Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
Published byRickard Mattsson Modified over 6 years ago
1
Vinnubrögð kennara með fjölbreytta nemendahópa - Skóli án aðgreiningar-
Kynning á rannsóknaráætlun á málstofu í KHÍ.mars 2008 Bryndís Björnsdóttir Leiðbeinandi: Gretar L. Marinósson
2
Persónuleg tildrög og val á verkefni
Ég er þroskaþjálfi með B.A próf í sérkennslufræðum - stýrði sérdeild fyrir einhverf börn - fagstjóri í sérkennslu - nýir tímar kalla á ný markmið sem kalla á ný vinnubrögð - getum við haldið áfram að vinna eins og alltaf hefur verið gert en búist við annarri útkomu? Bryndís Björnsdóttir
3
Rannsóknarspurning Hvað hefur megináhrif á vinnubrögð kennara með fjölbreytta nemendahópa? Mögulegir áhrifaþættir: Hugmyndir / hugsmíðar kennara um nemendur og viðbrögð við þeim. Reynsla kennara og menntun Skólinn sem félagskerfi og stofnun Hugsmíðar og gildismat samstarfsmanna Hugsmíðar og gildismat nemenda Opinber stefna, m.a. námskrár Viðhorf og gildismat í samfélaginu Bryndís Björnsdóttir
4
Fræðileg tildrög efnisvals
Í skýrslu sinni Tálmar og tækifæri draga Gretar L. Marinósson og félagar (2007) fram þær niðurstöður að skólinn sé „normal” staður og öll meiriháttar frávik í hegðun eða hugsun séu álitin vandamál sem þarf að laga. Þessar niðurstöður samræmast einnig skoðunum Rannveigar Traustadóttur (2003) sem telur að hér á landi sé ríkjandi hefðbundin sýn á fötlun, hið læknisfræðilega líkan sé enn ráðandi og hinn félagslegi skilningur á fötlun hafi ekki náð hér fótfestu nema að litlu leyti. Í ljósi þessarar hugmyndafræði fannst mér athyglisvert að velta fyrir mér hæfni kennara til að kenna börnum með ólíkar námsþarfir í einum bekk, á hvern hátt þeir skipuleggi kennslu fyrir börn á ólíku getustigi og hvernig samskiptum þeirra við nemendur er háttað. Einnig er forvitnilegt að íhuga hvaða aðstæður það eru í skóla sem stuðla að námi fremur en aðrar. Samhæfing lykilatriði þar sem jafn margir ólíkir aðilar þurfa að vinna saman að svo fjölþættu verkefni. Verkaskiptingin þarf að vera ksýr og hlutverk hvers og eins vel skilgreint. (bls.17) Undirbúningur kennara þarf að miða að því að auka þekkingu þeirra á sérþörfum einstakra nemenda. Hann þarf einnig að miða að auka færni kennara í að beita kennsluaðferðum sem stuðla að félagslegum jöfnuði og fullri þátttöku allra nemenda í almennu bekkjarstarfi. Kröfur til kennara eru miklar auk venjulegra þekkingar á námsgreinum og færni í bekkjarstjórnun þurfa þeir að læra að vinna með ýmiskonar fötlun og öðlast færni og í að stuðla að jákvæðum samskiptum ásamt þátttöku og aðild allar að bekkjarstarfinu. (bls.25) Kennsluaðferðir og námsumhvefi verða að endurspegla áherslu skólans á félagsleg samskipti og þátttöku allra nemenda í bekkjartarfinu. Styðja þarf kennara til að auka þekikingu sýna og fæni í að efla samskipti og félagstengsl nemenda. Þetta er ekki sýst nauðsynlegt þegar sumir nemendanna þurfa að nota sérhæfðar aðferðir til að gera sig skiljanlega. Bryndís Björnsdóttir
5
Fræðileg tildrög frh. Einnig hafa fræðimenn hérlendis komist að þeirri niðurstöðu að sérkennsla stjórnist frekar af tæknilegum aðferðum, sem miða að því að lækna börn og laga, fremur en félagslegum eða uppeldislegum markmiðum (Ingólfur Á. Jóhannesson ofl. 2002). Bryndís Björnsdóttir
6
Fræðileg tildrög frh. ….að stefna stjórnvalda eigi að vera nám án aðgreiningar en ekki skóli án aðgreiningar. Framtíðarsýnin sé að skólinn bjóði upp á fjölbreytni sem miði að þjálfun hvers nemanda, valfrelsi og sveigjanleika með áherslu á einstaklingsmiðaða námskrá að einhverju leyti fyrir alla (Menntamálaráðuneytið, 2006). Bryndís Björnsdóttir
7
Fræðileg umfjöllun kennarinn er kjarninn í öllu skólastarfi og gegnir um leið lykilhlutverki í öllu breytingarstarfi (Fullan,2001,Hargreaves,1994). að bæta við þekkingu sem inniheldur leiðir og bjargir sem skólastarf getur nýtt sér í átt að skóla án aðgreinar. Bryndís Björnsdóttir
8
Fræðileg umfjöllun frh.
Í skóla án aðgreiningar er kennarinn lykilpersóna, hann trúir á framfarir nemenda sinna, væntir þess að þeir nýti sér hæfileika sína til fulls og styður þá við að finna réttu leiðina með fjölbreyttum kennsluaðferðum (Rúnar Sigþórsson o.fl. 2005) Bryndís Björnsdóttir
9
Fræðileg umfjöllun frh.
kennarar eru á milli tveggja kennslulíkana..... líkan 20.aldarinnar sem ýtir undir aðgreiningu nemenda og nemendum er skipt í flokka. líkan 21. aldarinnar byggir á nýrri sýn um að allir geti lært sé þeim búin rétt skilyrði.(Shepard 2000) Shepard (2000) setur fram svipaðar kenningar þegar hún segir kennara vera á milli tveggja kennslulíkana sem séu ríkjandi í þeirra starfsumhverfi. Þessi líkön telur hún að hafi áhrif á með hvað hætti kennarar kenna og skipuleggja kennslu sína og námsmat. Samkvæmt kenningum Shepard (2000) verður að líta á námskrá, kennsluhætti og námsmat sem eina samofna heild og að grundvallarhugmyndir kennara verði að vera þær sömu. Kennslulíkön sín kennir hún annars vegar við arfleifð 20.aldarinnar og hinsvegar það sem hún telur í mótun nú í byrjun þeirrar 21. Áhrif 20. aldarinnar segir Shepard (2000) birtast í námskenningum atferlisstefnunnar og hugmyndum um tengsl áreitis og svörunar sem undirstöðu náms sem meðal annars birtist í ítarlegum atferlismarkmiðum í námskrá. Í slíkri námskrá er líka byggt á aðgreiningu nemenda, þar sem nemendum er skipt í flokka samkvæmt þröngum skilgreiningum á námsgetu. Einnig byggjast þessi áhrif frá 20. öldinni á oftrú á gildi vísindalegra mælinga bæði á greind og námsárangri. Kennslumódel 21.aldarinnar byggist á námskenningum félagslegrar hugsmíðahyggju og einnig á nýrri sýn á námskrá sem gerir ráð fyrir námi án aðgreiningar og hefur sem grunnhugmynd að allir nemendur geti lært svo framanlega sem þeim séu búin rétt skilyrði og viðeigandi viðfangsefni (Shepard, 2000). Bryndís Björnsdóttir
10
Fræðileg umfjöllun frh.
....oft þarf einungis að nýta þá þekkingu sem til staðar er, virkja hana og styðja kennara í að greina kennslu sína.... (Ainscow 1999) Ainscow (1999) segir að oft þarf einungis að nýta þá þekkingu sem til staðar er, virkja hana og styðja kennara í að greina kennslu sína um leið og hann telur þekkingu kennara meiri en kennsluaðferðir þeirra sýna. Bryndís Björnsdóttir
11
Rannsóknarsnið og aðferð
Eigindleg rannsóknaraðferð Viðtöl við kennara Vettvangsathuganir Gagnarýning - skólanámskrár - einstaklingsnámskrár - kennsluáætlanir Bryndís Björnsdóttir
12
Þátttakendur Tilgangsstýrt val
- þátttakendur sem rannsakandi telur að búi yfir upplýsingum sem tengjast rannsókninni. - áætlað er að tilvikin verði þrjú Bryndís Björnsdóttir
13
Verkáætlun gagnaöflun febrúar - maí 2008.
úrvinnsla gagna mars - júlí 2008. ritun og túlkun júní - ágúst 2008. útskrift október 2008. Bryndís Björnsdóttir
14
Heimildaskrá Bryndís Björnsdóttir
Ainscow, M. (1991). Effective schools for all. London: Fulton. Fuller, M. (2001). The new meaning of education change.Columbia Univercity. Gretar L. Marinósson (2007). Tálmar og tækifæri. Menntun nemenda með þroskahömlun á Íslandi. Reykjavík. Háskólaútgáfna. Hargreaves, A. (1994). Changing Teachers, changing times: teachers´work in the postmodern age. London, Wellington house. Menntamálaráðuneytið (2006). Áfangaskýrsla. Menntamálaráðuneytið. Shepard.L.A. (2000). The role of classroom assessment in teaching and learning. (CSE technical report 517). Los Angeles: National Center for Research on Evaluation, Standards,and Student Testing (CRESST) Graduate School of Education University of California. Rannveig Traustadóttir (2003). Fötlunarfræði. Sjónarhorn, áherslur, og aðferðarfræði á nýju fræðasviði. Í Rannveig Traustadóttir (ritstj.) Fötlunarfræði. Nýjar íslenskar rannsóknir (bls.17-54). Reykjavík: Háskólaútgáfan Rúnar Sigþórsson,Börkur Hansen, Jón Baldvin Hannesson, Ólafur H. Jóhannesson, Rósa Eggertsdóttir, Mel West.(2005). Aukin gæði náms; skólaþróun í þágu nemenda. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Bryndís Björnsdóttir
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.