Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
Ágúst Ólason
2
Fæddur 1962 Ólst upp i stórri fjölskyldu alþýðufólks Leið (afar) illa í grunn- og framhaldsskóla Hætti námi 19 ára Kvæntur kennara – eigum 3 börn Starfaði 16 ár hjá íslensku meðferðar- og hjálparstarfi Árið 2000 stuðningsfulltrúi og forstöðumaður skóladagvistar Fór í nám í Borgarholtsskóla fyrir stuðningsfulltrúa 40 ára Um tíma formaður Félags stuðningsfulltrúa á Íslandi Í framhaldi í grunnskólakennaranám í KHÍ Yngri- barna kennari útskrifaður 2005 Meistaranemi á Menntavísindasviði HÍ Starfar í stjórnendateymi Norðlingaskóla
3
Sveitaskólinn í Reykjavíkurhreppi Stofnaður í maí 2005 (12 starfsmenn - 16 nemendur) Er að hefja sitt fimmta starfsár (43 starfsmenn – 300 nemendur) Er í bráðabirgðahúsnæði !!! 32 skálar ásamt tengibyggingum „Skólinn er ekki húsnæðið “ Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2009 Fjöregg SAMFOK 2009 Íslensku Menntaverðlaun forseta Íslands 2009 Tilnefning til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2009
4
Í Norðlingaskóla er reynt að vinna að því að skólabragurinn mótist af þeirri sýn að það sé eðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert að ekki séu allir eins. Talið er mikilvægt að hver nemandi fái að njóta sín miðað við getu sína, sérstöðu, þarfir, áhuga og styrkleika. Ríkjandi eru þau viðhorf að skólinn sé vinnustaður þar sem starfið á að einkennast af samvinnu, vellíðan, gleði, öguðu frjálsræði, lýðræði, notalegum vinnuaðstæðum, fjölbreytni og sveigjanleika. Lögð er áhersla á mikla samvinnu meðal starfsfólks, mikla faglega umræðu og vilja til nýbreytni. Skólaþróun er talin eðlilegur hluti af starfinu og stöðugt mat á skólastarfinu er talið mikilvægt. Skólastarfið á að taka mið af nemendunum sem eru í skólanum en nemendur eiga ekki að passa inn í ákveðna gerð af skólastarfi.
5
Í Norðlingaskóla er reynt að vinna að því að skólabragurinn mótast af þeirri sýn að það sé eðlilegt og jafnvel eftirsóknarvert að ekki séu allir eins. Talið er mikilvægt að hver nemandi fái að njóta sín miðað við getu sína, sérstöðu, þarfir, áhuga og styrkleika. Ríkjandi eru þau viðhorf að skólinn sé vinnustaður þar sem starfið á að einkennast af samvinnu, vellíðan, gleði, öguðu frjálsræði, lýðræði, notalegum vinnuaðstæðum, fjölbreytni og sveigjanleika. Lögð er áhersla á mikla samvinnu meðal starfsfólks, mikla faglega umræða og vilja til nýbreytni. Skólaþróun er talin eðlilegur hluti af starfinu og stöðugt mat á skólastarfinu er talið mikilvægt.
6
Einstaklingsmiðun Með því er átt við að starf skólans taki mið af því að börnin eru misjafnlega þroskuð, af margbreytilegum uppruna og hafa öðlast margháttaða og misjafna leikni, reynslu og þekkingu áður en þau hefja nám í grunnskóla. Unnið með sterkar og veikar hliðar. Skólinn þarf að búa nemendum skilyrði svo þau megi á eigin forsendum dafna og þroskast með því að stuðla að alhliða þroska þeirra, veita þeim öryggiskennd, sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd. Þetta gerir skólinn með því að sérhver nemandi fái námsaðstæður og viðfangsefni við sitt hæfi. Þannig á skólastarfið að koma til móts við ólíkar þarfir, getu, námsstíl og áhuga allra nemenda.
7
Áform Einstaklingsbundnar námsáætlanir Mismunandi eftir námshópum hvort þær eru gerðar vikulega eða hálfsmánaðarlega Mismunandi hvaða dagar vikunnar eru áformsdagar Áhugasvið – sterkar hliðar Í viku hverri skipuleggja nemendur tíma til að vinna með áhugasvið sitt, ýmist einstaklingslega eða í litlum hópum eftir löngun hvers og eins. Áhugahvötin er mikil orkulind enda eru nemendur góðir í því sem þeir hafa áhuga á og verða einnig góðir í því sem þeir fá áhuga fyrir. Áhugasviðssamningur
8
Samkennsla Nemendur í samkennsluhópi eru á misjöfnum aldri, búa yfir misjöfnum þroska og getu og læra að það er eðlilegt að vinna misjafnlega hratt og hafa margvísleg áhugasvið og fjölbreytta færni. Nemendur eiga að vera að fást við mismunandi námsmarkmið skv. námskrá og verða að læra að vinna sjálfstætt og hjálpast að. Teymisvinna Þannig nýtist margbreytileiki í hópi starfsfólks nemendum betur, einangrun kennara er rofin, undirbúningur dreifist á fleiri hendur og oftar en ekki nýtist fagmennska hvers og eins betur fyrir heildina. Með þessu móti er aldrei einn kennari með nemendahóp en það eykur sveigjanleika í starfinu og skapar um leið stuðning þegar þörf er á. Nemendur hafa val!!!
9
Smiðjur – markmið: Að vinna heildstætt skipulag um samþættingu verk- og listgreina við samfélags- og náttúrufræði þar sem hver nemandi nær markmiðum Aðalnámskrár í öllum þessum greinum á þriggja ára tímabili, annars vegar í fimmta til sjöunda bekk og hins vegar í áttunda til tíunda bekk. Erum með þær í öllum árgöngum. Hannaðar eru fimm til sex vikna námseiningar sem dreifast á þrjú skólaár þar sem þremur árgöngum er kennt saman í einstaklingsmiðuðu námi í samkennslu.
10
Smiðjur Smiðjur eru viðfangsefni sem nemendur fást við þvert á námsgreinar. Reynslan sýnir svo ekki verður um villst að þær veita nemendum tækifæri til að nálgast námsefni á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt og vekja þannig áhugahvöt þeirra. Vinna í smiðjum höfðar til mismunandi greinda og færni nemenda og oft hefur það komið fyrir að nemendur hafi gleymt sér í flæði í hita leiksins. List- og verkgreinar eru tilvaldar til þess að veita nemendum þessa fjölbreyttu nálgun á t.d. raun- og samfélagsgreinar. Aldursblöndunin sem fylgir smiðjunum verður einnig til þess að nemendur læra hver af öðrum, þeir eldri kenna þeim yngri og öfugt. Þá kynnast nemendur einnig og hefur það jákvæð áhrif á félags- og námsfærni þeirra.
11
Smiðjur – framhald Skólaárinu skipt niður í stundarskrártímabil sem eru frá tvær vikur upp í sex vikur og innan hvers tímabils eru ákveðnar smiðjur í gangi.
12
Smiðjur – framhald Viðfangsefni smiðjanna eru mörg og margvísleg og lögð er áhersla á að koma námsþáttum aðalnámskrár inn í smiðjurnar en þess þó gætt að áhugasvið nemenda eigi ávallt sinn sess. Fjallasmiðja Fjallasmiðja Grænfánasmiðja Grænfánasmiðja Hugvekjusmiðja Hugvekjusmiðja Landnámssmiðja Landnámssmiðja Aldursblöndun Tímabil I – Umhverfið (1.– 7. bekkur og 8.–10. bekkur) Tímabil II – Valfrjálst (.-2.b., 3.-4.b., 5.-7.b. og 8.-10.b.) Tímabil III – Leiklist (1.-4.b., 5.-7.b. og 8.-10.b.) Tímabil IV – Lífríkið (1.-3.b., 4.-6.b., 7.-9.b. og 10.b.)
13
Björnslundur Lögð er sérstök áhersla á að nota náttúruna markvisst í námi nemenda. Verið er að safna saman efni til að auðvelda nemendum og kennurum að tileinka sér þessi vinnubrögð og er þessi síða hér tilraun til að halda utan um það efni sem finnst á vefnum og unnið verður að hér í skólanum. Samstarf við Reykjavíkurborg. Samstarf við leikskólann Rauðhól. Samstarf við Háskólann í Bergen í Noregi. Vefur um Björnslund. Vefur Vefur um nágrenni Norðlingaskóla. Vefur
14
Einstaklingsmiðað námsmat Þróunarverkefni til þriggja ára (2006-2009) ásamt Ingunnarskóla. Mikill áhugi á þróunarstarfi í anda einstaklingsmiðaðs náms og samvinnunáms. Starfsfólk skólanna hefur leitað leiða til að koma betur til móts við þarfir nemenda og hæfileika. Báðir skólarnir hafa verið leiðandi á þessu sviði og starf þeirra vakið athygli. Í báðum skólunum hefur frá upphafi verið mikil umræða um það hvernig best sé að haga námsmati þannig að það samrýmdist sem best þeim áherslum sem unnið er eftir þegar stefnt er að aukinni einstaklingsmiðun.
15
Matsamtöl Þróuð hafa verið matssamtöl og þau verið fest í sessi í skólastarfi Norðlingaskóla. Þau eru þrjú yfir skólaárið, í byrjun október, í janúar við annarlok og í júní við skil á vorannarmati. Matsamtal að hausti Matsamtal að hausti Vaxandi ánægja hefur verið með þennan þátt í skólastarfinu og hafa nemendur, foreldrar og kennarar allir verið á einu máli um jákvæða þróun og aukið mikilvægi matsamtalanna.
16
Matsamtöl Gerð var könnun á viðhorfum kennara, nemenda og foreldra í Norðlingaskóla til námsmats í skólanum og þá sérstaklega til matsamtalanna (Ágúst Ólason, 2009). Þar kemur fram að margvíslegur ávinningur er af viðtölunum. Mat kennara, nemenda og foreldra er að samræðan sem samtölin byggjast á styrki sjálfsmynd nemenda, auki traust og trúnað og sé upplýsandi fyrir alla aðila. Matsamtölin gefa þeim sem þátt taka tækifæri til að deila ábyrgð og fylgjast betur með en ella væri. Þá er það einn þáttur matsamtalanna að draga fram markmið náms og kennslu sem og að skýra væntingar til skólastarfsins. Í matsamtölum á miðjum vetri og vori er hægt að ræða hvort markmið hafi náðst og að staðið hafi verið undir væntingum.
17
Markmiðstengdar umsagnir Lögð var áhersla á að annarmati væri skilað með markmiðum, einkunnum og umsögnum. Fjórir kennarar í 5.–7. bekk, sem er samkennsluhópur í Norðlingaskóla, tóku að sér að vinna og skila vormati 2009 á þennan hátt. Niðurstaða þeirra var sú að þess leið væri skref fram á við. Hún væri markvissari og skilaði jafnt kennurum sem nemendum áreiðanlegri niðurstöðum.
18
Markmiðstengdar umsagnir Gerð var könnun meðal foreldra / forráðamanna og nemenda um viðhorf þeirra til þessarar útfærslu á annarmatinu. Foreldrar lýstu ánægju sinni með þessa breytingu og töldu hana skemmtilega, skilmerkilega og persónulega. Helst var gagnrýnt að ósamræmi væri í á milli umsagna milli námsgreina. Flestir nemendanna voru mjög ánægðir eða frekar ánægðir og skildu þær upplýsingar sem eru á námsmatinu.
19
Námsjóður Unnið var að því að safna gögnum nemenda í flestum námsgreinum sem og í öðru skólastarfi svo sem í félagslífi skólans. Nú eiga allir nemendur skólans gögn á rafrænu formi. Enn eru skiptar skoðanir á því hvort gögnin eigi að vera eingöngu rafræn eða hvort þau eigi að vera í upprunalegu formi. Unnið er að því að þróa námsjóðinn enn frekar. Taka þarf afstöðu til þess hvernig best sé að virkja nemendur og foreldra til þátttöku í að móta námssjóðinn, sem og hvernig eigi að nýta þau gögn sem safnað er og tengja námsmati nemenda. Þá er verið að skoða hvort og hvernig eigi að sýna þau gögn sem safnað er.
20
Námsmat í smiðjum Í tengslum við þessa vinnu sem og stefnumörkun um námsmat hefur nokkur umræða farið fram um skil á smiðjumati og margar leiðir verið reyndar. Dæmi um fyrirkomulag námsmats í smiðjum er að finna á heimasíðu Norðlingaskóla Mat á smiðjum Mat á smiðjum
21
Námsmat í útikennslu Útikennsla í Norðlingaskóla hefur farið fram í Björnslundi, útikennslustofu skólans, sem og annarsstaðar þar sem viðfangsefni hverju sinni hefur verið að finna. Í Björnslundi hefur útikennslan oftast verið í tengst tilteknum smiðjum og námsmatið fallið að því starfi. Þá hefur námsmat oft tengst svokölluðum Fimmtíu-leik, en leikurinn er útileikur sem byggist á spurningakeppni milli hópa.
22
Útskriftarmöppur Á vordögum 2009 útskrifaði Norðlingaskóli fyrstu nemendur úr 10. bekk. Við undirbúning þeirrar athafnar var horft til þess hvernig skólinn vildi skila nemendum lokanámsnámsmati sínu. Varð úr að hanna möppu með nafni, kennitölu og mynd af nemandanum á framhlið og tveimur ljóðum sem einkenna Norðlingaskóla á bakhlið. Inn í möppuna var síðan stungið námsmati nemandans sem útfært var á annan hátt en annað námsmat skólans.
23
Spurningar
24
Takk fyrir
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.