Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Structure in fisheries data: commercial catches and surveys – a case history of the Icelandic cod Einar Hjörleifsson.

Similar presentations


Presentation on theme: "Structure in fisheries data: commercial catches and surveys – a case history of the Icelandic cod Einar Hjörleifsson."— Presentation transcript:

1 Structure in fisheries data: commercial catches and surveys – a case history of the Icelandic cod
Einar Hjörleifsson

2 Measurements: The basis for any assessment
Measurements of commercial catch composition Total catch Landings Discards Catch composition Size (length) Age Catch curve of a year class Independent measurements (surveys) Total indices Survey size composition Length based indices Age based indices Survey “catch” curve of a year class Correlation among commercial data and scientific surveys

3 iCod: Annual landings Meðfylgjandi mynd sýnir heilarafla þorsks eftir almanaksárum á árunum Upplýsingagildið í ársafla einu og sér er mjög takmarkaðar. Ein af grunnstoðum fiskifræðinnar er að skoða samsetningu aflans og þá fyrst og fremst samsetningu eftir aldri.

4 Catches are taken by different gear and in different location

5 Sampling of catches need to reflect the actual fisheries
Each letter refers to a sample from a single fishing activity ( fish measured) Annual sampling: length measures age estimations

6 iCod – annual length distribution in the fishery
2001 2002 2003 2004 2005 2006 30 length 60 90 120 cm

7 iCod: Annual sampling from catches and age composition
Catch composition in 2006: Annual landings is known. By sampling the catch composition (length and age) one can split the annual landings into landings by age groups. Þessi myndi sýnir staðsetningu sýna úr afla sem teknar voru á einu ári (2005). Afli úr mismunandi veiðarfærum er táknaður með mismunandi lit. Árlega eru teknar um þorskar lengdarmældir og um af þeim eru greindir til aldurs með því að lesa árhringi í kvörnum. Með því að taka tillit til afla eftir veiðarfærum og árstíma má nota þessar mælingar til þess að meta hlutfallslegan fjölda og hlutfallslegt magn sem veitt er af hverjum aldursflokki á hverju ári. Á myndinni er sýnt hlutfallslegt magn sem veitt var úr hverjum aldurflokki árið Ef að heildaraflinn er þekktur er auðvelt að umreikna þessa hlutfallstölu í eiginlegt magn sem að veitt er úr hverjum aldursflokki (sjá næstu glæru).

8 Age disaggregated catches 1982-2006 in kt
Í þessari töflu hefur heildaraflanum (dálkur lengst til hægri) verið skipt upp í afla eftir aldri fisksins og er skipting byggð á sýnatöku úr afla (sjá fyrri glæru). Þannig má sjá að 196 þúsund tonna heildarafla á árinu 2006 (lárétti rauði kassinn) samanstóð 3 þúsund tonna afla 3ja ára fisks, 21 þúsund tonna afla 4ja ára fisks, 18 þúsund tonna afla 5 ára fisks, o.s.fr. Athugið að afli fisks eldri en 10 ára er ekki sýndur í töflunni (þó er hann reiknaður) enda óverulegur í síðustu árum. Eins og sjá má þá samanstendur aflinn á hverju ári úr nokkuð mörgum aldursflokkum. En áður en að við skoðum það nánar skulum við fyrst skoða ársafla ákveðins aldurshóp og er hér tekið dæmi af afla í 5 ára fiski(lóðrétti rauði kassin) og til að gera hlutina einfaldari skulum við skoða það myndrænt (sjá næstu glæru). =

9 Total yield and the yield of 5 year olds
Interannual changes in catch of 5 year olds much greater than changes in total landings Total yield and the yield of 5 year olds 5 year old fish: cm long Food for thought: Yield of 5 year olds in 2006 at an all time historic low. Hér tákna gráu súlurnar heildarársaflann og hringirnir tákna afla 5 ára fisks. Breytingar í heildarafla er í flestum tilfellum ekki mjög miklar milli einstakra ára. Hinsvegar geta breytingar í afla einstakra aldursflokka milli ára verið umtalverð. Sem dæmi má taka að heildaraflinn á árunum 1989 og 1990 fer úr 360 þúsund tonnum niður í um 330 þúsund tonn. Hinsvegar fellur aflinn í 5 ára fiski um meira en helming á þessum tveimur árum, úr 130 kt árið 1989 í í 65 kt árið eftir (1990). Annað dæmi um þessar breytingar í afla 5 ára fiska milli ára má t.d. sjá á árunum 2001 til 2002, þ.e. úr 25 kt árið 2001 í 65 kt árið Heilaraflinn lækkar hinsvegar á þessum tveimur árum, úr um 230 kt árið 2001 í rúm 200 kt árið 2002. Þessar breytingar í afla 5 ára fisks milli aðliggjandi ára geta ekki stafað af takmörkun á heildarafla enda er kvótinn sem betur fer ekki gefinn á einstakann aldursflokk  Breytingar í meðalþyngd (ekki sýnt hér) geta ráðið hér einhverju en þær eru hinsvegar ekki ráðandi þáttur í þessum sveiflum milli einstakra ára. Til þess að leita skýringa þá þarf að horfa til aflaþróunar eftir einstökum árgöngum. En áður en að við skoðum aflaþróun eftir árgöngum nánar (næsta glæra) þá vil ég biðja menn að geyma á bak við eyrað að afli í 5 ára fisks árið 2006 er i sögulegu lágmarki, eða rétt um 18 kt.

10 Age disaggregated yield 1982-2006 in kt
The reason for high interannual variability in catches of 5 year old can be found if one follows catches by cohorts (year classes). Here the catch of the cohort is highlighted. Breytileikinn í afla 5 ára fisks skýrist með því að skoða afla eftir árgöngum. Hér skulum við fyrst skoða afli árgangsins frá Fyrst er að taka það fram að engar teljandi veiðar eru í þorski fyrr en að hann hefur náð 3ja ára aldri. Þannig verðum við ekki vör við 1984 árganginn í veiðum að neinu marki fyrr en árið 1987, en þá voru veidd 14 þúsund tonn úr þessum árgangi. Árið eftir þegar þessi árgangur hefur náð 4ja ára aldri voru veidd 71 þúsund tonn og svo við 5 ára aldur árið 1989 náði aflinn 130 þúsundum tonna. Hámarkinu er náð við 6 ára aldur árið eftir (130 þúsund tonn). Við 7 ára aldur er aflinn hins vegar 45 þúsund tonnum minni. Næstu þrjú árin fellur aflinn áfram og nú um meira en helming á milli ári og er við 10 ára aldur einungis 5 þúsund tonn. Eitthvað er svo veitt af þessum árgangi eftir það en það er óverulegt og því ekki sýnt hér. En skoðum aðeins nánar þennan afla úr árgangi 1984 og gerum það myndrænt (næsta glæra).

11 The yield of the 1984 year class
yc 1984: Total yield: 510 kt Áfram eru tákna gráu súlurnar heildarafla ársins, gráleitu hringirnir tákna afla 5 ára fisks á hverju ári (sem að við vorum búin að skoða hér á undan) og bláu hringirnir tákna aflann úr 1984 árganginum. Tölurnar í hringjunum tákna aldur fisksins. Eins fram hefur komið á fyrri glæru þá var afli í 5 ára fiski árið 1989 um 130 þúsund tonn og að hann hafi komið undan klaki ársins Meðfyljandi mynd sýnir aflann úr þessum árgangi frá núll til 14 ára aldurs. Þróun í aflabrögðum árgangsins má lýsa með því að fram að þriggja ára aldri er aflinn því sem næst núll. Frá þriggja ára aldri fram til 5-6 ára aldurs eykst aflinn, en eftir það fellur aflinn mjög hratt með aldri og eftir 10 ára aldur er aflinn úr árganginum vart mælanlegur. Ástæða þess að aflinn eykst frá 3ja ára til 5-6 ára aldurs er að á þessu aldursbili er fiskurinn að koma inn í veiðina og einnig eru einstaklingarnir að auka verulega við þyngd sína á hverju ári. Fallið eftir 6 ára aldurs má rekja til þess að þá er vöxtur ekki lengur eins hraður og svo fer eðli málsins samkvæmt fjöldinn úr árganginum stöðugt fækkandi. Fallið á aflanum eftir að hámarkinu er náð er því nokkurskonar ígildi þess hve hratt fiskar í árganginum týna tölunni. Í fískifræðinni er þetta fall vanalega metið út frá fjölda fiska í afla og er þá talað um að fækkun fiska í afla sé ígildi heildardauða – en hér skulum við áfram til einföldunar halda okkur við þyngd fisks í afla. Eins og fram kemur á myndinni þá var árgangurinn frá 1984 hluti af ársaflanum á árunum 1987 til 1994 og var vægi hans í heildarveiðinni mestur 5 og 6 ára. Með því að leggja saman aflann úr einstökum aldurshópum þá er hægt að reikna heildaraflann sem að tekinn var úr hverjum árgangi. Aflinn úr 1984 árganginum nam tæpum um 510 þúsundum tonna. Ef að aflaþróun allir aðliggjandi árgangar, bæði og eldri og yngri, hefðu verið með sama hætti að magni til þá hefði ársaflinn á þessum árum að öllu jöfnu átt að vera um 510 þúsund tonn. En af hverju var sú ekki raunin (sjá næstu glæru)?

12 Age disaggregated yield 1982-2006 in kt
Here the yield of the and cohort are highlighted. Note that for any particular age group the yield of the is always higher than in the adjacent cohort Eins og fram hefur komið féll afli 5 ára fisks úr 130 þúsund tonnum árið 1989 í 65 þúsund tonn árið Fyrrgreindi aflinn kom úr 1984 árganginum, sá síðargreindi úr árgangi sem kom úr klakinu árið eftir, eða úr 1985 árganginum. Í töflunni hér að ofan er aflinn úr 1985 árganginum sýndur með rauðum tölum. Eins og 1984 árgangurinn þá kemur 1985 árgangurinn fyrst fram í veiði í einhverju magni sem 3ja ára fiskur. Aflinn úr árganginum eykst með aldri og nær hámarki við 5-6 ára aldur. Efir það fellur aflinn mjög hratt og er orðinn næsta lítill við 10 ára aldur. Eftirtektarvert er hinsvegar að aflinn úr 1985 árganginum er að alltaf lægri en aflinn úr árganginum Og það þrátt fyrir að þessir tveir árgangar voru meira og minna að ganga í gegnum veiðina á sama tíma. Lækkun í afla 5 ára fisks milli áranna 1989 og 1990 á sér því skýringar í því að aflinn úr þessum aldursflokki kemur úr tveimur árgöngum sem að greinilega eru mjög mismunandi að stærð. En skoðum þróun í afla 1985 árgangsins eftir aldri aðeins betur með myndrænum hætti (sjá næstu mynd).

13 The yield of the 1985 year class
yc 1985: Total yield: 260kt Eins og áður sýna gráu súlurnar heildarafla ársins, gráleitu hringirnir tákna afla 5 ára fisks á hverju ári (sem að við vorum búin að skoða hér á undan) og rauðu hringirnir tákna aflann úr 1984 árganginum. Tölurnar í hringjunum tákna aldur fisksins. Meðfyljandi mynd sýnir þróun í afla þess árgangs eftir aldurshópum. Hér kemur berlega fram að nokkuð svipuð þróun er í afla eftir aldri og við sáum með árganginn. Þannig eykst aflinn frá 3ja ára aldri fram til 5 ára aldurs, en fellur síðan hratt eftir það. Heildarafli árgangsins er hinsvegar um helmingi minni en úr árganginum. Við skulum skoða þetta nánar myndrænt á næstu mynd.

14 Yield of 1984 and 1985 year classes
yc 1984: Total yield: 510 kt yc 1985: Total yield: 260kt Samanburður á veiði úr 1984 og 1985 árganginum. Nánari skýringar – sjá fyrri glærur.

15 The yield of the 1996 year class
Total yield: 115 kt The yield from this year class is at an all time historical low. The sum of the yield from 3 to 10 year old is less than the yield of the 5 year olds from the year class landed in 1989! Förum aðeins nær í tíma og skoðum aflann úr 1996 árganginum. Enn og aftur má sjá svipaðan þróun í aflanum, aukningu frá 3 til 5-6 ára aldurs en síðan fellur aflinn eftir það. Samanlagður afli úr þessum árgangi var hinsvegar ekki nema 115 þúsund tonn og þessi afli árgangs sá lægsti sem að um er vitað og einungis um tæpur fimmtungur af afla 1984 árgangsins. Takið eftir að þessi samanlagði afli frá 3ja til 10 ára úr 1996 árganginum er minna en veitt var úr árgangi 1984 við 5 ára aldur árið 1989! Takið einnig eftir að vísbendingar um þennan lélega afla koma strax fram í lélegum aflabrögðum 3ja og 4ja ára fisks. Sem betur fer þá voru næstu árgangar eftir 1996 árganginn ekki af í sama flokki. Eins og fram var komið í upphafi erindisins, þegar við skoðuðum afla 5 ára fisks eftir árum þá jókst aflinn í þessum aldurshópi úr 25 þúsund tonnum árið (1996 árgangurinn) í 65 þúsund tonn árið 2002 (1997 árgangurinn). Og það þrátt fyrir að heilaraflinn hafi fallið á milli þessara tveggja almanaksára. Ég vonast til að áhorfendur sé farið að renna í grun um hvers vegna á þessu standi. Skoðum því aflaþróun í 1997 árganginum (næsta mynd).

16 The yield of the 1997 year class
Total yield: 280 kt Semsagt, eftir lélegasta árgang Íslandssögunnar, árgangi 1996, þá kemur árgangur frá Þróun í afla árgangsins eru þær sömu og áður. Takið eftir að magn 3ja og 4ja ára fisks í afla eru strax mun hærri en fram kom í afla úr sömu aldursflokkum 1996 árgangsins. Heildaraflinn úr árgangi 1997 verður á endanum meira en tvöfallt hærri en aflinn úr 1996 árganginum, eða samtals um 280 þúsund tonn. Þó ekki verði hér farið nánar í það að skoða afla úr árgöngum sem á eftir koma, þá vil ég biðja áhorfendur að hugsa um hver líklegur afli og árgangastyrkur árganganna frá sé/geti orðið, svona í ljósi þess að þessi árgangar gáfu af sér svipaðan afla sem 5 ára fiskur og umræddur 1997 árgangur.

17 The yield of all year classes
Áður en að við snúum okkur að öðru þá skulum við gera upp afla allra árganga sem að hafa að mestu gengið í gegnum veiðina. Í töflunni er kemur fram afli árganganna (dálkur lengst til vinstri) og eru þeir sem við höfum til þessa verið að skoða sérstaklega táknaðir með litum. Eins og fram hefur komið þá er afli árgangs fengin með því að leggja saman aflan úr einstökum aldursflokkum – í töflunni summum við því einfaldlega tölurnar hverri skálínu. Skoðum þetta myndrænt (næsta mynd)

18 Yield by yearclasses Year class yield is very variable.
In recent years (1980 onwards) the largest difference is fivefold Note: final yield of the most recent year classes is not known until it has passed through the fisheries Hér kemur fram að heildarafli aðliggjandi árganga getur verið nokkuð jafn en er hinsvegar í mörgum tilfellum mjög mismikill. Eftirtektarvert sjá að eftir tvo miðlungsárganga frá 1981 og 1982 koma tveir risaárgangar frá 1983 og Eftir það skiptast á miðlungs árgangar (1985, 1989, 1990, 1992, 1993, 1995 og 1997) og lélegir árgangar (1986, 1988, 1991, 1994, 1996). Þó ekki verði gerð grein fyrir því hér sérstaklega þá eru árgangarnir fjórir frá 1997 til 2000 allir taldir miðlungsárgangar, þeir tveir síðustu reyndar enn töluverður hluti af heildaraflanum í ár. En hvað er hinsvegar í vændum (sjá næstu mynd).

19 The yield of the 2001 yearclass
What is the future yield from this year class? ? ? ? Yield of 5 year olds in at an all time historic low. Miðað við sögulega reynslu, hvað er líklegt að árgangurinn frá 2001 gefi af sér??

20 Yield by year classes – what is ahead?
Það sem gert hefur verið á glærunum hér á undan er ekkert annað en að fylgja eftir þróun í afla eftir einstökum aldurflokkum. Fram hefur komið að aflinn úr einstökum aðliggjandi árgöngum getur verið mjög breytilegur. Fram hefur komið að vísibendingar um væntanlegt aflamagn úr hverjum árgangi koma fram í afla strax á 3ja og 4ja aldursflokki. Fram hefur komið að eftir að ákveðnum aldri er náð (5-6 ára á tímabilinu sem að er til athugunar) fellur aflinn alla jafna. Ef að meiri tími hefði gefist til þá hefði verið hægt að skýra út að hér séum við kominn með mælikvarða á heildardauða, eftir því sem að aflinn í árgangi fellur hraðar með aldri, því hærri er heildardauðinn. Í ljósi þess mynsturs sem að við höfum séð þá eru við einnig kominn með grunn að því að gera spá um væntanlegan afla í hverjum árgangi sem að við höfum þegar fengið einhverjar upplýsingar um. Sem dæmi má nefna að aflinn úr 2000 árganginum hefur verið nokkuð góður fram til ársins 2006, þá orðinn sex ára. Í ljósi þessa er ekki óvarlegt að áætla að aflinn úr þessum árgangi árið og 2008 haldist áfram hlutfallslega góður. Að magni til má þó hinsvegar búast við, miðað við fyrri reynslu um aflaþróun árgangs að aflinn úr 7 ára (árið 2007) og 8 ára aldurflokkinum (árið 2008) verði mun minni en það sem veiddist úr honum 6 ára (árið 2006). Það sama á við um eldri árganga sem að enn eru í veiðum. Aflinn úr árgangi 2001 hefur hinsvegar verið mjög lélegur, bæði sem 3ja, 4ja og 5 ára fiskur – aflasagan minnir um margt á lélega árganginn frá Það er engin ástæða til að ætla annað en að hann haldist áfram slakur á næstu árum. En hér kynni einhver að spyrja þeirra eðlilegu spurningar hvaða áhrif umtalverð takmörkun á heildarafla hefur á þessa mynd. Þ.e.a.s. ef að heildarafli er takmarkaður, eins og verið hefur undangengin einn og hálfan áratug þá leiðir það til þess að aflatölur endurspegli ekki lengur stærð árganganna. Til þess að komast að því hvort að sú er raunin er eðlilegt að kynna til leiks “Rallið”.

21 The information in the commercial catches – when aged
The inter-year-class yield can be highly variable The difference fivefold in recent years The pattern of the catch history among year classes is similar The yield increase from age 3 to age 5-6 and then declines This development is independent of the actual amount The decline in the catches of older age groups is a proxy for mortality Indication about likely yield in each year class become apparent right at age 3 and 4 If a lot of fish are cought as 3 and 4 year olds, one can expect that future yield from that year class will be high. And vice versa. The pattern observed and the amount give basis for making short term prediction on future catches based on catches alone. But what about predicting catches of year classes that have yet not appeared in the fisheries? Það sem gert hefur verið á glærunum hér á undan er ekkert annað en að fylgja eftir þróun í afla eftir einstökum aldurflokkum. Fram hefur komið að aflinn úr einstökum árgöngum getur verið mjög breytilegur. Fram hefur komið að vísibendingar um væntanlegt aflamagn úr hverjum árgangi koma fram í afla strax á 3ja og 4ja aldursflokki. Fram hefur komið að eftir að ákveðnum aldri er náð (5-6 ára á tímabilinu sem að er til athugunar) fellur aflinn alla jafna. Ef að meiri tími hefði gefist til þá hefði verið hægt að skýra út að hér séum við kominn með mælikvarða á heildardauða, eftir því sem að aflinn í árgangi fellur hraðar með aldri, því hærri er heildardauðinn. Í ljósi þess mynsturs sem að við höfum séð þá eru við einnig kominn með grunn að því að gera spá um væntanlegan afla í hverjum árgangi sem að við höfum þegar fengið einhverjar upplýsingar um. Sem dæmi má nefna að aflinn úr 2000 árganginum hefur verið nokkuð góður fram til ársins Í ljósi þessa er ekki óvarlegt að áætla að aflinn úr þessum árgangi árið 2007 og 2008 haldist áfram hlutfallslega góður. Aflinn úr árgangi 2001 hefur hinsvegar verið mjög lélegur, bæði sem 3ja, 4ja og 5 ára fiskur – aflasagan minnir um margt á lélega árganginn frá Það er engin ástæða til að ætla annað en að hann haldist áfram slakur á næstu árum. En hér kynni einhver að spyrja þeirra eðlilegu spurningar hvaða áhrif umtalverð takmörkun á heildarafla hefur á þessa mynd. Þ.e.a.s. ef að heildarafli er takmarkaður, eins og verið hefur undangengin einn og hálfan áratug þá leiðir það til þess að aflatölur endurspegli ekki lengur stærð árganganna. Til þess að komast að því hvort að sú er raunin er eðlilegt að kynna til leiks “Rallið”.

22 Scientific surveys: The Icelandic spring bottom trawl survey
550 stations taken per year Standardized approach 5000 cod aged and weighted 150 thousand cod length measured

23 iCod: Biomass and abundance indices
Total biomass Biomass of >55 cm Biomass of >90 cm Abundance < 55 cm

24 Survey stations and cod catces
Áður en að við göngum lengra skulum við samt skoða aðeins rallstöðvarnar í samhengi við dreifingu heildarafla þorsks. Á þessum myndum eru rallstöðvarnar sýndar sem blátt strik og rauðu litirnir sýna þorskaflann sem tonn á fermílu skv. afladagbókum á árunum 1991, 1995, 2000 og Eftir því sem að rauði liturinn er dekkri, þeim mun meira magn var tekið per fermílu. Í megindráttum þá má segja að lítil breyting hafi orðið á hvar því hvar þorskurinn er tekinn á þessu tíma. Og í megindráttum þá virðist stöðvarnetið vera það þétt að það dekki öll helstu veiðisvæði þorsk þó svo að finna megin einstök svæði þar sem einhver afli er sem að ekki er dekkaður vel í rallinu. En það er einnig athyglisvert að það svæði þar sem eru töluverður fjöldi togstöðva en að alla jafna engin þorskveiði. Hvernig má það vera? Jú það stafar m.a. af því að markmiðið með rallinu er ekki einungis að mæla veiðanlegan fisks heldur einnig ungan smáan fisk, fisk sem enn er ekki kominn fram í veiði. Skoðum þetta nánar og byrjum á að skoða dreifingu 1 árs fisk í rallinu (næsta mynd).

25 Cod: Distribution and abundance of age 1
yc 1984 yc 1996 yc 1997 yc 1985 Myndin sýnir magn af 1 árs fiski á einstökum stöðvum í ralli eftir árum, nema hvað árgangar 1984, 1985, 1996 og 1997 eru merktir sérstaklega sem slíkir. Eftir því sem að bláu hringirnir eru stærri þeim mun meiri fiskur fannst á stoðinni. 1 árs fiskur er um 10 cm langur og því kemur hann ekki fram í afla. Á myndinni kemur fram að fjöldinn getur verið mjög breytilegur milli einstakra aldurshópa. Þannig er mikið magn af 1 árs fiski árið 1985 (1984 árgangurinn) og (1985 árgangurinn). Árið 1987 er magn 1 árs fisk (1986 árgangurinn) hinsvegar mun minna. Í þessu samhengi vil ég biðja menn um að minnast hver var aflareynslan úr þessum árgöngum, skv. glærunum hér á undan. Ef að við skoðum sveiflurnar nær í tíma þá má er virðist vera eitthvað til af 1 árs fiski árið 1996 (1995 árgangurinn). Árið 1997 er hinsvegar 1 árs fiskur vart mælanlegur, fyrsta vísbendingin um hinn hörmulega 1996 árgang er hér strax komin. Árið 1998 er svo aftur töluvert af 1 árs fiski, fyrstu vísbendingar um að árgangurinn frá 1997 gæti verið sæmilegur. Á þessari mynd og þeim næstu munum við fyrst og fremst beina sjónum okkar að árgöngum 1984, 1985, 1996 og 1997, árgöngunum sem að við fylgdum eftir þegar við vorum að lýsa þróun í afla og heildarmagni í afla áraganga. Skoðum næst magn tveggja ára fisks í rallinu. 15 cm long

26 Cod: Distribution and abundance of age 2
yc 1984 yc 1996 yc 1997 yc 1985 Hér er sýnd útbreiðsla og magn af 2ja ára þorski í rallinu. Þessi fiskur er að jafnaði um 20 cm langur. Svipað mynstur kemur upp og var um eins árs fisk, miklar breytingar geta átt sér í magni milli aðliggjandi ára. Mælingar á þeim árgöngum sem að við erum að fylgja eftir eru nú náttúrulega mældir einu ári síðar en þegar þeir voru mældir sem 1 árs. Við sjáum að magn 2ja ára fisks árið 1986 (árgangur 1984) er hátt og er það í samræmi við magnið sem að við sáum af 1 árs fiski í rallinu árið áður. Með sama hætti þá er mælist lítið af 2ja ári fiski árið 1998 (1996 árgangurinn) og svo er þokkalegt magn af fiski árið 1999 og er 1997 árgangurinn hér aftur á ferð. 25 cm long

27 Cod: Distribution and abundance of age 3
yc 1984 yc 1996 yc 1997 yc 1985 Hér er sýnd vísitala þriggja ára fisks, fiskur sem að er um 30 cm langur. Mynstrið er svipað og áður, árgangar sem að mældur stórir, miðlungs og smári bæði sem 1 og 2 ára mælast áfram með svipuðum hætti. Hér er fiskur búinn að ná þeirri stærð að hans fer að verða vart í veiði. Fyrir hvern árgang eru við því í rallinu búnir að mæla magnið þrisvar sinnum áður en að hann kemur fram í veiði. Það sem meira er um vert virðist vísbending um hvað sé í vændum koma fram mjög snemma í hverjum árgangi, eða strax á 1st aldursárinu. Skoðum þetta nánar (næsta mynd). 40 cm long

28 Distribution and abundance of selected year classes
Age 1 15 cm Age 2 25 cm Hér er magn og útbreiðsla á árgöngunum fjórum sem að við höfum verið að fylgja eftir á glærunum á undan teknar saman á eina mynd. Fram kemur að strax við eins árs aldur erum við komnir með vísbendingu um hvað er í vændum í magni í ralli við 2ja og svo 3ja ára aldur. Þegar mikið er mælt af eins árs fiski þá mælist mikið magn af þriggja ára fiski tveimur árum síðar og öfugt. Það mætti því ætla að árgangastyrkurinn ráðist mjög snemma í lífskeiði þorsks. En í stað þess að skoða þetta myndrænt, skoðum útreikningana á tölulegu formi (næsta mynd). Age 3 40 cm

29 iCod: Age based survey indices
Hér eru sýndar fjöldavísitölur þorsks í ralli. Vísitalan endurspeglar magn fisks af ákveðnum aldurshópi í ralli hvers árs, þar sem tölugildið á að endurspegla dreifingu og magn fiska á öllum rallstöðvunum til samans. Í sinn einföldustu mynd þá má túkla þessar vísitölur sem mælikvarða á fjöldann veitt var í rallinu af hverjum aldursflokki um sig á hverju ári. Taflan er því þannig séð sambærileg og sú sem að við höfum þegar skoðað fyrir afla, nema að þar héldum við okkur við þyngdareiningu en ekki fjöldaeiningu. Rétt er að taka það fram að vísitalan er einungis sambærileg innan hvers aldurshóps, ekki milli aldurshópa. Ástæðan er sú að vegna stærðarmunar, a.m.k. í yngri fiski þá er “veiðanleikinn” mjög mismunandi eftir aldri. Hér er vert að vekja athygli á fernu: Fjöldi fiska í ákveðnum aldurflokki (t.d. 5 ára) getur verið mjög breytilegur milli einstakra ára, nokkuð sem að við vorum þegar búin að sjá þegar við skoðuðum aldursgreindan afla. Ef fylgt er eftir árgöngum þá er greinilegt samband á milli magn fiskjar í yngri aldurhópum og þess sem að kemur fram í ralli síðar í eldri aldurflokkum sama árgangs. Há vísitala í yngri fiski þýðir að öllu jöfnu að vísitalan í eldir aldurshópum helst einnig há, og öfugt. Hlutirnir eru náttúrulega ekki í 100% samræmi. Þannig má sjá að vísitala 1999 árgangsins sem 1 árs fisk er í sögulegu hámarki. Við tveggja ára aldur er vísitalan úr sama árgangi hinsvegar ekki nema rétt miðlungs. En slíkt ósamræmi er undantekning á megin mynstrinu sem að fram kemur. Rallið nær til yngri aldurflokka en þeirra sem að eru í afla. Þannig má nefna að árið 2007 höfum við fengið fyrstu magnmælingu á árgangi 2006 (1 árs fiskur 2007), 2 mælingar á árgangi 2005 (1 árs í rallinu 2006, 2ja ára í rallinu 2007) og þrjár mælingar á 2004 árganginum (1 árs í rallinu 2005, 2ja ára í rallinu 2006, 3ja ára í rallinu 2007). Rallið nær einnig til aldurflokka sem að eru í veiðum. En skoðum einnig þróun í afla árgangs í rallinu (næsta mynd).

30 Indices by year classes – what is ahead?
Áður hefur komið fram að mynstrið sem fram kemur í gögnum um aldursgreindan afla þegar fylgt er eftir árgöngum megi nota til þess að spá fyrir um afla næsta og jafnvel þarnæsta árs. Með sama hætti þá má nota mælingar á vísitölum til að spá fyrir um framhaldið. Munurinn í gögnunum felst fyrst og fremst í því að í rallinu erum við með mælingar á fiskinum strax við eins árs aldurs (samanborið við 3ja ára aldur í afla) og við erum einnig með mælingu sem nær einu ári nær í tíma (2007 í ralli, 2006 úr afla). Áður en við segjum skilið við þessa töflu er vert að benda á að árgangarnir frá til 2000 mælast allir mjög svipaðir af stærð og að það eru þessir árgangar sem að hafa fyrst og fremst borið upp veiðina á undangegndum árum. Þar sem allir þesir árgangar eru nú á þessu ári orðnir 7 ára eða eldri má búast við því að tillegg þeirra í heildaraflanum fara minnkandi. Við taka því yngri árgangar, þ.m.t. árgangurinn frá Þegar hefur komið fram að veiði úr þeim árgangi er mjög lítil, nokkuð sem að lág fyrir skv. mælingu úr rallinu þegar árið Annar slíkur árgangur er einnig í farvatninu skv. rallmælingu, árgangurinn frá 2004 – en hans ætti fyrst að fara að gæta í afla á árinu Árgangarnir tveir þar á milli virðast þó vera nokkuð skárri.

31 The information in the surveys – when aged
The inter-year-class abundance is highly variable The pattern of the “catch” history among year classes is similar The abundance increases from age 1 to age 3-4 and then declines This development is independent of the actual amount The decline in the catches of older age groups is a proxy for mortality Indication about size of the year classes become apparent right at age 1 and 2 I.e. year class strength is determined at a relatively young age Scientific measurements of year class strength are obtained before the commercial fisheries know what is ahead The pattern observed and the amount give basis for making short term prediction on future stock development, independent of the commercial catches. But what about the link between the catches and the survey?

32 Development and magnitudes in the survey and the fisheries
Yearclass 1984 Yearclass 1985 Survey Survey Indices Fisheries Fisheries Landings (kt) Hér er myndrænt sýnd þróun í “veiði” árganga 1984 og 1985 í rallinu og svo sjálf þróunin í veiði flotans. Fram kemur að þróunin er mjög svipuð í báðum tilvikum nema hvað að mælingar í rallinu úr hverjum árgangi eru alltaf tveimur fleir en úr afla – af þeirri einföldu ástæðu að fyrsta mælingin í rallinu er við 1 árs aldur, úr aflanum við 3ja ára aldur. Einnig kemur fram að sjálft magnið í rallinu endurspeglar svo sjálft magnið sem að veitt er úr árganginum. Þetta kemur einnig fram í næstu mynd.

33 Development and magnitudes in the survey and the fisheries
Yearclass 1996 Yearclass 1997 Survey Survey Indices Fisheries Fisheries Landings (kt)

34 Survey indices and catches
yc 84 yc 96 Age 1 Age 2 Age 3 Landings (kt) Hér er í raun verið að skoða sömu gögn með svolítið annarri framsetningu. Tekin sem dæmi árgangur 1984 og Fram kemur að rallvísitölur strax við eins árs aldurs gefa vísbendingu um framhaldið, bæði í rallmælingum þegar fiskurinn er orðinn eldri sem og í sjálfum aflanum í framhaldinu. Við skulum í næstu tveimur glærum skoða samhengið á milli rallvísitölu allra árganga sem að gengið hafa í gegnum veiðina og svo heildaraflann úr hverjum árgangi (þ.e.a.s. summun af aflanum frá 3 ára aldri og upp úr) – skoðum þetta fyrst í töfluformi …

35 Year class yield and indices of 3 year olds
Dálkurinn lengst til vinstri sýnir summu afla hvers árgangs og hefur hann verið sýndur áður í þessum fyrirlestri. Til vinstri eru aldursgreindar rallvísitölur. Það sem við ætlum að gera er að “plotta” vísitölu 3ja ára fiski úr hverjum árgangi á x- ás á móti afla árgangsins á y-ás. Vert er að vekja athygli á því að veiðar á árganginum á sér stað næstu 7 árin eftir rallmælinguna.

36 Survey indices at age 3 and consecutive year class yield
Year class yield (kt) Á x-ás er vísitala 3ja ára fisks í rallinu og á y-ás er aflinn úr árganginum í framhaldinu i tonnum talið. Tölurnar tákna árgang. Rauðu deplarnir sýna árganga sem að eru gengnir úr veiði. Fram kemur mjög sterkt línulegt samband, þ.e. ef að vísitala 3ja ára fisks er há þá er afli árgangins hár og öfugt. Þetta samband sýnirí fyrsta lagi hve gott samræmi er í raun á milli rallmælinga og afla. Í öðru lagi þá má ætla miðað við fyrri reynslu að nota mætti þetta samhengi til að spá fyrir um afla þeirra árganga sem að ekki eru að fullu gengnir í gegnum veiðina. Svörtu hringirnir tákna árganga sem að mestu eru að ganga úr veiði enn á þó enn eftir að veiða nokkuð úr. Aflatölurnar í þessum áröngum eiga því enn eftir að hækka eitthvað (sérstaklega úr 2000 árganginum) – vísitalan á x-ásnum breytist náttúrulega ekki! Þríhyrningarnir sýna árganga sem að eru ekki að fullu komnir í veiði og því á aflinn (gildið á y-ásnum) eftir að hækka umtalsvert. Samkvæmt þessu þá eru vísbendingar um að árgangarnir frá 2001 til 2004 séu ekki mjög sterkir. Survey indices at age 3

37 Analytical stock assessment
The assessment if iCod is based on two independent sets of measurements: Age disaggregated information of the commercial catches Age based survey indices from scientific surveys There is a relatively good consistency among the two sets of measurements Predicting the development in the short term can be done almost visually. A formal analytical model should be just a summary of the observations, where model assumption should have minimum influence. For the iCod, the assessment results are mostly data driven. In many cases, where data may be poorer, the results may be largely assumption driven. Hér að framan hafa mæligögnin sem eru grunnvöllur stofnmats þorsks skoðuð með nokkuð einfölduðum hætti. Fram hefur komið að upplýsingagildi gagnanna kemur fyrst og síðast fram með því að fylgja eftir hverjum árgangi. Einnig hefur komið að mikið samræmi er í aflagögnum og rallgögnum og að nota megi þessi gögn ein og sér til að spá fram í tímann um stærðargráðuna á stofn- og aflaþróun. Meginlínurnar liggja því nokk fyrir í sjálfum mæligögnunum. Vissulega eru þessi mæligögn hinsvegar ekki fullkomin og ná ekki utan um alla þá þætti ráða stofnþróun í þorski.

38 Length distribution of S. marinus catches

39 Age distribution of S. marinus catches

40 S. marinus – long lived, slow growing

41 north-east arctic saithe – assessment performance

42 FIN


Download ppt "Structure in fisheries data: commercial catches and surveys – a case history of the Icelandic cod Einar Hjörleifsson."

Similar presentations


Ads by Google