Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
Published bySnorre Ulriksen Modified over 5 years ago
1
Fundur ráðgjafahóps um íslenska hæfnirammann María Kristín Gylfadóttir
um menntun 24. júní 2016 María Kristín Gylfadóttir Dóra Stefánsdóttir RANNÍS WELCOME TO ERASMUS+ Let’s take a look at what the Erasmus+ programme is all about, and what’s in it for education, training, youth and sport with a few key facts.
2
DAGSKRÁ FUNDAR Opnun Kynning á greinargerðum vinnuhópa Vinnuáætlun
Annað
3
Niðurstaða vinnuhóps um þrep 1
Þrepið verði óskipt með þessum lýsingum: Þekking Leikni Hæfni Einstaklingur hefur: almenna þekkingu á uppbyggingu samfélagsins, umhverfi og menningu grunnþekkingu í almennum námsgreinum og/eða á tiltekinni atvinnugrein sem nýtist í frekara námi og/eða starfi grunnþekkingu á möguleikum til náms og vinnumarkaði Einstaklingur býr yfir leikni til að: tjá sig á rökrænan hátt um samfélagsleg viðfangsefni leysa einföld viðfangsefni með því að nota þá grunnþekkingu sem hann hefur tileinkað sér í námi eða starfi halda utan um afmörkuð venjubundin verkefni, meta eigin frammistöðu og tjáð sig um niðurstöður vinna úr almennum upplýsingum að úrlausnum fylgja leiðbeiningum í frekara námi og starfi. Einstaklingur getur: unnið undir stjórn/leiðsögn annarra en með nokkru sjálfstæði í afmörkuðum verkþáttum. sýnt frumkvæði í verki, áttar sig á eigin ábyrgð og veit hvar henni sleppir. unnið með öðrum að þróun og lausn ýmissa verkefna.
4
Athugasemdir/viðbætur vinnuhóps
Setja þarf á fót vinnuhóp til að endurskoða lýsingar á öllum þrepum íslenska hæfnirammans heildstætt til að mæta bæði þörfum einstaklinga og atvinnulífs Í kjölfar þeirrar endurskoðunar þarf mögulega að endurskoða lýsingu á Þrepi 1 Tryggja þarf aðkomu allra hagsmunaaðila að heildstæðri umræðu um rammann og þrepalýsingar Halda þarf áfram að leita svara við ósvöruðum spurningum varðandi framhaldsfræðslu, s.s. varðandi gæðamat, námslok og hvernig námslok verða tengd við rammann Í því sambandi er vert að líta til álitamála sett fram í skýrslu verkefnahóps um fullorðins- og framhaldsfræðslu frá 22.maí 2015
5
Niðurstöður vinnuhóps um þrep 4-6
Þrep 4 verði óskipt Þrep 5 verði skipt upp í Þrep 5.1 og Þrep 5.2 Þrep 6 verði skipt upp í Þrep 6.1 og Þrep 6.2
6
Þrep 4 Þekking Leikni Hæfni Nemandi býr yfir:
sérhæfðri þekkingu sem nýtist til framgangs í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám, sérhæfðum orðaforða í erlendu tungumáli sem nýtist til framgangs í starfi og/eða til undirbúnings fyrir frekara nám. Nemandi hefur öðlast leikni til að: leiðbeina og miðla þekkingu sinni á skýran og skapandi hátt, skipuleggja vinnuferli, beita viðeigandi tækni og þróa aðferðir starfsgreinar og/eða sérþekkingar á ábyrgan hátt, sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum við að greina aðstæður og bregðast við á viðeigandi, raunhæfan og skapandi hátt. Nemandi: getur tjáð sig um sérhæfða þekkingu sína á íslensku og erlendu tungumáli sé þess krafist í starfi eða vegna frekara náms, getur tekið þátt í samræðum á grundvelli sérhæfðrar þekkingar og leikni á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt, býr yfir siðferðislegri ábyrgð á hagnýtingu og þróun sérhæfðrar þekkingar sinnar gagnvart starfsumhverfi, býr yfir hæfni til að vera virkur og ábyrgur í samfélagi sérþekkingar og/eða starfsgreinar, getur metið eigið vinnuframlag og annarra í tengslum við starfsumhverfi og/eða sérþekkingu á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt, getur tengt þekkingu sína og leikni við alþjóðlegt umhverfi.
7
Þrep 5.1. Þekking Leikni Hæfni
Nemandi býr yfir þekkingu innan fræðigreinar eða starfsgreinar. Í því felst að nemandi: hafi öðlast innsæi inn í valdar kenningar og hugtök geri greinarmun milli fræðilegra skýringa og annars konar skýringa skilji og þekki stöðu fræðigreinar í víðara samhengi. Nemandi getur beitt aðferðum og verklagi starfsgreinar eða fræðigreinar. Í því felst að nemandi: geti undirbúið, skipulagt og framkvæmt verkefni geti nýtt sér þá grundvallarfærni og tækni sem notuð er á viðkomandi sviði geti notað töluleg og grafísk gögn geti miðlað efni fræðigreinar eða starfsgreinar á skipulagðan og skiljanlegan hátt hafi tileinkað sér frumleika í hugsun geti lýst einföldum fræðilegum atriðum og rannsóknarniðurstöðum. Nemandi getur hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og frekara námi. Í því felst að nemandi: hafi þróað með sér hæfni til að geta tekist á við frekara nám sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum geti unnið með öðrum að verkefnum.
8
Þrep 5.2. Þekking Leikni Hæfni
Nemandi býr yfir þekkingu innan fræðigreinar eða starfsgreinar. Í því felst að nemandi: hafi öðlast almennan skilning og innsæi í helstu kenningar og hugtök hafi vitneskju um nýjustu þekkingu á völdu sviði þekki undirstöðuatriði leitar- og upplýsingatækni. Nemandi getur beitt aðferðum og verklagi starfsgreinar eða fræðigreinar. Í því felst að nemandi: geti notað viðeigandi tækja-, tækni- og hugbúnað geti beitt gagnrýnum aðferðum við greiningu viðfangsefna geti rökstutt ákvarðanir á faglegum grunni geti lagt sjálfstætt mat á þær aðferðir sem nýttar eru greini hvenær þörf er á upplýsingum og hafi færni til finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt geti nýtt sér viðurkennd gagnasöfn og upplýsingalindir á viðkomandi fræðasviði hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun. Nemandi getur hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi. Í því felst að nemandi: hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám innan fræðigreinar geti unnið sjálfstætt og skipulega, sett sér markmið, gert starfsáætlun/verkáætlun og fylgt henni geti tekið virkan þátt í samstarfi og leitt verkhópa sé fær um að túlka og kynna fræðileg atriði og rannsóknarniðurstöður.
9
Þrep 6.1 Þekking Leikni Hæfni
Nemandi býr yfir þekkingu innan sérsviðs fræðigreinar eða starfsgreinar. Í því felst að nemandi: þekki og skilji fræðileg viðfangsefni og álitamál geti fært rök fyrir eigin úrlausnum geti sett nýjustu þekkingu í samhengi á viðeigandi sérsviði þekki til rannsóknaraðferða á sínu fræðasviði hafi þekkingu á siðfræði vísinda. Nemandi getur beitt aðferðum og verklagi á sérsviði fræðigreina eða starfsgreina. Í því felst að nemandi: hafi tileinkað sér viðeigandi vinnubrögð hafi kunnáttu til að greina tölulegar upplýsingar geti skilið og tekist á við flókin viðfangsefni í faglegu samhengi geti nýtt þekkingu sína og skilning í faglegri nálgun í starfi hafi náð tökum viðeigandi tækja-, tækni- og hugbúnaði geti aflað, greint og metið vísindaleg gögn sýni frumleika í þróun og nýtingu hugmynda geti nýtt þekkingu sína, skilning og úrlausnarhæfni við nýjar og ókunnuglegar aðstæður eða í þverfaglegu samhengi hafi getu til að samþætta þekkingu, eiga við flókin viðfangsefni og setja fram skoðun út frá tiltækum upplýsingum geti áttað sig á nýjungum sem byggðar eru á kenningum fræða og/eða tilraunum geti beitt aðferðum fræði- og/eða starfsgreinar til að setja fram, þróa og leysa verkefni sé læs á rannsóknir og niðurstöður þeirra. Nemandi getur hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi. Í því felst að nemandi: hafi þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæð vinnubrögð til að takast á við frekara nám geti átt frumkvæði að verkefnum innan fræðigreinar, stýrt þeim og axlað ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa geti greint frá fræðilegum upplýsingum, hugmyndum, vandamálum og úrlausnum í áheyrn sérfræðinga og almennings hafi hæfni til að setja fram og lýsa fræðilegum atriðum og rannsóknarniðurstöðum á erlendu tungumáli geti tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær geti metið hvenær mismunandi greiningaraðferðir og flókin fræðileg atriði eiga við geti miðlað tölulegum upplýsingum.
10
Þrep 6.2 Þekking Leikni Hæfni
Nemandi býr yfir þekkingu innan sérsviðs fræðigreinar eða starfsgreinar. Í því felst að nemandi: þekki fræðileg viðfangsefni og álitamál hafi aflað sér þekkingar með rannsóknum geti fært rök fyrir eigin úrlausnum geti sett nýjustu þekkingu í samhengi á viðeigandi sérsviði þekki til rannsóknaraðferða á sínu fræðasviði hafi þekkingu á siðfræði vísinda. Nemandi getur beitt aðferðum og verklagi á sérsviði fræðigreina eða starfsgreina. Í því felst að nemandi: hafi tileinkað sér viðeigandi vinnubrögð hafi kunnáttu til þess að greina og miðla tölulegum upplýsingum geti skilið og tekist á við flókin viðfangsefni í faglegu samhengi geti nýtt þekkingu sína og skilning í faglegri vinnu eða við starfsgrein hafi náð tökum á viðeigandi tækja-, tækni og hugbúnaði geti aflað, greint og metið vísindaleg gögn sýni frumleika í þróun og nýtingu hugmynda geti nýtt þekkingu sína, skilning og úrlausnarhæfni við nýjar og ókunnuglegar aðstæður eða í þverfaglegu samhengi sérsviðs fræðigreinar geti þróað verkefni og sett í samhengi með aðferðum byggðum á kenningum sérsviðs fræðigreinar og/eða tilrauna hafi getu til að samþætta þekkingu, eiga við flókin viðfangsefni og setja fram skoðun út frá tiltækum upplýsingum geti beitt rannsóknaraðferðum með árangri og framkvæmt smærri rannsóknarverkefni sé læs á rannsóknir og niðurstöður þeirra. Nemandi getur hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi. Í því felst að nemandi: hafi þróað með sér nauðsynlega námshæfni og sjálfstæð vinnubrögð til að geta tekist á við frekara nám geti átt frumkvæði að verkefnum, stýrt þeim og axlað ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa geti greint frá flóknum fræðilegum við- fangsefnum og/eða fræðilega rökstuddum niðurstöðum, einn eða í samstarfi við aðra, í áheyrn sérfræðinga og almennings hafi hæfni til að setja fram og lýsa fræðilegum atriðum og rannsóknarniðurstöðum á erlendu tungumáli geti tekið sjálfstæðar, faglegar ákvarðanir og rökstutt þær geti metið sjálfstætt hvenær mismunandi greiningaraðferðir og flókin fræðileg atriði eiga við geti miðlað tölulegum upplýsingum.
11
Athugasemdir/viðbætur vinnuhóps
Setja þarf á fót vinnuhóp til að endurskoða lýsingar á öllum þrepum íslenska hæfnirammans heildstætt til að mæta þörfum bæði einstaklinga og atvinnulífs Tryggja þarf aðkomu allra hagsmunaaðila að heildstæðri umræðu um rammann og þrepalýsingar Lýsingar á þrepum 4-6 eru of skólamiðaðar – þarf að endurskoða með tilliti til að þær mæti þörfum einstaklinga og atvinnulífs sem býður upp á nám á þessum þrepum
12
Áframhald vinnu - tímarammi
Vinnuhópsdagur- önnur vika í águst uppkast að öllum þrepalýsingum - undirhópur X ágúst – tillaga send út til ráðgjafahóps X ágúst lokafundur með ráðgjafahópi og ráðuneyti 1. september Rannís skilar lokaútgáfu til ráðuneytis Fyrir kosningar í október – íslenski hæfniramminn verður auglýstur með formlegum hætti, s.s. í Stjórnartíðindum (lögfræðisvið ráðuneytis) Eftir birtingu – upplýsingamiðlun /kynning til hagsmunaaðila
13
Annað sem þarf að huga að
Reglubundin 5 ára endurskoðun á íslenska hæfnirammanum Vinna við skoðun á því hvernig nám verður tengt við þrep í framhaldfærðslu – sænska leiðin? Skoðun á brúarnámi Skoðun á diplómanámi Raunfærnimat Stofnun áfrýjunarnefndar
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.