Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Stofnstærðarfræði FIF1206
Kafli 14: Áhrif fiskveiða á samfélög botndýra Hreiðar Þór Valtýsson s
2
14.1 Áhrif veiða á stofna og samfélög
Hér er fjallað um hvernig veiðar hafa áhrif á aðrar tegundir en þær sem verið er að veiða með röskun á búsvæðum 14.2: Röskun vegna fiskveiða 14.3: Bein áhrif veiðarfæra á botninn 14.4: Áhrif fastra veiðarfæra 14.5: Langtímaáhrif 14.6: Aukið fæðuframboð vegna fiskveiða 14.7: Óbein áhrif veiða á vistkerfi sjávar
3
14.2 Röskun vegna fiskveiða
Röskun á búsvæðum getur verið af mörgum toga Ekki bara vegna fiskveiða, líka náttúruleg Lífverur raska líka umhverfinu sjálfar Ís og veður Vistkerfi eru mjög misþolin fyrir röskun
4
14.2 Röskun vegna fiskveiða
Nokkrir þættir að athuga þegar meta á áhrif veiðarfæra Gerð samfélagsins (harður botn, sandur, möl, leðja) Náttúrulega röskun (dýpi, straumar, ís) Gerð veiðarfæris Veiðálag
5
14.2 Dreifing fiskveiða Veiðar fara ekki tilviljakennt fram
Veiðisvæði hnappdreifð Sjómenn þekkja miðin Þekking batnar vegna sífellt betri tækni
6
14.2 Dreifing fiskveiða Hægt að sjá hversu sókn er mikil með því að skoða skemmdir á örmum krossfiska Mikið um skemmda arma => miklar veiðar
7
14.3 Bein áhrif Bein áhrif veiða fara eftir því hvernig veiðarfæri eru notuð Dregin veiðarfæri ættu að hafa mest áhrif – troll og plógar Margar gerðir og misþung – plógur vs dragnót Föst veiðarfæri minni – lína og net Mikil og umdeild fræði Þrætur um þetta hófust mjög snemma Bretland 1376 Ísland í lok 19.aldar þegar erlendir togarar komu hér Jafnvel dæmi um það á 18. öld að þrætur væru milli þeirra sem notuðu net vs handfæri Dragnót hér við land frá því þær voru fyrst prófaðar í byrjun 20. aldar. Enn í gangi
8
14.3 Bein áhrif Lítið deilt um HVORT troll hafi áhrif á botninn, en ... Eru áhrifin mikil? Veldur þetta langtímaskemmdum, eða lagast þetta fljótt Jafnvel, eru áhrifin slæm? Geta þau ekki verið góð (það þarf að plægja akra) Fer auðvitað eftir veiðarfærinu og botninum ofl
9
14.3 Bein áhrif Í grundvallaratriðum:
Betra er að vera með fjölreyttan botn => meira og fjölbreyttara líf fæst þrifist Mest fjölbreytni lífs á hörðum klettabotni eða á kóralrifjum => þar geta veiðarfæri líka eyðilegt mest Minnst fjölbreytni lífs á sandbotni (einhæfur) => dregin veiðafæri hafa lítil áhrif þar og til mjög skamms tíma Margar botngerðir þarna á milli (leir, þaraskógur ofl.) Dregin veiðarfæri jafna út botninn og minnka fjölbreytileika Jafnvel er leitast við að slétta botninn til að lágmarka veiðarfæratjón af ójöfnum botni
10
14.3 Bein áhrif Áhrif á botndýrin
Infauna (ífána): lífverur sem lifa ofan Í botninum (niðugrafnar) Talvert rannsakað, enda auðvelt að rannsaka með botngreip Epifauna (áfána): lífverur sem lifa ofan Á botninum (geta verið botnfastar, t.d. sæfíflar) Lítið rannsakað enda erfitt, en áhrif ættu hinsvegar að vera augljósari Gróflega má skipta lífverum í 2 flokka Hraðvaxta, skammlífar, tækifærissinnar, verða ekki stórar => græða jafnvel á því að botninum sé reglulega raskað Hægvaxta, langlífar, þurfa stöðugar aðstæður, verða gjarnan stórar => tapa
11
14.3 Trollhlerarnir þyrla upp botninum
Litlar tækifærissinnaðar lífverur þyrlast upp með en setjast svo niður aftur óskaddaðar Stærri lífverur skemmast
12
14.3 Áhrif á áfánu Svæði friðað => Fiskunum fjölgaði (efri lína)
Stórum áfána lífverum fjölgaði (neðri lína, opnir hringir) Litlar áfánalífverur (tækifærissinnar) stóðu í stað (neðri lína, lokaðir hringir)
13
14.3 Verulega reglulega raskað svæði Lítið raskað svæði
14
14.3 Frekar sóðalegar veiðar við Ítalíu Þarna er verið að veiða í marhálmi (sjávargras) Hann heldur botninum stöðugum, og því slæmt þegar hann fer
15
14.3 Samantekt á rannsóknum (MIKILVÆGT) Veiðarfæri Botngerð
Flokkar lífvera Vont til vinstri, gott til hægri (á ekkert skylt við pólitík)
16
14.4 Áhrif fastra veiðarfæra
Föst veiðarfæri (net, lína handfæri, gildrur) hafa ekki verið eins í sviðsljósinu og dregin veiðafæri Enda talið að áhrif þeirra á botninn séu mjög takmörkuð Vandamál meira tengd t.d. draugaveiðum (net) og meðafla (lína) Vaxandi vandamál að þau eru að verða sterkari og öflugari tæki eru notuð til að hífa þau upp Einnig eru þessi veiðarfæri oft notuð á viðkvæmum botni, þar sem ekki er hægt að koma dregnum veiðafærum fyrir
17
14.5 Langtímaáhrif Skammtímaáhrif er frekar auðvelt að sýna fram á
Langtímaáhrif mun erfiðari viðfangs Vandamál að ekki er auðvelt að finna óspjölluð svæði Rannsóknargögn ná stutt aftur Erfitt að segja hverjar eru ástæður breytinga, gætu verið aðrar en veiðar Í Norðursjó virðist botndýrafána þó hafa breyst, beitukóngar verða t.d. illa úti.
18
14.6 Fiskveiðar auka fæðuframboð í hafinu
Urrari Áætlað að um 30 milljón tonn af því sem veitt er fari aftur í sjóinn => fæða fyrir aðra sjávarbúa? Auk þess drepa veiðarfæri lífverur af botninum => meiri fæða Lýsa Mynd, fæða fiska fyrir (svart) og eftir (hvítt) veiðar. L = sundkrabbi C = sandrækja P = rækja A = marfló M = krabbi CL= glitnar (fiskar) AM = sandsíli SU = ígulkerahrogn PL = burstaormar O = annað
19
14.6.1 Áhrif á stofnfjölda Óbein áhrif fiskveiða á aðrar stofna
Sumum sjófuglastofnum hefur fjölgað – éta slóg Krossfiskum virðist fjölga ef röskun og veiðar er til staðar Ef röskun er of mikil eykst dánartíðni þeirra hinsvegar
20
14.7 Óbein áhrif Rannsóknir á kóralrifjum
Eðlileg kóralrif = mikið af fiskum, heilbrigðir kóralar Ofveiði getur leitt vistkerfið í 2 áttir, í báðum tilfellum fækkar kóröllum mikið Mikið af ígulkerum => smávaxnir þörungar ríkjandi Lítið af ígulkerum, => stórvaxnir þörungar ríkjandi Í báðum tilfellum verður vistkerfið tegundasnauðara þegar kóralana vantar
21
14 Íslenskar rannsóknir Nokkrar íslenskar greinar sem tengjast efninu
Guðrún G. Þórarinsdóttir o.fl. Áhrif dragnótaveiða á lífríki botns í innanverðum Skagafirði. The impact of a fly-dragging fishery on the bottom community in Skagafjördur. Reykjavík s. Hrafnkell Eiríksson: Dragnót og dragnótaveiðar við Ísland. The Danish seine fisheries in Iceland. Reykjavík s. Elena Guijarro-Garcia, Stefán Áki Ragnarsson, and Hrafnkell Eiríksson – 2006 Effects of scallop dredging on macrobenthic communities in West Iceland ICES Journal of Marine Science, 63: : Stefán Áki Ragnarsson, Sigmar A. Steingrímsson – Spatial distribution of otter trawl effort in Icelandic waters: Comparison of measures of effort and implications for benthic community effects of trawling activities. ICES Journal of Marine Science, 60: Sigmar Arnar Steingrímsson, Sólmundur Tr. Einarsson: Kóralsvæði á Íslandsmiðum: Mat á ástandi og tillaga um aðgerðir til verndar þeim. Coral grounds off Iceland: assessment of their status and proposal for mitigating measures. Reykjavík s. (With English summary).
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.