Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Sálrænn stuðningur Kynning fyrir borgarstjórn
2
Markmið Að hópurinn skilji hugtakið og gildi sálræns stuðnings
Að hópurinn viti fyrir hverja, hvenær og hvers vegna sálrænn stuðningur er. Að þátttakendur verði færari um að veita sálrænan stuðning Tala örstutt um hugtökin og að þau séu notuð á víxl, í bland , en áfallahjálp er oft gildishlaðnara orð. Fjölmiðlar og almenningur nota yfirleitt frekar áfallahjálp.
3
Hvers vegna veitum við sálrænan stuðning?
Alvarlegur atburður hefur áhrif á þann sem upplifir slíkt Þarfir fólks eru misjafnar og verður að meta í hverju tilfelli Félagslegur stuðningur frá nánasta umhverfi veldur því að stærstur hluti þolenda nær fyrri stöðu Rétt viðbrögð fyrstu klukkustundirnar eða dagana geta róað uppnám og dregið úr ótta og hræðslu Muna eftir mismunandi stuðningsneti fólks – aðstendendur / vinir / vinnufélagar Það hjálpar til við frekari úrvinnslu þeirra hugsana og hughrifa sem þolandinn er að ganga í gegnum. Það er einungis lítill hluti þeirra sem lenda í áfalli sem fá áfallastreituröskun. Sálrænn stuðningur dregur úr líkunum á að einstaklingar þurfi aðstoð sérfræðinga á síðari stigum.
4
DSM-5 greiningakerfið (viðmið A)
DSM-5 greiningakerfið (viðmið A) Áherslan er nú á atburðinn, ekki sálrænu viðbrögðin (DSM-5) Áfall er atburður sem ógnar lífi eða veldur dauðsfalli, veldur alvarlegum áverka eða kynferðislegt ofbeldi Einstaklingurinn ýmist … : upplifir atburðinn sjálfur er vitni að atburði sem kemur fyrir einhvern annan fær vitneskju um að náinn fjölskyldumeðlimur eða náinn vinur hafi orðið fyrir áfallaatburði, atburðurinn þarf að hafa verið ofbeldisfullur eða slys endurtekin eða öfgakennd upplifun á óþægilegum þætti áfallaatburðar, t.d. lögreglumaður sem endurtekið þarf að takast á við smáatriði kynferðisofbeldis gegn barni; björgunarsveitamaður sem aðstoðar við að safna saman líkamsleifum (á ekki við um upplifun í gegnum fjölmiðla, tölvur, o.s.frv., nema það tengist atvinnu) Nýtt að tilgreina sérstaklega kynferðislegt ofbeldi í viðmiðum Dæmi gefin: Þvinguð kynferðisleg innsetning, áfengis- eða vímuefnatengd þvinguð kynferðisleg innsetning, misnotkun sem felur í sér kynferðislega snertingu, annars konar kynferðisleg misnotkun sem felur ekki í sér snertingu, þvingun til vændis Hvaða áföll gætuð þið þurft að takast á við í ykkur vinnu í borgarstjórn? Þröstur Björgvinsson og Berglind Guðmundsdóttir
5
Hvað er sálrænn stuðningur?
Íhlutun sem miðar að því að auka möguleika einstaklinga eða samfélaga á að takast á við vanda vegna áfalla bæði í aðstæðunum og í kjölfar þeirra Sálrænan stuðning er hægt að veita beint til viðkomandi eða í gegnum sérstök stuðningsverkefni Tilgangurinn er m.a. að: tryggja andlegt og líkamlegt öryggi ýta undir styrkleika og úrræði fólks og samfélaga draga úr þjáningum, róa uppnám og viðhalda von byggja upp þrautseigju Skilgreining: Sálræn skyndihjálp er líkamleg og andleg aðhlynning einstaklings sem orðið hefur fyrir áfalli. Markmið hennar er að styðja hann til fyrra jafnvægis og sjálfstæðis. Sálræn skyndihjálp er: milliliðalaus og tafarlaus – ekki bíða með að veita hjálpina Hér og nú – það sem er að gerast hér og nú Væntingar og áherslur eru ljósar - líðan og upplifanir þolanda áfalls eru í brennidepli, hans fyrri reynsla liggur á milli hluta ásamt skoðunum og þörfum hjálparaðilans. „Mitt hlutverk er að hjálpa þér.”
6
Sálrænn stuðningur Sálræn skyndihjálp Upplýsingar og fræðsla Viðrun
Mat á áhættuþáttum Eftirfylgd
7
Hvað er sálrænn stuðningur ekki?
Sálrænn stuðningur er ekki sálfræðimeðferð. Það þarf ekki fagaðila til að veita sálrænan stuðning Meta þarf aðstæður og alvarleika og ákveða íhlutun eftir atvikum Ekki er farið djúpt ofan í tilfinningar Sérstaklega er ekki farið djúpt í tilfinningar í hópi. Dæmi: Silja og rútuslysið. Að “áfallahjálpa” fólkinu í fundarsal
8
Tilfinningalegt jafnvægi Hverjar eru þarfir þolenda?
Sérþarfir barna Sérþarfir Upplýsingar Tilfinningalegt jafnvægi Nálægð við annað fólk Hverjar eru þarfir þolenda? Hagnýtar þarfir Viðurkenning Heilbrigðis- þjónusta Engar upplýsingar eru líka upplýsingar Hvaða þarfir gætum við þurft að hafa í huga við þetta dæmi? Öryggi og vernd Virðing Einkalíf
9
Sálrænn stuðningur Fimm aðalatriði
Efla tilfinningu fyrir öryggi (promote sense of safety) Draga úr uppnámi (promote calming) Efla trú á eigin getu (promote sense of self and community efficacy) Efla tengsl (promote connectedness) Viðhalda von (promote hope) (Hobfoll et al) Öll þessi atriði eru mjög mikilvæg fyrir fólk eins og ykkur, í forsvari í borginni, þið verið í fjölmiðlum og þurfið að vera meðvituð um hvernig er gott að bregðast við. Ekki eru til rannsóknarniðurstöður sem segja nákvæmlega til um að tiltekin inngrip séu þau einu réttu í kjölfar áfalla. Rannsóknarhópur sem saman stóð af sérfræðingum víðs vegar úr heiminum undir stjórn Hobfoll fór yfir flest þau inngrip og aðferðir sem notaðar hafa verið til að mæta fólki í kjölfar áfalla fram að þessu. Rannsóknin tók til inngripa strax í byrjun og eins þegar lengra var liðið frá áfallinu. Hópnum tókst að greina út úr öllum þessum upplýsingum fimm megin inngrip sem standast vísindalegar kröfur. Hópurinn mælir sterklega með að þessi inngrip séu notuð bæði sem snemmbær inngrip og eins þegar liðið er lengra frá áfallinu (mid-term stage)
10
Efla tilfinningu fyrir öryggi
Koma þolendum í öryggi, frá hættum, átroðningi Sinna grunnþörfum (líkaml., tilfinningal.) Sameina fjölskyldur / vini Leggja áherslu á hvíld, skapa tækifæri til að tala Ekki taka varnarhætti þolenda í burtu Veita nákvæmar og hagnýtar upplýsingar: Fólk þarfnast upplýsinga eftir alvarlega atburði, s.s. um vini og ættingja, og eftir að hafa fengið alvarlega sjúkdómsgreiningu, hvað hún þýðir ofl. Fólk þarf ekki síður á vernd að halda gagnvart kjaftasögum og ágreiningi um hvað skuli gera og hvernig haldið skuli áfram. (Hobfoll et al., 2007; Rao, 2006) „Normalisera” hversdagslífið með því að styrkja eðlilega félagslega virkni og siðvenjur (Mollica et al., 2004) Koma á framfæri hagnýtum upplýsingum s.s. hvar á að leita frekari upplýsinga, hvar er aðstoð að fá, hvernig ganga björgunarstörfin, hvar er hægt að fá upplýsingar um þá sem er saknað o.s.frv. Upplýsingar um líðan, hvað eru eðlileg viðbrögð, hvernig er líklegt að fólki líði á komandi dögum og hvernig er best að bregðast við því. Meira öryggi dregur úr uppnámi Ekki taka varnarhætti einstaklingsins í burtu (van Ommeren et al., 2005)
11
Draga úr uppnámi Streitulosandi úrræði „Normalisera” viðbrögð
Upplýsingar Hvetja til aukinnar samveru Hjálpa fólki við að greina vandann niður í viðráðanlegar stærðir „Normalisera” streituviðbrögð. Láta vita að þetta eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Koma með tillögur um hvernig gott sé að róa sig og slaka á t.d. fara yfir svefnvenjur, áhrif fjölmiðla, slökunaræfingar og kvíðastjórnun.
12
Efla trú á eigin getu Hvetja til þátttöku í hagnýtum verkefnum sem hafa þýðingu Aðstoða við ákvarðanatöku og skipulag Aðstoða við aðlögun, ekki taka völdin af þolandanum Leggja áherslu á sjálfstjórn og lausn vandamála Nota siði, venjur og bjargir sem viðkomandi þekkir, ath. sérstaklega varnarlausa hópa s.s. börn og gamalt fólk Möguleiki: Varpa fram spurningu um hvernig er hægt að efla trú einstaklingsins/samfélagsins á eigin getu? Sjálfbærni og sjálfstjórn: Kenna tilfinningastjórnun og lausn vandamála m.a. með því að koma á fót félagastuðningi ATH hér er ekki verið að hvetja fjólk til að gerast skyndilegir sjálfboðaliðar og leggja auka álag á hjálparliða
13
Efla tengsl Koma á tengslum milli fólks
Að vera meðvitaður um hættuna á: að félagslegur stuðningur getur horfið eftir áföll t.d. þegar frá líður neikvæðum félagslegum stuðningi í samskiptum Tengja þá sem eru einir inn í félagsnet Skapa möguleika fyrir fólk að hittast í hópum Benda á leiðir til þess að fyrir félagslegan stuðning, finna bjargir og hvernig hægt er að nýta þær Að viðhalda tengslum (Litz & Gray, 2002; Shalev et al., 2004; Ursano et al., 1995; Hagan, 2005; Hobfoll et al. 2007, Layne et al., 2001.
14
Viðhalda von Láta þolendur hafa hlutverk
Styðja við jákvæðar hugsanir og hugmyndir Halda þolendum í núinu Hlutverk: Fá fólk til þess að einbeita sér að einhverju tilteknu. Tekur hugan frá óttanum, hryllingnum og hugsunum um hvað verður. Benda á það sem er jákvætt og uppbyggjandi bæði í hugsun og verki. Þolandinn er upptekinn af því sem miður hefur farið. Ekki er rétt að draga úr því sem gerst hefur einungis benda á möguleika þrátt fyrir áfallið. Reyna að fá þolandann af því að hugsa hvað verður, jafnvel langt fram í tímann, eða hvað var. Hætt er á að þær erfiðu tilfinningar sem hann ber innra með sér geti fengið þolandann til þess að hugsa sér verstu hugsanlegu útkomu. Eins að það hvolfist yfir hann sektarkennd yfir því að hafa ekki getað komið í veg fyrir atburðinn.
15
Dæmi um sálfélagsleg viðmið/markmið
Fullorðnir Að geta snúið aftur til venjulegs daglegs lífs, takast á við athafnir daglegs lífs Að geta einbeitt sér o.fl. Unglingar Að eyða tíma með vinum, bera von fyrir framtíðinni Mæta í skóla og að læra, vinna Grunnskólabörn Að geta einbeitt sér í skóla, leika við vini, aldurssvarandi hegðun Yngri börn Að það dragi úr mikilvægi þess að vera nálægt foreldrum, leika við vini,
16
Að veita sálrænan stuðning Fjórir mikilvægir þættir
Nálægð Virk hlustun Sýna tilfinningum skilning Veita almenna hjálp og hagnýta aðstoð Hér þarf að koma að þetta séu punktar frá Ref Centre
17
Nálægð Sá sem hefur upplifað áfall getur:
Misst tilfinningu fyrir trausti og öryggi í kringum sig Upplifað aðstæður sínar hættulegar, ruglingslegar og óöruggar Hægt er að byggja þessa þætti upp aftur með því að: Vera nálægur Ekki hræðast sterk tilfinningaviðbrögð þolandans Veita upplýsingar Fræða um ásand og gang mála = upplýsingamiðlun
18
Virk hlustun Beita virkri hlutsun
Einbeita sér að því sem sagt er, sýna áhuga Sýna með augnsambandi og líkamstjáningu að þú hlustar Hlusta á rólegan og yfirvegaðan hátt Sýna viðurkenningu Spyrja spurninga til þess að fá betri mynd af ástandi Virða sjónarmið þó við séum ekki sammála Trufla ekki, leyfa þagnir Taka eftir líkamstjáningu Spegla það sem sagt var eða tjáð Nota opnar, lokaðar og dýpkandi spurningar Oftast er auðvelt að sýna virðingu og viðurkenningu þó svo við séum ekki sammála því, sem sagt er. Getum sagt að við skiljum þetta en samt séum við ekki sammála. Gott að nota við börn !!! Taka dæmi úr kennslu !!! Smáorð: já, nú, mmmmmmmm o.fl. Endurtaka það síðasta, sem sagt var EÐA jafnvel segja með mínum orðum hvernig ég skildi það, sem viðkomandi sagði. Stundum skiljum við það sem sagt er öðru vísi en viðkomandi ætlast til. Hvað með konur og karla - konur frá Venus og menn frá Mars ?? Segja frá eigin skilningi á því, sem sagt var. Hafa hlé: Allt í lagi að bíða og leyfa fólki að hugsa líka…. Líkamstjáning: Gefum mikilvæg skilaboð með líkamanum. Sýnum gleði, spennu, reiði, óöryggi o.s.frv. Stundum er jafnvel ósamræmi á milli þess, sem sagt er og´líkamstjáningar Útdúpka: Viltu segja mér meira ? Þ. lítur út f. að v. spennandi... Hlustunaræfing: annar talar, hinn hlustar x2. Umræður.
19
Sýna tilfinningum skilning
Mikilvægt er að hlusta með opnum huga á það sem sagt er og sýna því sem sagt er skilning Túlkun þolanda á atburðinum Virða tilfinningar þolanda gagnvart því sem gerst hefur Ekki leiðrétta upplifun eða skynjun þolanda af atburðinum Viðbúin/n tilfinningasveiflum s.s. reiði, angist, að hafna aðstoð. Horfa frekar á að slíkt ástand líði hjá og vera þá til staðar Minnast á að sýna breri virðingu tilfinningarlegri túlkun syrgjenda eða þeirra sem orðið hafa fyrir áfalli t.d. hlátri
20
Veita almenna hjálp og hagnýta aðstoð
Fólk í neyð þiggur með þökkum hagnýta aðstoð og slík hjálp sýnir um leið umhyggju og samkennd Hafa samband við ættingja og vini Sinna börnum þolanda Keyra þolanda heim eða á spítala Bregðast við óskum þolanda Taka ekki fram fyrir hendurnar á þolanda nema í algerri neyð Hugsa fram í tímann m.t.t. fyrirbyggingu og eftirfylgni
21
Verkefni Umferðarmannvirki í borginni hrynur á háannatíma. Óljóst er hversu margir voru á svæðinu, hvort það hefur orðið manntjón og mikið uppnám og óvissa. Tveir og tveir vinna saman. Annar er fjölmiðlamaður og hinn er úr Borgarstjórn. Spurning fjölmiðlamanns: „Hvaða upplýsingar hefur þú fyrir okkur?“ „Hvað er verið að gera?“ „Hvað á fólk að gera?“
22
Sálrænn stuðningur Fimm aðalatriði
Efla tilfinningu fyrir öryggi (promote sense of safety) Draga úr uppnámi (promote calming) Efla trú á eigin getu (promote sense of self and community efficacy) Efla tengsl (promote connectedness) Viðhalda von (promote hope) (Hobfoll et al) Öll þessi atriði eru mjög mikilvæg fyrir fólk eins og ykkur, í forsvari í borginni, þið verið í fjölmiðlum og þurfið að vera meðvituð um hvernig er gott að bregðast við. Ekki eru til rannsóknarniðurstöður sem segja nákvæmlega til um að tiltekin inngrip séu þau einu réttu í kjölfar áfalla. Rannsóknarhópur sem saman stóð af sérfræðingum víðs vegar úr heiminum undir stjórn Hobfoll fór yfir flest þau inngrip og aðferðir sem notaðar hafa verið til að mæta fólki í kjölfar áfalla fram að þessu. Rannsóknin tók til inngripa strax í byrjun og eins þegar lengra var liðið frá áfallinu. Hópnum tókst að greina út úr öllum þessum upplýsingum fimm megin inngrip sem standast vísindalegar kröfur. Hópurinn mælir sterklega með að þessi inngrip séu notuð bæði sem snemmbær inngrip og eins þegar liðið er lengra frá áfallinu (mid-term stage)
23
Hefur markmiðum verið náð?
Að hópurinn skilji hugtakið og gildi sálræns stuðnings Að hópurinn viti fyrir hverja, hvenær og hvers vegna sálrænn stuðningur er. Að þau vita hverjir hafa gagn af því að læra sálrænan stuðning. Að þátttakendur öðlist aukið öryggi í að veita sálrænan stuðning
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.