Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
Published byPéter Ede Szabó Modified over 6 years ago
1
Forysta, samvinna og ábyrgð: Hættum að reyna að breyta nemendum
Edda Óskarsdóttir
2
Gerir ráð fyrir fjölbreyttum nemendahópi
Ferill án enda Heildtæk hönnun náms SKÓLI ÁN AÐGREININGAR Réttlæti og jafnræði Eins og þið vitið er skólakerfið okkar byggt á skólastefnu um skóla án aðgreiningar. Ein af niðurstöðum úttektar Evrópumiðstöðvarinnar og ein af niðurstöðunum úr minni doktorsrannsókn sýnir að skilningur fólks í skólakerfinu, foreldra og barna er jafn misjafn og þau eru mörg. Þannig að mig langar til að byrja í dag á því að skilgreina fyrir ykkur skólastefnuna og hvað hún hefur í för með sér í starfi og skipulagi skóla og skólakerfa. Stefnan um skóla án aðgreiningar er ferli sem þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Það þýðir að við þurfum stöðugt að vera að rýna í eigin ákvarðanir og gjörðir með hugmyndafræðina í huga Stefnan leggur áherslu á fjölbreytileika – hvernig skólar bregðast við fjölbreyttum hópi nemenda og foreldra og annarra í skólasamfélaginu. Hugmyndafræðin er best skilin með því að hugsa út frá heildtækri hönnun – líkt og við erum með í tengslum við byggingar þar sem hús af ákveðinni hæð verða að hafa lyftu og dyr verða að vera nógu breiðar til að koma hjólastól þar í gegn. Við þurfum að hanna nám líka á þennan hátt – hugsa út frá heildinni, ekki miðjunni og svo koma viðbætur fyrir hina. Í skólum án aðgreiningar er áskorunin að leita leiða til að veita öllum nemendum menntun, vinna þannig að réttlátu þjóðfélagi án aðgreininar þar sem allir hafa hlutverk (segja sögu um skóna sem útskýrir muninn á þessum tveimur hugtökum) Stefnunni um skóla og samfélag án aðgreiningar er ætlað að draga úr ójöfnuði sem kemur fram í útilokun og misumunum minnihlutahópa vegna bakgrunns þeirra, tungumáls, félagslegrar eða menningarlegrar stöðu, vegna trúar, kyns, kynhneigðar eða áætlaðrar getu þeirra. Beinist að ójöfnuði
3
SKÓLI ÁN AÐGREININGAR Þátttakandi – hefur rödd Nær árangri Námsrými
NEMANDINN KENNSLUFRÆÐI Þátttakandi – hefur rödd Nær árangri Tilheyrir Námsrými Formlegt og óformlegt nám Bekkjarmenning og reglur Félagsleg samskipti STARF ÁN AÐGREININGAR Skólastefna Stjórnun Skólanámskrá Starfsfólk Úrræði MENNTUN ÁN AÐGREININGAR Til að skilja betur þetta flókna fyrirbæri þá útbjó ég módel sem hjálpar til að skilja í hverju þetta felst. Módelið mitt var upphaflega hringlaga en er í stöðugri þróun eins og þið sjáið hér… En það hjálpar til að sjá hvað þarf að hafa í huga á hverju stigi skólakerfisins, frá stjórnvöldum og inn í skólastofuna. Mér fannst það auðvelda skilninginn að aðgreina milli menntunnar án aðgreiningar, starf án aðgreiningar og kennslufræði án aðgreiningar. Þessi þrjú samþættu svið hafa stöðug áhrif hvort á annað upp að ákveðnu marki og hjálpa til við að útskýra hlutverk og ábyrgð hvers hlutaðeigandi í að þróa skóla og skólakerfi án aðgreiningar á hverju stigi fyrir sig. Menntun án aðgreiningar: Grunnþrepið í þessu módeli byggir á þeim lögum og reglugerðum sem stjórnvöld setja og fylgja eftir. Á þessari tröppu er löggjafarvaldið og stefnumótandi aðilar mikilvægir auk sveitarfélaganna. Skv. Útttekt EA eru grunnskólalögin og reglugerðir í anda skóla án aðgreiningar en mikilvægt er að huga að því að öll stefnumörkun sé í anda hennar og gangi ekki þvert á það sem ætlast er til í skólastefnunni. Tveir afgerandi þættir fyrir framþróun skóla án aðgreiningar á þessi þrepi eru aðalnámskráin og fjármögnun skóla án aðgreiningar - sem eins og við vitum þarfnast gagngerrar endurskoðunar hjá okkur þar sem hún einmitt vinnur gegn því sem stefnt er að. Hún þarf að styðja við en ekki hindra framgang stefnunnar. Næsta þrep í kerfinu er starf án aðgreiningar – og er fókusinn þar á starfið í skólum sem markast af hefðum hans, þeim gildum og hugmyndafræði sem hann starfar eftir. Þarna ætti að sjást í skólastefnu og skólanámskrá hvernig áherslan á stefnan um skóla án aðgreiningar kemur fram í starfinu – og þyrftu skólar í raun að skoða það hjá sér hversu sýnileg stefnan er og ígrunda hvort þeir starfi í raun í anda hennar. Hér skiptir stjórnun skóla máli – hvernig er stjórnun háttað, hvernig er starfsfólk ráðið, hvernig er fylgst með því að starfið í skólanum sé án aðgreiningar og hvaða úrræði hefur skólinn uppá að bjóða til að styðja við kennara, nemendur og foreldra – hvernig er aðgangur að þessum úrræðum og hvernig eru þau nýtt. Þrepið í kerfinu sem er næst nemandanum og hefur mestu áhrifin á hann er sú kennslufræði sem er viðhöfð í kennslustundum og hér er kennarinn í aðalhlutverki. Hvernig hann skipuleggur námsrýmið, óformlegt og formlegt nám og hver bekkjarmenningin eru aðal atriðin hér og það samstarf sem kennarar eiga sín á milli og við stoðþjónustu skólans. Lögmál kennslufræði skóla án aðgreiningar byggjast heildtækri hönnun náms og á því grundvallaratriði að hafna því að hengja merkimiða á nemendur – því það styrkir þá ímynd að sumir nemendur hafi lítið fram að færa og getur leitt til þess að kennarar haldi að geta sé óbreytanleg og hafi þess vegna litlar væntingar til nemenda. Þessi kennslufræði krefst þess að kennarar þekki nemendur sína vel og séu viðbragðssnjallir, hugmyndaríkir, sveigjanlegir og tilbúnir að hlusta á nemendur. Samstarf við aðra kennara og sérkennara er mikilvægt til að þetta gangi upp. Persónuleg einkenni nemenda sem standa í efsta þrepi, ættu ekki að hafa áhrif á kerfið eða hversu vel kerfið virkar. Frekar er það þannig að tengingar á milli kerfa og umhverfis á að ákveða hversu vel nemendanum vegnar. En allar ákvarðanir og athafnir í kerfinu ættu að byggjast á því að ígrunda hvernig þær gagnast nemendum og stuðlar að þátttöku þeirra, að þeir nái árangri og tilheyri í skólanum.Yfirhöfuð voru nemendur sem ég ræddi við í rannsókninni minni ótrúlega jákvæðir gagnvart skipulagi og starfi skólans. Þeir myndu samt alveg vilja hafa meira að segja um skólastarfið og settu fram ósk um að fá að hafa meira val um hvernig og hvað þeir læra – vera virkir þátttakendur. Lög og reglugerðir Stefnumörkun Aðalnámskrá Fjármögnun Byggt á: Anderson, Boyle and Deppler (2014), Florian and Black-Hawkins (2011)
4
FORYSTA Dreifð forysta styður við hugmyndafræðina
SKILGREINA SKÓLA ÁN AÐGREININGAR Á öllum stigum menntakerfisins Fyrir kennara, starfsfólk skóla Foreldra og nemendur RÆÐA OG ÍGRUNDA Kanna og deila merkingunni, ígrunda hvort starfsemi, nám og kennsla sé í samræmi við hana Býr í lögum og reglugerðum Býr í leiðtogum í skólakerfinu Dreifð forysta þýðir að ábyrgðin á því að fylgja stefnunni um skóla án aðgreiningar hvílir ekki eingöngu á herðum þeirra sem hafa stjórnendahlutverk – heldur er hlutverk leiðtoga/forystu/eða stjórnenda að dreifa ábyrgðinni sem þýðir að það skilningurinn á því hvað hún hefur í för mér sér þarf að vera dreifður líka milli allra þeirra sem starfa í skólakerfinu. Forysta hér getur falist í lögum og reglugerðum - í þeim ferlum sem skilgreindir eru til að móta skólastarf. En forysta býr líka í fólki, bæði þeim sem eru ráðnir sem stjórnendur en einnig þeim sem eru leiðtogar á sínu sviði. Forystan er því mikilvæg til að skilgreina og deila merkingu skóla án aðgreiningar, þar sem námslegir og félagslegir hagsmuni nemenda eru hafðir í fyrirrúmi með sanngirni, jafnræði og jafngildi í huga. Forysta fyrir stefnuna ætti að fela í sér að breyta staðalímyndum tengdum getu og hegðun nemenda. Kanna og deila …
5
SAMSTARF OG ÁBYRGÐ MILLI RÁÐUNEYTA MILLI SKÓLA MILLI STOFNANA
Áskorunin þá sem búa yfir ólíkri þekkingu og hæfni að vinna saman og leysa þau mál sem upp koma í skólakerfinu/skólum til að geta brugðist við fjölbreyttum nemendahópi á árangursríkan hátt. INNAN SKÓLA
6
SÉRKENNSLA OG STUÐNINGUR
Þarf að vera þvert skóla og felast í samstarfi og ráðgjöf Unglingastig Yngstastig Miðstig Stoðþjónusta Engar breytingar Unglingastig Yngsta stig Miðstig Skóli án aðgreiningar er mögulegur en krefst breytinga Hlutverk stoðþjónustu þarfnast endurskoðunar Allir starfsmenn skóla verða að taka ábyrgð á öllum nemendum
7
Þróun skóla til þess að vera án aðgreiningar
Þróun skóla eða menntunar án aðgreiningar grundvallast fyrst og fremst á því að hugað sé að heildarskipulagi og starfsemi skóla. (Slee & Allan, 2001) …frekar en að aðaláherslan sé á að leita að sérstökum úrræðum fyrir einstaka nemendur (Clark, Dyson, Millward and Robson, 1999). Rannsóknir sýna að til þess að þróa skóla án aðgreiningar er mikilvægt að horfa á hvernig við skipuleggjum skóla og skólastarf – frekar en að þróunin snúist um að einblína á einstaka nemendur vegna fötlunar þeirra eða stöðu. – skipuleggja heildtækt Auk þess er áhersla lögð á að styrkja skóla með endurmenntun starfsfólks og því að koma á fót samstarfsvettvangi – til að komast yfir hindranir og leysa úr erfiðum málum. Og til þess að styðja þróun skóla án aðgreiningar þarf að huga að forystu, samstarfi og ábyrgð. In order to develop inclusive practice it is considered important to look at how we organise schools and school practices… rather than inclusion being about a focus on individual learners. Furthermore, an emphasis is placed on the need to empower schools through educating school staff and developing collaborative contexts to “avoid the creation of barriers and difficulties in the first place”. For the re-conception of the support services, the concepts of collaboration, leadership and reflective practice are considered crucial. These have shaped my research as the conceptual framework.
8
Að lokum Endurskoða stoðþjónustuna
Aðlaga skólastarf að nemendum - ekki öfugt Treysta kennurum Efla samstarf Skilgreina ábyrgð Ég hef lært að til þess að þróun skóla án aðgreiningar geti haldið áfram – til að bregðast við breytingum í þjóðfélaginu og hvernig fólk hugsar nú til dags um menntun – þá þurfum við (smella) breytingar á stoðþjónustunni. Við getum ekki haldið áfram að bæta við ígripum og aðlögun í kerfið – þar sem við erum alltaf að reyna að breyta nemendum og laga þá að skólanum. Við þurfum að laga skólana (smella) svo við höldum ekki áfram að útiloka nemendur og foreldra og ýta þeim út á jaðarinn. Við þurfum að treysta kennurum (smella) og efla sjálfstraust þeirra til að takast á við þetta verkefni og það getum við gert með því að (efla samstarf) og skilgreina ábyrgð allra í kerfinu (smella) – því það er eina leiðin áfram. Mynd: Magnús Karel Hannesson
9
Forysta, samvinna og ábyrgð: Hættum að reyna að breyta nemendum
Dr. Edda Óskarsdóttir Project officer Constructing support as inclusive practice: A self-study Aðgengileg á Leitir.is
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.