Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Ýsa í Norðursjó
2
Hér sést meðaltal af fiskveiðidauða ýsu á aldrinum 4-9 ára á árunum Svona myndir eru teiknaðar upp til þess að fá einfaldaðari upplýsingar um áhrif veiða. Þetta meðaltal er nokkurs konar heildarmælikvarði á að tiltekinn fiskur drepist.
3
Fiskveiðimynstrið sýnir svo mismunandi sókn í aldursflokkana en hér sést að langmest er veitt af 2 til 5 ára ýsu.
4
Nýliðun mæld í 0 ára fiskum Afrakstur á nýliða 123 grömm m.v. F = 0.8
Y/R = 158 gr. F = 0.8 Y/R = 123 gr. Afrakstur á nýliða hjá mér var 123 grömm miðað við fiskveiðidauðann Nýliðar hjá ýsu í Norðursjó eru 0 ára og þess vegna er afraksturinn svona lítill. Hér sést einnig afrakstur á nýliða við kjörsóknina F0.1 = 0.17 og er hún 158 grömm.
5
Hrygningarstofn á nýliða
Hér sést hvernig hrygningarstofninn nær að endurnýja sig miðað við tiltekna sókn.
6
M=0.1 (svart) M=0.2 (rautt) M=0.3 (blátt) M=0.4 (grænt).
Hér sést að afrakstur á nýliða er um helmingi meiri við náttúrulega dánarstuðulinn M = 0.1 en við M = 0.2
7
Seltufrávikið mikla milli 1960 1970
Mikil nýliðun Meira “match” en “mismatch” Á sjöunda áratugnum kólnaði Norðursjórinn töluvert vegna seltufráviksins sem fór þar um. Engu að síður stækkaði ýsustofninn mjög mikið á þeim tíma. Það er hugsanlega hægt að skýra með því að Calanustegundirnar fóru síðar af stað með sína lífsferla vegna kuldans sem hefur svo valdið meira “matchi” en “mismatchi” við lirfur ýsunnar. Nýliðunin var áberandi mest árið 1967 og svo dró hægt og sígandi úr henni. Síðan á miðjum áttunda áratuginum hefur hún hangið undir meðaltali.
8
Hrygningar- stofninn stækkar í kjölfar góðrar nýliðunar
Náði svo sögu-legu lágmarki árið 1991 Í kjölfar hinnar miklu nýliðunar sem áti sér stað á sjöunda áratugnum tók hrygningarstofninn kipp og fór upp í 800 þúsund tonn árið Síðan þá hefur honum hnignað og náði hann algjöru lágmarki árið 1991.
9
Nýliðun á móti hrygningarstofni B-H ferill
Hér sést vo nýliðunin á móti hrygningarstofninum þar sem B-H ferill gengur í gegnum punktasafnið. Þar sem beina línan sker B-H ferilinn (sem sést ekki hér) er svokallaður jafnvægispunktur. Í þann punkt leitar stofninn við þessa tilteknu sókn og þar framleiðir hrygningarstofninn nógu marga nýliða til að standa undir þeirri stærð hrygningarstofnsins. Út frá þessu sést s.s. að við kjörsókn verður hrygningarstofninn mun stærri en hann hefur nokkurn tímann verið.
10
Hrygningarstofn á móti fiskveiðidauða
Hér er Fcrash = 1,14 en þá hrygningarstofninn orðinn að engu og því getur engin nýliðun orðið. Fcrash = 1,14
11
Nýliðun á móti hrygningarstofni
Eftir ákveðna stærð af hrygningarstofni eykst nýliðunin ekki mikið. Hvað er nú hægt að segja um þessa mynd?
12
Afli á móti hrygningarstofni
Msy Hér sést að mesti sjálfbæri aflinn, Msy, fæst þegar að lífmassi hrygningarstofnsins er rétt rúm milljón tonn. Bsy
13
Staðan í dag ICES hefur lagt til að : Bpa verði 140 þúsund tonn
Fpa verði 0.7 Stofninn er ekki talinn vera í bráðri hættu vegna sterks árgangs árið 1999 Heildarkvóti árið 2004 er 80 þúsund tonn Framtíðin virðist engu að síður ekki vera sérlega björt ICES (The International Council for the Exploration of the Sea) hefur lagt til að stofninum verði haldið að lágmarki í 140 þúsund tonnum sem kallast precautionoary biomass eða Bpa. Einnig hefur verið lagt til að fiskveiðidauðinn fari ekki yfir 0.7 sem er einhverskonar varúðar fiskveiðidauði. Síðan árið 2002 hefur fiskveiðidauðinn lækkar og verið undir Fpa og góður árgangur árið 1999 hafa valdið því að stofninn sér ekki í bráðri hættu eins og er. Engu að síður hafa árgangarnir eftir árið 1999 verið langt undir meðallagi og kemur það til með að hafa mjög neikvæð áhrif á lífmassa hrygningarstofnsins í framtíðinni.
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.