Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Sálræn skyndihjálp Leiðbeiningar um viðurkennt verklag á vettvangi
Psychological First Aid: Field Operations Guide (2nd ed.) National Child Traumatic Stress Network og National Center for PTSD (2006) Íslensk þýðing: dr. Berglind Guðmundsdóttir og Þórunn Finnsdóttir, sálfræðingar
2
Handbókin er aðeins gefin út
í rafrænu formi Hún er vistuð á heimasíðum Rauða krossins og Almannavarna ríkisins
3
Sálræn skyndihjálp Sálræn skyndihjálp er andleg, líkamleg og félagsleg aðhlynning sem veitt er hér og nú og er liður í áfallahjálp Sálræn skyndihjálp gengur út frá því að þolendur sýni eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum Sálræn skyndihjálp aðstoðar þá sem upplifað hafa alvarlega atburði til að ná fyrra jafnvægi! Auðvelt að aðlaga að aðstæðum hverju sinni
4
Sálræn skyndihjálp frh.
Draga úr uppnámi og stuðla að betri aðlögun eftir atburðinn Bregðast við óskum eftir aðstoð Efla öryggi og veita líkamlegan og andlegan stuðning Róa þá sem eru í miklu tilfinningalegu uppnámi Átta sig á grunnþörfum og áhyggjum Veita hagnýtan stuðning ,,veitt á forsendum þolandans“ Ekki markviss upplýsingaöflun um atburðinn Ekki kerfisbundin úrvinnsla áfalls Kemur ekki í veg fyrir áfallastreituröskun Að bregðast við óskum eftir aðstoð, eða koma á samskiptum án þess að vera uppáþrengjandi. Að efla öryggi og veita líkamlegan, félagslegan og andlegan stuðning. Að róa þá sem eru í miklu tilfinningalegu uppnámi og hjálpa þeim að átta sig á aðstæðum. nr.4. afla upplýsinga og skipuleggja sálræna skyndihjálp. Hagnýtur stuðningur tenging við presta, lögreglu, skólakerfið, heilsugæsluna. Aðalatriðið er að vera til staðar fyrir einstaklinginn. Hvað þarf þolandinn að vita, hvað vill hann vita. Markmið sálrænnar skyndihjálpar Mynda tengsl við þolendur – sýna samkennd Auka öryggi – bæði á líðandi stund og til frambúðar Róa og leiðbeina – fólki í uppnámi og örvinglan Veita hagnýta aðstoð og upplýsingar – greina þarfir, afla upplýsinga Tengja við félagslegt stuðningsnet – s.s. fjölskyldu, yfirvöld Styrkja og styðja jákvæð varnarviðbrögð – áhersla á styrkleika og hvetja fólk til að taka virkan þátt í bata sínum Fræðsla um streitu og varnarviðbrögð – hjálpleg vörn Upplýsingar um frekari aðstoð og eftirfylgd – hvað, hvernig, hve lengi? Mat á áhættuþáttum – þörf fyrir áframhaldandi stuðning
5
Sálræn skyndihjálp frh.
Koma á tengslum við stuðningsaðila t.d. fjölskyldumeðlimi, vini eða aðra Veita upplýsingar um streituviðbrögð og bjargráð Tengsl við aðra þjónustu Ekki kerfisbundin úrvinnsla áfalls Ekki að afla markvisst upplýsinga um atburðinn Kemur ekki í veg fyrir áfallastreituröskun
6
Sálræn skyndihjálp frh.
Veitt í samræmi við óskir viðbragðsstjórnar / verkefnastjóra áfallahjálpar hverju sinni Boðleiðir verða að vera skýrar Mikilvægt að hlutverk séu vel skilgreind Sinna einungis þeim störfum sem þér er falið Mikilvægt að þekkja eigin takmörk Veitt á forsendum þolandans Sama glæra og áður
7
Sálræn skyndihjálp Hvað ber að forðast?
Ekki álykta að þú vitir hvað þolandinn er að upplifa Það verða ekki allir fyrir sálrænu áfalli við að upplifa hamfarir/slys Ekki sjúkdómsgreina viðbrögð fyrst á eftir, skiljanleg og í samræmi við reynslu Ekki einblína á hjálparleysi, mistök eða vanmátt Forðast að finna blóraböggla Ekki framkvæma „debriefing”/ viðrun með þolendum Ekki taka undir með þolendum þegar þeir reyna að finna sökudólga.
8
Hverjir þurfa sálræna skyndihjálp?
Á slysstað þarf að huga sérstaklega að þeim sem sýna eftirfarandi viðbrögð: Uppnám Ráðvilltir Órólegir Örvæntingarfullir, trylltir, óðir Skelfingu lostnir, flemtri slegnir Sérstaklega mikið til baka, dofnir, sinnulausir Geysilega pirraðir eða reiðir Ákaflega áhyggjufullir Fylgjast með samskiptum fólks og hvernig það bregst við aðstæðum
9
Sálræn skyndihjálp Handbókin - 8 kaflar: Tengsl og samskipti
Öryggi og huggun Stöðugleiki (ef þörf er á) Afla upplýsinga: núverandi þarfir og áhyggjur Hagnýt aðstoð Tenging við félagslegan stuðning Upplýsingar um varnarviðbrögð Tenging við aðra þjónustu
10
1. Tengsl og samskipti
11
Tengsl og samskipti Verkefni - Kynning
Hópnum er skipt í tvennt. Annar helmingur er þolendur og hinn helmingurinn hjálparliðar Skiptið svo um hlutverk þannig að báðir hóparnir fá að reyna bæði hlutverkin. Þetta er hópur þolenda stórbruna Prufið að láta hópinn vera annars vegar hóp fullorðinna og hins vega hóp barna/unglinga
12
Tengsl og samskipti Markmið
Bregðast við ósk þolanda um aðstoð eða koma á samskiptum án þess að valda átroðningi Fyrstu samskipti við þolendur/aðstandendur skipta máli Skapa öryggiskennd og vera hjálplegur Mikilvægir þættir Er þolandinn frá öðrum menningarheimi? Talar hann annað tungumál en þú? Veist þú hvert hlutverk þitt er? Trúnaður – eins og hægt er. Ath tilkynningaskyldu Trúnaður – skal hafður í hávegum alltaf. Einu tilfellin sem nauðsynlegt er að brjóta trúnað er þegar um upplýsingar frá þolanda: gætu varðað við barnaverndarlög, eða ef þolandi er í sjálfsvígshættu ef eitthvað glæpsamlegt kemur fram er einhver annar sem viðkomandi vill tala við frekar en þann sem býður sig fram fyrst eða kemur að viðkomandi fyrst Tilkynningaskylda – barnavernd, 112, nafnlaust.
13
Dæmi um kynningu Fullorðnir
Sæl(l). Ég heiti Ég starfa fyrir Rauða krossinn Ég er að athuga hvernig fólki líður og hvort ég get aðstoðað á einhvern hátt. Er í lagi að ég ræði við þig í nokkrar mínútur? Takk fyrir það. Má ég spyrja hvað þú heitir? Guðrún! Er eitthvað sem þig vantar áður en við byrjum að tala saman, t.d. eitthvað að drekka, vatn eða djús?
14
Dæmi um kynningu Börn og unglingar
„Er þetta dóttir þín?” (krjúptu í augnhæð barns, brostu og heilsaðu með nafni og talaðu rólega og yfirvegað). „Sæl Kristín, ég heiti NN og er að reyna að hjálpa ykkur í fjölskyldunni. Er eitthvað sem ég get gert fyrir þig? Hérna erum við með vatn og djús og þarna erum við með teppi og það eru leikföng í þessum kössum”
15
2. Öryggi og huggun
16
Öryggi og huggun Verkefni
Eldri hjón áttu sonardóttur í rútuslysinu. Þau voru á söfnunarsvæði aðstandenda þegar gamli maðurinn fékk hjartaáfall og var lagður á sjúkrahús. Konan hans á erfitt með að skilja allt það sem er að gerast og treystir á þig vegna þess að þú varst hjá þeim þegar þetta gerðist. Hún segir manninn sinn alltaf hafa tekið allar ákvarðanir fyrir þau og hugsað um hana. Hún er hæg og heyrir ekki illa. Þú ert stuðningsaðili konunnar á spítalanum. Hvernig mundir þú hjálpa henni? Hlutverkaleikur – eldri kona og hjálparliði. Hinir í hópnum fylgjast með.
17
Öryggi og huggun Markmið
Auka öryggi og veita líkamlegan og andlegan stuðning Ýmsar leiðir til að auka öryggi Forða úr frekari hættu í umhverfi Upplýsingar um gang mála – forðast getgátur Skapa rólegt umhverfi – draga úr áreitum Líkamlegt öryggi - lyf, nauðsynjahluti (gleraugu, föt) Vernd gegn viðbótarálagi Börn – barnvænt svæði, ekki aðskilja börn og foreldra Huga að hvort hjálpartæki sem viðkomandi þarf eru til staðar, þarf hann lyfin sín Mikilvægt að hafa upplýsingar um tengslanet einstaklings.
18
Dæmi um hvað er hægt að segja Fullorðinn
,,Mér skilst að við munum byrja að flytja fólk í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum eftir klukkutíma. Þar verður matur, hrein föt, og aðstaða til að hvílast.” ,,Mig langar að biðja þig að halda þig hérna á þessu svæði. Einhver úr teyminu nær í þig hingað þegar við erum tilbúin til brottfarar.” Veita upplýsingar sem róa og draga úr uppnámi t.d. að láta vita hvað gerist næst. Leiðrétta misskilning. Koma á framfæri hvaða þjónusta er í boði. Segja hvað kemur næst.
19
Dæmi um hvað er hægt að segja Barn
,,Mig langar til að segja þér hvað gerist næst. Þú og mamma þín farið bráðum saman á stað sem við köllum fjöldahjálparstöð, sem er venjulegt hús með mat, hreinum fötum og staður til að hvíla sig á. Vertu hér nálægt mömmu þinni þar til við leggjum af stað” Ath líka grunnþarfir, fæði og klæði Að vera í augnhæð við barn, taka mið af aldri barns og þroska þess. Ath að börn sem eru undir 6 ára aldri hafa ekki sama tímaskyn og fullorðnir. Ath sérþarfir einstaklinga sem eru t.d. fatlaðir
20
Dæmi um hvað er hægt að segja
,,Ég get fullyrt að yfirvöld eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur á þessari stundu. Ég veit ekki hvort það er alveg búið að flytja alla af slysstað, en ég fæ að vita það fljótlega. Ég skal segja þér það um leið og ég fæ einhverjar fréttir.”
21
Öryggi og huggun Barnvænt svæði
Setja á laggirnar barnvænt svæði: Horn í herbergi eða herbergi sem er öruggt Fólk með reynslu sinnir börnunum á þessu svæði Hafa eftirlit með því hverjir fara inn og út af svæðinu Hafa hluti sem henta öllum aldurshópum á svæðinu Bjóddu eldri börnum og unglingum að vera með yngri börnunum Sjáðu til þess að unglingarnir fái sinn tíma til að tala og vera saman
22
Dæmi um það sem hægt er að segja
„Það er mjög eðlilegt að þér skuli líða eins og þér líður. Þetta eru eðlileg viðbrögð við mjög óeðlilegum aðstæðum.” „Þessi viðbrögð eru algeng þegar maður lendir í svona aðstæðum. Það er ábyggilega vont að líða svona og það kann vel að vera að þú munir finna fyrir þessu á morgun og jafnvel í nokkra daga.” ,,Það sem þú ert að upplifa er bæði skiljanlegt og eðlilegt.”
23
Dæmi um hvað er slæmt að segja
,,Ég veit hvernig þér líður” ,,Honum líður betur núna og væntanlega var þetta honum fyrir bestu” ,,Hann fékk að fara fljótt” ,,Þú ert nógu sterk til þess að ráða við þetta” ,,Þú þarft bara að syrgja” ,,Það er gott að þú ert á lífi”
24
Dæmi um hvað er gott að segja?
„Mér þykir leitt að þú þurfir að ...” „Það er erfitt fyrir mig að skilja hvað þú ert að ganga í gegnum. Þetta er svo mikið og stórt” „Hvað get ég gert fyrir þig?” „Það er mjög eðlilegt að þú skulir vera ... (reiður, æstur, hræddur)” „Ég vildi óska þess að ég gæti gert eitthvað meira” „Þetta hlýtur að hafa verið sérkennileg upplifun” „Ég vildi óska þess að ég vissi...”
25
3. Skapa stöðugleika
26
Skapa stöðugleika Verkefni
Maður um þrítugt fréttir að bróðurdóttir hans hafi verið í rútuslysinu. Hann veit ekki enn hvernig henni hefur reitt af. Hann er mjög ósáttur og reiður og ásakar rútufyrirtækið og bílstjórann um það sem gerst hefur. Hann er mjög truflandi og pirrandi á svæði aðstandenda. Kona hans segir fátt en styður hann samt. Þau eru með 2 börn 5 og 9 ára sem eru ferkar óróleg. Það kemur í ykkar (2) hlut að sinna hjónunum. Hvernig er best að takast á við þetta verkefni? Hlutverkaleikur. Leikendur: Maður um þrítugt, konan hans, tvö börn og tveir sjálfboðaliðar.
27
Skapa stöðugleika Markmið
Róa þá sem eru í miklu tilfinningalegu uppnámi Skapa stöðugleika ef fólk er í tilfinningalegu uppnámi: Rólegt umhverfi, næði, vera rólegur, veita upplýsingar Styrkja foreldra í að róa börn Styrkja unglinga í að leita til foreldra Hjálpa fólki að átta sig á aðstæðum – á sínum hraða Róandi lyf - frestun Róandi lyf fresta vandanum en stundum þarf að gefa þau til að draga úr hugrænni úrvinnslu.
28
Dæmi um það sem hægt er að segja Fullorðnir
,,Yfirþyrmandi tilfinningar geta skollið á manni, eins og öldur, og liðið síðan hjá.” ,,Hræðilegar upplifanir geta komið sterkum viðbrögðum af stað í líkamanum; tilgangur þeirra er að vernda okkur gegn hættum (fight or flight viðbrögð).” ,,Stundum er besta leiðin að gefa sér tíma til að slaka á (göngutúrar, hlusta á tónlist, gera slökunaræfingar).” ,,Vinir og fjölskylda eru mjög mikilvæg til að hjálpa fólki að ná ró.” Fá einstaklingin til að raunveruleikatengja sig t.d. segja „sérðu bekkinn þarna?”, „veistu hvaða dagur er” osfrv. Stundum er óhjákvæmilegt að snerta einstaklinga sem maður er að hughreysta, en þar þarf að fara varlega og sýna tillitssemi. t.d. hægt að biðja um leyfi til að snerta.
29
Dæmi um það sem hægt er að segja Börn og unglingar
„Þegar svona gerist getur þú fundið sérkennilega fyrir líkamanum. Það getur verið spenna, doði og fiðringur í maganum. Þegar þér líður svona getur verið gott að tala við mömmu þína og pabba til að hjálpa þér að líða betur.” „Jafnvel fullorðnir þurfa aðstoð þegar svona gerist.” „Við erum að vinna að því að hjálpa ykkur að takast á við það sem gerðist og hjálpa fólki að líða betur”. Fara ennþá varlegar varðandi snertingar og biðja um leyfi. Ef foreldrar og forráðamenn eru til staðar þá þarf að biðja þá um leyfi til að t.d. bjóða þeim upp á að koma inn á barnvæna svæðið.
30
Dæmi um að róa þá sem eru æstir
Biðja þá um að hlusta og horfa á þig. Ná augnsambandi Koma viðkomandi á rólegan stað/herbergi Fá viðkomandi til að tala við þig Spyrja opinna spurninga Svara spurningum Benda á hagnýtar og einfaldar lausnir
31
Dæmi um æfingu til að róa sig niður
Sittu þægilega með hendur í skauti og iljar í gólfi. Dragðu andann, djúpt og hægt. Líttu í kringum þig og nefndu fimm hluti sem þú getur séð og eru ekki streituvekjandi. Næst skaltu nefna fimm hljóð sem þú getur heyrt og eru ekki streituvaldandi. Næst skaltu nefna fimm hluti sem þú skynjar og eru ekki streituvaldandi. Haltu svo áfram að anda inn og út djúpt og hægt.
32
4. Afla upplýsinga um þarfir og áhyggjur
33
Afla upplýsinga um þarfir og áhyggjur Verkefni
Ung kona komin 8 mánuði á leið er að bíða frétta af syni sínum 10 ára, sem var í rútunni. Hún er í uppnámi og nokkuð ringluð. Hún reynir að hringja en virðist ekki valda því. Lítill sonur hennar 4ra ára situr hjá henni þögull og fylgist með. Þú kemur og segir að þú sért frá Rauða krossinum og spyrð hvort og hvernig þú getir aðstoðað. Hlutverkaleikur. Leikendur: Ung ólétt kona, 4ra ára sonur og einn sjálfboðaliði.
34
Afla upplýsinga um þarfir og áhyggjur Markmið
Afla upplýsinga um þolendur og skipuleggja sálræna skyndihjálp Bera kennsl á grunnþarfir og áhyggjuefni Vantar upplýsingar um eitthvað ákveðið, s.s. frá flugfélaginu, áhöfninni, þörf fyrir að ná sambandi við ættingja Afla viðbótarupplýsinga – upplifun af atburðinum Hvar varstu? Meiddist þú? Sástu einhvern slasast? Hvað gerðir þú? Ekki þrýsta á að segja frá missi eða áfalli í smáatriðum Skipuleggja frekari aðstoð Bráða tilvísun, viðbótarþjónusta, eftirfylgd
35
5. Hagnýt aðstoð
36
Hagnýt aðstoð Verkefni
Eitt foreldranna úr rútunni, maður um fimmtugt, er í miklu uppnámi eftir slysið. Sonur hans er nokkuð slasaður og er á leið í aðgerð. Manninum finnst eins og enginn sé að hjálpa sér eða geti útskýrt hvað sé að gerast. Hann er pólskur, talar litla íslensku og mjög takmarkaða ensku. Hlutverk þitt er að veita honum stuðning Hlutverkaleikur. Leikendur: Pabbinn og einn sjálfboðaliði.
37
Hagnýt aðstoð Markmið Bjóða hagnýta aðstoð við að takast á við grunnþarfir og áhyggjur Í kjölfar áfalla getur þolandinn upplifað ýmiss konar mótlæti og það hefur oft í för með sér vonleysistilfinningu og hugsanir Það sem hjálpar fólki í slíkum aðstæðum er m.a.: bjartsýni, von um árangur, traust á hjálparliðum og yfirvöldum, jákvæðni
38
Hagnýt aðstoð Þrautseigja
Bjartsýni - þeir sem halda í von gagnvart framtíðinni Vissa - að lífið sé fyrirsjáanlegt Von - að hlutir geti farið á besta mögulega veg Traust - á að ytri öfl vinni í þágu manns (t.d. hið opinbera) sterk viðhorf sem byggja á trú Jákvæðni - t.d. „ég er heppin manneskja, hlutirnir ganga yfirleitt upp hjá mér“; hafa gert hagnýtar ráðstafanir, t.d. varðandi heimili, starf eða fjárhag Að upplifa áföll og þurfa að takast á við ýmiss konar mótlæti í kjölfar alvarlegra atburða hefur oft vonleysi í för með sér. Þeir sem eru líklegastir til að koma vel út úr slíkri reynslu eru þeir sem hafa eitt eða fleiri af ofangreindum einkennum Að veita fólki nauðsynleg úrræði getur aukið tilfinningu þess um stjórn, von og reisn. Þess vegna er það mikilvægur þáttur í sálrænni skyndihjálp að aðstoða fólk við að leysa þau vandamál sem það stendur frammi fyrir. Hagsýn nálgun, sem miðar að því að leysa vandamál, hugnast gjarnan fólki.
39
Hagnýt aðstoð Skref fyrir skref
Skref 1: Hverjar eru þarfirnar - forgangsröðun þarfa Hvað skiptir mestu máli Skref 2: Skýra þarfir – aðstoð við að skoða vandann Hvað hjálpar fólki að átta sig á þörfum sínum Skref 3: Gera áætlun – styðja raunhæfa lausn Óskir fólks eða þú kemur með uppástungur Skref 4: Framkvæma – til að mæta þörfum Hjálpa við að fá þjónustu, útfylla eyðublöð ofl.
40
Grunnþarfir ,,Maginn” ,,Hjartað” ,,Höfuðið” Grunnþarfir/líkamlegar
Forgangsröðun Grunnþarfir (líkamlegar, skjól og öryggi) Grunnur - matur, drykkur, föt, húsaskjól Vernd – frá fjölmiðlum og auka áföllum Læknisaðstoð – bráða og til lengri tíma Flutningur – á sjúkrahús, hótel, heim 2. Stuðningsþarfir (að tilheyra og ást) Tengsl - við fjölskyldu og vini gegnum síma eða annan mann Huggun – viðurkenning og samkennd Ráðgjöf – tilvísun á presta, fagfólk, Rauða krossinn Umönnun – skipuleggja gæslu barna, gamals fólks eða gæludýra. 3. Þörf fyrir virðingu Upplýsingar – staðfestar fréttir (í smáatriðum) af slysinu Skipulagning – hvað gerist næst? Stjórnun – taka þátt í ákvarðanatökum. Aðkallandi þarfir eru stöðugt til umræðu í sálrænni skyndihjálp. Hjálpaðu fólki að átta sig á aðkallandi þörfum, þar sem mikið álag og mótlæti dregur úr hæfninni til að leita lausna. Það að kenna einstaklingum að setja sér framkvæmanleg markmið getur dregið úr tilfinningunni um að þeir standi sig ekki. Það hjálpar þeim að finnast að þeir nái árangri og eflir þá tilfinningu, sem er svo nauðsynleg í bata eftir hamfarir, að finna að maður hafi einhverja stjórn. Grunnþarfir/líkamlegar ,,Maginn” Stuðningur/tilfinningalegar ,,Hjartað” Virðing/vitrænar ,,Höfuðið”
41
Dæmi um það sem hægt er að segja Fullorðnir
„Mér heyrist á þér að það besta fyrir þig sé að komast heim sem fyrst. Hvernig ætlaðir þú að fara frá flugvellinum?”
42
Dæmi um það sem hægt er að segja Barn, unglingur
„Mér heyrist að þú hafir áhyggjur af því hvernig mömmu/pabba líður, hvernig þið komist heim og hvað gerist næst. Það er ekkert skrítið að þú skulir vera að hugsa þetta allt. Þetta eru margar spurningar. Það er oft gott að reyna að fá svar við þeirri spurningu sem manni finnst skipta mestu máli og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera í því?”
43
6. Félagslegur stuðningur
44
Félagslegur stuðningur Markmið
Aðstoða við að koma á tengslum Stuðningur frá tengslaneti einstaklingsins getur aukið getu hans til að takast á við áfallið og stuðlað að bata Tengslanet: fjölskylda, vinir, samstarfsfélagar, styrktarsamtök
45
Tengsl við félagslegan stuðning
Aðstoða við að finna nánasta stuðningsaðila Hvað hentar? Fræðsla um mikilvægi félagslegs stuðnings Styrkja stuðning innan hóps Fá hlutverk Börn og leikir Stuðningsnet, fjölskylda, vinir, samstarfsfélagar, styrktarsamtök Reynt er að efla félagslegt stuðningsnet fólks eins fljótt og hægt er því það getur flýtt fyrir bata. Félagslegur stuðningur getur verið margs konar og þarf ekki að vera flókinn í útfærslu. Þetta geta verið atriði eins og að sýna tilfinningalegan stuðning með faðmagi eða með því að láta fólk vita að það sé einhver til staðar fyrir það. Einnig er fólki hjálpað að ná sambandi við sína nánustu.
46
Félagslegur stuðningur Unglingur
,,Það er alveg skiljanlegt að þig langi ekki til að tala eftir svona atburð. Það er samt mikilvægt að þú biðjir um það sem þér finnst þú þarfnast. Talaðu við þann í fjölskyldunni sem þú treystir best.”
47
Félagslegur stuðningur Fullorðinn/forsjáraðili
„Þegar þú ferð héðan viltu eflaust bara vera með þínum nánustu. Það gæti reynst hjálplegt fyrir ykkur að þú segðir hinum frá hvað kom fyrir. Þú getur ákveðið hvenær og hvað þú vilt segja. Þú þarft ekki að tala um allt sem gerðist; aðeins það sem þér finnst mikilvægt að deila með öðrum.”
48
Félagslegur stuðningur
Endurspeglandi athugasemdir: „Ég skil út frá því sem þú segir að þú...“ „Það hljómar eins og þú sért að segja...“ „Það virðist sem þú...“ Skýrandi athugasemdir: „Segðu mér ef ég hef rangt fyrir mér... það hljómar eins og þú...“ „Er það rétt skilið að þú...“
49
Félagslegur stuðningur
Styðjandi athugasemdir: „Það er skiljanlegt að þér líði...“ „Mér heyrist að þetta sé þér mjög erfitt “ „Mér finnst þú mjög harður við sjálfan þig þegar þú segir...“ „Það hlýtur að vera mjög erfitt að upplifa...“ „Við getum talað saman aftur á morgun ef þú vilt...“
50
Félagslegur stuðningur Verkefni
Vinnið í 3ja manna hópum og æfið ykkur að nota: Endurspeglandi athugasemdir Skýrandi athugasemdir Styðjandi athugasemdir Hlutverkaleikur: Hægt er að búa til ýmiss konar aðstæður Maður sem upplifði jarðskjálfta og slapp út úr húsi en veit ekki hvernig afdrif annarra voru. Kona sem á ungling í rútu sem valt. Hún er að bíða eftir upplýsingum um örlög hans Hjón sem bjuggu í íbúð í fjölbýlishúsi en mikil sprenging varð í einni íbúðinni og eldur braust út í kjölfarið. Þau komust óslösuð út með börnin sín. Eru núna í húsnæði á vegum Rauða krossins. Tvær konur sem urðu vitni af mjög alvarlegu umferðarslysi og hjálpuðu til á meðan beðið var eftir lögreglu og sjúkraflutningafólki.
51
Félagslegur stuðningur Ástæður þess að leita ekki eftir stuðningi
Vita ekki hvers maður þarfnast Fer hjá mér eða finnst ég veiklundaður ef ég þarfnast hjálpar Finn fyrir sektarkennd ef ég þigg hjálp Hef áhyggjur af því að ég sé öðrum byrði Óttast tilfinningalegt uppnám og að ég missi stjórn Hugsa: „enginn getur skilið það sem ég upplifi“ Hef reynt að leita hjálpar og komist að því að hjálpin er ekki til staðar
52
Félagslegur stuðningur
Styrkjandi athugasemdir og spurningar: „Hvað hefur þú gert áður til að láta þér líða betur þegar þú hefur lent í erfiðum aðstæðum?“ „Er eitthvað sem ég get gert til þess að þér líði betur?“ „Ég er hérna með bækling með upplýsingum um hvernig gott er að takast á við erfiðar aðstæður. Kannski er eitthvað í honum sem gæti reynst þér vel.“ „Það er mjög misjafnt hvað það er sem fær fólk til að líða betur.
53
7. Upplýsingar um bjargráð
54
Upplýsingar um bjargráð Verkefni – erfiðar tilfinningar
Maður sem hafði þrábeðið konuna sína um að fara með rútunni til þess að hann gæti haft bílinn fyrir sig, situr og bíður eftir upplýsingum um afdrif hennar. Með honum er sonur hans á unglingsaldri. Maðurinn er uppfullur sjálfsásakana og sektarkenndar Þú ert frá Rauða krossinum og átt að tala við feðgana Hlutverkaleikur: Vinnið saman í þriggja manna hópum, hlutverkin eru: faðir, sonur, sjálfboðaliði, eftirlitsaðili. Eftirlitisaðilinn fylgist með leiknum og speglar það sem hann sér og heyrir í lokin. Hægt er að skiptast á hlutverkum þannig að allir fái að reyna sig.
55
Upplýsingar um bjargráð Markmið
Að veita upplýsingar til að draga úr uppnámi og stuðla að aðlögun eftir áfall Veita fræðslu um: Það sem vitað er um atburðinn Hvað er verið að gera til að aðstoða fólk Hvaða þjónusta er til staðar, hvar og hvenær Upplifun og viðbrögð í kjölfar áfalls Streituviðbrögð Bjargráð – slökun, hefðir, siðir, tengsl ofl Gagnleg og gagnslaus varnarviðbrögð að hlúa að sjálfum sér Oft er haldin fræðsla um streitu- og varnarviðbrögð sem gæti nýst fólki við að takast á við áfallið og hjálpað því að skilja að viðbrögðin séu eðlileg og algeng.
56
Upplýsingar um bjargráð Streituviðbrögð
Áfallastreituviðbrögð eru eðlileg og rétt að búast við þeim Þau geta vakið ótta og haldið áfram að valda truflun á næstu dögum og vikum Neikvæðar hugsanir geta komið upp – „ég hlýt að vera veikgeðja” Ekki er rétt að greina sálrænt ástand eftir áfall í veikt eða heilbrigt, heldur mæta viðbrögðum Ekki nota hugtök eins og einkenni, röskun ofl. Benda á að með tímanum dragi yfirleitt úr viðbrögðum, en ekki gefa loforð fyrir því að þau hverfi Streituviðbrögð geta vakið ótta – vegna þess að þau geta verið svo kröftug og sett fólk gersamlega úr jafnvægi Neikvæðar hugsanir geta komið upp – vegna sterkra viðbragða er auðvelt fyrir einstaklinginn að leggja mat á sjálfan sig með neikvæðum formerkjum, það er eðlilegt en alls ekki æskilegt. Ekki er rétt að greina sálrænt ástand eftir áfall í veikt eða heilbrigt – einstaklingurinn verður ekki veikur í kjölfar áfalla, hann sýnir eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Það er því mikilvægt að fara ekki að sjúkdómsgreina fólk þó viðbrögðin séu ýkt. Það er mun mikilvægara að mæta viðbrögðum á viðeigandi hátt og reyna að róa fólk niður. Ekki nota hugtök eins og einkenni, röskun ofl. – því þau eru læknisfræði hugtök og eiga ekki við í þessu sambandi. Benda á að með tímanum dragi úr viðbrögðum, en ekki gefa loforð fyrir því að þau hverfi – því að í einstaka tilfelli gerist það ekki. Það verður ekki ljóst fyrr en eftir 4 – 6 vikur hvort viðkomandi er að sigla út úr viðbrögðunum eða þau eru að versna.
57
Upplýsingar um bjargráð Áfallastreituviðbrögð
Áfallastreituviðbrögð eru þrenns konar: Ágengar minningar - endurupplifun atburðar í huganum Flótti og að draga sig í hlé – leiðir til að forðast eða verjast ágengum minningum Uppnám – þær andlegu og líkamlegu breytingar sem verða þegar við teljum okkur vera í hættu
58
Erfiðar minningar Ýmislegt getur minnt á áfallið/missinn/breytingarnar og kallað fram uppnám eins og myndir, hljóð, staður, lykt, fólk, tíma dags, aðstæður ofl. sem tengist áfallinu Talað er um það sem kveikjur
59
Upplýsingar um bjargráð Að ræða við börn
Börn eiga erfiðara með að sjá tengsl milli atburða og tilfinninga Einfaldar útskýringar á eigin viðbrögðum Ekki spyrja beint um líðan s.s. „ertu leið, hrædd”, heldur ,,hvernig líður þér?” Hjálpaðu barninu við að nefna tilfinningar sínar Notaðu teikningar, sögur eða leiki
60
Upplýsingar um bjargráð Talað við börn/unglinga
,,Þegar eitthvað virkilega slæmt gerist geta komið líkamleg einkenni hjá krökkum svo sem”: hjartað slái mjög hratt hendurnar séu sveittar þeim sé illt í maganum fætur og hendur séu máttlausir eða skjálfandi finnist eins og allt sé mjög skrítið “Þegar eitthvað virkilega slæmt gerist líður krökkum oft svolítið undarlega eða óþægilega, eins og að hjartað slái mjög hratt, hendurnar séu sveittar, þeim sé illt í maganum eða fætur og hendur séu máttlausir eða skjálfandi. Einnig getur krökkum liðið undarlega „inni í höfðinu”, næstum eins og þeir séu ekki á staðnum, heldur eins og þeir séu að horfa á slæma hluti koma fyrir einhvern annan.”
61
Upplýsingar um bjargráð Talað við börn/unglinga
„Finnur þú fyrir einhverjum svona tilfinningum eins og ég var að tala um? Eða finnur þú jafnvel fyrir einhverjum öðrum tilfinningum? Getur þú sagt mér hvar þú finnur fyrir tilfinningunum og hvernig þær eru?” Líkamleg einkenni geta komið fram þó talsverður tími sé liðin frá atburðinum Gefa viðkomandi tækifæri til að segja frá sinni líðan og ræða það „Stundum upplifum við svona tilfinningar í líkamanum í vissan tíma eftir að eitthvað alvarlegt hefur gerst og við erum orðin örugg aftur. Þessar tilfinningar eru aðferð líkamans til að segja okkur aftur hversu slæmt þetta var sem kom fyrir.”
62
Upplýsingar um bjargráð Gagnleg bjargráð
Að tala við einhvern til að fá stuðning Að fá nauðsynlegar upplýsingar Að fá nægilega hvíld, næringu og hreyfingu Að taka þátt í ánægjulegum athöfnum Að verja tíma með öðrum Að taka þátt í stuðningshópum Að nota slökunaraðferðir Að nota róandi sjálfstal
63
Upplýsingar um bjargráð Óheppileg bjargráð
Að nota áfengi eða vímuefni Draga sig í hlé frá daglegum athöfnum Að draga sig í hlé frá fjölskyldu og vinum Vinna of mikið Mikil reiði og sjálfsásakanir Deyfa sig með m.a. sjónvarpsglápi, spilamennsku, tómstundum sem koma niður á daglegum athöfnum Áhættuhegðun Fá upp umræður um að þetta séu ekki gagnlegar leiðir þó svo að fólk telji sér gjarnan trú um það. Hvernig er hægt að ræða við þá sem komnir eru út á þessa braut? Hægt er að setja upp hlutverkaleik til að æfa sig í að tala við einhvern, einhverja sem komnir eru út á þessa braut.
64
Upplýsingar um bjargráð Bjargráð fyrir fjölskyldur
Leggja áherslu á eðlilegt líf og daglegar venjur Huga að fjölskyldu og vinum Halda reglur um þætti er snúa að börnum Átta sig á hvernig tilveran var fyrir atburðinn Breytt viðhorf foreldra eftir atburðinn t.d. hræddari um börnin
65
Upplýsingar um bjargráð Talað við fullorðna
Benda fullorðnum á að: Upplifun á atburði er einstaklingsbundin Úrvinnsla og leiðir geta verið mismunandi Ólíkar leiðir og ólíkar væntingar geta valdir ágreiningi Stuðningur við hvert annað mikilvægur ,,Eins og þið sjáið þá er upplifun ykkar af atburðinum ólík og einstaklingsbundin. Eins notið þið líklega mismunandi leiðir til þess að jafna ykkur. Það getur verið erfitt að takast á við þessa ólíku upplifun og það getur leitt til þess að einhverjum finnist hann ekki njóta skilnings. Það getur leitt til rifrildis eða þess að þið styðjið ekki hvert annað”.
66
Upplýsingar um bjargráð Talað við börn og unglinga
Það þarf að benda börnum og unglingum á að eftir alvarlega atburði má búast við: Breyttri hegðun foreldra Að breytingarnar séu tímabundnar Biðja börn og unglinga um að sýna foreldrum skilning ,,Þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað verða foreldrar oft hræddir um öryggi barna sinna og bregðast við með því að setja þeim strangari reglur og vilja vita hvað þau eru að gera. Reyndu að sýna foreldrum þínum skilning á meðan þeim líður svona. Þetta er venjulega bara tímabundið og mun líklega minnka um leið og stöðugleiki skapast á ný.”
67
8. Tengsl við aðra þjónustu
68
Tengsl við aðra þjónustu
Markmið: Tengja fólk þeirri þjónustu sem þörf er á, núna eða síðar Prestur Læknir Vísa aftur í þjónustu sem viðkomandi nýtti áður s.s. Sálfræðingur, þjónustumiðstöðvar, AA, Stígamót Hjálparsíminn 1717
69
Tengsl við aðra þjónustu Mögulegar ástæður tilvísunar
Líkamleg eða geðræn vandamál sem krefjast skjótrar úrlausnar Vandi sem versnar við áfallið Hótun um að skaða sjálfan sig eða aðra Heimilisofbeldi, misbeiting gegn börnum og öldruðum Áhyggjur sem tengjast þroska barna og unglinga Ef viðkomandi biður sjálfur um tilvísun
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.