Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
Published byCipriano Gambino Modified over 5 years ago
1
Stúdentaklínik 9. október 2009 Unnur Ragna Pálsdóttir
2
Tamiflu Lyf gegn influensuveiru Neuraminidasa hemill
Orthomyxoveira Glycoprótein HA og NA Neuraminidasa hemill Neuraminidasi er mikilvægur fyrir: Inngöngu veiru inn í ósýktar frumur Losun á nýmynduðum veiruögnum úr smituðum frumum Tamiflu er lyf gegn influensuveirunni og hún er orthomyxoveira. Utan á veirunni eru 2 glycoprótein, annað með hemagglutin virkni (HA) og hitt með neuraminidasa virkni (NA). NA og HA glycopróteinin vinna saman að því að koma veiru RNAinu inn í host frumu. Neuraminic acid er efni í mucini sem þekur mucosal epiþel frumurnar – er mikilvæg slímhúðarvörn. Neuraminidasi klýfur neuraminic acid og skemmir mucin barrierinn þannig að viðtakar sem heita sialic acid viðtakar koma í ljós. Þá tengist HA glycopróteinið við þessa viðtaka og þá rennur frumuhimnan saman við veiruna og veiru RNAið kemst inn í öndunarfærafrumuna Tamiflu er sem sagt hemill á neuraminidasann á inflúensuveirunni Neuraminidasi er mikilvægur fyrir bæði aðgang veira inn í ósýktar frumur og til losunar á nýmynduðum veiruögnum smitaðra frumna og frekari dreifingu veirusýkingarinnar í líkamanum.
4
Tamiflu Styttir lengd veikinda um 1-2 sólarhringa
Dregur verulega úr einkennum Virðist koma í veg fyrir alvarlega lungnabólgu Dregur úr sjúkrahúsinnlögnum Minnkar tíðni bráðrar miðeyrnabólgu úr 26,5% í lyfleysuhópi í 16% hjá börnum meðhöndluð með Tamiflu Bestur árangur næst ef meðferð hefst innan 12 klst frá upphafi einkenna Dregur úr veirumagni í öndunarvegi smitaðra Minnkar líkur á smiti Styttir ekki þann tíma sem sjúklingur er smitandi
5
Ábendingar Meðferð við influensu Vörn gegn influensu
Hjá einstaklingum 1 árs og eldri með dæmigerð influensueinkenni, þegar inflúensa er í gangi í samfélaginu Hefja meðferð innan 48 klst frá upphafi einkenna Vörn gegn influensu Minnkar líkur á veikindum um 70-90%
6
Eiginleikar Frásog: frásogast hratt úr meltingarvegi
Dreifing: dreifist um utanfrumuvökva Dreifist til allra staða sem inflúensuveirur dreifast til Binding við plasmaprótein er óveruleg Umbrot: í lifur: oseltamivir fosfat oseltamivir karboxýlat Brotthvarf: skilst út með þvagi Frásog: frásogast hratt ur meltingarvegi – amk 75% skammts sem tekið er inn nær út í almenna blóðrás sem virkt umbrotsefni. Virka efnið greinist í blóði innan 30 minútna frá gjöf og nær hámarksstyrk eftir 3-4 klst. Oseltamivírfosfat er forlyf virka umbrotsefnisins oseltamivír karboxýlat
7
Skammtar Hylki (30, 40 og 75 mg) og mixtura
Unglingar og fullorðnir: 75 mg Börn: Tvisvar á dag í 5 daga Fyrirbyggjandi: Einu sinni á dag í 10 daga Unglingar (13 til 17 ára) og fullorðnir: Ráðlagður skammtur til inntöku er 75 mg af oseltamivíri tvisvar sinnum á dag í 5 daga. Ungbörn eldri en 1 árs og börn 2 til 12 ára: Tamiflu 30 mg og 45 mg hylki og mixtúra eru fáanleg. Vörn gegn inflúensu Vörn eftir útsetningu Unglingar (13 til 17 ára) og fullorðnir: Ráðlagður skammtur til varnar gegn inflúensu eftir náin samskipti við sýktan einstakling er 75 mg af oseltamivíri einu sinni á dag í 10 daga. Hefja skal meðferðina eins fljótt og hægt er innan tveggja daga frá samskiptum við sýktan einstakling. Sérstakir hópar Skert lifrarstarfsemi Ekki þarf að breyta skammti hvorki til meðferðar né varnar hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar hjá börnum með lifrarsjúkdóm. Skert nýrnastarfsemi Meðferð við inflúensu: Skammtabreytingar eru ráðlagðar hjá fullorðnum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi. Ráðlagðir skammtar eru skráðir í eftirfarandi töflu. Fullnægjandi upplýsingar um notkun oseltamivírs hjá þunguðum konum eru ekki fyrir hendi. Dýratilraunir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðvænlegra áhrifa varðandi þungun, fósturvísis-/fóstur- eða eftirburðarþroska.(sjá kafla 5.3). Oseltamivír skal ekki nota á meðgöngu nema ef hugsanlegt gagn fyrir móður vegur þyngra en hugsanleg hætta fyrir fóstrið. Hjá mjólkandi rottum berst oseltamivír og virkt umbrotsefni þess í mjólkina. Ekki er vitað hvort oseltamivír eða virka umbrotsefni þess berist í brjóstamjólk. Oseltamivír skal ekki nota meðan á brjóstagjöf stendur nema hugsanlegur ávinningur fyrir móður vegi þyngra en hugsanleg áhætta fyrir barn á brjósti. Aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um hjá fullorðnum voru uppköst og ógleði í meðferðarrannsóknunum og ógleði og höfuðverkur í forvarnarrannsóknunum. Flestar þessara aukaverkana voru tilkynntar sem stakt tilvik annaðhvort á fyrsta eða öðrum meðferðardegi og gengu til baka innan 1‑2 daga. Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var um hjá börnum voru uppköst.
8
Aukaverkanir Ógleði Uppköst Niðurgangur Kviðverkur Höfuðverkur
Tíðni þessara aukaverkana minnkar ef lyfið er tekið með mat Algengustu aukaverkanir Tamiflu eru ógleði, uppköst, niðurgangur, kviðverkur og höfuðverkur The most frequent side effects are nausea and vomiting which are generally of a mild to moderate degree and usually occur within the first 2 days of treatment.
9
Afhending Tamiflu hylkja…
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á lyfseðlinum: Nafn sjúklings og kennitala Deild sem sjúklingur liggur á Nafn læknis sem skrifar lyfseðilinn Nafn smitsjúkdómalæknis sem staðfesti ábendinguna
10
Takk fyrir
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.