Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Íslenskur sýndarveruleiki

Similar presentations


Presentation on theme: "Íslenskur sýndarveruleiki"— Presentation transcript:

1 Íslenskur sýndarveruleiki

2 Hvað er CCP CCP 1997 2000 2003 2006 Starfsmenn Sala Áskrifendur
Íslenskt hátæknifyrirtæki sem framleiðir fjölþátttökuleiki. Stofnsett Hættuspil, Latibær, grunnþróun EVE Online EVE Online kemur út Tekjur fara yfir einn og hálfan milljarð (99% útflutningur) 62 og að auki 20 starfsmenn Símans í fullu starfi eintök um allan heim CCP er íslenskt fyrirtæki sem að framleiðir sýndarveruleikasamfélög, stundum kallað fjöldaþáttökuleikir eða fjölþáttökuleikir. CCP var stofnsett árið 1997, fyrstu 3 árin fóru í markaðs- og vörurannsóknir, ásamt því að fyrirtækið gaf út Hættuspilið og seldi í eintökum á Íslandi, á þeim tíma vann fyrirtækið líka fyrir Magnús Scheving við hönnun Latabæjar. Árið 2000 var svo sett allt í gang með framleiðslu á tölvuleiknum EVE Online og kom hann á markað þremur árum seinna. Næstu 3 árin fóru svo í kröftugt vöruþróunar og markaðsstarf sem skilað hefur þeim árangri að nú 9 árum síðar munu tekjur CCP fara yfir einn milljarð íslenskra króna. Hjá CCP í dag vinna 62 manns og fer þeim ört fjölgandi, að auki vinna um 20 manns hjá Símanum við rekstur og notenda aðstoð EVE Online. EVE Online hefur nú áskrifendur og er í mjög örum vexti þessa mánuðina Einu sinni hefðu áskrifendur (hver borgandi $15 á mánuði) þýtt 150 milljón krónur í tekjur á mánuði. Nú er það hinsvegar rétt rúmlega 90 milljónir á mánuði. Munurinn er 700 milljónir á ársgrundvelli.

3 Verðlaun og viðurkenningar

4 Aðdáendur

5

6 Hvað ætlar CCP að gera? Stefnan sett hátt Samkeppnin
Markaður í örum vexti CCP ætlar að verða leiðandi fyrirtæki á sviði fjölþátttökuleikja Tölvuleikjaspilun gleypir hvað mestan tíma frá sjónvarpi, kvikmyndum og annarri afþreyingu. Hér er framtíðin <- Tölur í milljörðum króna Hjá NCsoft vinna manns. NCsoft er frá Kóreu og var stofnað í mars Sterkur heimamarkaður ásamt klæðskerasniðnu starfsumhverfi Markaður fyrir sýndarveruleika samfélög er tiltölulega ungur. Segja má að hann hafi orðið til fyrir alvöru 1997 í Kóreu þegar NCsoft setur Linage á markað, það sama ár kemur Ultima Online á markað á vesturlöndum. Síðan þá hefur heill iðnaður sprottið fram og í dag fer þátttaka í sýndarveruleika samfélögum vaxandi á vesturlöndum og er því sem næst almenn dægradvöl í suðaustur Asíu. Sem dæmi þá spila um 10% Kóreönsku þjóðarinnar spilað leikinn Linage. Þetta umhverfi hefur getið afsér nokkur risafyrirtæki á örskömmum tíma. NCsoft, Shanda og The9 eru frá Kína og Kóreu og yngri en 10 ára, Blizzard er frá bandaríkjunum og setti sinn fyrsta fjölþáttökuleik á markað fyrir rétt rúmu ári síðan. Þetta er samkeppni CCP ásamt smærri aðilum, flestum staðsettum í bandaríkjunum eða Asíu. Nú má spyrja hvernig í ósköpum tiltölulega lítið fyrirtæki á Íslandi ætlar sér að keppa við þvílíka risa. Það er nú svo að við höfum verið að gera það síðustu 3 ár og staðið okkur ágætlega þrátt fyrir mikinn aðstöðu mun. CCP með sínum starfsmönnum hefur alveg verið að halda í við leiki frá NCsoft á vesturlöndum, þrátt fyrir að NCsoft hafi starfsmenn. Það virðist nefningalega svo að Íslendingar virðast hafa þekkingu og bakgrunn sem nýtist vel til framleiðslu sýndarveruleika.

7 Hvar ætlar CCP að gera þetta?
Öflug grasrót nauðsynleg Reynsla lykilatriði Allskonar fólk Við fögnum í hvert skipti þegar við heyrum af stofnun Internetfyrirtækis á Íslandi. Lykillinn að velgegni CCP er að fjöldi starfsmanna hafði unnið hjá svipuðum fyrirtækjum innanlands eða utan áður en þeir hófu störf hjá CCP CCP er að reka þjóðfélag og þarf til þess vísindamenn, tölvunarfræðinga, verkfræðinga, listamenn, markaðsfólk, viðskiptafræðinga, hagfræðinga, félagsfræðinga, sálfræðinga, osfrv. m.a. eitt fyrirtæki hefur nú 200 starfsmenn í Montreal Í þjóðhagslegu samhengi er lítið tap af því þótt hátæknifyrirtæki leggi upp laupana svo lengi sem starfsmenn þess haldi áfram á sama vettvangi annarsstaðar í landinu. Í dag virðist Ísland ekki ætla að ná krítískum massa hvað starfsfólki í hugbúnaðarþróun fyrir Internetið á alþjóðamarkaði. Við rekjum þetta helst til þess að meðal Íslendingur hefur tekist á við fjölbreyttari störf í gegnum tíðina og þekkir breiðari hóp af fólki en starfsmenn samkeppnisaðila okkar. Þetta leiðir til þess að vörur sprottnar uppúr slíku umhverfi eru einstakar, á heimsmælikvarða. Eitt eru allir sammála sem reynt hafa. Tölvuleikurinn EVE Online er öðruvísi en allir aðrir tölvuleikir. Þeir eru kannski ekki allir sammála um að hann sé sá skemmtilesti eða besti sem þeir hafa prófað en vissulega öðruvísi. Það er vegna þess að hann var búinn til á annan hátt og af öðruvísi fólki en þær vörur sem að hann keppir við. Ef að það er eitthvað sem heimurinn þarfnast í dag þá eru það ferskar hugmyndir. Af þeim hafa Íslendingar nóg, okkur skortir innviðinn og starfsumhverfið.

8 Hvar ætlar CCP að gera þetta?
Það er spurningin Gengisástand Hvað er verið að bjóða? Það sem lögð er mest áhersla á Tilboðin streyma að: Kanada, Mön, Kórea, Kína, osfrv. CCP varð af 150 milljónum í hreinan hagnað árið 2005 Það væri auðveldara að sætta sig við þetta ef eitthvað hefði komið á móti. Atvinnuumhverfi í jafnvægi, allt að 80% af þróunarkostnaði endurgreiddur, frítt húsnæði, 0% skattur á fyrirtæki, 10% skattur á einstaklinga, styrkir allt að 40% til vélbúnaðarkaupa “A government which is totally committed to growing the interactive entertainment sector and supporting you in the years to come” Meðalgengi USD 2003 – 77 kr – 70 kr – 63 kr.

9 Fjölþjóðlegt starfslið og samstarfsaðilar
Tell me Hilmar, exactly how big is CCP going to get? 2001© CCP hf. All rights reserverd.

10 Hvað þarf til? Til að ná markmiðum CCP og jafnframt hafa meirihluta starfseminnar á Íslandi þarf fyrst og fremst að koma til hugarfarsbreyting: “Það er ekki hægt að fella gengið fyrir hátæknifyrirtækin” “Ég efast um að erlendar ríkisstjórnir séu að bjóða í íslensk hátæknifyrirtæki” “Það er ekkert hægt að vera með sértækar lausnir fyrir hátækni iðnaðinn”

11 Starfsumhverfi atvinnuvega
Almennar leiðréttingar á aðstöðumun Bankarnir Ríkið hefur unnið markvist að því að skapa gott umhverfi fyrir ýmsar atvinnugreinar: Stóriðja, Landbúnaður, Sjávarútvegur, Ferðaþjónusta Bindiskylda lækkuð, verðtrygging, hátt vaxtastig, geta skattlagt útflutningsfyrirtæki að vild, lítill gjaldmiðill til að leika sér með Á meðan sitja útflutningsgreinar afskiptar og brenna upp í óraunhæfu ofurgengi eða pakka saman og fara úr landi.

12 Tölvuleikjaiðnaður á Íslandi?
CCP er sprottið upp úr frjóu nýsköpunarumhverfi sem skapaðist á árunum Nú má merkja aftur aukinn áhuga á nýsköpun og sprotafyrirtækjum. CCP tókst það sem engum hefur tekist áður, eða það að gefa út sinn fyrsta leik og koma honum yfir áskrifendur. Þetta segir sitt um hæfni Íslendinga til leikjaframleiðslu. Virkja fólkið sem lokkaði álverin til landsins í að fá Electronic Arts, UBI Soft og aðra risa á þessum markaði. Verður þetta leikið eftir? Fordæmið er komið Áhugi stórfyrirtækja að aukast

13 Tölvuleikjaiðnaður á Íslandi?
Leikjaiðnaðurinn er í örum vexti og spáð er að hann nái að tvöfalda þá milljarða sem hann veltir nú á næstu 4 árum. PriceWaterhouseCoopers Kanada og England hafa tekið mjög kröftuglega til við að lokka til sín leikjafyrirtæki. Sem dæmi má nefna að hjá UBI soft Canada starfa manns og stefnt er að tvöfalda þá tölu á næstu 5 árum. Ísland hefur þegar sett gott fordæmi hvað varðar kvikmyndaiðnaðinn. Bæði í formi endurgreiðslu á framleiðslukostnaði og kvikmyndasjóði. ATH: Tölvuleikjaiðnaðurinn fór fram úr kvikmyndaiðnaðnum hvað veltu varðar árið 2003 Er það eftirsóknarvert? Mikil uppbygging Gott fordæmi Innviðinn og starfsumhverfið erum einmitt svo mikilvæg til þess að jarðvegur myndist fyrir alvöru stórfyrirtæki á sviði Content Industries, Creative Industries, Tölvuleikja, tölvugerðakvikmynda og þess háttar. Það sem CCP til þess að ná því að verða leiðandi fyrirtæki á þessum markaði er sterkari upplýsingatækniiðnaður á íslandi. Sökum þess hvað upplýsingatæki og hátækniiðnaður á Íslandi er tiltölulega rýr miðað við nágrannalöndin, þá vaxa stoðgreinar ekki á þessu sviði eða þekking á þessum iðnaði hjá þeim stoðgreinum sem eru til staðar. Þetta hafa þeir reynt sem fara í íslenskan banka og biðja um lán til fjármögnunar á tölvuleik. Leitt að sjá fyrirtækin flytja eða aldrei ná sinni eðlilegu stærð á landinu. Fyrsta upplýsingatækni fyrirtækið sem ég vann hjá er nú staðsett í Montreal Kanada með 200 starfsmenn í góðum vexti. Í Montreal í Kanada eru um manns sem vinna við tölvuleikjagerð Við þurfum líklega að fara sömu leiðir og önnur Íslensk hátækni fyrirtæki, þ.e. að vaxa erlendis annað hvort samfara nýjum verkefnum eða taka föggur okkar og taka eitthvað af þeim fínu tilboðum sem hafa borist CCP síðustu mánuði. Óformlegar skoðanakannanir meðal starfsmanna benda til þess að algjör brott flutningur sé vel mögulegur

14

15

16 Samantekt Íslensk hátæknifyrirtæki hafa hafa þegar sýnt að þau eiga fullt erindi á alþjóðamarkað Þetta er það sem við viljum gera, við viljum ekki vinna í álveri. Ekki getum við öll unnið í banka. Ísland fyrir Íslendinga, ekki uppspretta ódýrs rafmagns fyrir alþjóðlega auðhringi. Við viljum virkja hugann en ekki hálendið. Upplýsingatækni og hátækniiðnaður kostar ekki neitt! Við getum þetta Virðisaukinn allur á Íslandi Fjárfestinginn mikil Ljósleiðara brestir frá Íslandi svipað og þegar að skipa siglingar hættu frá landinu og sagan hefur sýnt afleiðingar þess í lok ársins 2006 verður tölvuleikurinn EVE er búinn að dæla meiri erlendum gjaldeyri inní íslenska hagkerfið en Marshall aðstoðin.

17 Upplýsingatækni kostar ekki neitt

18 Hátækniiðnaður kostar ekki neitt

19 Bara fólk

20 Og peninga

21 Allt afturkræft

22 Upplýsingatækni kostar ekki neitt

23 Upplýsingatækni kostar ekki neitt

24 Upplýsingatækni kostar ekki neitt

25 Upplýsingatækni kostar ekki neitt

26 2000-2006© CCP hf. All rights reserved.
72


Download ppt "Íslenskur sýndarveruleiki"

Similar presentations


Ads by Google