Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Sjávarlíffræði SJL1103 Kafli 6 – Botnþörungar
Hreiðar Þór Valtýsson
2
Botnþörungar og háplöntur
Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Botnþörungar og háplöntur Megin-frumframleiðendur sjávar eru af tvennum toga Svifþörungarnir, smásæir en sjá þó um mest af framleiðslunni Botnþörungarnir, af ýmsum stærðum og gerðum Botnþörungar líkjast plöntum og frumframleiða eins og þær en eru í raun ólíkir þeim að mörgu leiti Flokkast í raun ekki sem plöntur Botnþörungar í sjó skapa mikilvæg vistkerfi í sjó líkt og plöntur gera á landi
3
Fjölfrumuþörungar: botnþörungarnir
Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Fjölfrumuþörungar: botnþörungarnir Þó eru til eignlegar plöntur (kallaðar háplöntur) í sjó Þó botnþörungarnir séu fjölfrumungar (flestir) er bygging þeirra mun einfaldari en háplantna á landi Á botnþörungunum er Blöð (blade) Stilkur eða stöngull (stipe) Þönglhaus (holdfast) Stundum loftfylltar blöðrur (pneumatocyst)
4
Fjölfrumuþörungar: botnþörungarnir
Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Fjölfrumuþörungar: botnþörungarnir Þöngulhausinn líkist um margt rótum háplantna Gegnir þó í raun því eina hlutverki að halda þaranum við botninn. Rætur plantna hafa mun fjölþættara hlutverk, t.d. að taka upp vatn og næringarefni. Nokkuð sem þarinn getur gert hvar sem er Þar sem botnþörungar hafa ekki eiginlegar rætur geta þeir heldur ekki “fest rætur” á mjúkum botni. Botnþörungar eru því nær einskorðaðir við harðan botn.
5
Flokkar botnþörunga Botnþörungar Af botnþörungum eru 3 megingerðir
Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Flokkar botnþörunga Af botnþörungum eru 3 megingerðir Grænþörungar (Chlorophyta) Brúnþörungar (Phaeophyta) Rauðþörungar (Rhodophyta) Í grundvallaratriðum þekkjast þeir á litnum, en þó eru ætíð undantekningar
6
Grænþörungar (Green algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Grænþörungar (Green algae) Algengustu botnþörungarnir í ferskvatni, einnig til á landi. Tiltölulega fáar tegundir finnast í sjó. Þar af eru margar einfrumungar Á sumum stöðum í sjó geta grænþörungar þó verið mjög algengir, sérstaklega þar sem sveiflur eru miklar í seltu svo sem ofarlega í fjöru og við árósa
7
Grænþörungar (Green algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Grænþörungar (Green algae) Hafa yfirleitt fremur einfalda byggingu, grannir þræðir, þunnar himnur eða sem einfrumungar Þó grænþörungar séu svo einfaldir í byggingu eru þeir skyldastir háplöntunum af öllum þörungunum. Það má sjá á því að þeir eru með sömu litarefni
8
Brúnþörungar (Brown algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Brúnþörungar (Brown algae) Geta verið nokkuð breytilegir á litinn, oftast brúnleitir Nánast eingöngu að finna í sjó Flestar stærstu og algengustu botnþörungarnir eru brúnþörungar Geta verið nokkuð flóknir að byggingu Brúnþörungar þekja oft fjörur, kallast þang
9
Brúnþörungar (Brown algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Brúnþörungar (Brown algae) Helstu fjörutegundirnar eru af ættkvíslinni Fucus, einnig Ascophyllum. Báðir algengir hér. Á þessum þörungum eru loftbólur sem sjá um að þeir lyftist upp á flóði Ein tegund Sargasso þangið getur lifað laust frá botninum, flýtur þá á loftbólunum Klapparþang (Fucus spiralis) Klóþang (Ascophyllum nodosum)
10
Brúnþörungar (Brown algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Brúnþörungar (Brown algae) Stærri tegundir sem finnast neðan fjörumarka kallast þari Þar myndar þarinn þétta þaraskóga (þó ekki í hitabeltinu) Stærsta tegundin, risaþarinn (Macrocystis pyrifera) sem finnst við Kaliforníu getur orðið allt að 100 m hár. Getur vaxið allt að 50 cm á dag
11
Brúnþörungar (Brown algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Brúnþörungar (Brown algae) Hér eru það að mestu tegundir af ættkvíslinni Laminaria sem mynda þessa þaraskóga. Þaraskógar norðlægra og suðlægra breiddargráða eru mjög mikilvæg búsvæði
12
Brúnþörungar (Brown algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Brúnþörungar (Brown algae) Þeir eru ásamt frumskógum hitabeltisins þeir staðir á jörðinni þar sem frumframleiðni er mest á fermetra Framleiðni um 10 x meiri en hjá svifþörungum, botnþörungar eru hinsvegar einungis á örmjórri ræmu við ströndina Beint aða óbeint eru þeir þó mikilvægir fyrir fæðukeðjuna Annað mjög mikilvægt hlutverk er að þeir veita fjölmörgum lífverum skjól og auka þar með við tegundafjölbreytnina Á mörgum stöðum, þ.m.t. hér við land eru þeir nýttir af okkur
13
Brúnþörungar (Brown algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Brúnþörungar (Brown algae)
14
Rauðþörungar (Red algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Rauðþörungar (Red algae) Rauðþörungar eru tegundaauðugasti þörungaflokkurinn Tegundirnar þó ekki stórar né áberandi Flestar tegundir eru rauðar, en þó eru auðvitað undantekningar Nánast eingöngu í sjó Eru nýttir víða í heiminum Eru yfirleitt einfaldir í byggingu, oft himnur Einnig til rauðþörungar (Corallina) sem mynda kalkstoðgrind, líkt og kórallar. Er rauður þegar hann er lifandi en verður hvítur þegar hann drepst Kóralþörungar (Corallina)
15
Rauðþörungar (Red algae)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Rauðþörungar (Red algae) Söl Purpurahimna (Porphyra)
16
Lífshættir (Life history)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Lífshættir (Life history) Sleppa
17
Botnþörungar / benthic algae
Hreiðar Þór Valtýsson Economic importance Have been eaten all around the world for millenia Was important in the west in the past Has always been important and popular in east Asia. Algea is even raised as crops there (ræktað) Many side products (aukaafurðir) are made from kelp The most important product is algin made from large brown algae. Carrageenan is processed from red alge Agar is also from red algae. Used as fertilizer and livestock food Used here for burning in the past Kelp pills (I ate them for a while) Calcium from coralline algea Efnahagslegt mikilvægi (Economic importance) Botnþörungar hafa verið notaðir til áts frá alda öðli Á vesturlöndum, þ.m.t. hér voru söl og aðrar tegundir mikilvægur matur á tíðum. Sum staðar eru söl enn étin, en þó er það orðið sjaldgæft Þörungar eru einnig notaðir til áburðar og sem fóður fyrir húsdýr, hér á landi var hann notaður til brennslu Þari er seldur í töfluformi Í Austurlöndum fjær er þörungaát þó mun þróaðra Þar eru þörungar jafnvel ræktaðir
18
Botnþörungar / benthic algae
Hreiðar Þór Valtýsson Efnahagslegt mikilvægi (Economic importance) Ýmsar aukaafurðir eru einnig unnar úr þörungum Einna mikilvægast er algín sem er unnið úr stórum brúnþörungum, það er notað sem bindiefni í ýmis matvæli, s.s. ís, sósur og osta. Það er einnig notað í prentiðnaðinum til að gera prentsvertu þykkari Carrageenan er unnið úr rauðþörungum og er notað í matvælaiðnaði. Agar er unnið úr rauðþörungum, agarinn er notað sem hleypir í matvælaiðnaðinum og einnig í petriskálarnar ykkar Hann fáum við úr rauðþörungategundum Kalk er einnig unnið úr kóralþörungum. kalkið er borið á tún til að lækka þar sýrustig. Kalkþörungavinnsla í Arnarfirði Nú til dags er þörungavinnsla á Reykhólum á Breiðafirði sem vinnur um tonn af klóþangi og 2000 tonn af hrossaþara á ári Úr þessu er unnið algín, heilsuvörur, áburður og fóðurbætir
19
Íslenskir botnþörungar
Myndir: Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Íslenskir botnþörungar Botnþörungar, sérstaklega söl, voru mikilvæg fæða hér áður fyrr, og í litlum mæli enn Aðrar tegundir voru einnig í hallæri notaðir sem: Fóður fyrir rollur Áburður á tún Eldiviður Fjörugrös Söl
20
Íslenskir botnþörungar
Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Íslenskir botnþörungar Nú til dags er þörungavinnsla á Reykhólum á Breiðafirði sem vinnur um tonn af klóþangi og tonn af hrossaþara á ári Úr þessu er unnið algín, heilsuvörur, áburður og fóðurbætir Einnig er byrjað að vinna kalþörunga í Arnarfirði, þeir eru notaðir sem áburður á tún
21
Háplöntur (Flowering plants)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Háplöntur (Flowering plants) Háplöntur eru mun þróaðri en þörungar því í þeim eru ýmis sérhæfð líffæri Háplöntur eru ríkjandi gróður á landi og í ferskvatni, nánast allur gróður sem við sjáum í kringum okkur, gras, tré, blóm og runnar tilheyra háplöntum Mjög fáar háplöntur hafa hinsvegar aðlagast sjávarlífi. Sjávargrös eru einu háplönturnar sem lifa algjörlega í sjó, en í sjávarfitjum og mangrove skógum eru einnig háplöntur sem að hluta til lifa í sjó
22
Sjávargrös (Seagrasses)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Sjávargrös (Seagrasses) Sjávargrös eru háplöntur eins og venjuleg grös, en þó óskyld grösunum Þau eru svo til einu háplönturnar sem hafa aðlagast algjöru sjávarlífi
23
Sjávargrös (Seagrasses)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Sjávargrös (Seagrasses) Þau eru þar sem botn er mjúkur og ágangur sjávar lítill Oft einnig þar sem botn er súrefnissnauður Hér er marhálm (Zostera) að finna Flestar tegundir er þó að finna í hitabeltinu, ólíkt botnþörungunum Líkt og botnþörungarnir skapa sjávargrösin mög fjölbreytt og framleiðið umhverfi þar sem fjölmargar lífverur þrífast
24
Sjávarfitjar (Salt-marsh plants)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Sjávarfitjar (Salt-marsh plants) Þetta eru mýrasvæði rétt ofan fjöruborðs Þarna nær sjór upp á háflæði, en nær ekki að kaffæra plönturnar Hér eru háplöntur sem eru seltuþolnar, en í raun ekki sjávarlífverur því þær þola ekki að kaffærast
25
Mangrove skógar (Mangroves)
Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Mangrove skógar (Mangroves) Eru við strendur hitabeltisins þar sem eru sand og leðjufjörur og skjól gegn ágangi sjávar Flestar plöntur þar eru seltuþolin tré eða aðrar háplöntur ættaðar af landi en eru sérstaklega aðlagaðar þessum aðstæðum Einungis rætur liggja undir sjó, en þær geta verið mjög stórar Botninn er mjög súrefnissnauður, rætur trjánna liggja því yfirleitt ofan á botninum sem er nokkurskonar einkenni mangrove fenjanna Þessi skógarfen skapa mjög fjölbreytt og lífauðugt umhverfi umhverfi.
26
Íslenskir botnþörungar
Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Íslenskir botnþörungar Þekja hér harðan botn niður á 20 til 40 m dýpi Eru áberandi beltaskiptir eins og reyndar annars staðar Efri mörk útbreiðslu markast af seiglu lífverunnar til að þola náttúruöflin Neðri mörkin ákvarðast af samkeppnishæfni hennar og getu til að afbera afrán.
27
Íslenskir botnþörungar
Myndir: Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Íslenskir botnþörungar Í efri mörkum fjöru er að finna skófir og grænþörunga, lítt áberandi Maríusvunta Skófir á steini – Fjörusverta (Verrucaria maura)
28
Íslenskir botnþörungar
Myndir: Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Íslenskir botnþörungar Neðar í fjöru er þang af ættkvíslinni Fucus langmest áberandi. Þær tegundir lifa sjálfar mishátt í fjörunni. Neðangreindar tegundir eru allt brúnþörungar klóþang Bóluþang Dvergþang Klapparþang Sagþang Skúfþang
29
Íslenskir botnþörungar
Myndir: Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Íslenskir botnþörungar Neðan fjöru eru þaraskógar þar sem brúnþörungar af ættkvíslinni Laminaria ráða ríkjum. Marinkjarni Beltiþari Stórþari Hrossaþari
30
Íslenskir botnþörungar
Myndir: Botnþörungar Hreiðar Þór Valtýsson SJL1106 Haustönn Íslenskir botnþörungar Neðan þeirra er aðallega að finna ýmsa smávaxna rauðþörunga, t.d. kalkþörunga. Inni á milli þaraskóganna og þangsins í fjörunni er að finna fjölmargar aðrar botnþörungategundir Skollaþvengur Kalkþörungar á steini Purpurahimna
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.