Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun

Similar presentations


Presentation on theme: "Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun"— Presentation transcript:

1 Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun
Norræn áhersla á skóla fyrir alla í ljósi alþjóðlegra strauma nýfrjálshyggju. Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun 23. október 2013 Anna Kristín Sigurðardóttir, Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir

2 Ritstjórar: Ulf Blossing, Gunn Imsen og Lejf Moos
The Nordic Education Model: ‘A School for All’ encounters Neo-Liberal Policy Ritstjórar: Ulf Blossing, Gunn Imsen og Lejf Moos

3 Norrænt módel um skóla fyrir alla - grunnskóli?
Var byggt upp á 6. og 7. áratugum síðustu aldar: leggur áherslu á jöfn tækifæri til menntunar í samræmi við þarfir, óháð, kyni, uppruna, búsetu,líkamlegs eða andlegs atgerfis. er einn skóli opinn öllum, ekki getublandað (no streaming) greið leið er á milli ára og á milli skólastiga undirbýr fyrir líf og starf í lýðræðissamfélagi er mótað grunni “velferðarhyggju” er án aðgreiningar (Blossing, Imsen og Moos, 2013)

4 Varð til á 20. öld á öllum Norðurlöndum, lögfestur á árunum frá 1965 - 1980
The aims of schooling were to develop social justice, equity, equal opportunities, participative democracy and inclusion, as those were pivotal values in Nordic welfare state thinking”. (Blossing, Imsen og Moos, 2013)

5 Hvernig hafa fyrirheit “skóla fyrir alla” um hinn lýðræðislega skóla, um jöfnuð, ræst á Norðurlöndum? Hver eru hugsanleg áhrif alþjóðavæðingar og alþjóðlegra strauma nýfrjálshyggju á menntakerfi Norðurlanda? (Blossing, Imsen og Moos, 2013)

6 Tvö grunnhugtök Jafnrétti – jöfnuður Nýfrjálshyggja – Neo- liberalism

7 Jafnrétti til menntunar – margar hliðar
Formlegt jafnrétti – jafn réttur til náms tryggður í lögum. Efnahagslegt jafnréttindi – mismunandi fjármagni veitt til að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli efnahags. Fjármagni og kröftum dreift á grundvelli þarfa og getu nemenda. Meira til þeirra sem geta meira eða meira til þeirra sem geta minna? Reyna að stuðla að allir hafi náð sama árangri (lágmarksárangri). Jafn aðgangur að góðri menntun við hæfi hvers og eins, óháð útkomu. (Blossing, Imsen og Moos, 2013)

8

9 Ný-frjálshyggja neo- liberalism
Innleitt fyrst í viðskiptakerfið m.a. af alþjóðlegum stofnununum eftir Síðar í menntun og menntakerfi. Markaðurinn stýrir efnahagskerfinu Samkeppni leiðir til aukinna gæða á öllum sviðum Val sem byggt á samanburðarhæfum upplýsingum “New public management” innleitt í opinbera stjórnsýslu, með fókus á dreifstýringu, samkeppni, árangur, lítið regluverk og sterka forystu. Alþjóðastofnanir fá aukið vægi

10 Samkeppni er nauðsynleg á öllum sviðum, án hennar eykst ójöfnuður, öll þjónsta verður dýrari. Með samkeppni fáum við valkosti. Angel Gurria, forstjóri OECD í viðtali við Boga Ágústsson á RUV, 21. okt 2013

11 Gagnrýni á hið norræna módel um skóla fyrir alla
Einstaklingar geta ekki treyst á að skólarnir veiti nægilega góða menntun og atvinnulífið geti heldur ekki treyst á fá hæft fólki til starfa úr skólakerfinu. Hið norræna módel um skóla fyrir alla dugar hvergi nærri til til þess að efla samkeppnishæfni þjóðarinnar í alþjóðamarkaði. Áform um jöfnuð og skóla án aðgreiningar hafa ekki gengið eftir sem skyldi. (Blossing, Imsen og Moos, 2013)

12 Áherslan færist yfir á útkomu og árangur, pressa er sett á skóla um að skila samfélaginu hæfari einstaklingum til að takast á við margvísleg og krefjandi verkefni atvinnulífsins – “að framleiða hæft starfsfólk”

13 Norðurlöndin bregast við með mismunandi hætti.

14 Danmörk Ósamræmi í áherslum þar sem menntakerfið miðaðist við að mótun velferðarríkis allt fram til ársins 2006 á meðan efnahagsstjórn miðaði að því að efla samkeppnishæfni landsins (frá því um 1995). Grundvallast á mismunandi gildum, annars vegar á jafnrétti og lýðræðislegri þátttöku og hins vegar á samkeppni og menntun sem undirbúningur undir starf. (Rasmussen og Moos, 2013)

15 Danmörk (Rasmussen og Moos, 2013)
Mikill áhugi á börnum með sérstaka hæfileika í takt við áherslu á samkeppnishæfni og hæft starfsfólk fyrir vinnumarkaðinn. Þ.a.l hefur sérstöku fjármagni verið veitt til barna með sérstaka hæfileika og jafnvel stofnaðir sérstakir bekkir. Þannig hefur orðið til ný útgáfa af getuskiptingu. Rökin: menntun í samræmi við getu og “developing talents” fyrir þekkingarsamfélagið. Minni bekkir (15 nem) – aðalnámsgreinin er stærðfræði, víkja gjarna frá aðalnámsskrá Opnar leiðir fyrir meiri getublöndun – hefur verið hvatt til þess að stjórnmálamönnum sem viðbrögð við þeirri staðreynd að ekki allir nemendur frá nám við hæfi. (Rasmussen og Moos, 2013)

16 Svíþjóð Menntastefna í anda nýfrjálshyggju var að stórum hluta innleidd á tímum þegar stjórn félagshyggjuflokka (social democratics) var við völd undir lok 20. aldar. Hægri stjórn tók við 2006 og kynnti nýja menntastefnu árið Hún fól m.a. í sér fleiri samræmd próf, meiri aðgreiningu á verklegu og bóklegu námi, fleiri sjálfstæða skóla og mun stífara eftirlit með árangri skóla (skolinspektion) (Blossing og Söderström, 2013)

17 Listi yfir nokkrar nýjustu fréttir frá Skolinspektionen, 2012
The municipality of Kumla must allow students to reach their educational goals. Strong efforts are necessary to improve knowledge results in the municipality of Ånge. Low expectations restrain students’ knowledge development in the municipality of Bräcke. Assessment and grading at schools with large deviations when re-marking national tests. One independent school in Malmö is shut down. (Blossing og Söderström, bls. 23)

18 Svíþjóð Áhersla á kennsluhætti og innra starf skólanna, (frá c – 1980). Var fylgt eftir með rannsókn 1980 og aftur 2001 (Eckholm og Blossing). Mikil breyting hafði orðið á faglegu umhverfi skólanna, samfara aukinni ábyrgð og völdum. Miklu minni breytingar höfðu orðið á umhverfi nemendanna. “there was a School for All teachers, but not for all students.” (Blossing og Söderström, 2013)

19 Svíþjóð Fjórðungur skólastjóra sögðust raða eftir getu að einhverju marki í 7. – 9. bekk. Langflestir skilgreindu vanda nemenda með sérþarfir út frá eiginleikum viðkomandi einstaklings fremur en sem kennslufræðilegt viðfangsefni. Einstaklingsáætlanir fólu oftast í sér aðlögun námsefnis, þjálfun í vinnubrögðum eða aðlögun barns að hefðbundnu bekkarstarfi. Aðlögun kennsluhátta var algengari í yngri árgöngum. (Emanuelsson and Giota, 2011)

20 Finnland Andstaða var við stofnun skóla fyrir alla á sínum tíma. Megin rökin voru að hann væri of dýr, erfitt að taka tillit til sérstöðu (t.d. út frá trú) sem var ríkjandi í ýmsum dreifðari byggðum Finnlands og að menntunarstig myndi lækka þar sem ekki væri hægt að halda úti sérstakri menntun fyrir “elítu” hópa. Ahonen, 2013

21 Finnland Jákvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar varð strax ljós þegar fyrsti árgangurinn lauk grunnskóla Skóli fyrir alla náði ekki til framhaldsskóla Skólar eru metnir (ekki samræmd próf) og þeir ákveða hvað gert er við niðurstöður mats – ekki birt - er ætlað að þjóna/styðja fremur en að stýra. Styðjandi mat. Gæti jafnvel verið nýtt til að styðja sérstaklega við “veika” skóla með auknu fjármagni eða stuðningi við skólaþróun Námskrá 2000 var mjög opin og sveitarfélögum eða skólum ætlað að móta eigin áherslur – leiddi til mismunar milli sveitarfélaga þ.a.l. námskrá 2004 meira stýrandi

22 Meyjer og Benavor (2013) benda á að skólakerfi sem mælist á toppnum í alþjóðlegum samanburði (Finnland) hafi látið fyrirmæli frá alþjóðastofnum sem vind um eyrun þjóta. Ekki “inspection”, engin samræmd próf, leiðbeinandi mat, almennt ekki raðað eftir getu, lítill áhugi á samkeppni innan og milli skóla.

23 Umræða og álitamál varðandi skóla fyrir alla á Íslandi
1907 1974 2012 Lengd skólaskyldu Menntun í þéttbýli og dreifaðri byggðum Námskrá, námsmat og kennsluhættir Jafnrétti kynjanna Leikskóli sem menntastofnun Skóli án aðgreiningar Dreifstýring Einkaskólar og val Einstaklingsmiðað nám Framhaldsskóli fyrir alla Kennaramenntun Grunnþættir menntunar

24 Möguleg áhrif nýfrjálshyggju á íslenskt menntakerfi
1990 … October … Sterk og mótandi áhrif á viðskiptalíf og stjórnmál, minni áhrif á menntakerfið. Almenn vantrú á markaðsvæddum lausnum Dreifstýring Afturhvarf ? Minni áhersla á samræmd próf Skilgreining grunnþátta Áform um einkaskóla urðu ekki að veruleika Áhersla á fagmennsku kennara Styðjandi og leiðbeinandi ytra mat Vaxandi áhugi á einkavæðingu, opnu vali foreldra um skóla, og opinni samkeppni.

25 Hvernig hafa áform um skóla fyrir alla og jöfnuð gengið eftir á Norðurlöndunum?
Nokkuð vel virðist hafa tekist að jafna aðstöðu til menntunar óháð efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra, miðað við önnur lönd. Vandi virðist vera við innleiðingu á skóla án aðgreiningar (inclusion) í öllum löndunum.

26 Eru félagshyggjuflokkar (social democratics) sem innleiddu hugmyndafræði um skóla fyrir alla 6. og 7. áratugnum síðustu aldar, að grafa undan þessari sömu hugmyndafræði? Nefna dæmi um þetta frá Svíþjóð þar sem jafnaðarmenn innleiddu einkavæðingu, Danmörku þar sem sem þeir samþykktu áætlanir hægri flokka um val um skóla og dreifstýringu í Noregi. (Volckmar og Wiborg, 2013)

27 Eru alþjóðlegir straumar e. t
Eru alþjóðlegir straumar e.t.v áhrifameiri heldur en pólitískar áherslur í hverju landi? Norrænt velferðarmódel Alþjóðlegir straumar nýfrjálshyggju

28 Hvar rekast áherslur á? Hvað stuðlar að auknum gæðum? Hver eru gæðin?
Mótsagnir birtast í ytra umhverfi. Lög og reglugerðir leggja enn áherslu á jöfnuð og undirbúning fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi á sama tíma og þrýst er á samkeppni milli skóla og samanburð. (Blossing, Imsen og Moos, 2013)

29 Hugmyndafræðin um skóla fyrir alla hefur reynst Norðulöndunum vel hvað varðar hagsæld í alþjóðlegu samhengi. Norðurlöndum virðist hafa gengið betur í efnahagslegu tilliti heldur en samfélögum með langa hefð fyrir aðgreiningu í sínu menntakerfi (Wiborg 2009 ; Green et al ; Wössmann and Schutz 2006 ). (Rasmussen og Moos, 2013)

30 Fara saman jöfnuður og gæði?
OECD. (2012). Equity and Quality in Education. Supporting disadvantaged students and schools. “The highest performing education systems are those that combine equity with quality.” Forwords by Barbara Ischinger, Director for Education

31 Alþjóðleg samaburðarhæf gögn eru mikilvæg til að skoða gæði skólastarfs í hverju landi og að læra af þeim sem ná bestum árangri. En stjórnmálamenn og aðrir stefnumótendur verða að forðast að innleiða einfaldar lausnir eða “travelling ideas” inn í menntakerfi viðkomandi lands. Gögn þarf að skoða í tengslum við menningarbundnar aðstæður á hverjum stað . “While politicians are looking for prescriptions to make their schools more efficient, they should ask what measures will work in their own cultural context”. (Blossing, Imsen og Moos, 2013)

32 Framtíð hins norrnæna módels um skóla fyrir alla?
“In spite of the worrying indications, it is not likely that neoliberal policy will dominate the Nordic educational model at the system level and erase the ideal of a School for All. The democratic vision is still there. Every individual’s right to free public schooling, regardless of geographic location and learning conditions, is still deeply rooted in Nordic culture. This is a strong societal and cultural value that becomes even clearer when looking at the development of the Nordic model from the outside. In many countries, a School for All is still a goal in progress. At the same time, one may speculate how a School for All can sustain in a global neoliberal era, both at the system and practical levels.” (Blossing, Imsen og Moos, 2013)


Download ppt "Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs og Námsmatsstofnun"

Similar presentations


Ads by Google