Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Grunndeild KHÍ Námskrárfræði og námsmat Meyvant Þórólfsson 9. janúar 2006.

Similar presentations


Presentation on theme: "Grunndeild KHÍ Námskrárfræði og námsmat Meyvant Þórólfsson 9. janúar 2006."— Presentation transcript:

1 Grunndeild KHÍ Námskrárfræði og námsmat Meyvant Þórólfsson 9. janúar 2006

2 Kynning námskeiðs Markmið námskeiðs, að nemendur: Þekki og geti greint frá helstu hugmyndum um námskrárgerð og skipulag náms og kennslu Þekki fjölbreytilegar aðferðir við námsmat og mat á skólastarfi, geti beitt þeim, borið þær saman og gagnrýnt fræðilegar forsendur þeirra. Megininntak:... skipulag náms og kennslu og mat á því …námskrárfræði, námskrárgerðarlíkön og hugmyndir sem þau byggjast á. …námsmat, prófagerð og mat á skólastarfi...námskrárgerð, markmiðssetning og námsmat á Íslandi

3 Kynning námskeiðs Vinnulag: Fyrirlestrar, umræðutímar, hópvinna og einstaklingsvinna. Gert ráð fyrir sjálfstæðri vinnu kennaranema og virkni í umræðum. Gert er ráð fyrir öflun fræðilegrar þekkingar og skilnings En einnig innsæi og skapandi og gagnrýnum hugmyndum nemenda sjálfra.

4 Kynning námskeiðs Nánar um fræðilega þekkingu vs. innsæi: Hollt og skynsamlegt er að kynna sér hvað forverar okkar hafa rannsakað, hugleitt og sagt, sbr „If I have seen further, it is by standing on the shoulders of giants“ -I. Newton „The secret to creativity is knowing how to hide your sources“ - A. Einstein M.ö.o.: Skapandi hugsun er hæfileiki sem felst í að tengja saman ólíkar hugmyndir á nýstárlegan hátt og varpa þannig nýju ljósi á þau viðfangsefni sem eru til umfjöllunar

5 Kynning námskeiðs Nánar um fræðilega þekkingu vs. innsæi: „Ekkert er nýtt undir sólinni“ – Nýja testamentið M.ö.o.: Allt sem við gerum eða hugsum er einfaldlega tilbrigði við það sem hefur verið gert eða hugsað einhverntímann áður. „Við stígum ekki út í sama fljótið tvisvar“, Heraklítos 500 árum fyrir Krist. M.ö.o. Þegar öllu er á botninn hvolft virðast kyrrstaða eða óbreytanleiki hvergi vera til. Tönn tímans er óstöðvandi.

6 Kynning námskeiðs Námsmat: 1.Einstaklingsverkefni í lok febrúar (20%) tengt vettvangsheimsókn. Byggt verði á hugtökum og hugmyndum sem þá verður búið að ræða og fjalla um. 2.Gerð markmiða og hugmyndir um námsmat í kennsluverkefni (10%). Skilað með kennsluverkefninu í NKS-námskeiðinu. 3.Hópverkefni (20%) 4.Skriflegt lokapróf í maí (50%). Einnig er gert ráð fyrir þátttöku allra í umræðu um vandamál til íhugunar

7 Kynning námskeiðs Áætlun: Fyrsti hluti (ca. fimm vikur): Námskrárfræði, tilgangur og markmið, skipulag náms og kennslu, námskrár á Íslandi. Annar hluti ( ca. fjórar vikur): Námsmat, gerð prófa, óhefðbundið námsmat, samræmd próf, einkunnagjöf. Þriðji hluti (ca 3 vikur): Vettvangsnám og undirbúningur þess. Fjórði hluti (ca 3 vikur): Samvinnuverkefni um námsmat og mat á skólastarfi. Fimmti hluti: Próf í maí sem vegur 50% af lokaeinkunn

8 Að hverju þarf að huga? Hverju þarf að svara? Nýr skóli...(sbr. söguaðferð) Engin opinber stefna til að fara eftir... Engin aðalnámskrá... Engin gögn... Aðeins skólahús, 280 nemendur og foreldrar/forráðamenn skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, 25 kennarar...og aðrir starfsmenn

9 Hverju þarf að svara? Þarf að huga að því......hvað nemendur eiga að læra í skólanum?...hvers vegna þeir eiga að læra það frekar en annað?... að segja e-ð um tilgang og markmið skólastarfsins?... hvernig á að skipuleggja skólastarfið svo námið gangi sem best fyrir sig?...hvaða umhverfi og aðstæður er heppilegast?... hvernig á að meta námið og til hvers? ?

10 Rökleg nálgun: Ralph W.Tyler Fjórar meginspurningar sem þarf að svara: 1. What are the purposes of the school? -Við verðum að hugsa um, geta réttlætt og sett skipulega fram hvað við ætlum okkur (markmið). Við verðum að geta rökstutt hvers vegna það sem á að læra og kenna er mikilvægara en eitthvað annað. Til hvers? 2. What educational experiences are related to those purposes? - Hvaða viðfangsefni og námsaðstæður stuðla best að því að þessi tilgangur náist?

11 Ralph W.Tyler Fjórar meginspurningar frh.: 3. What are the organizational methods which will be used in relation to those purposes? – Hvaða kennsluhættir og kennsluaðferðir falla best að þessum tilgangi og viðfangsefnum? 4. How will those purposes be evaluated? –Hvernig hyggjumst við meta hvað lærðist af því sem átti að læra? Tyler, R. W. (1949) Basic principles of curriculum and instruction

12 Nám, kennsla, menntun Námskrá, kennsluskrá, menntunarskrá HVAÐ á að nema og kenna? HVER á að nema og HVER á að kenna? HVAR á að nema og kenna? HVENÆR á að nema og kenna? HVERNIG á að nema og kenna? HVENÆR telst maður hafa menntast?

13 Nokkrir meginþræðir til um hugsunar Staða námskrár í kerfinu... Hvernig námskrá? Opinber skrifuð námskrá? Dulin námskrá? Núll-námskrá? Sverðkattanámskrá? Gátlistanámskrá? Hvað er eiginlega námskrá?

14 Staða námskrár í kerfinu... Opinber fyrirmæli Planned curriculum Samfélagið Aðgerðir skólanna Enacted curriculum Kerfið sbr. TIMSS-rannsóknina Raunveruleg reynsla/afrakstur Experienced curriculum Skólinn/skólaumhverfið Aðstæður nemandans, ófyrirséð reynsla

15 Hvers konar námskrár? Elliot Eisner: “Það síðasta sem við þurfum í lýðræðisþjóðfélagi er “one-size-fits-all” námskrá með einu setti af markmiðum handa öllum.” Í Educational Leadership 2004 Hin röklega nálgun Ralphs Tylers (1949) hafði lengst af áhrif, en í seinni tíð er talið eðlilegt að námskrá sé sniðin eftir samhengi og aðstæðum hverju sinni, sveigjanleg. Athugum þó hina íslensku þjóðarnámskrá...

16 Hvers konar námskrár? Aðalnámskrá grunnskóla 1999: Skýr markmið eru grundvallarþáttur skólastarfs. Markmið eru leiðarvísir í öllu skólastarfi og forsenda áætlanagerðar um nám og kennslu. Þau stýra kennslunni og námsmatinu og eru grundvöllur mats á gæðum skólastarfs. –Almennur hluti Að mínum dómi tekur núverandi aðalnámskrá of mikið ómak af kennurum og sníður þeim of þröngan stakk við markmiðssetningu og val á viðfangsefnum. Þetta setur kennara í afar erfiða stöðu. – Börkur Vígþórsson

17 Hin opinbera námskrá – hin dulda námskrá... Eðlilegt er að námskrá hafi á sér tvær hliðar: Hina „sýnilegu” og hina „ósýnilegu”. Dennis P. Doyle í Educ. Leadership Hin sýnilega feli í sér hefðbundnar, formlegar inntakslýsingar: t.d. „hefðbundnar námsgreinar” sem hafa það markmið að efla sjálfstæða hugsun, skilning og persónuleika. Hin ósýnilega námskrá feli í sér eflingu góðra siða (gilda): „Values are caught, not taught”.

18 Hin opinbera námskrá – hin dulda námskrá... Minnir óneitanlega á slagorð sem oft hafa heyrst í seinni tíð: „Nemendur séu bæði fróðir og góðir”. Hin dulda námskrá: Skólabragur, viðmót og samskiptasiðir o.s.frv. Birtist jafnvel í “sýn” skóla. Hér vakna spurningar um raunverulega birtingu námskrár: skrifuð, rædd, hugsuð...að hluta þegjandi samkomulag. Ath. þrjá meginþætti sem skólinn leggur áherslu á: Bókvit, siðvit og verkvit.

19 Hin opinbera námskrá – hin dulda námskrá... Hverjir eru hinir raunverulegu áhrifavaldar þegar námsreynsla barna er til umræðu? „Planned curriculum” eða „Hidden curriculum”? Hverjir eru hinir duldu áhrifaþættir, hverjir þeirra hafa mest áhrif? Má líta á duldu námskrána sem hindrun eða tækifæri til að bæta nám og kennslu? Er til heildarskilgreining á námskrá sem tekur duldu námskrána með í myndina? Já.

20 Núll-námskrá... Þegar velja á markmið, viðfangsefni og námsgögn í skóla er óhjákvæmilegt að sleppa einhverju, en hverju á að sleppa? !! Elliot Eisner talaði um hina svonefndu núll-námskrá (null curriculum):... It is my thesis that what schools do not teach may be as important as what they do teach. I argue this position because ignorance is not simply a neutral void; it has important effects on the kinds of options one is able to consider, the alternatives that one can examine, and the perspectives from which one can view a situation or problems -Elliot Eisner 1994

21 „Sverðkattanámskrá“ Í frægri ádeilu, The Saber-Tooth Curriculum, er sagt frá ákveðinni leikni hjá fornum ættbálki að hrekja burt sverðketti með eldi og ýmsa aðra leikni. Sá tími kom að aðstæður breyttust og ekki var þörf fyrir slíka leikni, heldur aðra. Þá vildu öldungarnir ekki varpa hinum eldri vinnubrögðum fyrir róða. Í þeim fælist nefnilega „hin sanna menntun“. J. Abner Peddiwell. 1939

22 „Sverðkattanámskrá“ Er eitthvað sem styður það, að haldið sé í forna kunnáttu og gömul gildi? Er eitthvað sem hindrar að svo sé gert? Hugsum í því ljósi um menntun sem virðisauka á „sönnu manneðli“ annars vegar (sbr. GF 1907) og hins vegar sem „innvígslu í menningu“, samfélag sem tekur breytingum (e. enculturation). Eru „sverðkattanámskrár“ enn við lýði, opinberar og/eða duldar?

23 Gátlistanámskrá: „Hundavaðsháttur“ Nýlegar námskrár í ýmsum greinum, bæði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla, innihalda lista yfir efnisatriði sem eru svo langir og miklir að ekki er nokkur von til að takist að þjálfa upp leikni í nema litlu af því sem upp er talið. Þrautalendingin verður því að göslast yfir á hundavaði. Atli Harðarson 24/1/2004 Lesbók Mbl.

24 Hvað er eiginlega námskrá? Curriculum = Hlaupabraut, línuleg með fyrirframákveðið upphaf og endi (upphafl. merking) Áætlun eða leiðarvísir um hvað skuli gert (lært, kennt) í skólum. - Andri Ísaksson Skólanámskrá: Rökstudd, skrifleg lýsing á því sem gert er og gera á í skólanum. – Aðalnámskrá grunnskóla 1989 (Hrólfur Kjartansson) Vinnuskilgreining Marsh og Willis: An interrelated set of plans and experiences that a student undertakes under the guidance of the school

25 Til umræðu: Eru sverðkattanámskrár nauðsynlegar eða virka þær sem hindrun í vegi fyrir eðlilegri skólaþróun? Er vænlegt að vera með nákvæm og sundurgreind markmið fyrir öll svið skólastarfs eða… Er skólastarfið svo flókið, krókótt og óútreiknanlegt í eðli sínu að ógerlegt sé að vera með fyrirfram skrifaða dagskrá? Hversu mikill sveigjanleiki á að vera innbyggður í námskrá?

26 Reynið að svara: Hvað eru námskrárfræði? Hverjar eru megináherslurnar í þeim fræðum? Íhugið öll þau álitamál sem gætu falist í spurningunum fjórum neðst á bls. 11 í bókinni Að mörgu er að hyggja.


Download ppt "Grunndeild KHÍ Námskrárfræði og námsmat Meyvant Þórólfsson 9. janúar 2006."

Similar presentations


Ads by Google