Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Skóli og skólastefna, menntun og menntastefna
Ráðstefna á vegum FUM, Félags um menntarannsóknir Miðvikudag 16. maí 2018 Menntavísindasvið HÍ MENNTUN, SAMFÉLAG OG SAMVINNA Skóli og skólastefna, menntun og menntastefna Jón Torfi Jónasson Menntavísindasviði HÍ
2
Jón Torfi 16.5.2018 FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
Staðsetning Til þess að gera örstutta grein fyrir mér og þeim skoðunum sem ég hef í dag, þá nefni ég eftirfarandi sannfæringu, sem skýrir kannski sumt í mínum málflutningi: Ég tel að það verði að ræða um hlutverk skólans á miklu formlegri og beinskeyttari hátt en gert hefur verið. Það snýr bæði að skólastarfinu sjálfu, rannsóknum á menntun og að menntun kennara. Ég tel að símenntun og starfsþróun kennara (og fjölda annarra stétta) sé orðið enn mikilvægara verkefni en grunnmenntun þeirra, einkum vegna síbreytilegra aðstæðna og stöðugt nýrrar þekkingar. Gamalt og gott hlutverk skólans krefst að mínu mati miklu meiri breytinga á inntaki heldur en margir vilja fallast á, - ég er þó sennilega nokkuð íhaldssamur. Málflutningur fastheldninnar byggist stundum á góðum rökum, en einnig á vissri rómantík, eða þá hagsmunagæslu, - eða jafnvel á þekkingarleysi eða kunnáttuleysi. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
3
Jón Torfi 16.5.2018 FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
Sex áskoranir, sem menntaumræða ætti að fjalla um *Athugun á eðli og hlutverki menntunar og tengsl hennar við skóla, bæði skylduskóla og aðra skóla og raunar við aðrar stofnanir er brýn. Um hvað ætti stefna í menntamálum þessu tengt að snúast og hvernig ætti að móta hana og framfylgja? *Viðurkenning á síbreytilegum heimi, breyttu umhverfi skólans kallar á umræðu um að hvaða marki, og þá hvernig, skólinn ætti að taka mið af breytingunum. Hvað ætti hann að gera nýtt? Og hvernig sú stefna er mótuð? Meðal brýnustu verkefna er umræða um möguleika skólans til að stuðla að jafnræði í menntun og almennt að stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Tengt þessu er ásókn viðskiptageirans inn í menntakerfið. Breyttir tímar krefjast þess að símenntun sé fléttuð inn í alla kerfishugsun og menningu í stað grunn- og endurmenntunarhugtaka - á öllum sviðum samfélagsins. *Umræða um hlut rannsókna og mælinga í mótun skólastarfs er mikilvæg og hvaða áhrif rannsóknir og gögn hafa eða ættu að hafa. Brýnt er að ræða hvaða fagstéttir eiga heima í skólunum og hvers vegna og hvernig hver þeirra er menntuð og hvernig hlutverk þeirra raðast saman? Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
4
Mikilvægar og alvöru spurningar
Hvaða spurninga er þess virði að spyrja? Hvaða spurninga er spurt? Hverjir spyrja? Skiptir menntun örugglega máli? Fyrir hvern? Ætti að vera skyldumenntun (skylduskóli) og þá hvers vegna? Hvað ætti að vera inntak menntunar, hæfnisþættir eða form? Hvað ætti að gera í skólum? Ætti að kenna stærðfræði? Hvernig er það ákveðið? Hverjir ákveða það? Á hvaða grundvelli? - Mikilvægar spurningar. Hvernig er best að kenna íslenska málfræði? Ætti að nota spjaldtölvur í skólum? Ætti að skima fyrir listahæfleikum – eða frávikum, í leikskóla? Hverju ætti að skima fyrir í leik, grunn- eða framhaldsskóla? Skipta PISA niðurstöður máli? Hvaða agakerfi virkar best? Vitanlega alvöru spurningar. Hve vel ígrunduð þurfa svörin að vera við mikilvægu spurningunum? Við þurfum að skoða hver þeirra eru í raun trúarsetningar eða menningarsannleikur – þ.e. spurninganna sé í raun óleyfilegt að spyrja, eða að svörin þurfi ekki að ræða ? Svörin eru oft byggð á djúpstæðum gildum, en einnig sterkum hefðum og iðulega að hluta til á hagsmunum? Hvar leitum við svaranna? Á hverju eru þau reist? Leitum við hjá löggjafanum? Með rannsóknum? Í hefðarbrunnunum? Í dómgreind okkar? Í gildum okkar? Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
5
Jón Torfi 16.5.2018 FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
Menntun - skólastarf Menntun Nám í skóla Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
6
Menntun - skólastarf Listir Siðfræði Félagsleg samskipti
Nám í skóla Félagsleg samskipti Hefð-bundnar bóknáms greinar Ný tækni Skapandi starf Læsi Fjölþætt færni Heilbrigði og velferð Samskipti Markmið 2. greinar, 24. greinar Sjálfbærni, sjá líka SÞ Lýðræði, mannréttindi, jafnrétti, sjá líka BS-SÞ Náttúran útivist Nýjar greinar, … Lifað með tækninni Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
7
En hvaða leiðarljós gefa lögin?
Ég hef stundum spurt mig þessara spurningar: Hvernig mundi skólastarf líta út sem tæki einungis mið af markmiðsgreinum laga? Og á hvaða forsendum væri það mótað? Athugið að hér er ekki sett fram almenn spurning um hvað sé áhugavert, heldur pólítísk, fagleg og tæknileg spurning m.a. um hverju megi eða eigi að breyta. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
8
Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní
76. gr. Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
9
Jón Torfi 16.5.2018 FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
Lög um leikskóla nr 90/2008 Lög um leikskóla Markmiðsgrein Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. …. Meginmarkmið uppeldis og kennslu í leikskóla skulu vera: a. að fylgjast með og efla alhliða þroska barna í náinni samvinnu við foreldra, b. að veita skipulega málörvun og stuðla að eðlilegri færni í íslensku, c. að hlúa að börnum andlega, vitsmunalega og líkamlega í samræmi við þarfir hvers og eins svo að börnin fái notið bernsku sinnar, d. að stuðla að víðsýni barna og efla siðferðisvitund þeirra, e. að leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun, f. að rækta hæfileika barna til tjáningar og sköpunar í þeim tilgangi m.a. að styrkja sjálfsmynd þeirra, heilbrigðisvitund, öryggi og hæfni til mannlegra samskipta. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
10
Lög um grunnskóla 91/2008 2. gr. Markmið.
Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins. Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi nemenda. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
11
Lög um grunnskóla 91/2008 24. gr. Aðalnámskrá.
Ráðherra setur grunnskólum aðalnámskrá … Í aðalnámskrá skal m.a. leggja áherslu á: a. sjálfsvitund, siðgæðisvitund, félagsvitund og vitund nemenda um borgaralega ábyrgð og skyldur, b. líkamlega og andlega velferð, heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi, c. þjálfun í íslensku í öllu námi, d. leikræna og listræna tjáningu, e. hæfni nemenda til að skilja orsakasamhengi og draga rökréttar ályktanir, f. skilning og frjótt og skapandi starf, nýsköpun og frumkvöðlanám, g. jafnvægi milli bóklegs og verklegs náms, h. leik barna sem náms- og þroskaleið, i. nám sem nýtist nemendum í daglegu lífi og við frekara nám og starf, j. undirbúning beggja kynja jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi, k. margvíslegar leiðir við öflun þekkingar með notkun tæknimiðla, upplýsingatækni og safna- og heimildavinnu, l. náms- og starfsfræðslu og kynningu á atvinnulífi og námsleiðum til undirbúnings náms- og starfsvali. Í aðalnámskrá og við skipulagningu náms og kennslu og við gerð og val námsgagna skal þess sérstaklega gætt að allir nemendur fái jöfn tækifæri til náms og eigi þess kost að velja sér viðfangsefni og nálgun í eigin námi. Markmið náms og kennslu og starfshættir grunnskóla skulu vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna uppruna, kyns, kynhneigðar, búsetu, stéttar, trúarbragða, heilsufars, fötlunar eða stöðu að öðru leyti. Í öllu skólastarfi skal stuðla að heilbrigðum lífsháttum og taka mið af persónugerð, þroska, hæfileikum, getu og áhugasviðum hvers og eins. … Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
12
Lög um framhaldsskóla 92/2008
2. gr. Hlutverk Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar. Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
13
Vandi námskrárumræðunnar er semsé margþættur:
Það er óljóst hverju við viljum ná fram og einnig hvernig við eigum að ákveða það Jafnvel þegar við getum sammælst um það, sbr. lagaákvæði skólastiganna, þá er ekki ljóst hvernig við getum best náð því fram Menntunargildi eða gagnsemi nýrra greina eða viðfangsefna er iðulega óljóst. En það mætti skilgreina gildi þeirra hreinlega með tilvísun í inntak. Menntunargildi eða gagnsemi eldri greina er líka óljóst, nema þegar menntun er skilgreind með tilvísun í slíkar greinar (menntaður maður er sá sem þekkir og nýtur bókmennta 20. aldar) Vandinn væri sennilega leystur ef skólinn væri alfarið skilgreindur með tilvísun í tiltekna færni: nemandi skal læra vélritun og ljóð. En með því væru tengslin við lagagreinarnar ekki leystur. Þau væru enn jafn óljós. Doktorsritgerð Atla Harðarsonar tekur á þessum vanda, en leysir hann ekki heldur skýrir hann. – Varla hægt að finna aðgengilegri og áhugaverðari umræðu en þar, um þessi mál. „In what sense and to what extent can organised school education be an aims based enterprise?” 2013 Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
14
Jón Torfi 16.5.2018 FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
Stefna - stefnumörkun Þetta vekur upp fjölmargar spurningar, m.a. um hver eigi að vera hinn eiginlegi hlutur stjórnvalda, og hver eigi að vera hlutur annarra gerenda, - um hvað stefnumörkunin eigi að snúast, og raunar í hverju stefna felist. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
15
Stefna – stefnumörkun – um verklag
Sennilega er hugmyndin um lærdómssamfélag sú gagnlegasta sem hefur verið sett á flot undanfarin ár. Hún byggist einmitt á stöðugu faglegu samtali fagfólks. Þessi samfélög geta spannað fjölmarga ólíka hópa. Það er skynsamleg stefna stjórnvalda og allra hlutaðeigandi að leggja ríka áherslu á þessa hugmynd. Að fernu verður að hyggja í því efni Lærdómssamfélag getur og á að starfa á mörgum stigum og það verður ætíð að tryggja að hinir eiginlegu gerendur séu virkir í samfélaginu. Samfélagið snýst um tengsl – oft út fyrir tiltekna einingu, skóla eða sveitarfélag eða rannsóknarhóp. Það er brýnt að fagleg forysta sé í höndum einhvers; það sé einhver sem hafi það verkefni eða taki að sér að leiða inn í nýjar hugmyndir eða lyfta þeim sem inn koma, og ýta á eftir innleiðingu nýrra viðhorfa eða starfshátta; þetta er hægt að gera á mjög lýðræðislegan hátt en þessi forysta verður að vera. Nútíma fagmennska krefst þess að allir taki raunverulegan þátt, allir taki ábyrgð á sinni eigin þátttöku. Rannsakendur eða kennarar (svo dæmi séu tekin) geta ekki svissað sér út, verið stikkfrí. Hugmyndin um að það dugi að rannsaka og kynna svo með grein eða fyrirlestri er bæði fráleit og firrt. Hugmyndin um að kennari í skóla geti bara kennt og ígrundað út af fyrir sig gengur heldur ekki. Hugmyndin um lærdómssamfélag kefst þess að tryggð sé stöðug aðkoma nýrra hugmynda, að það leiki ferskir straumar um hvert samfélag, annars verður stöðnun. Hér tel ég að fræðasamfélagið ætti að taka virkan þátt með starfandi kennurum, m.a. að eigin frumkvæði. Lærdómssamfélagið gerir einmitt ráð fyrir bæði fagnám og starfsþróun. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
16
Stefna – stefnumörkun – um verklag
Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
17
Jón Torfi 16.5.2018 FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
Rannsóknir - gögn Ég sný mér nú að hlut rannsókna og gagna og tengslum þeirra við umræðuna um menntun og stefnu. Megin niðurstaða mín er þríþætt: Rannsóknir gætu verið lífsneisti og drifkraftur framþróunar í menntamálum, en þær gegna ekki því hlutverki í þeim mæli sem þær gætu. Þær eru heldur ekki megnugar að leysa þann vanda sem mestur er, þ.e. að ákvarða hvað sé menntun, né hvað skuli leggja áherslu á í skólastarfi. M.a. þess vegna gefa þær minni hjálp við stefnumörkun en stundum mætti ætla. Ég undirstrika gagnsemi bæði rannsókna og gagna, en bendi á að á þeim eru fleiri hliðar en virðist við fyrstu sýn. Cooper, Levin, og Campbell (2009) minna okkur á að það sé “virtually impossible for a reasonable person to disagree with the idea that policy and practice should be based on the best available evidence” (bls. 161). Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
18
Jón Torfi 16.5.2018 FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
Gögn – tvær hliðar málsins Gögn eru vitnisburður, e-ð fast í hendi Gögn sýna hvað er í lagi og ekki síður hvað er að, hvað vantar, eða virkar ekki (sjá t.d. PISA jafnræðisbindin um þetta) Gögn sýna stöðuna, t.d. í alþjóðlegum samanburði; framfarir eða ekki Gögn leyfa samanburð á ólíkum aðferðum; gagnreyndar aðferðir; sýna m.a. hvað ætti ekki að gera Gögn sýna mynstur, sem oft er útilokað að sjá nema með stór gagnasöfn Gögn sýna samband breyta; stundum aðeins fylgni en einstaka sinnum orsakasamband Gögn gefa forsendur leiðsagnar; hvað þurfi að laga, hvað ekki; sama á við um stefnumörkun … Gögn eru takmörkuð, sýna oft eitt sjónarhorn En einfalda um leið umræðuna þannig að hún verður viðráðanleg Gögn eru takmarkandi, loka umræðuna inni eða jafnvel afvegaleiða hana; það er rætt sem gögnin snúast um, en ekki annað, oft markverðara; óbeint skilgreina þau menntun Gögn eru heillandi, e-ð fast í hendi hægt að ræða á viðráðanlegan hátt Gögn eru iðulega notuð án þess að yfirveguð réttmætis athugun hafi farið fram Gögn eru stýrandi, þau taka yfir umræðuna (t.d. PISA, …) Gögn auðvelda og jafnvel ýta undir að menntun verði söluvara Gögn (m.a. úr rannsóknum) eru um hið liðna, afturhverf Gögn virðast sýna hvar þú stendur, túlkað: hvers þú ert megnugur; þau geta verið letjandi; Gögn segja stundum að eitthvað þurfi að gera, laga en ekki neitt, eða ekki mikið um hvað þurfi að gera Mikilvirk gagnasöfnun getur vakið sterka tilfinningu um vantraust. Þess vegna er t.d. hugtakið leiðsagnarmat byggt á misskilningi Sömuleiðis, að vissu marki, gagnastýrð stefnumökun Að breyttu breytanda á það sama við um rannsóknir þótt það mál sé jafnvel enn flóknara; á þeim eru að mestu tvær sömu hliðar. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
19
Lokaorð: Það eru þrjú aðalatriði í máli mínu hér í dag
Fagleg umræða um eðli og inntak menntunar og sá hlutur sem hún á að eiga í skólastarfi ætti að vega mun þyngra í fræðilegri, pólítískri og praktískri umræðu, en hún gerir nú. Hún ætti að koma inn í alla stefnumótunarumræðu, vera verulegur hluti grunn- og símenntunar kennara og vera hluti af daglegri orðræðu allra fagstétta sem tengjast skólum. Allir stefnumótendur ættu að leggja áherslu á þróun lærdómssamfélaga og virkja þannig fagstéttirnar og tryggja með því stöðuga endurnýjun í skólastarfi. Í allri stefnu ætti faglegt samráð allra gerenda og samfélaga að vega þungt og að allir gangist við sinni ábyrgð – stjórnvöld – kennarar – fræðaheimurinn (sem verður að hyggja betur að samfélagslegu hlutverki sínu). Öguð og gagnrýnin umræða um gildi og veikleika rannsókna og gagna, þannig að hvoru tveggja verði það hreyfiafl stefnumörkun og aðgerðum sem í þeim býr, en það fari enginn í grafgötur um hvað þarf til að virkja þetta afl og hvaða vankanta þarf að horfast í augu við. Þetta eru að mínu mati mikilvægar forsendur kvikrar þróunar menntakerfis til framtíðar. Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
20
Jón Torfi 16.5.2018 FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
Takk fyrir áheyrnina Jón Torfi FUM Skóli og skólastefna, menntun og menntaste
Similar presentations
© 2024 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.