Download presentation
Presentation is loading. Please wait.
1
„ Þetta byggist á viðhorfum …“ Sagt frá rannsókn á hegðunarvandamálum í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005-2006 Spjall við stjórnendur úr Mosfellssbæ 16. maí 2008
2
Rannsóknarskýrsla: Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns „Gullkista við enda regnbogans“ Rannsókn á hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005–2006 http://starfsfolk.khi.is/ingvar/agi/Skyrsla_Hegdun_Lokagerd.pdf
3
Efni – eftir því sem tíminn leyfir Um rannsóknina (gögn, aðferðir, rannsóknar- spurningar, fyrirvarar) Nokkrar meginniðurstöður –Umfang vandans – munur eftir skólum –Ólík viðhorf til hegðunarvanda –Einkenni skóla þar sem agavandi er lítill –Framlag stjórnenda og annarra starfsstétta –Munur eftir aldursstigum og kynjum –Skýringar á hegðunarvanda –Samhengi kennsluhátta og hegðunar Ályktanir
4
Yfirlit um þau gögn sem aflað var Megingögn: –Viðtöl við rýnihópa í 35 skólum (alls 40 viðtöl) skólaárið 2005–2006 (alls 233 viðmælendur) –Spurningalisti (208 svör) Önnur gögn –Viðtöl við starfsfólk tveggja sérkennslustofnana, tveggja þjónustumiðstöðva, starfsmann Fardeildar í Borgarhluta 4 og fulltrúa frá Menntasviði –Viðbótarupplýsingar frá skólunum, skólareglur, reglur um meðferð agamála, lýsingar á úrræðum, lög, reglugerðir, skýrslur, minnisblöð
5
Viðmælendur í rýnihópum
6
Efni viðtalanna Hegðun og framkoma nemenda? Eru hegðunarvandkvæði í skólanum og hvernig lýsa þau sér? Hversu þungt brenna þau á ykkur? Hversu margir nemendur koma við sögu? Orsakir hegðunarvanda? Hvernig er tekið á hegðunarvanda? Hvaða aðferðum hefur helst verið beitt? Hvernig hafa þær gefist? Samstarf við foreldra? Ráðgjöf og stuðningur? Hvað vantar? Hugmyndir til úrbóta?
7
Fyrirvarar Viðtöl – spurningalistar Fáar vettvangsathuganir Hvorki var rætt við nemendur né foreldra Skólastjórar völdu viðmælendur Annar aðalstjórnenda var viðstaddur flest viðtöl Hvenær á barn (hópur) í hegðunarvanda? Hegðunarvandi sem vandi starfsmanns?
8
Á móti má segja... Mjög innihaldsríkar samræður Aflað var ítarlegra viðbótarupplýsinga af ýmsu tagi Farið var í alla (almenna) skóla í Reykjavík –fjölbreyttar aðstæður – hver skóli er sérstakur! Góð / a.m.k. sæmileg heildarmynd Rannsóknin ætti að skapa forsendur til að fylgjast með þróun þessara mála Góður umræðurgrundvöllur
9
Einnig þetta Hegðunarvandamál eru ákaflega snúin, viðkvæm og vandmeðfarin –Nöfn skóla koma ekki fram í skýrslu um rannsóknina nema í undantekningartilvikum Niðurstöður benda til mikillar hreyfingar... breytileika... sveiflna... –Skiptir miklu varðandi ákvarðanir um fyrirkomulag ráðgjafar- og sérfræðiþjónustu
10
Nokkrar meginniðurstöður Mikill meirihluti nemenda (89%) á yfirleitt góð samskipti við félaga og starfsfólk Mikill munur á umfangi mála eftir skólum, kynjum, aldursstigum (?) Meirihluti viðmælenda telur að agavandi sé vaxandi!? Erfiðustu málin eru að sliga starfsfólk... úrræðaleysi... árekstrar við önnur kerfi
11
Þreyta og bið... … allar greiningar og annað eða beiðnir um greiningar fara í gegnum nemendaverndarráðið. Og þar er mættur sálfræðingur skólans sem … tekur við greiningunum og svo fer ákveðinn tími í að fjalla um börnin … það pirraði mig svolítið í fyrra … að þetta bar engan árangur. Við vorum alltaf að tala um sömu börnin … og í einhverju ergelsi mínu því ég er fundaritari taldi ég hve oft ákveðin tvö börn hefðu verið nefnd þennan veturinn á nemendverndararáðsfundi. Þá var annað fimmtán sinnum og hitt sautján sinnum … þetta eru vikulegir fundir … og allir að tala um sömu hlutina vegna þess að það gerðist ekkert. Við erum að kalla á hjálp – við öskrum á hjálp. Og það eru einn og tveir og alveg upp í þrír aðilar frá … [þjónustumiðstöðinni] á fundi hjá okkur. Og það gerðist ekki neitt.
12
Umfang hegðunarvandans Hvernig standið þið?
13
Skólunum má gróflega skipta í þrjá meginflokka (?) Lítil eða engin vandamál (sjö skólar) Nokkur vandi, en starfsfólk telur sig almennt hafa tök á málum (21 skóli) Mörg erfið mál sem hvíla þungt á starfsfólki (sjö skólar) Hvar eru ykkar skólar?
14
Dæmi um ólíkt ástand Mér finnst ekki nein sérstök hegðunarvandamál. Mér finnst þetta ganga mjög vel. Kannski hávaði í matsalnum – það eina sem er þreytandi... Samband kennara og nemenda er einstaklega gott... nemendur flykkjast að manni í frímínútum til að spjalla... Fara ekki að fyrirmælum … hleypa upp … taka alla einbeitingu kennarans … þessi áreiti jafnt og þétt… ógna öðrum nemendum … … leiðinlegar athugasemdir … hnoð og pot … svo er það líka skemmdarverk … reyna að eyðileggja … frammíköll ef kennarinn er að tala … almenn ókurteisi … dagleg vandamál … alla daga … í hverri kennslu- stund.
15
Fyrst fleiri dæmi um vanda … eilíf truflun, áhugaleysi, viljaleysi … andfélagslegt atferli … virðingaleysi, hroki, kjaftbrúk … Það eru nemendur sem eru mjög ókurteisir við kennara og ókurteisir við alla. Þeir æða um hér... þeir sparka hikstalaust í þá sem fyrir eru og þá skiptir engu máli hvort það er fullorðinn maður eða ekki. Þannig að.. fullorðið fólk sem vinnur hérna getur orðið fyrir barsmíðum.
16
Lítill eða enginn vandi: Jákvæð viðhorf
17
Jákvæð viðhorf: Lítill eða enginn vandi: Þetta byggist á viðhorfum... Fyrir hvern er skólinn? Hann er fyrir nemendurna... Við eigum að sníða okkur að þeirra þörfum. Það er ekki þannig að ef þau passa ekki „boxin“ að þau eigi að vera annars staðar. Það er bara ekki þannig... Þeim er strokið réttsælis og sagt að þau séu frábær. Ekki endalaust verið að pikka í þau fyrir það sem þau geta ekki... Það geta allir blómstrað einhvers staðar... Hér er ríkjandi það viðhorf að velferð barnsins sé til grundvallar. Það er það viðhorf sem gerir þennan skóla að því sem hann er. Í þeim skólum þar sem agavandamál eru minnst eru viðhorf til foreldra mjög jákvæð og mikil áhersla lögð á öflugt foreldrasamstarf
18
Jákvæð viðhorf Gagnkvæm virðing. Við virðum þau og þau okkur. [Jákvæður skólabragur] helgast af því að þau finna að okkur þykir vænt um þau. Viljum þeim vel, berum virðingu fyrir þeim. Þá verður líka auðveldara að stýra þeim fyrir vikið. Við sendum skýr skilaboð og reynum að vera fyrirmyndir. Áhersla á samvinnu og traust. Að þau finni sig örugg í skólanum. Við erum vinir þeirra. Við erum hérna til að vinna með þeim.
19
Jákvæð viðhorf... og... Nemendalýðræði, hlustað eftir röddum nemenda –Nemendasamtöl (sbr. starfsmannasamtöl), bekkjarfundir, matsfundir Nemendum falin ábyrgð –Ábyrgðarstörf –Unglingar aðstoða við gæslu eða kenna leiki (frímínútnavinir) –Jafningjakennsla, „meistarakerfi“ Hlýlegt og fallegt umhverfi
20
Vinaverkefni (vinabekkir, leynivinaverkefni, vinavikur...) Viðburðir í skólalífinu: Samverustundir, samkomur, uppákomur Útikennsla, útivist, íþróttir, leikir, hreyfing Söngur Uppeldisstarf: Markviss lífsleiknikennsla – námsefni um samskipti Blöndun innan árgangs eða milli aldurshópa Samstaða kennara Jákvæð viðhorf... og...
21
Dæmi: Öflug samstaða kennara Við höldum fundi tvisvar sinnum í viku – alltaf. Allt árið í kring. Og þar tökum við bara fyrir allt sem brennur á kennurum bæði sem við kemur nemendum og öllu því … sem hugsast getur. Þannig að við vitum nákvæmlega hvað er að gerast hjá öðrum kennurum og allir taka eins á öllum málum og við ákveðum nákvæmar leiðir… Sérgreinakennarar koma þarna inn líka þannig að það eru allir … meðvitaðir um vandamálin … það er alveg útilokað, til dæmis, að það gerist að einhver einn kennari lendi í einhverjum algjörum ógöngum sem enginn fréttir neitt af eða er kominn út í móa með málið. Kominn í einhverjar ógöngur með foreldra eða eitthvað slíkt … við bara gerum þetta í sameiningu. Gjörsamlega. Leggjum sameiginlegar línur sem við stöndum saman um algjörlega. Og ef að eitthvað gengur ekki upp þá ræðum við það og finnum einhverja aðra lausn. Þetta er team-vinna algjörlega.
22
Þáttur hinna ýmsu stétta Skólastjórar Deildarstjórar Námsráðgjafar Þroskaþjálfar Stuðningsfulltrúar Sálfræðingar
23
Framganga stjórnenda Taka á móti nemendum og foreldrum í upphafi dags Fylgjast með í mötuneyti eða borða með nemendum Hitta nemendur reglulega –Kenna öllum nemendum nokkra tíma í viku –Stýra reglulegum samkomum með nemendum –Halda reglulega fundi með nemendum Koma við á öllum starfsstöðum daglega / vikulega Einföld (og snjöll) hugmynd: –Aðstoðarskólastjóri kennir nokkra tíma í 1. bekk
24
Munur eftir aldursstigum Yngsta stigið: Erfiðari eða kotrosknari? –Sex ára stjórnunarreynsla! Miðstigið: Oft erfiðustu málin – oftast drengir –Óþekkt, vesen og vandamál. Þar er fimmti til sjöundi bekkurinn algjörlega afgerandi. Það er þessi aldurshópur sem ekki er að höndla Ísland í dag … Þessi hópur er ekki að höndla tölvutæknina, msn-ið. sms-ið og … Unglingastigið: Öðruvísi vandi
25
... öðruvísi vandi hjá unglingunum Það er allt of mikil vinna hjá unglingum utan skóla … skelfilegt hvað þau vinna mikið. Þau eru grútsyfjuð, áhugalaus, en hafa nóg af peningum. Kaupa kók og gotterí, endalaus velmegunarneysla … og viðhorfið er þannig að þau segja kennaranum að hann megi ekki hafa próf af því þau séu að vinna … tilætlunarsemin ótrúleg.
26
Er þetta náttúrulögmál...? Yfirgnæfandi meirihluti erfiðra nemenda eru drengir (81%) StúlkurDrengir Yngsta stig 16%84% Miðstig 17%83% Unglingastig 23%77%
27
Skýringar á vanda skólanna Hlutfall þeirra sem eru mjög eða frekar sammmála
28
Kennsluhættir og hegðun Hegðunarvandi var yfirleitt ekki tengdur kennsluháttum Aðeins 16% svarenda taldi einhæfa kennsluhætti skýra hegðunarvanda Áhugaverðar undantekningar
29
Kennsluhættir og hegðun!? V1: Ekki spurning. V2: Ég sé gjörbreytingu á miðstigi. Breyttum kennsluháttum … Sp: … hvaða breytingar voru þið að gera á kennsluháttum? V2: Þá vorum við meira með einstaklingsmiðað nám. Tókum … verkefni þannig að hver og einn … gat unnið verkefnið út frá eigin forsendum. Og þá sáum við agamálin eins flugu út um gluggann … …Nei, ég segi það ekki alveg en við sáum mikinn mun.
30
Efling list og verkgreina … við kennum meiri list og verkgreinar en nokkur annar skóli í borginni, … þegar við fórum yfir í það þá fannst mér agamál minnka til muna … þegar við fengum allar þessar stofur þá bara ákváðum við að demba okkur í að kenna svona mikið list og verkgreinar, mér finnst það skipta miklu máli. Það skiptir miklu máli fyrir þessa krakka... Enda kemur það líka í ljós að … nemendur sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða … eru oft að plumma sig rosalega vel í svona greinum.
31
Ályktanir Hegðunarvandi er ekki nýr af nálinni! Sveigjanleiki er meginatriði! Engin ástæða er til að vænta annars en að hægt sé að ná enn betri tökum á þessum málum Lausnir á erfiðustu málunum verða að hafa forgang Jákvæð viðhorf – trú á nemendum og virðing draga langt – svo langt að við hljótum að undrast það!
Similar presentations
© 2025 SlidePlayer.com. Inc.
All rights reserved.