleiðingar – siðferði, ábyrgð Kunna að gera – tengja saman huga og hönd – framkvæma það sem er hugsað og skilja gegnum aðgerðir Kunna á og nota nýjustu tækni Einhverskonar Læsi hefur alltaf verið hluti af menningu og samskiptum ákveðinna hópa. Þegar samfélögin og tæknin breytast breytist læsi með. Tækni nútímans hefur margfaldast og aukist og gerir kröfu um margskonar hæfileika og færni – margskonar læsi. Vísinda- upplýsinga og tæknilæsi byggir á skilningi og virkni þess sem lærir.. Að rannsaka og beita eigin innsæi og sköpunargáfu til að leysa vandamál og uppfylla raunverulegar þarfir veitir ekki bara nauðsynlega þjálfun þeirrar færni heldur grundvallar skilning á tækni og vísindum sem við getum kallað læsi. Þetta hefur hér á landi m.a. verið gert í gegnum það sem ég er að rannsaka og hefur verið kallað nýsköpunarmennt. Þar fá nemendur tækifæri til að framkvæma eigin hugmyndir í verki og þjálfast í að gera, búa til - og í leiðinni að læra og skilja. En sköpun og nýsköpun er ekki sjálkrafa góð eða hlutlaus og þarf því að fylgja siðferði sem metur áhrif og afleiðingar og tekur ábyrgð á þeim.. Þannig menntun gerir nemandann færan um að gera – kunna að tengja saman huga og hönd, kunna að framkvæma það sem er hugsað og öðlast skilning í gegnum aðgerðir sínar.

8 Að kunna að afla sér þekkingar
Bylting í upplýsingaflæði og samskiptum Upplýsingalæsi Miðlalæsi Leikni í notkun nútíma miðla Byggja upp tengsl við aðra og samvinnu Skipuleggja, greina og samþætta margskonar upplýsingar Búa til, gagnrýna og meta fjölmiðlatexta Vera siðferðilega ábyrg í þessu flókna og fjölbreytilega umhverfi Við þurfum (og hér erum við oft samhliða nemendum okkar) færni í upplýsinga og miðlalæsi. Byltingin í upplýsingaflæði og samskiptatækni á síðustu árum er gríðarleg – internetið, kvikmyndir, myndbönd, videoleikir, tónlist, gsm. Ég fann könnun um notkun ungmenna á internetinu Fann þar kö Þorbjarnar Broddasonar frá 2004 sem er ótrúlega úrelt (nema til samanburðar) að þar finnast t.d. ekki orðin Facebook, blog eða Myspace. Ungt fólk hefur umtalsverða leikni í notkun á nútíma samskiptatólum ot tækni og þurfa þess vegna að læra og þjálfast í þeim þáttum sem eru ekki sjálflæriðr á sama hátt – Að byggja upp tengsl við aðra og samstarf og samvinnu Að greina hvað eru áreiðanlegar upplýsingar Þjálfast í að skipuleggja og samþætta margskonar upplýsingar – vera skapandi Bua til, meta og gagnrýna fjölmiðlatexta – myndræna og annarskonar texta – mikil tækifæri til sköðpunar Vera siðferðilega ábyrg í þessu fjölbreytilega umhverfi ‑Information, media literacy, and communication skillThese literacies—from reading online newspapers to participating in virtual classrooms—are multiple, dynamic, and malleable. As in the past, they are inextricably linked with particular histories, life possibilities and social trajectories of individuals and groups. Twenty-first century readers and writers need to • Develop proficiency with the tools of technology • Build relationships with others to pose and solve problems collaboratively and cross-culturally • Design and share information for global communities to meet a variety of purposes • Manage, analyze and synthesize multiple streams of simultaneous information • Create, critique, analyze, and evaluate multi-media texts • Attend to the ethical responsibilities required by these complex environments Tekið af

9 Skapandi hugsun og vinnubrögð Litla s-sköpunargáfan - möguleikahugsun
Að kunna að hagnýta margskonar þekkingu Virk uppbygging á eigin þekkingu Sjálfssköpun – efla eigin getu til áhrifa Kunna að leysa vandamál Vera skapandi í eigin lífi - sjálfsbjargarfærni Stöðug þörf fyrir nýjungar og lausnir á margskonar vandamálum Geta endurskapað eigin atvinnu eða skapað eigin tækifæri Siðferði og sköpun - ábyrgð Við þurfum að þjálfast gegnumgangandi í skapandi hugsun og vinnubröguðum. Listir og skapandi starf þarf að vera stór hluti af reynslu grunnskólanema, ekki bara í yngri hluta grunnskólans heldur alla leið. Slík þjálfun gengur út frá því að allir einstaklingar eru skapandi – sú áhersla hefur verið nefnd litla s- sköðunargáfan og byggir á því að þjálfa það sem hefur verið skilgreint og kallað möguleika-hugsun. Með því að hagnýta þekkinguna sem við byggjum upp á skapandi hátt verður hún virk og varanlegri en þegar hún er bara innbyrt. Skapandi hugsun er líka talin mjög mikilvæg til að takast á við síbreytilegan veruleika sem hefur tekið frá mörgum þau viðmið og fyririrmyndir sem áður voru þáttur í sjálfsmynd einstaklinga og gefa þeim þá ffærni og getu til að skapa sína eigin sjálfsmynd svo að segja. Hluti af því er að hafa færni til að leysa vandamál og uppfylla þarir í eigin lífi – efla sjálfsbjargarhvöt og frumkvæði. Félagslegar og umhverfislegar þarfir kalla á lausnir sem skapandi hugsun – möguleikahugsun – hefur meiri líkur til að finna en andstæður hugsunarháttur sem sér bara gömlu lausnirnar og takmörkuð svör. Efnahagslíf og atvinnulíf kallar stöðugt á nýjungar og lausnir á margskonar vandamálum. Fólk framtíðarinnar og nútímans þarf að geta endurskapað eigin atvinnu eða skapað ný atvinnutækifæri. En sköpun og nýsköpun er ekki endilega hlutlaus eða góð og krefst þess því að við séum fær um að taka siðferðilega góðar ákvarðanir sem byggjast á ábyrgð gagnvart nútíð og framtíð.

10 Færni í mannlegum samskiptum félagsfærni - kunna að lifa saman
Við erum ekkert án annarra - Ubuntu Þekkja sjálfan sig styrkleika og veikleika Færni í að tjá eigin skoðanir Hlusta á aðra, sýna tillitssemi og kurteisi Skilja og virða samskiptareglur Virðing fyrir skoðunum og menningu annarra (menningarlæsi) Kunna að nýta og njóta styrkleika samstarfs og samvinnu Ábyrgð og traust Afríska orðið Ubuntu skilgreinir einstaklinginn sem þátt í stærri heild og leggur áherslu á félagslega vitund og sameiningu. Við erum ósköp lítið án annarra. Til að öðlast færni í mannlegum samskiptum þurfum við að þekkja okkur sjálf, styrkleika og veikleika. Við þurfum að fá góða þjálfun í að tjá eigin skoðanir í ræðu og riti ef við eigum að vera virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi. Við þurfum líka að kunna að hlutsa á aðra og sýna tillitssemi og kurteisi – skilja og virða samskiptareglur. Nútíma samfélög með margbreytilegum menningarhópum gera kröfur til okkar um að við virðum skoðanir og menningu annarra – höfum menningarlæsi. Við þurfum að kunna að nýta styrkleika samstarf og samvinnu og að njóta þess að vinna með öðrum. Allt þetta krefst þess að við kunnum að sýna ábyrgð og axla ábyrgð og hins vegar að sýna öðrum traust. Mynd af

11 Siðferði – að læra að vera og lifa saman
Samhygð Ábyrgð Gagnrýnin hugsun Til að kunna að vera þurfum við að sýna samhygð og ábyrgð – félagslega – efnahagslega og umhverfislega – og það krefst þess að við kunnum að hugsa gagnrýnið – ekki gagnrýnið í merkingunni neikvætt heldur gagn-rýnið að sjá í gegnum, skilja og meta, kunna að greina kjarnann frá hisminu, aðalatriði frá aukaatriðum. Mynd af

12 Sjálfbær hugsun og færni - að kunna að gera, vera og lifa saman
Félgslegt réttlæti (félagsleg meðvitund) Efnahagsleg þróun (efnahags/ viðskipta læsi) Samskipti manns og umhverfis (umhverfislæsi) Geta til aðgerða Sjálfbær hugsun og sjálfbært líferni verður stöðugt meira aðkallandi. Öll sú þekking og færni sem við þjálfum í grunnskóla þarf líka að beinast að því að lifa á ábyrgan hátt á þessari jörð. Til þess þurfum við að skilja samspilið milli nýtingar mannsins á náttúrunni sem beinist að efnahagslegri þróun og velsæld og svo félagslegra afleiðinga og birtingarmynda þeirrar aðgerða. Þekking og skilningur á þvi hvernig þessir þættir spila saman og beiting sköpunargáfunnar og siðferðislegrar dómgreindar þarf að byggja upp í skólastarfinu til að við búim yfir getu til aðgerða sem eru sjálfbærar. Information, media literacy, and communication skills • Thinking and problem-solving • Interpersonal, collaborative, and self-direction skills •Global awareness • Economic and business literacy, including entrepreneurial skills • Civic literacy

13 Geta til sjáfbærra aðgerða – - að kunna að gera og að lifa saman
Þekking og skilningur Skapandi hugsun og færni til sköpunar Siðferði Samskiptafærni og sjálfsþekking Hnattræn meðvitund Umhverfis og efnahagslæsi og félagsleg meðvitund Menntun til sjálfbærni og geta til aðgerða verður til með sköpun þekkingar og skilnings, með þjálfun skapandi hugsunar og færni til sköpunar, siðferði sem tengist samskiptafærni og sjálfsþekkingu og hnattrænni meðvitund sem felst í umhverfis og efnahagslæsi og félagslegri meðvitund. , media literacy, and communication skills

14 Hamingja – að læra að vera
Að þekkja sjálfan sig Sjálfstraust og sjálfsvirðing Finna sitt hlutverk Jafnvægi líkama og sálar Æðri gildi Kærleikur Góð samskipti við fólk og náttúru Taka þátt og þjóna - tilheyra Kunna að njóta lífsins – listir, náttúra, menning, líkami, sál. Gleði sköpunar - flæði Áður en ég lýk þessum vangaveltum um það sem nemendur 21.aldarinnar þurfa að læpra langar mig að minnast á markmið í menntun sem Nel Noddings hefur talað fyrir. Það er hægt að gera margt til að kenna fólki að vera hamingjusamt – ekki endilega skellihlæjandi í gneg alla daga – og upplifa hamingju í skólastarfi. Að læra: Sjálfsþekkingu, efla sjálfstraust og sjálfsvirðingu – að finna sitt hlutverk í lífinu, finna það sem gleður mann og veitir manni ánægju og lífsfyllingu er hægt að stuðla að í skólastarfi. Að upplifa jafnvægi sálar og líkama og reyna á eigin skinni hversu gagnvirkt sambandið “heilbrigð sál í hraustum líkama” er. Að þekkja og kynnast æðri gildum, gildi kærleikans, ángæjuna af að eiga góð samskipti ivð fólk og náttúru, að fá tækifæri til að taka þátt í samféagi og þjóna öðrum og tilheyraa samfélagi. Að kunna að njóta lífsins með listum, náttúru, menningu, samskiptum líkama og sálar. *Að fá að upplifa gleði sköpunar, flæði.

15 Ekki bara draumaland Á morgun verður kynnt hér á ársþinginu fyrirmyndarskólastarf í íslenskum skólum. Þar má sjá og heyra framkvæmd margra þeirra þátta sem hér hafa verið raktir. Mikilvægt að fá tækifæri til að heyra hvernig draumar í menntun verða að veruleika Á morgun verða kynnt hér á ársþinginu nokkur dæmi um fyrirmyndarskólastarf í íslenskum skólum. Þar má sjá hvernig margir þeirra þátta sem´hér voru raktir eru í framkvæmd – það er mjög mikilvægt að fá slík tækifæri til að sjá hvernig draumar í eða um menntun eru gerðir að veruleika – ég vil þakka Samtökum um skólaþróun fyrir tækifærið til að ávarpa ársþingið og fyrir metnaðarfullt og mikilvægt starf að framþróun skólamála á Íslandi – og ykkur þakka ég áheyrina.


Download ppt "Hvað þurfa nemendur 21. aldarinnar að læra?"

Similar presentations


Ads by Google