Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Rannsóknarþing kennaradeildar Háskólans á Akureyri 15.4.2011 Skólastarf, kennaramenntun og rannsóknir; hvernig sinnir kennaramenntunarstofnun best hlutverki sínu? Jón Torfi Jónasson Menntavísindasviði HÍ jtj@hi.ishttp://www.hi.is/~jtj/
2
Efni Umræðan um rannsóknir um rannsóknir í kennaramenntun Meðbyr Vindstrengir á móti Skólastarf, kennaramenntun og rannsóknir; hvernig sinnir kennaramenntunarstofnun best hlutverki sínu? Kvik kennaramenntun og rannsóknir Hvaða önnur hlutverk hefur stofnunin? JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
3
Rannsóknir og gildi rannsókna Fyrst fjalla ég almennt um gildi rannsókna Varast klisjukennda eða upphafna umræðu um eðli eða gildi rannsókna Skilgreining hugtakanna athugun, könnun, rannsókn, vísindaleg rannsókn, fræðileg rannsókn, fræðileg umræða, vísindaleg umræða, fræðimaður, vísindamaður, rannsakandi – Rannsókn: Kerfisbundin, skilmerkileg athugun gagna eða athafna, sem skilgreinir hugtök og allt verklag frá A-Ö; grundvöllur umræðu og ályktana er skýr; breitt litróf athuganna getur fallið þarna undir – Fræðilegur: Skilgreinir hugsmíðar, tengir þær saman og leyfir tilgátur á grundvelli þessara tengsla; vísindalegur fléttar ætíð saman gögn og fræði JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
4
Rannsóknir og starfsmenntun Heggen, Karset and Kyvik: The relevance of research for the improvement of education and professional practice. Í Kyvik og Lepori (ritstj.) The research mission of higher education institutions outside the university sector (bls. 45-60), Springer. Fern rök: The first three arguments focus on the importance of basing professional programmes on research, while the fourth argument concerns the importance of doing research to enhance ‘evidence-based’ knowledge. 1. Teaching will improve if the staff engage in research (research-based teaching). Allir, sumir? Ekki stutt rannsóknum! 2. Students will learn more if they come into contact with research (research-based learning). Í rannsóknarumhverfi eða með rannsóknarþátttöku eða með rannsóknarlíki (uppgötvunar- eða leitarnám; case based, problem based, project based?) Staðhæfingin er að e-u marki studd rannsóknum. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
5
Rannsóknir og starfsmenntun 3. Professional practice will improve if professional workers in their training learn how to base their work on research-based knowledge (research-based practice). Fólk verður að kunna til verka, einmitt þeirra verka sem best lærast með því að stunda rannsóknir: vera gagnrýnin, greina, vinna sjálfstætt, læra að læra, glíma við alls kyns viðfangsefni, skipuleggja, vinna með öðrum, o.fl. o.fl. 4. Professional programmes have an obligation to improve the knowledge basis of professional work through research (research-based knowledge production). – Hvaða rannsóknir á að stunda? Hvaða rannsóknir skipta starfsemina máli? – Hvernig skila rannsóknir sér? – Hver á að ákveða hvað á að gera? – Ábyrgð starfsmanna, ábyrgð stofnana? JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
6
Rannsóknir og starfsmenntun 5. Rannsóknir af ýmsu tagi (m.a. rannsókn á þróunarverkefnum, starfendarannsóknir, kerfisbundnar athugnari á starfsháttum) geta verið mikilvægar til þess að þróa fólk í starfi JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
7
Hvaða rannsóknir? Á heimsvísu eru gerðar auknar kröfur um rannsóknir en einnig um að rannsóknir taki til áskorana nútímans „grand challenges“. A.Evrópusambandið – Yfirlýsinging frá Lundi júlí 2009– Lund declaration ; climate change, food and energy security and the ageing society; Sjá einnig titilinn “New worlds – new solutions”Lund declaration New worlds – new solutions B.BNA – HoldrenHoldren C.Norðurlandaráð, Nordforsk, TRI “klima, miljö, energi” D.Vísinda- og tækniráð, sjá ályktun des 2007ályktun des 2007 E.Rannsóknir á helstu sviðum þjóðlífsins - M.a. rannsóknarskýrslan F.Íslensk viðfangsefni Tengsl rannsakanda og notkunar: Mode 2, Triple Helix, Europe’s Research System Must Change –Luke Georghiou (verðum að komast út úr hugmyndinni um línulegt ferli frá rannsókn til notkunar, hagnýtar eða hagnýttar rannsóknir?? )Europe’s Research System Must Change JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
8
Hvaða rannsóknir? Hvaða rannsóknir skipta máli? Hvaða rannsóknir eru gagnlegar, eru einhverjar rannsóknir í eðli sínu hagnýtar? Eða kannski hagnýttar? Hvað skiptir máli í menntarannsóknum? – Relevance in educational research Educational researcher, Október 2008 37(7) http://edr.sagepub.com/content/37/7.toc JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
9
Áhrifamáttur rannsókna Gríðarlegt magn rannsókna, sem birtist á hverjum degi; hvað af þessu finnur sér leið inn í skólastarf, inn í menntun og hvernig þá? Þar er við minnst fjórþættan vanda að etja: – Hverjir lesa þær? – Hverjir skilja þær? – Geta þær leiðbeint um starfshætti? – Hvernig snýr maður vitneskju í kunnáttu? Ég fjalla sérstaklega um þann vanda sem við er að etja svo rannsóknirnar skipti máli. Til þess þarf að tengja þær við starfsvettvang og þar af leiðandi vakna spurningar um hvort einhverjar tilteknar rannsóknir séu gagnlegri en aðrar og hvort að eigi að stýra þeim að einhverju leyti. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
10
Þröskuldar á vegi rannsókna í starfsmenntun Mikilvægi þess að sjá vandann, annars kemst fólk ekkert áfram; rek hér nokkur atriði, en felst þeirra skipta talsverðu máli. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
11
Fjarlægð rannsakandans og starfsmannsins Það eru fjölmörg fjarlægðarvandamál sem tengjast kennaramenntun. Fjarlægðin veldur því að fólk (eða kerfi) talar ekki saman, skynjar ekki vandamálin á sama hátt og skilur ekki hvert annað. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011 Stjórnvöld Skólar Rannsakendur Kennarar Foreldrar
12
Kerfisvandi Tekið úr Heggen, Karset and Kyvik (p. 58) Rannsóknir í starfsmenntun bornar saman við akademískar námsgreinar …these programmes are embedded in different value and reward structures, creating tensions concerning what counts as valuable knowledge and appreciated competencies and skills. These tensions have to be recognised in higher education policy aiming at making research relevant for the improvement of professional education and professional practice. Jón Torfi Jónasson - The project: Qualifying for professional careers. Oslo dec 13-15 2010 12 JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
13
Kerfisvandi 1 Sterk rök fyrir rannsóknum eru kerfisrök; rannsóknir eru hluti af hinum akademíska heimi; rannsóknir eru lagðar til grundvallar mælingum á gæðum háskólastofnana og skulu þess vegna settar í öndvegi. Þetta verður síðan hluti af bæði kerfisreki (stofnanir færa sig til í kerfinu, verða “meira háskólar” ) og bóknámsreki (acadmic drift, verða fræðilegri) JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
14
Kerfisvandi 2 Annar kerfisvandi snertir samstarf við skóla. Skólar hafa það hlutverk að kenna börnum og unglingum, eða öllu heldur mennta þau. Ekki að stunda rannsóknir. Það geta því orðið kerfisárekstrar ef háskólamenn vilja telja samstarfsfólk sitt í skóla á að það verði að vera virkir samstarfsaðilar í rannsóknum. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
15
Ósamstæður fræðaheimur Sundurtættur, ósamstæður fræðaheimur (fragmentation problem) – a) Þeir sem sinna menntun koma úr ólíkum áttum og þekkja fæstir til mikillar umræðu um menntun, eða menntunarfræða; umræða rekin af leikmönnum í heimi menntunar; en jafnframt hópum sem gæta ríkra og ólíkra hagsmuna – b) Jafnvel sá hópur fólks sem hefur sinnt fræðilegri umræðu um menntun lengi og faglega, kemur úr ólíkum rannsóknarhefðum þannig að erfitt reynist að mynda samstæða heild One problem stems from the fragmentation of the establishment of teacher education. Teacher education is run by a host of often very different interest groups who have very different views of the nature and essence of teaching and thus teacher education. This makes it especially difficult to introduce anything near a coherent influence of research on teacher education. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
16
Rannsóknir krefjast fagmennsku 1 Ástundun rannsókna krefst sérþekkingar, mikillar fagmennsku; þegar þær eru reknar af leikmönnum er hætt við að þær fái allar yfirbragð viðhorfa þeirra Þær krefjast einbeitingar, tíma Methodology in Our Education Research Culture: Toward a Stronger Collective Quantitative Proficiency Robin K. Henson, Darrell M. Hull, and Cynthia S. Williams, Educational Researcher, April 2010; vol. 39, 3: pp. 229-240. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
17
Rannsóknir krefjast fagmennsku 2 Rannsóknarþjálfun kemst ekki fyrir inni í fagmenntun kennara; menntun þeirra snýst um annað; Þetta kanna að vera rétt, en er það þó sennilega ekki. Hér getur skipt sköpum hverjir kenna kennaranemum; hvaða þekkingu og viðhorf þeir hafa til rannsókna, til menntunar, til fagmennsku. Námskrárumræða kennaramenntunar: Hvernig er fagmennska mótuð (development of expertise)? JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
18
Umræðan bundinn grunnmenntun Menntun kennara snýst um grunnmenntun þeirra. Rannsóknir í háskólum snerta þá sem eru nemendur í skólunum hverju sinni. Þess vegna hefur kennaramenntunarstofnun formlega ekkert með símenntun eða starfsmenntun að gera, nema sem hliðarafurð; sem þær hafa að vísu sinnt býsna vel. Þetta er ein af stærri brotalömum starfsmenntakerfisins og veldur því m.a. að rannsóknir eiga ekki greiða leið inn í menntakerfið. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
19
Ósamstæðar rannsóknarhefðir Mjög ólíkar rannsóknarhefðir skapa frjótt umhverfi; kviku sem er eftirsóknarverð. En þær hafa líka leitt til heiftarlegra deilna um hvað séu góðar rannsóknir og jafnvel hvort eitthvert vit sé í menntarannsóknum. Þetta skapar mikinn vanda. Ekki er ástæða til þess að draga úr þessum fjölbreytileika, en ástæða til að vinna gegn óvægnum stundum ómálefnalegum dómum. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
20
Rannsóknir eru í eðli sínu ekki stýrandi Mikill vandi við rannsóknir er að þær eru ekki stýrandi í eðli sínu. Þær segja ekki hvað eigi að gera. Þær geta bent á kosti og galla ólíkra starfshátta eða fyrirkomulags. Þær geta stundum leitt rök að því að tiltekið verklag sé óskynsamlegt en sjaldnast sagt hvað eigi að gera. Þetta stafar annars vegar af eðli málsins, en hins vegar af því að rannsóknir eru aldrei ekki afgerandi; flestar rannsóknir eru sagðar vekja fleiri spurningar en þær svara; eina sem þær krefja af eru meiri rannsóknir. Flestar metarannsóknir í menntamálum staðfesta þetta. Sjá t.d. allar greinar í Review of educational research.Review of educational research Þess vegna er sú krafa óraunsæ sem stundum kemur fram, að bíða eigi með framkvæmdir þangað til úttektir eða rannsóknir hafi verið gerðar og verður aðeins til að tefja mál. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
21
Stærsti vandinn kann að vera falinn í íhaldsamri hugmynd um menntun og skóla Flestar rannsóknir gera ráð fyrir að sú menntastefna og það menntafyrirkomulag sem í gildi er sé í öllum höfuðdráttum gott, ― en lengi megi gott bæta. En setjum svo að það séu sterk rök fyrir því að það sé alls ekki svo. Það megi rökstyðja að ríkjandi markmið menntunar og fyrirkomulag skóla séu úrelt. Dæmi: gjörbreytt menning í tæknivæddum heimi; skilningur eða sköpun sem markmið; skólakerfið og brottfall; gagnrýni Illich ofl. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
22
Hvar er skólakerfið statt miðað við tíðirnar þrjár? Jón Torfi Jónasson - Fundur FÍF 4-4-201122
23
Hvar er framhaldsskólinn í skólakerfinu? Hvað hefur breyst? Hverju mætti breyta? Jón Torfi Jónasson - Fundur FÍF 4-4-201123
24
Rannsóknir, menntun og menntakerfi Ég vík næst að umræðu um sterkar og veikar hliðar menntakerfisins, m.a. hvað sé rannsakað og hvað ekki og gagnrýni hve oft umræða um rannsóknir snúist um umgjörð en ekki um inntak menntunar. Ég hvet til þess að starfsmenntunargreinar láti sig ekki síður skipta inntak en formið, þ.e. um að hvað beri að kenna, þróa móta, en ekki aðeins hvernig. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
25
Skyldur fræðimannsins Hverjar eru skyldur fræðimannsins, háskólakennarans hvað varðar a) það að takast á við viðfangsefni líðandi stundar; sem þarf ekki að þýða að hann snúi sér alfarið að daglegu amstri skólastarfs; en þó … b) miðlun þekkingar og kunnáttu til samfélagsins utan veggja háskólans, einkum hvað varðar hans eigin rannsóknir en einnig hans svið almennt? Svarið er einfalt, skyldur hans eru ríkar (sjá m.a. bílskúrslíkanið!) Í þessu sambandi skiptir máli hvernig er umbunað fyrir rannsóknir og að hvaða marki áhugi einstakra kennara ræður nánast alfarið för; þetta tengist umræðu um akademískt frelsi. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
26
Jón Torfi Jónasson - NOVA - May 2010 Bílskúrinn? (Eða bókasafnið) Brúklegum hlutum skipulega raða og bíða eftir að verða nýttir
27
Skyldur stofnana En hverjar eru skyldur stofnana umfram skyldur einstakra fræðimanna? Hvert er þeirra hlutverk; hvernig eru starfsskyldur tilgreindar? Hver á að hafa yfirsýn yfir verksviðið, ræða hvort helstu verkefnum sé sinnt? Það má leiða rök að því aðstofnanir hafi ríkar skyldur til þess að ræða fagsvið sitt og ræða hvar mestu brotalamirnar eru á þeim vettvangi sem þær sinna. Taka síðan til hendinni. JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
28
Hvað ætti kennaramenntunarstofnun að gera frá sjónarhorni umræðu um rannsóknir? Hún ætti að hyggja að því hvernig undirbúning ætti hún að veita nemendum sínum, m.a. að huga að því hve rannsóknir skipta miklu máli í þeim undirbúningi hvaða rannsóknarhlutverki stofnunin ætti að gegna, miðað við stöðu hennar og skilgreint hlutverk (m.a. rannsóknarskyldu kennara) hvaða hlutverki hún ætti að gegna til þess að kvik umræða um menntun skili sér ekki einungis til nemenda heldur einnig inn í menntasamfélagið, skólana hún ætti að virkja nemendur sína af miklum krafti til verka í rannsóknar- og þróunarstarfi hún ætti að breyta viðhorfi sínu til ævimenntunar og starfsþróunar og líta á þetta tvennt sem höfuðviðfangsefni sitt, en ekki sem aukagetu hvernig býr hún til frjótt og kvikt vinnuumhverfi fyrir kennara og nemendur? Tekur jafnframt mið af stöðu sinni í háskólasamfélaginu JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
29
Kærar þakkir fyrir áheyrnina JTJ Akureyri kennaradeild 15-4- 2011
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.