Presentation is loading. Please wait.

Presentation is loading. Please wait.

Námskrárfræði og námsmat KHÍ 6. febrúar 2006 Meyvant Þórólfsson.

Similar presentations


Presentation on theme: "Námskrárfræði og námsmat KHÍ 6. febrúar 2006 Meyvant Þórólfsson."— Presentation transcript:

1 Námskrárfræði og námsmat KHÍ 6. febrúar 2006 Meyvant Þórólfsson

2 Reynsla, viðhorf, starfsandi... Námskráin er ekki eingöngu hinar skrifuðu áætlanir, heldur einnig sú reynsla og upplifun sem nemandi undirgengst á vegum skóla eða skólakerfis. -Cohen, Manion og Morrison „Dulin“ gildi og leikreglur skólans (norms and rules of the school game) - sbr. Pierre Bordieu 1988 Starfsandinn, mórallinn, viðhorfin, viðmótið, skoðanirnar: Ethos = climate, atmosphere, spirit, attitude, beliefs, … Ethos: Grundvöllur trausts og trúverðugleika (credibility) í skólastarfinu? - sbr. Aristóteles

3 Denis P. Doyle: ósýnileg gildi og hinar sýnilegu gömlu „lærdómslistir“ „Compose a curriculum in broad strokes, specific enough for clarity, general enough for flexibility” Námskrá hafi á sér tvær hliðar: Hina ósýnilegu og hina sýnilegu. Hin ósýnilega námskrá feli í sér eflingu góðra siða (gilda): „Values are caught, not taught”.

4 Denis P. Doyle: Sýnilega námskráin feli í sér hinar hefðbundnu, formlegu námsgreinar: „lærdómslistir (liberal arts)” sem tryggja sanna menntun, skilning og persónuleika manneskjunnar (lögmál tungumálsins/móðurmálsins, stærðfræði, erlend mál, náttúruvísindi og samfélagsfræði). Hefðbundnu námsgreinarnar (lærdómslistirnar) eru grundvöllur alls, einnig verkmennunar…því þær byggja upp skapgerð og „karakter” nemenda og kenna þeim að hugsa rökrétt.

5 Denis P. Doyle: Við ættum að forðast líflausa og útþynnta menntun því hún býr ungt fólk ekki undir það líf og starf sem einkennir nútímaþjóðfélag. …my vote is for the liberal arts, beginning in prekindergarten and running full tilt up to graduation. Educational Leadership Dec. 2004 Ekki ósvipað áherslum Íslensku menntasamtakanna: Áhersla á að nemendur verði bæði „fróðir og góðir“ Sbr. einnig : Bókvit, siðvit og verkvit.

6 Elliot Eisner – Allt önnur sýn: “Það síðasta sem við þurfum í lýðræðisþjóðfélagi er “one-size-fits-all” námskrá með einu og sama settinu af markmiðum fyrir alla... Diversity yields richness, and diversity in schooling is a source of richness for our culture” Educational Leadership 2004 Við eigum að hverfa frá hinni hefðbundnu námsgreinaskiptingu og efnið (inntak námsins) sé þess í stað samþætt og tengt með fjölbreytilegum hætti, ekki alltaf eins (Organization of Content Areas).

7 Eisner í Preparing for Today and Tomorrow: Veikleikar í menntastefnu nútímans felast í þeirri trú að öll markmið, inntak og námsefni eigi að miða að því að búa nemendur undir framtíðina, framtíð sem er í raun öllum hulin! Látum nemendur fást við viðfangsefni líðandi stundar. Þannig búum við þá best undir framtíðina. Látum nemendur fást við raunveruleg nútímavandamál sem hafa ekki endilega eina lausn eða eina rétta lausnarleið

8 Preparing for Today and Tomorrow...sbr. “evaluation” í flokkunarkerfi Blooms Látum nemendur meta og dæma (make judgements) og eflum þannig hæfilega þeirra til að röksyðja ákvarðanir sínar og val Eflum gagnrýna hugsun (critical thinking). Dæmi: Hvað gerir okkur að manneskjum? Hvernig þróuðumst við þannig? Hvað svo? Lagað að aldri nemenda. Áhersla á gagnrýna hugsun og skapandi hugsun sbr. æðstu flokkana í flokkunarkerfi Blooms (mat og nýmyndun)

9 Preparing for Today and Tomorrow...Læsi Eflum merkingarbært læsi (meaningful literacy), þ.e. hæfileikann til að lesa úr upplýsingum, endurtákna og túlka merkingu (encode and decode meaning) Öll tjáningarform séu með: Lestur, ritun, tal, tónlist, myndlist, dans o.s.frv. Skólar sem afmarka sig einungis við hluta af þessum tjáningarformum útskrifa “hálflæsa” (semiliterate) nemendur.

10 Preparing for Today and Tomorrow...Tjáning og framsetning hugmynda... Flókinn og margbreytilegur hugur manneskjunnar krefst þess við setjum hugmyndir og upplýsingar fram á fjölbreytilegan hátt Skóli sem viðhefur einhæfa framsetningu hugmynda og upplýsinga stuðlar ekki að eðlilegum vitsmunalegum þroska barna og unglinga.

11 Preparing for Today and Tomorrow...Samvinna í merkingunni “collaboration” Í skólum nútímans er mikilvægt að efla samstarfshæfni (collaboration), ekki síst hæfileikann til að vinna með manneskjum sem eru menningar- og félagslega ólíkar manni sjálfum. Menntun er ekki einungis einstaklingsleg, hún er öllu fremur félagsleg og miðar að því að manneskjur byggi upp sameiginlegan skilning á veröldinni.

12 Preparing for Today and Tomorrow... Samfélagsleg þjónusta Mikilvægt er að skólar búi nemendum tækifæri til að stunda samfélagslega þjónustu (service). Það ætti að vera eitt af meginhlutverkum skólans að rækta hjá nemendum samfélagslega ábyrgð.

13 Preparing for Today and Tomorrow... Skólar nútímans endurskoði hlutverk sitt... Setjum próf og einkunnir til hliðar (back seat), látum þau víkja fyrir æðri menntunarmarkmiðum. Meginviðfangsefni skólans er ekki að láta sem flesta ná háum einkunnum á prófum í skólanum, heldur að ná góðum árangri í því samfélagi sem nemendur tilheyra. Loks þurfum við að viðurkenna að mikilvæg viðfangsefni, önnur en hefðbundnar, akademískar námsgreinar, krefjast umfjöllunar í uppeldi og menntun.

14 Núll-námskráin Það sem af einhverjum ástæðum er ákveðið að fjalla ekki um í skólastarfi nefnir Eisner „núllnámskrána“. Hann telur þetta mikilvægt hugtak vegna skilaboðanna sem felast í því að “ignorera” ákveða þætti og þeirri örlagaríku ákvörðun að láta nemendur fara á mis við ákveðin mikilvæg svið í menntun sinni. Þessi skilaboð berast ósjaldan gegnum duldu námskrána.

15 „Sverðkattanámskráin“ Ádeila sem varpar ljósi á vandann sem síbreytilegur heimur skapar hinum íhaldssama, viti borna manni Þegar námskrá er fullsköpuð er erfitt að fá henni breytt, þótt margt mæli með því. Í sögunni um sverðkattanámskrána tekur umhverfi mannsins slíkum breytingum að ekki er lengur þörf fyrir þá kunnáttu sem námskráin kveður á um

16 „Sverðkattanámskráin“ Gamla lykkjuskriftin (ömmuskriftin) sem kennd var í skólum á 20. öld nánast horfin. Er þörf fyrir dálkuppsetningu í reikningi (taka til láns, geyma o.s.frv.)? Fræðsluyfirvöld Reykjavíkur boða breytt markmið, inntak og aðferðir náms. Leiðir til róttækra breytinga ef rætist. Rannsóknir sýna að upplýsinga- og samskiptatækni leiðir til umbreytinga (tranformation) á skólastarfi, en hægt og treglega...


Download ppt "Námskrárfræði og námsmat KHÍ 6. febrúar 2006 Meyvant Þórólfsson."

Similar presentations


Ads by Google