Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild
Markmið og verkfæri Ásgeir Jónsson Viðskipta- og hagfræðideild 1/18/2019
2
Markmið og verkfæri Stýritæki (Policy instruments):
Stefnuviðmið (Operating targets): Millimarkmið (Intermediate target) Hagstjórnarmarkmið (Policy goals)
3
Stýritæki Stýritæki (Policy instruments): Stærðir sem eru undir beinni stjórn Seðlabankans Vextir í endurhverfanlegum viðskiptum Lausafjárkvaðir eða bindiskylda. Samsetning efnahagsreiknings SB, t.d. staða gjaldeyrisvarasjóðs, etc. Bein höft á starfsemi lánastofnana
4
Stefnuviðmið Stefnuviðmið (Operating targets): Eitthvert sértækt viðmið á fjármálamarkaði sem markar vörður í átt að hagstjórnar- eða millimarkmiði. Lausafjárstaða bankastofnana Skammtímavextir (s.s. Skammtímavextir á millibankamarkaði) Hér er yfirleitt um að ræða viðmið sem liggur fyrir á mikilli tíðni og gefur vísbendingar stefnu fjármálamarkaðarins og aðhald peningamálstefnunnar.
5
Millimarkmið Millimarkmið (Intermediate target) Fellur á milli stefnuviðmiðs og hagstjórnarmarkmiðs (Policy goals) Gullforði Vöxtur peningamagns (M2 eða M3) Gengisþróun gjaldmiðla (fastgengi eða skriðgengi “crawling peg”) Verðbólguspá Miðar við breytur sem skipta miklu máli fyrir framgang hagstjórnarmarkmiðs, s.s. verðbólgu- og launavæntingar, útlán etc.
6
Hagstjórnarmarkmið Hagstjórnarmarkmið (Policy goals)
Ákveðin verðbólguhraði (verðbólgumarkmið) Ákveðið verðlag (gullfótur) Atvinnustig Fjármálastöðugleiki Almennur stöðugleiki Hér er um ræða þau lokamarkmið sem peningamálastefnunni er ætlað að ná.
7
Eru millimarkmið nauðsynleg?
Þrjár ástæður fyrir millimarkmiðum: Seðlabankinn hefur aðeins ófullkomnar og tafðar upplýsingar um framvindu efnahagslífsins og þeim sökum verður peningamálstefnan að styðjast við millimarkmið sem liggur fyrir með mikilli tíðni og hægt er nota til þess að spá fyrir um hagstjórnarmarkmið. Peningamálastefna sem miðar við millimarkmið er getur oft á tíðum brugðist við með sjálfvirkum hætti við þeim skellum sem lenda á efnahagslífinu. Millimarkmið er oft nauðsynleg sem akkeri eða væntingaviðmið fyrir Seðlabankann til þess að skapa trúverðugleika og samstilla viðbrögð efnahagslífsins.
8
Eru millimarkmið nauðsynleg?
Ókostir millimarkmiða Seðlabankinn verður að hafa gott vald á millimarkmiðunum – sem gengur ekki alltaf vel, s.s. hvað varðar gengisþróun. Millimarkmið hafa oft ekki stöðugt spágildi fyrir hagstjórnarmarkmiðin, peningamagn og verðbólga. Tafir á milli breytinga á stefnumarkmiði og breytinga á millimarkmiði og síðan breytinga á loka markmiði gera svar við nýjum upplýsingum vanalega sub-optimal.
9
Eru millimarkmið nauðsynleg?
Seðlabankar verða að styðjast við eitthvert peningalegt akkeri (nominal anchor) sem millimarkmið til þess að tryggja að verðlag geti ekki leitað burt. Ef ekkert slíkt akkeri er til staðar getur í raun hvaða verðbólguferill sem er fallið saman við beitingu hagstjórnartækjanna og hreyfingar raunstærða. (price level indeterminacy). Slíkt akkeri togar í raun verðbólguvæntingar niður eftir að einhver skellur hefur hrint verðlaginu til. Það er ákveðin vandræði sem fylgja notkun peningamagns sem akkeris þar sem aðstæður á fjármálamarkaði ráða miklu um þróun þess og oft getur verið töluverð töf á milli aukningu í M og síðan verðbólgu. Svipuð vandræði geta fylgt notkun gengis í þessu efni þar sem aðstæður á fjármálamarkaði og skortur á trúverðugleika, s.s. vegna fjármagnsflótta, geta einnig skapað töluverð vandræði.
10
Íslensk millimarkmið Landið byrjaði öldina á gullfæti með tengingu við dönsku krónuna. Fastgengi var ráðandi fyrirkomulag fyrir seinna stríð. Eftir stríð gerðist Ísland aðili að Bretton-Woods, þó með ansi mörgum tilhliðrunum. (Sú frægasta þeirra árið 1960) Eftir hrun Bretton-Woods árið1972 fór krónan í raun og veru á flot. En næstu ár var gengi krónunar fellt í sífellu (1-2 á ári) og mikill óstöðugleiki var staðreynd. Árið 1989, var gengið fest við Ecu til þess að ná niður verðbólgu. Fast gengi festir niður verð á innfluttum vörum og verkar því nánast eins og akkeri gagnvart skriði verðbólgunar. Verðhækkanir innanlands geta siglt áfram í einhvern tíma, en hljóta fyrr eða síðar að stöðvast þegar gengisakkerið togar í
11
Íslensk millimarkmið Hérlendis verkaði ECU-fastgengisakkerið fljótt og án verulegra aukaverkana, Verðbólga lækkaði úr 21% árið 1989 og niður 3.7 árið 1992. Þessi árangur tapaðist heldur ekki þrátt fyrir að gengið væri fellt tvívegis 1992 (6%) og 1993 (7,5%). Í fyrstu var fastgengið skilgreint með þeim hætti að krónan mátti víkja 2.5% til hvorrar áttar frá miðgengi. Þessi mörk voru síðan víkkuð í 6% þegar fjármagnsviðskipti til og frá landinu voru gefin frjáls árið 1995. Síðan átti önnur víkkun sér stað í febrúar 2000 og þá urðu vikmörkin 9% til hvorrar áttar. Vikmörkin voru síðan fullkomlega afnumin í mars 2001, við upptöku verðbólgumarkmiðs.
12
Verðbólgubjögun
13
Verðbólgubjögun Ef nafnverðsakkerið er veikt og er slitið upp hvenær sem þörfin kallar skapast verðbólgubjögun. Seðlabankinn missir trúverðugleika sinn og hættir að hafa áhrif. Allir gera ráð fyrir því að bankinn segi eitt en geri síðan annað þegar að því kemur. Þetta gerist ef Seðlabankinn beitir stýritækjum sínum sem hentar hverju sinni (discretion) skapar það verðbólgubjögun. Ástæðan er einfaldlega sú að með því að koma fólki á óvart er hægt að auka framleiðslu og atvinnustig með auknu peningamagni.
14
Verðbólgubjögun án verðbólgu
Áhrif Seðlabankans á ákvarðanir fólks veltur ekki skammtímavöxtum í dag heldur á væntum raunvöxtum og hvaða vaxtaþróunar er vænst í framtíðinni, þ.e. langtímavöxtum. Af þeim sökum hafa stýrivaxtabreytingar Seðlabankans misjafnlega sterk áhrif á efnahagslífið eftir því hvernig væntingar þær skapa. Ef peningamálastefna bankans eða hatur hans á verðbólgu er ekki trúverðug þarf mun meiri stýrivaxtahækkanir til þess að hækka raunvexti og hreyfa langtímavexti en ella. Af þeim sökum mun vaxtastig verða mun sveiflukenndara en ella og raunvextir ex post mun hærri einnig hærri en ella. Það leiðir síðan til velferðarkostnaðar fyrir allt efnahagslífið.
15
Verðbólga og vandamál fangans?
Við fyrstu sýn virðist discretionary policy vera einmitt það sem upplýstir hagstjórnendur ættu að gera. Að bíða þess að sjá hvernig aðstæður koma upp (átta sig á því hvaða verðbólguvæntingar hafa myndast og síðan skoða hvaða e mun skella yfir) og síðan taka ákvarðanir um hagstjórnaraðgerðir í ljósi þess sem hefur gerst. Vandamálið er aðeins það að almenningur tekur ekki ákvarðanir í blindni, heldur notar þær upplýsingar sem eru fyrir hendi til þess að mynda upplýstar væntingar um áætlaðar hagstjórnaraðgerðir Seðlabankans. Það sem skapast hér er í raun vandamál fangans (prisoner´s dilemma) – sama hvað almenningur gerir – hefur Seðlabankinn alltaf skammtímaábata af því að búa til óvænta verðbólgu.
16
Verðbólga og vandamál fangans?
Eina Nash-jafnvægið við slíkar aðstæður er of mikil verðbólga án þess að hægt sé að auka framleiðslu. Lausnir við verðbólgubjögunin felast flestar í því að reyna að breyta ábata leiksins (pay-off matrix) til þess að færa jafnvægið í lægri verðbólgu með því að skapa kostnað fyrir Seðlabankann að búa til óvænta verðbólgu. Hinn raunverulegi hagstjórnarvandi felst hins vegar í því að Seðlabankinn geti varpað væntingum áfram sem eru í samræmi við markmið hans. Til þess þarf hagstjórnarreglur, að seðlabankinn skuldbindi sig með trúverðugum, kerfisbundum hætti að stefnumörkun í peningamálum. Það skapar ekki aðeins formlegan ramma utan um stefnumörkun innan bankans heldur auðveldar einnig almenningi að skilja áætlanir bankas.
17
Verðbólgubjögun á Íslandi
Hægt er að sjá mörg dæmi um verðbólgubjögun í íslenskri hagstjórn eftir stríð, sérstaklega á tímum óðaverðbólgu og gengisfellinga Stöðugar gengisfellingar héldu uppi mjög háum verðbólguvæntingum á þeim tíma. Verkalýðsfélögin fóru t.d. fram á of miklar kauphækkanir á árunum með þeirri fullvissu að gengið yrði fellt ef há raunlaun sköpuðu atvinnuleysi – sk. verðbólguskrúfa skapaðist. Sjávarútvegsfyrirtæki höfðu ekki hvata til hagræðingar eða áhættudreifingar vegna þess að gengið var aðlagað í takt við afkomu á efnahagsreikningum þeirra. Hins vegar þrátt fyrir að verðbólgan hafi gengið niður og verðbólgumarkmið tekið upp, þá er verðbólgubjögun ekki á enda hérlendis. Spurningin stendur ekki aðeins um trúverðugleika Seðlabanka Íslands en einnig um aðgerðir stjórnvalda og fjármálastefnu þeirra.
18
Íslensk verðbólgubjögun
Á árunum var svo kölluð “núll regla” í gildi Gengið miðaðist við efnahagsreikning sjávarútvegsins. Ef sjávarútvegur var rekinn með tapi, var gengið fellt til þess að færa stöðuna aftur að núlli. Ef sjávarútvegur var rekinn með með hagnaði, var raungenginu leyft að hækka þar til hagnaðurinn var horfinn.
19
0-reglan Núll reglan var ætluð til þess að viðhalda stöðugri atvinnu.
Sem slík skilaði hún ágætum árangri, þar sem atvinnuleysi fór aldrei upp fyrir 2% á 20 ára tímabili. Reglunni var í raun beitt til þess að stilla af framboð og eftirspurn á vinnumarkaði, í ljósi mikilla nafnlaunahækkana. Ennfremur, var reglunni ætlað að vera falið auðlindagjald. Hátt raungengi gerði innfluttar neysluvörur tiltölulega ódýrar á kostnað sjávarútvegsins. Aukaverkanir núll-reglunar var mikil verðbólga og óstöðugleiki í neyslu. Landsmenn voru farnir að geta spáð fyrir um gengisfellingar (t.d. með því að horfa á fréttirnar) Innflutningseftirspurn tók því gífurleg stökk þegar vel gekk í sjávarútvegi.
20
Reglur fremur en brjóstvit
Í grein frá árinu 1977 sem ber heitið „Rules rather than discretion” lýstu þeir Kydland og Prescott vandamálum við hagstjórn eftir brjóstviti. ... current decisions of economic agents depend upon expected future policy, and these expectations are not invariant to the plans selected.” „Policy makers should follow rules rather than discretion. The reason being that they should not have discretion is not that they are stupid or evil but, rather, that discretion implies selecting the decision which is best, given the current situation. Such behaviour either results in consistent but suboptimal planning or in economic instability.”
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.