Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

21 Neytendahagfræði.

Similar presentations


Presentation on theme: "21 Neytendahagfræði."— Presentation transcript:

1 21 Neytendahagfræði

2 Neytendur Þátttakendur í efnahagslífinu skiptast í tvo hópa, fyrirtæki og neytendur. Neytandi reynir að hámarka nytjar sínar en er oft í hóp. Þrjár forsendur um hegðun neytenda. Neytandi veit hvað hann vill. Hann er samkvæmur sjálfum sér og hann tekur meira magn fram yfir minna magn. Hinn hagsýni maður hefur fullkomnar upplýsingar Hann þekkir þarfir sínar. Hann getur metið notavirði eða nytjar einstakra vörutegunda Hann kaupir ódýrari vöru af tveimur jafngildum.

3 Nytjafall N m

4 Nytjafall og jaðarnytjar
N = f(m) Jaðarnytjar eru fyrsta afleiða nytjafallsins. N´ = f´(m) = df(m)/dm Síðasta krónan sem við eyðum skilar jafnmiklum nytjum sama hvaða vara er keypt. Í kjörstöðu eru jaðarnytjar deilt með verði jafnar fyrir allar vörutegundir. N´1/v1 = N´2/v2 = N´i/vi ; fyrir i = 3, 4, , , I

5 Neytendahagfræðin veltir fyrir sér spurningum á borð við þessar:
Hafa allar eftirspurnarkúrfur neikvæðan halla? Hvaða áhrif hafa laun á framboð vinnuafls? Hvaða áhrif hafa vextir á sparnað heimila?

6 Tekjubandið eða útgjaldalínan: Á hverju hefur neytandinn efni?
Hugtakið tekjuband eða útgjaldalína (e.budget constraint) vísar til þess að neytendur eru bundnir af þeim tekjum sem þeir hafa. Neyslan er minni en þeir æskja vegna þess að tekjurnar setja henni takmörk.

7 Mynd 1 Tekjuband neytandans
Magn af gosi 500 B Tekjuband neytandans 250 50 C 100 A Magn af pizzum Copyright©2004 South-Western

8 Tekjubandið: Á hverju hefur neytandinn efni?
Hallatala tekjubandsins er samkvæmt skilgreiningu jöfn hlutfallslegu verði þessara tveggja vörutegunda. Hallatalan sýnir þess vegna í hvaða hlutföllum neytendur geta skipt vörunum hverja fyrir aðra.

9 Smekkur: Það sem neytandinn vill
Smekk neytenda má gefa til kynna með jafngildislínum. Jafngildislína er lína sem sýnir hvaða vörupakkar veita neytandanum jafnmikla ánægju. Endurspegla smekk neytandans.

10 Mynd 2 Smekkur neytandans
Magn af gosi I2 Jafngildislína I1 C B D A Magn af pizzum Copyright©2004 South-Western

11 Smekkur og jafngildislínur
Smekkur neytandans Neytandanum er alveg sama hvort hann fær þá vörupakka sem er lýst með punktunum A, B og C vegna þess að þeir eru allir á sömu jafngildislínunni. Jaðarstaðkvæmni eða víxlhlutfall (e. The Marginal Rate of Substitution) Halli jafngildislínunnar í hverjum punkti hennar er jafn jaðarstaðkvæmni. Jaðarstaðkvæmni sýnir í hvaða hlutföllum neytandinn er reiðubúinn að skipta einni vöru út fyrir aðra. Jaðarstaðkvæmni sýnir það magn af vöru sem neytandinn verður að fá í staðinn fyrir að gefa upp á bátinn eina einingu af annarri vöru.

12 Mynd 2 Smekkur neytenda Gos I2 Jafngildislína I1 C B D 1 MRS A Pizza
Pizza Copyright©2004 South-Western

13 Fjórir eiginleikar jafngildislína:
Neytendur vilja fremur kúrfur sem eru hátt uppi en langt niðri. Jafngildislínur hafa neikvæðan halla. Jafngildislínur skerast ekki. Jafngildislínur beygja niður, þær eru kúptar.

14 Mynd 3 Jafngildislínur geta ekki skorist.
Quantity of Pepsi C A B Quantity of Pizza Copyright©2004 South-Western

15 Mynd 4 Kúptar jafngildislínur
Quantity of Pepsi Indifference curve 14 2 1 MRS = 6 8 3 A 4 6 3 7 B 1 MRS = 1 Quantity of Pizza Copyright©2004 South-Western

16 Mynd 5 Fullkomnar staðkvæmdarvörur
50 kr. peningar 3 6 I3 2 4 I2 1 2 I1 100 kr. peningar Copyright©2004 South-Western

17 Mynd 5 Fullkomnar stuðningsvörur
Vinstri skór I1 I2 7 5 Hægri skór Copyright©2004 South-Western

18 Hámörkun: Val neytandans
Markmið neytandans: Fá sem mest af vörum með því að komast á hæstu eða ystu jafngildislínuna. Vandamál neytandans: Hann getur ekki eytt um efni fram. Hann verður að virða tekjubandið. Jafngildislínan og tekjubandið ákveða hagstæðustu neyslusamsetninguna. Hámarkið næst í þeim punkti þar sem hæsta eða ysta jafngildislínan snerti tekjubandið.

19 Heppilegasta val neytandans
Neytandinn velur þá vörusamsetningu þar sem jaðarstaðkvæmni hans er jöfn hlutfallslegu verði varanna. Í þeim punkti sem ákvarðar heppilegasta val neytandans gildir að hans eigið persónubundna mat (smekkur) er jafnt mat markaðarins á virði vörunnar (verði).

20 Mynd 6 Heppilegasta val neytandans
Gos I3 I2 Tekjuband I1 Heppilegasta staða B A Pizza Copyright©2004 South-Western

21 Jafngildislínur og útgjaldalínur í kjörstöðu
B Útgjaldalínur Hagkvæmasta neyslulína R Jafngildislínur Q P A

22 Áhrif tekjubreytinga á val neytandans
Hækkun á tekjum hliðrar tekjubandinu utar, þ.e. samhliða hliðrun. Einstaklingurinn getur nú valið sér vörupakka sem innihalda meira af vörum en áður og þar með flyst hann á hærri jafngildislínu.

23 Mynd 7 Tekjuhækkun og venjulegar vörur
Gos Nýtt tekjuband I2 1. Hækkun tekna hliðrar tekjubandinu út á við . . . I1 Ný heppilegasta staða og drekka meira gos . Heppi- legasta staða í byrjunl Upphaf- legt tekjuband og gerir neytandanum kleift að borða meiri pizzur . . . Pizza Copyright©2004 South-Western

24 Tekjubreyting Venjulegar (normal) vörur og óæðri (inferior) vörur.
Venjulegar vörur sem einstaklingurinn neytir meira af þegar tekjur hans hækka. Leigubíll. Óæðri vörur eru vörur sem neytandinn minnkar neyslu sína á þegar tekjur hans hækka. Strætó.

25 Mynd 8 Tekjuhækkun og önnur varan er óæðri vara
Gos Nýtt tekjuband I2 I1 1. Hærri tekjur hliðra tekjubandinu út á við . . en neysla á gosi dregst saman. Gos er því óæðri vara. . Heppi- legasta staða í byrjun Ný heppilegasta staða Tekju- band í byrjun t og neytandinn borðar meira af pizzum. Pizzur eru því normal vara . Pizza Copyright©2004 South-Western

26 Verðbreyting Verðlækkun á einni vöru velur því að hallatala tekjubandsins breytist og það færist utar í annan endann.

27 Mynd 9 Verðbreyting Gos Nýtt tekjuband 1,000 D I1 I2
Ný heppilegasta staða Verðlækkun á gosi veldur því að tekjubandið snýst á punktinum. . 500 B 100 A en eykur neyslu á gosi. . Heppilegasta staða í upphafi Tekjuband í byrjun dregur úr pizzu neyslu . . Pizza Copyright©2004 South-Western

28 Tekju- og staðkvæmnisáhrif
Verðbreyting hefur í för með sér tvenns konar áhrif á neyslu: Tekjuáhrif (income effect) Staðkvæmnisáhrif eða víxláhrif (substitution effect)

29 Tekju- og staðkvæmnisáhrif
Tekjuáhrif Tekjuáhrifin eru þær breytingar sem leiða af breytingum á verði vörunnar og valda því að einstaklingurinn flyst á nýja jafngildislínu. Staðkvæmnisáhrifin (víxáhrifin) eða staðkvæmni Staðkvæmnisáhrifin fela í sér færslu eftir sömu jafngildislínu. Færsla þessi er tilkomin vegna þess að neytandinn er að taka tillit til breytinga á hlutfallslegu verði og færa sig á þann stað þar sem jaðarstaðkvæmnin er jöfn hinu nýja hlutfallslega verði.

30 Tekju- og staðkvæmnisáhrif
Verðbreyting: Staðkvæmnisáhrif Verðbreyting neyðir neytandann til að flytja sig frá einu punkti á jafngildislínunni í annan. Færsla frá A til B. Verðbreyting: Tekjuáhrif Þegar neytandinn hefur fært sig um set á sömu jafngildislínunni færir hann sig yfir á nýja jafngildislínu. Færsla frá B til C.

31 Mynd 10 Tekju- og staðakvæmnisáhrif
Gos I2 I1 Nýtt tekjuband C Ný heppilegasta staða Tekju- áhrif Tekjuáhrif B A Heppilegasta staða í byrjun Tekju- band í byrjunt Staðkvæmni Pizza Copyright©2004 South-Western

32 Tafla 1 Tekju- og staðakvæmdaráhrif þegar verð á gosi lækkar
Copyright©2004 South-Western

33 Eftirspurnarlínan dregin fram
Hægt er að líta á eftirspurnarlínu neytandans sem sammengi allra þeirra ákvarðana um heppilegustu stöðu sem neytandinn tekjur á grundvelli tekna sinn og smekks.

34 Mynd 11 Eftirspurnarlínan dregin fram
(a) The Consumer s Optimum (b) The Demand Curve for Pepsi Quantity Price of of Pepsi Pepsi New budget constraint I2 Demand 750 B 250 $2 A I1 750 1 B 250 A Initial budget constraint Quantity Quantity of Pizza of Pepsi Copyright©2004 South-Western

35 Myndun heildareftirspurnar
v v v m m m + m 1 2 1 2 E = E + E 1 2 E 1 E 2 m m m

36 Áætlun eftirspurnar og jafnvægi
Framreikna tölur úr fortíðinni. Sýndarveruleiki í markaðsrannsóknum. Skilyrði fyrir jafnvægi. Jaðarnytjar á hverja krónu sem eytt er í einstakar vörur eru jafnar í kjörstöðu. Jaðarnytjar einstakra framleiðsluþátta eru jafnar við síðustu krónuna. „ Pareto-hagkvæmni“ eða „pareto-skilyrði “. Þannig kjörstaða að ekki sé hægt að bæta stöðu einhvers nema gera stöðu annars verri.

37 Þrjú dæmi úr raunveruleikanum
Halla allar eftirspurnarlínur niður á við? Eftirspurnarlínur geta hallað upp á við. Það gerist þegar neytendur kaupa meira af vörunni þegar verð hennar hækkar. Giffen vörur Hagfræðingar nota orðið Giffen vörur til að lýsa þeim vörum þar sem lögmálið um eftirspurn gildir ekki. Eftirspurt magn af Giffen vörum hækkar þegar verð þeirra hækkar. Þá eru tekjuáhrifin mun sterkari en staðkvæmnisáhrifin. Jákvæður halli.

38 Mynd 12 Giffen vara Kartöflur Upphaflegt tekjuband B
Hagkvæmasta staða þegar verð á kartöflum er hátt I2 Hagkvæmasta staða þegar verð á kartöflum er lágt D E og veldur aukinni neyslu á kartöflum ef kartöflur eru Giffen vörur. 1. Verðhækkun á kartöflum snýr tekjubandinu inn á við . . . C Nýtt tekjuband Kjöt Copyright©2004 South-Western

39 Þrjú dæmi úr raunveruleikanum
Hvaða áhrif hafa laun á framboð vinnuafls? Ef staðkvæmnisáhrifin eru meiri en tekjuáhrifin mun launahækkun leiða til þess að launþeginn vinnur meira. Ef tekjuáhrifin eru sterkari mun hann draga úr vinnu sinni.

40 Mynd 13 Valið á milli vinnu og frítíma
Neysla I3 I2 $5,000 100 I1 Hagkvæmasta staða 2,000 60 Frítími Copyright©2004 South-Western

41 Mynd 14 Launahækkun (a) Fyrir einstakling með þennan smekk . . .
. . . hallar lína vinnuaflsframboðs upp á við. Neysla Laun Vinnuafls- framboð I2 I1 1. Þegar laun hækka . . BC1 BC2 Frítími minnkar frítíminn . . . en vinnutíminn lengist Vinnuframlag Copyright©2004 South-Western

42 Mynd 14 Launahækkun (b) Fyrir einstakling með þennan smekk . . . . . .
hallar lína vinnuaflsframboðs niður á við Neysla Laun Labor supply BC2 1. Þegar laun hækka . . I2 I1 BC1 Frítími Vinnustundir eykur hann frítíma sinn . . . en dregur úr vinnu sinni. Copyright©2004 South-Western

43 Þrjú dæmi úr raunveruleikanum
Hvaða áhrif hafa vextir á sparnað heimila? Ef staðkvæmdaráhrif hærri vaxta eru sterkari en tekjuáhrifin þá munu heimilin auka sparnað sinn. Ef tekjuáhrifin eru sterkari munu þau minnka sparnað sinn.

44 Mynd 15 Valið á milli neyslu og sparnaðar
Consumption Budget constraint when Old I3 $110,000 100,000 I2 I1 55,000 $50,000 Optimum Consumption when Young Copyright©2004 South-Western

45 Mynd 16 Vaxtahækkun (a) Hærri vextir – aukinn sparnaður
(b) Higher Interest Rate Lowers Saving Neysla á efri árum Neysla á efri árum BC2 BC2 1. Vaxtahækkun snýr tekjubandinu út á við . . . 1. Vaxtahækkun snýr tekjubandinu út á við. . . I2 I1 I1 I2 BC1 BC1 Neysla á æskuárum C Neysla á æskuárum og það leiðir til minni neyslu á æskuárum og því aukins sparnaðar. og það leiðir til meiri neyslu á æskuárum og því til minni sparnaðar. Copyright©2004 South-Western

46 Þrjú dæmi úr raunveruleikanum
Vaxtahækkun getur því bæði ýtt undir og dregið úr sparnaði.

47 Í hnotskurn Tekjuband eða útgjaldalína sýnir allar þær vörusamsetningar sem neytandinn hefur efni á, að gefnum tekjum og verði varanna. Halli tekjubandsins er jafn hlutfallslegu verði varanna. Jafngildislínan sýnir smekk neytandans.

48 Í hnotskurn Neytandinn tekur hærri jafngildislínur fram yfir þær lægri. Hallatalan í sérhverjum punkti jafngildislínunnar eru jöfn jaðarstaðkvæmni neytandans. Neytandinn hámarkar sína stöðu með því að velja sér þann punkt þar sem tekjubandið snertir hæstu jafngildislínuna.

49 Í hnotskurn Neytandinn verður fyrir tvenns konar áhrifum þegar verð á vöru lækkar (hækkar), þ.e.tekjuáhrifum og víxláhrifum (staðkvæmnisáhrifum). Tekjuáhrifin eru þær breytingar sem verða á neyslu vegna þess að rauntekjur neytandans hafa aukist (minnkað). Tekjuáhrifin fela í sér færslu á hærri (lægri) jafngildislínu.

50 Í hnotskurn Staðkvæmnisáhrifin eru þær breytingar á neyslu sem verða vegna þess að verðbreytingar ýta undir aukna (minni) neyslu á vörum sem hafa hlutfallslega lækkað (hækkað) í verði. Staðkvæmnisáhrifin fela í sér færslu eftir sömu jafngildislínunna.

51 Í hnotskurn Neytendahagfræðin getur t.d. útskýrt:
Hvers vegna eftirspurnalínur geta haft jákvæðan halla. Hvaða áhrif laun hafa á vinnuframlag. Hvaða áhrif vextir hafa á neyslu og sparnað.


Download ppt "21 Neytendahagfræði."

Similar presentations


Ads by Google