Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Hvað er einstaklings- miðað nám?

Similar presentations


Presentation on theme: "Hvað er einstaklings- miðað nám?"— Presentation transcript:

1 Hvað er einstaklings- miðað nám?
Ingvar Sigurgeirsson haust 2004

2 Hvaðan kemur hugtakið? Stefnumörkun Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur:
... á næstu árum verði unnið að þróun kennsluhátta þannig að skipulag námsins verði einstaklingsmiðaðra en nú er og aukin áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti, s.s. með auknu vali, samkennslu árganga, aukunni hóp- og þemavinnu og nýtingu netsins ... (Starfsáætlun fræðslumála í Reykjavík 2004) Sjá m.a. í bæklingi Gerðar G. Óskarsdóttur (2003): Skólastarf á nýrri öld.

3 Rök fyrir einstaklingsmiðuðu námi eru gjarnan sótt í löggjöf og námskrá:
Hvaða viðhorf koma fram í grunnskóla-lögum um einstaklingsmiðað nám? Leggur Aðalnámskráin 1999 áherslu á einstaklingsmiðað nám?

4 Markmið grunnskólans 2. grein
Hlutverk ... er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir ... skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins (leturbr. mín). Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.

5 Aðalnámskrá grunnskóla 1999
Það er skylda hvers skóla að laga námið sem best að nemendum hverju sinni. Nemendur eiga rétt að viðfangsefnum sem henta námsgetu þeirra og hæfni. (Aðalnámskrá grunnskóla. 1999:21) Val á kennsluaðferðum og skipulag skólastarfs verður að miðast við þá skyldu grunnskóla að sjá hverjum nemanda fyrir bestu tækifærum til náms og þroska. Kennslan verður að taka mið af þörfum og reynslu einstakra nemenda og efla með nemendum námfýsi og vinnugleði. (Aðalnámskrá grunnskóla. 1999:32)

6 Ræðið Hvað merkja þessi ákvæði (Grunnskólalaga og Aðalnámskrár)?
Hvaða þýðingu hafa þessi fyrirmæli? Hvernig tekst starfsfólki grunnskólans að vinna að þessu?

7 Er einstaklingsmiðað nám (-miðuð kennsla) nýtt hugtak?
Svarið er líklega bæði JÁ og NEI

8 Í leit að uppruna hugtaksins ...
Einstaklingsmiðað nám er ekki íslensk uppfinning ... er ekki ný uppfinning ... hefur verið til og er til í ótal myndum ... getur byggst á gjörólíkri hugmyndafræði, sem á það þó sameiginlegt að ...!? Sumar rætur liggja langt aftur (Rousseau f. 1712) Við þessa sögu koma m.a. Dewey og Montessori, en einnig Skinner og Keller

9 (Ingvar Sigurgeirsson 1981: 16-17)
Opni skólinn hafði einstaklingsmiðun að leiðarljósi Áhersla á tengsl við umhverfið Höfð er hliðsjón af áhuga og þörfum nemenda – nemendur hafa val um viðfangsefni Virkar kennsluaðferðir ... áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, öflun upplýsinga ... leikni ... áþreifanleg viðfangsefni Áhersla á ábyrgð nemenda Fjölbreytt og áhugavekjandi viðfangsefni ... kennsluaðferðir Fjölbreytt og örvandi námsumhverfi Leiðsagnarhlutverk kennara (Ingvar Sigurgeirsson 1981: 16-17)

10 Rök fyrir breyttum kennsluháttum
Samfélagsbreytingar Ör tækniþróun Nýjar (?) kröfur í atvinnulífi Þróun miðla Hnattvæðingin Nemendahópurinn verður stöðugt fjölbreyttari Námsálar- og kennslufræðileg rök

11 Hvaða kennsluhættir eru algengastir í grunnskólum?
Bekkjarkennsla - hópkennsla Nemendur er raðað í bekki eftir aldri. Allir nemendur fá sama viðfangsefni á sama tíma og til þeirra eru gerðar sömu kröfur. Hvaða árangri er þessi kennsla að skila?

12 Hefðbundin bekkjarkennsla hefur sætt mikill gagnrýni
Allir steyptir í sama mót Einhæfir kennsluhættir – óvirkir nemendur – bækurnar stýra náminu Ofuráhersla á eyðufyllingar og páfagaukalærdóm (á kostnað skilnings og sköpunar) – nemendur læra ekki að hugsa Námsleiði Nemendur læra ekki að tjá sig Nemendur læra ekki að vinna saman Nemendur læra ekki að afla upplýsinga og vinna úr þeim

13 Vinnubókarkennsla - eyðufyllingar
+ - Auðveldar agastjórnun Nemendur (og foreldrar) vita til hvers er ætlast Kennarar (og foreldrar) hafa góða yfirsýn Gerir oft litlar kröfur til nemenda Nemendur geta „leyst“ viðfangsefni án þess að læra af þeim Setur nemendum þröngar skorður Ofnotkun, einhæfni

14 Einstaklingsmiðað nám merkir oftast að kennarar reyna með markvissum hætti við að koma betur til móts við hvern nemanda með hliðsjón af ... Getu og kunnáttu og hvers og eins Hæfileikum Áhuga Námstíl (Learning Style) Framtíðaráformum

15 Einstaklingsmiðun – dæmi um áherslur
Aukin ábyrgð á eigin námi (einstaklingsáætlanir, námssamningar, samkomulagsnám, sjálfsmat) Nemendur læra á eigin hraða Komið er til móts við áhuga nemenda (val, áhugahópar, frjáls verkefni) Áhersla á að nemendur séu virkir í náminu Tjáning, samræða Unnið með fjölbreytta miðla Sjálfstæð viðfangsefni Skapandi viðfangsefni Heildstæð viðfangsefni Hópvinnubrögð (sveigjanlegir hópar, blöndun aldurshópa) Merkingarbært nám (hugsun, skilningur, lausnaleit) Stöðugt námsmat, jafningjamat Örvandi námsumhverfi

16 Ótal orð og hugtök Complex Instruction Open School Inclusive Schooling
Individualized Instruction Ótal orð og hugtök Multi Level Instruction Differentiated Learning Responsive Instruction Personalized Instruction Complex Instruction Open School Inclusive Schooling Multigrade Teaching Adaptive Learning Holistic Education

17 Íslenski orðaforðinn Námsaðgreining / námsaðlögun Fjölþætt kennsla
Einstaklingsmiðað nám Íslenski orðaforðinn Fjölþrepakennsla Námsaðgreining / námsaðlögun Gagnvirk kennsla? Persónutengd kennsla? Fjölþætt kennsla Opinn skóli Skóli án aðgreiningar Samkennsla Sveigjanlegir kennsluhættir Heildstæð kennsla

18 Íslenski orðaforðinn (síaður)
Einstaklingsmiðað nám Íslenski orðaforðinn (síaður) Námsaðgreining / námsaðlögun Skóli án aðgreiningar Opinn skóli Samkennsla Sveigjanlegir kennsluhættir

19 Námsaðlögun ... viðleitni kennara til að laga námsmarkmið, kennsluaðferðir, námsefni og námsgögn ásamt skipulagi og aðferðum eins og kostur er að mismunandi getu og þörfum einstaklinga í námshópi. Með námsaðlögun er leitast við að skipuleggja nám og kennslu í bekk eða námshópi þannig að hver nemandi fái nám og kennslu við sitt hæfi innan hópsins jafnframt því sem nemendahópurinn eigi samleið sem hópur eða bekkjarheild. (Rúnar Sigþórsson o.fl. 1999).

20 Samkennsla Samkennsla árganga Fræðsluvefur (E: Multiage education, mixed-age grouping, multigrade classes, family grouping, nongraded eða ungraded education og continuous progress model) Samkennsluaðferðir: Virkir kennsluhættir, sjálfstæð viðfangsefni, samvinnunám, samþætting, námstöðvar, stöðugt námsmat, teymisvinna kennara, samstarf við heimili, tengsl við umhverfi Líklegt er að fyrirmynda að einstaklingsmiðuðu námi sé að leita í samkennsluskólum

21 Carol Ann Tomlinson Differentiated, personalized and responsive instruction How to Differentiate Instruction in Mixed-Ability Classrooms / 2001 (2. útgáfa). The Differentiated Classroom. Responding to the Needs of All Learners Leadership for Differentiating Schools and Classrooms

22 Auðvelt er að finna heimildir um einstaklingsmiðað nám á Netinu:
Skref í átt til einstaklingsmiðaðs náms Kennsluaðferðavefurinn Samkennsla aldurshópa


Download ppt "Hvað er einstaklings- miðað nám?"

Similar presentations


Ads by Google