Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Hverjum gagnast líknarmeðferð?

Similar presentations


Presentation on theme: "Hverjum gagnast líknarmeðferð?"— Presentation transcript:

1 Hverjum gagnast líknarmeðferð?
Valgerður Sigurðardóttir yfirlæknir Líknareiningar Landspítala Alþjóðadagur líknar 12. október 2013

2 2002 - Skilgreining alþjóðaheilbrigðismálastofnunar
Líknarmeðferð er meðferð sem miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra sem standa andspænis lífshættulegum sjúkdómi og felst meðferðin í að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Líknarmeðferð getur einnig átt við snemma á veikindatímabilinu samhliða annarri meðferð sem er notuð til að lina einkenni en jafnframt að lengja líf.

3 Vægi líknar-meðferðar
Áhersla meðferðar í sjúkdómsferlinu Læknandi og lífslengjandi meðferð Líknarmeðferð Fylgd Tími Andlát Sjúklingur er deyjandi % Vægi líknar-meðferðar 100 Stöðugur eða læknanlegur sjúkdómur (FM) Greining Versnandi sjúkdómur -FME Lífslokameðferð LLM Einfölduð myndræn útgáfa til skýringar Líknarmeðferð frá greiningu á lífshættulegum sjúkdómi, eitthvað sem allir heilbrigðisstarfsmenn veita í daglegu starfi Við FME eykst áherslan á líknarmeðferð Fylgd kallast stuðningur við syrgjendur og er hluti af líknarmeðferð

4 Líknarmeðferð Almenn líknarmeðferð Sérhæfð líknarmeðferð

5 Hvað er verið að gera í líknarmeðferð?
Auka skilning á sjúkdómi og sjúkdómsástandi T.d. ræða og skilja meðferðarmarkmið Meðferð einkenna Af líkamlegum, sálrænum, félagslegum og andlegum toga Stuðningur við ákvarðanatekt vegna meðferðar og/eða umönnunar við lok lífs Aðstoð við að læra að lifa með einkennum sjúkdómsins og/eða versnandi sjúkdómsástandi Bæði sjúklingur og aðstandendur

6 Hvað er verið að gera í líknarmeðferð?
Meðhöndla einkenni af völdum sjúkdóms en ekki sjúkdóminn sjálfan Fyrirbyggja og lina þjáningu (einstaklingshæfð meðferð einkenna) Auðvelda aðlögun að breyttum aðstæðum – kenna forgangsröðun Virða lífið óháð hversu langt er eftir Bæta gæðum fremur en dögum við lífið – skammtímamarkmið ríkjandi Litið á dauðann sem eðlilegan hluta af lífinu og hann virtur þegar að þeim þáttaskilum kemur Traust milli sjúklings og heilbrigðisstarfsmanns forsenda þess að ná góðum tökum á einkennum og byggist á færni í samskiptum, umönnun og meðferð mörg einkenni af meðal og miklum styrkleika, versna ef ekki meðhöndluð eða vanmeðhöndluð einkenni margþætt (meðaltal 9) og krefjast heildrænnar og þverfaglegrar nálgunar

7 Hverjir hafa gagn af líknarmeðferð
Hverjir hafa gagn af líknarmeðferð? Spurningar sem læknir ætti að spyrja sig Er sjúklingur með læknanlegan sjúkdóm en með erfið einkenni sem láta ekki undan almennri meðferð? Kæmi mér á óvart ef að sjúklingur myndi deyja innan næstu tveggja ára? Er sjúkdómurinn ólæknandi en stöðugur? Er sjúkdómur stöðugt versnandi og virkni sjúklings minni? Mun sjúklingi gagnast endurlífgun? Er sjúklingur með verki og/eða önnur einkenni sem láta ekki undan almennri meðferð? Er þörf fyrir umræðu um lífsskrá og/eða erfðaskrá? Er þörf fyrir sérhæfða líknarmeðferð en sjúklingur sjálfur er ekki tilbúinn? Eiga meðferðartakmarkanir við og þá hverjar? Er sjúklingurinn deyjandi?

8 Hvað vilja sjúlklingar vita?
Viltu upplýsingar um stöðuna? Hvenær er réttti tíminn að veita upplýsingarnar? Rannsóknir sýna að flestir sjúlklingar vilja nákvæmar upplýsingar um horfur, jafnvel þegar um lífshættulegan sjúkdóm er að ræða Minnihluti sjúklingar vill ekki upplýsingar Að meta horfur er flókið, krefst klínískrar færni og taka þarf tillit til marga andstæðra þátta Rannsóknir sýna að læknar vanmeta óskir sjúklinga um upplýsingar Rannsóknir sýna óánægju sjúklinga með upplýsingagjöf þegar um lítshættulegt sjúkdómsástand er að ræða Yun, JCO 22 (2) 2004 © Palliative Care Network International Palliative Care Network Lecture Series 2012

9 Samtal við lífslok Samtal læknis við sjúkling um lífslok leiðir til að sjaldnar er beitt ásækinni meðferðar almennt og tilvísun í sérhæfða líknarþjónustu gerist fyrr Ásækin meðferð við lok lífs tengist verri lífsgæðum og verri aðlögun aðstandenda í sorgarferlinu Wright AA et JAM 2008 Gagnreynd þekking bendir til þess að sjúklingum og fjölskyldu farnist betur ef versnandi horfur, takmörkun á meðferð, ekki endurlífun og yfirvofandi andlát er rætt í tíma

10 Hverjum gagnast líknarmeðferð?
Byggist á þörf en ekki sjúkdómsgreiningu Getur átt við snemma í sjúkdómsferlinu samhliða annarri meðferð Hvaða sjúklingahópar eru þetta og hvernig tengjum við meðferð til lækninga og líknar sjúklingum til hagsbóta?

11 International Palliative Care Network Lecture Series 2012
Með því að byggja brýr! Líknarnálgun Krabbameins-meðferð Líknarmeðferð © Palliative Care Network International Palliative Care Network Lecture Series 2012

12 Sjúklingar með krabbamein
Einkenni vegna sjúkdóms eða meðferðar sem ekki tekst að lina Við greiningu þegar sjúkdómur er ólæknanlegur Þegar sjúkdómur versnar þrátt fyrir meðferð Löng hefð fyrir líknarþjónustu Líknarheimaþjónusta, HHl og Karitas, HHl Akureyri Líknardeild, 5-daga deild, dagdeild, göngudeild Líknarteymi Landspítala, FSA Göngudeild líknarlæknis á göngudeild krabbameins- og blóðlækninga Föst ráðgjöf líknarlæknis á krabbameinsdeild

13 Líknarmeðferð snemma samhliða krabbameinsmeðferð
Rannsókn 2010 – Samanburður á milli hefðbundinnar krabbameinsmeðferðar og samhliða líknar- og krabbameinsmeðferðar sýndi: Í þeim hópi sem fékk samhliða líknar- og krabbameinsmeðferð Aukin lífsgæði og lengri lifun Lækkun tíðni þunglyndis Ekki eins ásækin meðferð við lok lífs Meðferðarmarkmið oftar rædd og skráð Aukinn skilningur sjúklinga og fjölskyldu á sjúkdómsástandi Sjaldnar krabbameinsmeðferð á síðustu mánuðum lífsins Lengur í líknarþjónustu J Temel 2010 Prolonged survival possibly related to: Earlier recognition and management of medical issues Improved QOL and mood Less chemotherapy at the end of life Longer hospice admissions © Palliative Care Network International Palliative Care Network Lecture Series 2012

14 Lífsgæði við útbreitt krabbamein
Einkenni tengd krabbameininu Verkir Andnauð Þreyta Einkenni vegna meðferðar Þreyta Ógleði Taugaverkir Aðrir þættir ekki tengdir meðferð, s.s. sálfélags-, tilfinninga-, and-, fjárhagslegir þættir og þættir sem varða fjölskyldu © Palliative Care Network

15

16 Sjúklingar með hjartasjúkdóma
Hjartabilun á stigi III eða IV þrátt fyrir fulla meðferð Hjartaöng sem svarar illa meðferð Tíðar innlagnir/komur á bráðamóttöku Tíð inngrip bjargráðs þrátt fyrir hámarks lyfjameðferð Miklar framfarir og áhersla á lækningu og endurhæfingu  stór hópur með lokastigs hjartabilun (20%) – eini hópur hjartasjúkdóma sem stækkar ört Erfitt að meta horfur, miklar sveiflur og oft góður árangur af lyfjameðferð um tíma en há dánartíðni Stór hópur, langvinn veikindi, skert hreyfigeta og mörg einkenni (mæði, þreyta, verkir, lystarleysi, almenn vöðvarýnun, svefntruflanir, þunglyndi, bjúgur )- eldri einstaklingar, margvísleg önnur heilsufarsleg vandamál

17 Göngudeild hjartabilaðra
2004 –sinna nú um 230 sjúklingar 1.6 hjúkrunarfræðingar og 1 læknir Efla þjónustu við sjúklinga með hjartabilun Hámarka alla þætti meðferðar (hjúkrun, lyf, endurhæfing, næring) Fækka innlögnum og komum á bráðamóttökur Styrkja öryggisnet og byggja upp traust Bæta líðan og auka lífsgæði Góð samvinna við alla!

18 Til þess að ná fram þessum markmiðum er mikilvægt að sjúklingur
Þekki sjúkdóminn og einkenni Fái stuðning við sjálfsumönnun, meðferðarheldni og til að takast á við breyttan lífsstíl Auki færni sína til að takast á við breyttar aðstæður Fái endurhæfingu til að bæta líkamlega og andlega líðan Hafi skilning og stuðning frá fjölskyldu

19

20 Hjartabilunarverkefnið Samvinna um hjúkrun aldraða sjúklinga með hjartabilun
Samstarfshópur hjúkrunarfræðinga frá LSH, Heimaþjónustu Reykjavíkur og Háskóla Íslands var myndaður 2009 til að þróa hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða einstaklinga með hjartabilun Fyrst Reykjavík 2011 Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður 2013 Suðurnes Um 70 sjúklingar fá þjónustu Hjartabilun er eitt algengasta heilsufarsvandamál aldraða. Sjúkrahúsinnlagnir og endurinnlagnir eru algengar. Þær orsakast af skyndilegum versnunum á ástandi sem oft tengist erfiðleikum við að fylgja meðferð og skertri færni til sjálfsumönnunar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að með sérhæfðri meðferð, stuðningi á dag- og göngudeildum og skilvirkari þjónustu í heimahúsum megi auka lífsgæði, fækka innlögnum og lengja tímann sem þessir einstaklingar geta dvalið heima.

21

22 Sjúklingar með lungnasjúkdóma
Langvinn lungnateppa (LLT), bandvefsmyndun í lungum, lungnaháþrýstingur Súrefnisháður, mettun minni en 88% án súrefnis Ósjálfrátt þyngdartap Mæði/öndunarerfiðleikar við lítið/miðlungs álag LLT algengur sjúkdómur og algeng dánarorsök Langvinn versnandi öndunarbilun, tíðar bráðauppákomur og stöðug súrefnisnotkun Mikið álag á fjölskyldu vegna langs sjúkdómsferils og tíðar innlagnir á bráðadeild/gjörgæslu (4-6/ári), án verulegs bata Erfitt að meta horfur Margvísleg einkenni: Mæði, efri öndunarfærasýkingar, þreyta og magnleysi, skert hreyfigeta og sjálfsumönnun, svefntruflanir, kvíði og þunglyndi, stoðkerfisverkir, einmannaleiki

23 Göngudeild og heimaþjónusta við lungnasjúklinga
2 hjúkrunarfræðingar, samstarfsaðilar Viðtöl á deild/BMT, heima, göngudeild, síma Samræður við sjúkling og fjölskyldu Efla þátttöku fjölskyldu Aðstoð við að lifa með einkennum sjúkdómsins Tryggja aðgang að heilbrigðisþjónustu Auka og/eða viðhalda lífsgæðum Að efla getu sjúklinga til að halda meðferð Að hindra framgang sjúkdóms Að sjúklingur og aðstandendur þekki einkenni versnunar og leiti aðstoðar tímanlega. Fækka innlögnum Stytta legutíma á spítala

24

25 Sjúklingar með taugasjúkdóma
Heilaslag Parkinson Hreyfitaugahrörnun (MND /ALS) Heila- og mænusigg (MS) Heilaslag: 1/3 látinn innan 2ja ára margvísleg fötlun, erfiðleikar við næringarinntekt, erfiðleikar við tjáningu, þvag- og hægðaleki, verkir, þunglyndi Langvinnt álag á umönnunaraðila

26 Teymi fyrir sjúklinga með hreyfitaugahrörnun (MND)
Teymið staðsett á göngudeild taugadeilar Landspítala – þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna 2-4 nýgreindir, um 30 sjúklingar að staðaldri Sjúklingum er og hefur verið sinnt heima af líknarheimaþjónustum ásamt heimahjúkrun Sjúklingar leggjast inn á líknardeild til einkennameðferðar, hvíldar fyrir aðstandendur og umönnun við lífslok Líknarlæknir (taugalæknir) er nú í teyminu Nýgreining 2-4/ár Ca 30 sjúklingar í teyminu hverju sinni Bankað fast á vegna sjúkling með aðra hrörnunarsjúkdóma sem hafa mikil einkenni og fötlunin kemur hratt

27

28 Sjúklingar með lifrarsjúkdóma
Tíðar og fjölgandi aftappanir með tímanum á kviðarholsvökva Vaxandi rugl/óráð (lifrarbilun) Vaxandi áhyggjur af öryggi sjúklings Mikil sjúkdómseinkenni

29 Sjúklingar með nýrnasjúkdóma
Skilun Nýrnasjúkdómur á stigi IV eða V Margir undirliggjandi sjúkdómar sem leiða til nýrnabilunar Mörg erfið einkenni s.s. ógleði og uppköst, lystarleysi, þreyta, kláði, máttleysi Lyfjagjöf flókin vegna nýrnabilunar Erfið ákvörðun um áframhaldandi blóðskilun eða ekki

30

31 Hrumir fjölveikir aldraðir sjúklingar
Fleiri en 3 langvinn vandamál hjá eldri en 75 ára Færnitap Þyngdartap/megrun Sjúklingur/fjölskylda óska eftir lágmarks meðferð Tíðar innlagnir eða komur á göngudeildir og bráðamóttöku Sjúklingur býr á hjúkrunarheimili Meðferð á bæði bráða og langvinnum uppákomum Skert geta til tjáningar og minnkuð færni Langvarandi álag á aðstandendur Ákvarðanatekt um umönnun í framtíðinni

32 Hrumir fjölveikir aldraðir sjúklingar
Mikil fjölgun aldraðra Aldraðir oftar fjölveikir Íslenskar og erlendar rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á mikil þörf fyrir líknarmeðferðar í þessum hópi Who gefið út sérstakar leiðbeiningar vegna aldraðra Legutími á hjúkrunarheimilum styttist, nú 2-3 ár Öldrunarlæknar hafa tekið þátt í uppbyggingu líknarþjónustu á Íslandi frá upphafi Líknardeild á öldrunarsviði í 10 ár ( ) Verið að opna sérstök líknarpláss á Eir og Skógarbæ í samvinnu við Landspítala Íslenskar konur verða að meðaltali 83 ára, 50% lifir þá lengur. Á árunum voru um 40% einstaklinga sem greindust með krabbamein 70 ára og eldri

33

34 Ástæður innlagnar á líknardeild
7 daga deild Erfið og fjölþætt einkenni sem krefjast þverfaglegrar nálgunar og 24 klst. eftirlits og næst ekki utan um heima eða á almennri deild Til undirbúnings fyrir heimferð Umönnun við lífslok Hvíld fyrir aðstandendur 5 daga deild Til einkennameðferðar Vegna félagslegra aðstæðna


Download ppt "Hverjum gagnast líknarmeðferð?"

Similar presentations


Ads by Google