Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Kvennaskólinn í Reykjavík Hildigunnur Gunnarsdóttir Efnisyfirlit 1. Námshringurinn 2. Skipulagning 3. Minni 4. Lestur 5. Glósur 6. Aðalatriði 7. Stærðfræði 8. Tungumál 9. Tegundir prófatriða 10. Próftaka Efnið er þýtt og staðfært úr Becoming a Master Student eftir David B. Ellis. ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
2
Námshringurinn getur hjálpað þér að finna út hvernig námsmaður þú ert og hvaða þætti þú þarft að efla hjá sjálfri/sjálfum þér til að verða betri námsmaður. Byrjaðu á því að kynna þér vel stigagjöfina hér fyrir neðan og síðan skaltu lesa staðhæfingarnar vel og gefa þér stig eftir því sem við á. Síðan telur þú saman stigin fyrir hvern flokk og teiknar í viðeigandi reit í hringinn sem er hér aftast. Mundu að þú ert að þessu fyrir sjálfa/n þig og þess vegna skaltu reyna að vera sanngjörn/gjarn í stigagjöfinni. 5 stig - þessi fullyrðing á alltaf eða næstum alltaf við um mig 4 stig - þessi fullyrðing á oft við um mig 3 stig - þessi fullyrðing á stundum við um mig 2 stig - þessi fullyrðing á sjaldan við um mig 1 stig - þessi fullyrðing á aldrei eða næstum aldrei við um mig
6
10 20 30 (1) Áhugi (2) Skipulagning (3) Minni (4) Lestur (5) Glósutækni (6) Próftaka (7) Sköpunarhæfileiki (8) Samskipti (9) Heilsufar (10) Fjárhagur (11) Úrræði /stuðningur (12) Tilgangur/áform Notið heildarstig úr hverjum flokki til að fylla út í viðeigandi sneið. Notið mismunandi liti fyrir hverja sneið (flokk). ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
7
[verkefni] ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
8
1. Að líta yfir námsefnið (skima) Byrjað er á því að „skima” námsefnið til að gera sér grein fyrir um hvað textinn fjallar. Gott er að skoða fyrirsagnir, millifyrirsagnir, myndir, gröf og línurit. Einnig er gott að skoða þau orð sem eru undirstrikuð og feitletruð. 2. Lestur á texta Textinn er lesinn nákvæmlega, þ.e. frá orði til orðs. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir aðalatriðum og skrifa þau niður. Þegar lestrinum er lokið þarf að spyrja sig um hvað var ég að lesa og skildi ég námsefnið? 3. Upprifjun Til að muna námsefnið er regluleg upprifjun nauðsynleg. Það þarf helst að lesa textann yfir innan 24 tíma. Spurningar úr námsefninu hjálpa til við að rifja upp aðalatriðin. ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
9
1 1 2 2 3 3 Að líta yfir námsefnið „Skima” Lestur á texta Upprifjun ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
11
[minni okkar er skipt í tvennt] 1. Skammtímaminnið Þar geymum við allt það sem við erum að læra og þurfum bara að muna í stuttan tíma eins og t.d. símanúmerið hjá tannlækninum okkar. Í skammtímaminninu (STM) geymast u.þ.b. 7 atriði og aðeins í um 20 sekúndur. Til þess að gleyma því ekki sem fer inn í STM þá verður þú að færa atriði úr STM yfir í langtímaminnið (LTM). Hvernig ferðu að því. Jú, t.d. með því að: Skilja efnið Glósa Strika undir Sjá innihaldið fyrir þér Búa til sögu Þylja atriðin o.s.frv. Til eru margar aðferðir og þú verður að finna aðferð sem hentar þér best. 2. Langtímaminnið Allt það sem við höfum reynt, lært, séð og heyrt er geymt í langtímaminni (LTM) okkar og án þess þyrftum við að læra allt það sem við kunnum upp á nýtt á hverjum degi. Eins og t.d. að klæða okkur í föt og borða. Í LTM geymist kunnátta okkar og vitneskja um ótakmarkaðan tíma. Um 2-5% af öllu sem er í LTM er okkur auðveldlega tiltækt og 10% getum við rifjað upp ef við reynum nóg. Afgangurinn, 85%, er okkur dulinn eða gleymdur en næst þó stundum fram með flóknum sérleiðum. Með skipulagi og reglu má ná stjórn á LTM og tryggja skjóta upprifjun þegar á þarf að halda. ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
12
Glósur í kennslustundum hlusta (hvað er sagt) meta (reyna að skilja það sem sagt er) einbeiting (hver eru aðalatriðin) framsetning skrifa niður Glósur við lestur skrifa efst á blaðsíðuna heiti bókar, höfundar o.s.frv. líta yfir bókina (kaflaheiti, helstu efnisþættir) lesa allan kaflann í einu áður en þú skrifar glósur strika undir og skrifa niður við aðra yfirferð umskrifa og nota eigin orð til að skilja námsefnið betur vera stuttorð/ur, nota lykilorð og orðasambönd Framsetning á glósum skrifa skýrt, ekki of þétt skrifa aðalatriði, ekki vera of smámunasöm/samur hafa góða spássíu nota aðeins aðra hlið blaðsins nota mismunandi liti nota fyrirsagnir nota teikningar og línurit nota skammstafanir og styttingar ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
13
Mörgum reynist erfitt að greina aðalatriði frá aukatriðum í námi. Til að ná hámarksárangri og góðri nýtingu á tíma, er vert að gefa gaum nokkrum vísbendingum. Kennslustundir: 1.Kennarinn skrifar atriði á töfluna og/eða notar glærur. Hann er væntanlega að draga fram aðalatriði. 2.Fylgist með ef kennarinn endurtekur ákveðin atriði. Endurtekning getur verið vísbending um aðalatriði. 3.Hlustið eftir leiðbeinandi orðum frá kennaranum um að taka sérstaklega vel eftir. Hann er hugsanlega að vekja athygli ykkar á aðalatriðum, til dæmis á ákveðinni blaðsíðu í tilteknu námsefni. 4.Áhugi kennarans á ákveðnu námsefni getur gefið vís- bendingar um aðalatriði sem hugsanlega koma á prófi. Lestur: 1.Samantekt í lok kafla er samantekt á aðalatriðum. Gott er að lesa samantektina (skimun) fyrst, áður en kaflinn er lesinn ítarlega. 2.Spurningar og verkefni í lok kafla eru vísbendingar um aðalatriði. Gott er að lesa það yfir áður en kaflinn er lesinn ítarlega. 3.Feitletruð og skáletruð orð eru vísbendingar um hugtök sem skipta máli. ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
14
[nokkrar ábendingar] ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
15
[nokkrar ábendingar] Námstækni tungumála er sambland af námstækni lesgreina og verklegra greina. Hver merkingarbær eining tungumáls er ekki orðið, heldur setningin eða málsgreinin. Samhengi orðsins ákvarðar merkinguna. Því er nauðsynlegt að lesa áfram heildina til að ná merkingu orðsins af samhenginu. Síðan áttu að fletta upp orðinu sem þú skilur ekki. Þjálfun í framburði og beitingu málfræðireglna er verklegi þátturinn í tungumálanámi. FramburðurMálfræði - hlusta- læra reglu, - lesa upphátt hvenær hún á við - æfa erfið orð- umbreyta setningu með reglunni ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
16
Próf geta verið fjölbreytileg, hvort sem um er að ræða lesgreinar, tungumál eða raungreinar. Allar spurningar ber að lesa vel, orð fyrir orð. Helstu tegundir prófa eru: Almennar spurningar: Athuga vel um hvað er spurt. Er það upptalning, útskýring, skilgreining, samanburður, lýsing, niðurstöður eða túlkun? Gerðu hring um lykilorðin. Svarðau eingöngu því sem spurt er um, annað er tímaeyðsla. Að lokum skaltu bera saman svar þitt og spurninguna í samhengi. Er samræmi þar á milli? Varstu að svara því sem beðið var um í spurningunni? Fjölvalsspurningar: Oftast stendur valið á milli fjögurra atriða, tvö svör eru lík en aðeins eitt er rétt. Reyndu að svara spurningunni í huganum, áður þú lítur á svarmöguleika. Það minnkar líkurnar á að ruglast í ríminu. Ef svarið sem þú komst með í huganum er einnig að finna á prófblaðinu, merktu þá við þann valkost. Ef þú ert í vafa um rétta svarið, notaðu þá útilokunaraðferðina, þ.e. útilokaðu svör sem koma alls ekki til greina. ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
17
Sannar eða ósannar fullyrðingar: Oftast er vægi þessara tegunda af spurningum ekki mikið og því ber að athuga vel að verja hæfilega löngum tíma í að svara þeim. Lesið fullyrðingarnar vel. Oft getur eitt orð gert fullyrðinguna ranga. Leitið eftir orðum eins og: allir, flestir, stundum, aldrei og sjaldan. Þetta eru lykilorð sem spurningin byggir á. Eyðufyllingar: Oftast er verið að leita að skilgreiningum eða stuttum lýsingum í þessari tegund spurninga. Einbeittu þér að lykilorðum og staðreyndum. Þeir sem kunna námsefnið afturábak og áfram geta svarað þessum spurningum eins hratt og þeir skrifa. Ritgerðir: Ef um val á verkefni er að ræða, veldu þá strax. Skrifaðu lykilorðalista, þar sem fram koma öll hugsanleg atriði sem tengjast ritgerðarefninu. Notaðu beinagrind og raðaðu lykilorðunum í rökræna heild. Komdu þér beint að efninu og skrifaðu aðeins um það sem skiptir máli. Muna inngang, meginmál og niðurlag. Veittu eftirfarandi orðum í fyrirmælum sérstaka athygli: sundurgreinið; berið saman; sýnið mismuninn; gagnrýnið; skilgreinið; lýsið, ræðið; teljið upp; útskýrið; metið gildi; skýrið með dæmum; túlkið; gerið drög; sannið; tengið saman; greinið frá; gerið útdrátt; gerið uppdrátt. Ef þú skilur ekki eitthvert ofangreint hugtak, flettu þá upp í íslenskri orðabók. ©Hildigunnur Gunnarsdóttir
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.